Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1995 41 FRÉTTIR Kynningarkvöld Minjanefndar skáta MINJANEFND skáta verður með opið kynningarkvöld miðvikudag- inn 10. maí í Skátahúsinu við Snorrabraut og hefst dagskráin kl. 20. Nefndin hefur nú starfað í tæp 3 ár. Skátaminjar er víða að finna og er það hlutverk nefndarinnar að hafa forystu um skráningu á munum, myndum og rituðum heim- ildum sem telja má sögulega mikil- væga. Þetta er gert í samráði við skátafélög, hópa og einstaklinga. Gert er ráð fyrir að talsverður hluti þess sem skráð er varðveitist áfram þar sem það hefur verið, séu að- stæður fyrir hendi. Á kynningarfundi Minjanefndar verður athygli beint að tvennu. Þau Áslaug Friðriksdóttir, fyrrverandi formaður Skátasambands Reykja- víkur, og Páll Gíslason, fyrrverandi skátahöfðingi, munu rifja upp sam- einingu kvenskáta og drengjaskáta í eitt bandalag, Bandalag íslenskra skáta, en á síðasta ári voru 50 ár liðin síðan það varð. ísland var fyrsta landið í heiminum til að sam- eina stafið á þennan hátt. Einnig verður á kynningarfund- inum fjaliað um ferðir skáta á al- þjóðamót, World Jamboree í Hol- landi. Þeir Ólafur Alexandersson og Sveinn Elíasson, sem fóru á Jamboree í Hollandi árið 1937, munu rifja upp ýmislegt eftirminni- legt úr þeirri ferð og fararstjórar skáta sem fara á Jamboree í Hol- landi nú í sumar munu segja frá því hvernig ferðin nú er skipulögð. Kynningarkvöldið er opið öllum skátum og velunnurum. ROBERT E. Pedersen, sendiherra Kanada á íslandi og Nor- egi, afhendir Kristbjörgu viðurkenningu í viðurvist Jóns H. Bergs, aðalræðismanns Kanada. Viðurkenning fyrir störf í þágu Kanada NÝLEGA veitti ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis Kanada í Ottawa Kristbjörgu Ágústsdóttur, aðalræðisskrifstofu Kanada, viður- kenningu fyrir frábær störf í þágu Kanada. Slíkar viðurkenningar eru veittar árlega og var Kristbjörg ein af fjór- um sem hlutu viðurkenningu ráðu- neytisstjórans á þessu ári. ------» » ■«---- Þumalína í nýtt húsnæði BARNA- og heilsuvöruverslun- in Þumalína, sem hefur verið til húsa á Leifsgötu 32 í 15 ár, hefur nú flutt starfsemi sína í Pósthússtræti 13 sem er næsta hús við Hótel Borg. Hulda Jensdóttir Þumalína hefur eieandi Þuma’ sérhæft sig í þjón- ustu við barnshafandi konur og minnstu bömin, einnig sérhæft sig í fyrirburaþjónustu. Eigandi Þumalínu er Hulda Jens- dóttir, fyrrverandi forstöðukona Fæðingarheimilis Reykjavíkur. ■ VERSLUNIN EMÍR, Hring- braut 121 (JL-húsinu) var opnuð 8. apríl sl. Verslunin sérhæfir sig í sölu handhnýttra teppa og hand- gerðra skrautmuna frá Austurlönd- um sem hún flytur inn milliliða- laust frá framleiðendum. ■ KARL Helgi Jónsson, fram- reiðslumaður, tók í febrúar sl. við rekstri Skálafells Dansbars í Mos- fellsbæ. Karl réðst fljótlega í breyt- ingar á staðnum og rúmar hann nú 110 manns. Ýmsar uppákomur eru í boði á veitinga- staðnum t.a.m. lifandi tónlist, tískusýningar o.fl. Einnig er í boði karaoke-kerfi. Ur dagbók lögreglunnar Alsæla, amfetamín og hass gert upptækt 5. til 8. maí BÓKFÆRÐ eru 384 tilvik um helgina. Af þeim eru t.d. 4 um- ferðarslys í 21 umferðaróhappi, 31 mál vegna hávaða og ónæðis, 7 innbrot, 9 þjófnaðir, 7 skemmd- arverk, 9 rúðubrot og 61 kæra eða áminning vegna ýmiss konar umferðarlagabrota. Á föstudag höfðu starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglunnar af- skipti af manni á götu í Kópa- vogi. Á honum voru 16 grömm af amfetamíni. Við húsleit á heimili hans fundust síðan 4 grömm af amfetamíni til viðbót- ar. Ólöglega framleitt áfengi á vínveitingastað Síðar um daginn lögðu þeir hald á tæki til ólöglegrar áfengis- framleiðslu í húsi í Grafarvogi. Um kvöldið fundust 5 töflur af alsælu og lítilræði af hassi og amfetamíni á tveimur mönnum á skemmtistað í miðborginni. Á föstudagsnótt lögðu starfsmenn fíkniefnadeildar hald á tvo stóra plastbrúsa með áfengi á einum vínveitingastað nálægt miðborg- inni. Grunur er um að um ólög- lega framleitt áfengi sé að ræða. Um nóttina var farið að hús- næði við Höfðatún þar sem skemmtanahald hafði verið helg- ina áður. Þar voru teknar fjórar og hálf alsælutafla af þremur mönnum sem biðu fyrir utan. Inni fundust 11 alsælutöflur og lítilræði af amfetamíni. Afrakstur dagsins var því rúm- lega 20 töflur af alsælu, 20 grömm af amfetamíni, lítil bruggverksmiðja, tveir brúsar með líklega ólöglegu áfengi og lítilræði af hassi. Undir morgun á laugardag stóðu lögreglumenn í deildinni menn að innbroti í fyrirtæki við Mýrargötu. Kvéikt í vörubíl Síðdegis á föstudag var til- kynnt um slys á Gufuneshöfða við Dofra. Þar hafði 9 ára gam- all drengur fallið um 7 metra niður kletta. Drengurinn var fluttur á slysadeild með sjúkra- bifreið en meiðsli hans eru talin minniháttar. Á föstudagsnótt varð stúlka á reiðhjóli fyrir bifreið á Miklubraut við Lönguhlíð. Stúlkan var flutt á slysadeild en meiðsli hennar voru talin minniháttar. Hún fékk að fara heim að skoðun lokinni. Skömmu síðar var tilkynnt um eld í vörubifreið á Langholtsvegi. Slökkvilið réð niðurlögum eldsins, en talið er að um íkveikju hafi verið að ræða. Kom óboðinn inn af svölunum Aðfaranótt laugardags til- kynnti kona að hún hefði vaknað við að maður væri kominn inn í íbúð hennar frá svölum. Lögregl- an handtók manninn, sem virtist litla hugmynd hafa um erindi sitt í íbúðina. Maðurinn var vistaður í fangageymslu það sem eftir lifði nætur en að því loknu var hann færður til yfirheyrslu. Á laugardagsmorgun var mað- ur handtekinn eftir innbrot í hús- næði í Skeifunni. Maðurinn var búinn að færa sjónvarpstæki og eitthvert magn af bjór í bíl sinn þegar lögreglumenn komu þar að. Hann var færður á lögreglu- stöðina og síðan vistaður í fanga- geymslu. Um morguninn fjarlægðu lög- reglumenn nokkra menn úr ibúð við Laugaveg. Tilkynnt hafði ver- ið um hávaða og slagsmál í íbúð- inni, en við nánari athugun komu í ljós tæki og áhöld til fíkniefna- neyslu svo og líkleg fíkniefni. Aðfaranótt laugardags bar svolítið á unglingum í miðborg- inni. Þeir voru færðir í athvarfið og sóttir þangað af foreldrum sínum. Unglingar hafa sótt í mið- borgina á þessum árstíma og hefur lögregla og starfsfólk fé- lagsmálayfirvalda sérstakan við- búnað vegna þess. Rétt er að minna á að enn eru í gildi ákvæði um bann við útivist unglinga undir 16 ára aldri. Brutust inn í skóla Á sunnudagskvöld voru tveir 15 ára piltar handteknir eftir inn- brot í Breiðholtsskóla. Starfs- maður öryggisgæslufyrirtækis hafði komið að piltunum í geymslukjallara skólans. Þeir voru færðir á lögreglustöðina þangað sem foreldrar þeirra sóttu þá. Fundur um mis- þroska barnið og skólann FORELDRAFÉLAG misþroska barna verður með félagsfund í Æfíngaskóla Kennaraháskóla ís- lands miðvikudaginn 10. maí kl. 20.30. Starfsfólk Austurbæjar- skóla segir frá vinnu sinni með misþroska börn. Á fundinn koma þau Eiríkur Ellertsson sérkennari, Soffía Unn- ur Björnsdóttir almennur kennari og sérkennari, Vilborg Guðnadóttir hjúkrunarfræðingur og Þór Bjöms- son íþróttakennari. Hvert um sig heldur stutta kynn- ingu. Á eftir gefa þau kost á um- ræðum og spurningum. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. ♦ ♦ ♦------ K&S á Kaffi Reykjavík DÚETTINN K&S, _sem saman- stendur af Kristján Óskarssyni og Sigurði Dagbjartssyni, leikur þriðjudags- og miðvikudagskvöld á Kaffi Reykjavík. Á efnisskránni eru róleg og róm- antísk lög, salsatónlist og rokk. Þú munt njðta þess - frá og með 12. maí n.k VINNINGSTOLUR LAUGARDAGINN 06.05.1995 FJÖLDI VINNINGAR VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 4.585.257 220.810 3. 4al5 158 4.820 3.958 440 Helldarvinnlngsupphæö: 7.529.957 BIRTMEÐ FYRIRVARAUM PRENTVILtUR MEG frá ABET UTANÁHÚS Þ.Þ0RGRÍMSS0N & C0 Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640 Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu -kjami málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.