Morgunblaðið - 09.05.1995, Side 41

Morgunblaðið - 09.05.1995, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1995 41 FRÉTTIR Kynningarkvöld Minjanefndar skáta MINJANEFND skáta verður með opið kynningarkvöld miðvikudag- inn 10. maí í Skátahúsinu við Snorrabraut og hefst dagskráin kl. 20. Nefndin hefur nú starfað í tæp 3 ár. Skátaminjar er víða að finna og er það hlutverk nefndarinnar að hafa forystu um skráningu á munum, myndum og rituðum heim- ildum sem telja má sögulega mikil- væga. Þetta er gert í samráði við skátafélög, hópa og einstaklinga. Gert er ráð fyrir að talsverður hluti þess sem skráð er varðveitist áfram þar sem það hefur verið, séu að- stæður fyrir hendi. Á kynningarfundi Minjanefndar verður athygli beint að tvennu. Þau Áslaug Friðriksdóttir, fyrrverandi formaður Skátasambands Reykja- víkur, og Páll Gíslason, fyrrverandi skátahöfðingi, munu rifja upp sam- einingu kvenskáta og drengjaskáta í eitt bandalag, Bandalag íslenskra skáta, en á síðasta ári voru 50 ár liðin síðan það varð. ísland var fyrsta landið í heiminum til að sam- eina stafið á þennan hátt. Einnig verður á kynningarfund- inum fjaliað um ferðir skáta á al- þjóðamót, World Jamboree í Hol- landi. Þeir Ólafur Alexandersson og Sveinn Elíasson, sem fóru á Jamboree í Hollandi árið 1937, munu rifja upp ýmislegt eftirminni- legt úr þeirri ferð og fararstjórar skáta sem fara á Jamboree í Hol- landi nú í sumar munu segja frá því hvernig ferðin nú er skipulögð. Kynningarkvöldið er opið öllum skátum og velunnurum. ROBERT E. Pedersen, sendiherra Kanada á íslandi og Nor- egi, afhendir Kristbjörgu viðurkenningu í viðurvist Jóns H. Bergs, aðalræðismanns Kanada. Viðurkenning fyrir störf í þágu Kanada NÝLEGA veitti ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis Kanada í Ottawa Kristbjörgu Ágústsdóttur, aðalræðisskrifstofu Kanada, viður- kenningu fyrir frábær störf í þágu Kanada. Slíkar viðurkenningar eru veittar árlega og var Kristbjörg ein af fjór- um sem hlutu viðurkenningu ráðu- neytisstjórans á þessu ári. ------» » ■«---- Þumalína í nýtt húsnæði BARNA- og heilsuvöruverslun- in Þumalína, sem hefur verið til húsa á Leifsgötu 32 í 15 ár, hefur nú flutt starfsemi sína í Pósthússtræti 13 sem er næsta hús við Hótel Borg. Hulda Jensdóttir Þumalína hefur eieandi Þuma’ sérhæft sig í þjón- ustu við barnshafandi konur og minnstu bömin, einnig sérhæft sig í fyrirburaþjónustu. Eigandi Þumalínu er Hulda Jens- dóttir, fyrrverandi forstöðukona Fæðingarheimilis Reykjavíkur. ■ VERSLUNIN EMÍR, Hring- braut 121 (JL-húsinu) var opnuð 8. apríl sl. Verslunin sérhæfir sig í sölu handhnýttra teppa og hand- gerðra skrautmuna frá Austurlönd- um sem hún flytur inn milliliða- laust frá framleiðendum. ■ KARL Helgi Jónsson, fram- reiðslumaður, tók í febrúar sl. við rekstri Skálafells Dansbars í Mos- fellsbæ. Karl réðst fljótlega í breyt- ingar á staðnum og rúmar hann nú 110 manns. Ýmsar uppákomur eru í boði á veitinga- staðnum t.a.m. lifandi tónlist, tískusýningar o.fl. Einnig er í boði karaoke-kerfi. Ur dagbók lögreglunnar Alsæla, amfetamín og hass gert upptækt 5. til 8. maí BÓKFÆRÐ eru 384 tilvik um helgina. Af þeim eru t.d. 4 um- ferðarslys í 21 umferðaróhappi, 31 mál vegna hávaða og ónæðis, 7 innbrot, 9 þjófnaðir, 7 skemmd- arverk, 9 rúðubrot og 61 kæra eða áminning vegna ýmiss konar umferðarlagabrota. Á föstudag höfðu starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglunnar af- skipti af manni á götu í Kópa- vogi. Á honum voru 16 grömm af amfetamíni. Við húsleit á heimili hans fundust síðan 4 grömm af amfetamíni til viðbót- ar. Ólöglega framleitt áfengi á vínveitingastað Síðar um daginn lögðu þeir hald á tæki til ólöglegrar áfengis- framleiðslu í húsi í Grafarvogi. Um kvöldið fundust 5 töflur af alsælu og lítilræði af hassi og amfetamíni á tveimur mönnum á skemmtistað í miðborginni. Á föstudagsnótt lögðu starfsmenn fíkniefnadeildar hald á tvo stóra plastbrúsa með áfengi á einum vínveitingastað nálægt miðborg- inni. Grunur er um að um ólög- lega framleitt áfengi sé að ræða. Um nóttina var farið að hús- næði við Höfðatún þar sem skemmtanahald hafði verið helg- ina áður. Þar voru teknar fjórar og hálf alsælutafla af þremur mönnum sem biðu fyrir utan. Inni fundust 11 alsælutöflur og lítilræði af amfetamíni. Afrakstur dagsins var því rúm- lega 20 töflur af alsælu, 20 grömm af amfetamíni, lítil bruggverksmiðja, tveir brúsar með líklega ólöglegu áfengi og lítilræði af hassi. Undir morgun á laugardag stóðu lögreglumenn í deildinni menn að innbroti í fyrirtæki við Mýrargötu. Kvéikt í vörubíl Síðdegis á föstudag var til- kynnt um slys á Gufuneshöfða við Dofra. Þar hafði 9 ára gam- all drengur fallið um 7 metra niður kletta. Drengurinn var fluttur á slysadeild með sjúkra- bifreið en meiðsli hans eru talin minniháttar. Á föstudagsnótt varð stúlka á reiðhjóli fyrir bifreið á Miklubraut við Lönguhlíð. Stúlkan var flutt á slysadeild en meiðsli hennar voru talin minniháttar. Hún fékk að fara heim að skoðun lokinni. Skömmu síðar var tilkynnt um eld í vörubifreið á Langholtsvegi. Slökkvilið réð niðurlögum eldsins, en talið er að um íkveikju hafi verið að ræða. Kom óboðinn inn af svölunum Aðfaranótt laugardags til- kynnti kona að hún hefði vaknað við að maður væri kominn inn í íbúð hennar frá svölum. Lögregl- an handtók manninn, sem virtist litla hugmynd hafa um erindi sitt í íbúðina. Maðurinn var vistaður í fangageymslu það sem eftir lifði nætur en að því loknu var hann færður til yfirheyrslu. Á laugardagsmorgun var mað- ur handtekinn eftir innbrot í hús- næði í Skeifunni. Maðurinn var búinn að færa sjónvarpstæki og eitthvert magn af bjór í bíl sinn þegar lögreglumenn komu þar að. Hann var færður á lögreglu- stöðina og síðan vistaður í fanga- geymslu. Um morguninn fjarlægðu lög- reglumenn nokkra menn úr ibúð við Laugaveg. Tilkynnt hafði ver- ið um hávaða og slagsmál í íbúð- inni, en við nánari athugun komu í ljós tæki og áhöld til fíkniefna- neyslu svo og líkleg fíkniefni. Aðfaranótt laugardags bar svolítið á unglingum í miðborg- inni. Þeir voru færðir í athvarfið og sóttir þangað af foreldrum sínum. Unglingar hafa sótt í mið- borgina á þessum árstíma og hefur lögregla og starfsfólk fé- lagsmálayfirvalda sérstakan við- búnað vegna þess. Rétt er að minna á að enn eru í gildi ákvæði um bann við útivist unglinga undir 16 ára aldri. Brutust inn í skóla Á sunnudagskvöld voru tveir 15 ára piltar handteknir eftir inn- brot í Breiðholtsskóla. Starfs- maður öryggisgæslufyrirtækis hafði komið að piltunum í geymslukjallara skólans. Þeir voru færðir á lögreglustöðina þangað sem foreldrar þeirra sóttu þá. Fundur um mis- þroska barnið og skólann FORELDRAFÉLAG misþroska barna verður með félagsfund í Æfíngaskóla Kennaraháskóla ís- lands miðvikudaginn 10. maí kl. 20.30. Starfsfólk Austurbæjar- skóla segir frá vinnu sinni með misþroska börn. Á fundinn koma þau Eiríkur Ellertsson sérkennari, Soffía Unn- ur Björnsdóttir almennur kennari og sérkennari, Vilborg Guðnadóttir hjúkrunarfræðingur og Þór Bjöms- son íþróttakennari. Hvert um sig heldur stutta kynn- ingu. Á eftir gefa þau kost á um- ræðum og spurningum. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. ♦ ♦ ♦------ K&S á Kaffi Reykjavík DÚETTINN K&S, _sem saman- stendur af Kristján Óskarssyni og Sigurði Dagbjartssyni, leikur þriðjudags- og miðvikudagskvöld á Kaffi Reykjavík. Á efnisskránni eru róleg og róm- antísk lög, salsatónlist og rokk. Þú munt njðta þess - frá og með 12. maí n.k VINNINGSTOLUR LAUGARDAGINN 06.05.1995 FJÖLDI VINNINGAR VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 4.585.257 220.810 3. 4al5 158 4.820 3.958 440 Helldarvinnlngsupphæö: 7.529.957 BIRTMEÐ FYRIRVARAUM PRENTVILtUR MEG frá ABET UTANÁHÚS Þ.Þ0RGRÍMSS0N & C0 Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640 Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu -kjami málsins!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.