Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ u FRÉTTIR: EVRÓPA Sáttafundur Santers og Chrétiens Kanadamenn verja lög um töku skipa París. Reuter. JEAN Chrétien, forsætis- ráðherra Kanada, og Jacqu- es Santer, forseti fram- kvæmdastjómar Evrópu- sambandsins, áttu með sér fund í París í gær og leituð- ust við að ná sáttum eftir harðar deilur um grálúðu- veiðar skipa frá ESB úti fyrir lögsögu Kanada. Chrétien er staddur í París vegna hátíðahalda í tilefni þess að fimmtíu ár eru frá lokum seinni heimsstyijald- ar. Leiðtogarnir sögðu á blaðamannafundi að lokn- um viðræðum sínum að þær hefðu verið „jákvæðar", en ítrekuðu að samskipti Kanada og ESB væra ekki komin í samt lag og leggja þyrfti vinnu í að festa samning þann, sem gerður var um veiðar ESB, í sessi. Chrétien lét svo um mælt að mikilvægara væri að horfa fram á veg en að einblína á fortíðina. Hann lagði hins vegar áherzlu á að Kanada myndi ekki fella úr gildi lög, sem heimila strandgæzlunni að taka togara utan 200 mílna fisk- veiðilögsögu ríkisins. „Við munum halda fast við lögin, því að þótt við höfum gert samning við Evrópusam- bandið, sækja mörg skip á þessi mið undir hentifána. Við höfum komið á kerfi, sem við eram reiðubúnir að verja,“ sagði Chrétien. Lausir endar á úthafsveiðiráðstefnu í seinustu viku hleyptu ummæli Sir Leons Brittan, varaforseta framkvæmda- stjórnar ESB, um „fall- byssubátadiplómatí“ Kanadamanna illu blóði í þarlend stjórnvöld. Er Santer var spurður út í ummæli Brittans, vildi hann ekki gagnrýna þau, en sagði samskipti ESB og Kanada myndu batna hægt og rólega. Hann benti á að margir endar væra lausir á úthafsveiðiráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem á að ljúka í sumar. Chrétien BÆNDUR í Evrópusambandinu, ekki sízt í Frakklandi, hafa verið áhrifamikill þrýstihópur. Hér eru franskir bændur að plægja upp grasflatirnar við Eiffel-turninn til að mótmæla breyt- ingum á landbúnaðarstefnu ESB. Umbætur, sem nauðsynlegar væru til að unnt yrði að taka Austur-Evrópuríki inn í samband- ið, munu sennilega vekja mikia reiði hjá bændum í ESB. Landbúnaðarstefna ESB erfiðasta hindr- unin fyrir A-Evrópu? Prag, Brussel. Reuter. SÉRFRÆÐINGAR telja að Evr- ópusambandið verði að endur- skoða hina kostnaðarsömu land- búnaðarstefnu sína áður en hægt verði að taka Austur-Evrópuríki inn í sambandið. Landbúnaðar- stefnan gæti orðið stærsta póli- tíska og efnahagslega hindrunin í vegi fyrir ESB-aðild fyrrverandi kommúnistaríkja, þar sem land- búnaðargeirinn er stór og óhag- kvæmur. Landbúnaðarstefnan tekur nú þegar til sín um 60% af fjárlögum ESB. Sérfræðingar í landbúnaðar- málum segja að sennilegt sé að framleiðsla á korni, kjöti og mjólk myndi stóraukast, langt umfram þarfir neytenda, ef austur-evr- ópskir bændur nytu niðurgreiðslna frá ESB óbreyttra, en þær eru miklu hærri en niðurgreiðslurnar, sem þeir fá nú. Í mörgum Austur-Evrópuríkj- um er stór hluti bújarða enn í eigu ríkisins og einkavæðing gengur illa. Þau bú, sem tekizt hefur að einkavæða, eiga í fjárhagserfíð- léikum vegna mikils fjárfestingar- kostnaðar við endurnýjun tækja- búnaðar. Flestir telja að það yrði banabiti hinnar sameiginlegu landbúnaðarstefnu Evrópusam- bandsins í núverandi mynd, ef ESB yrði að taka austur-evrópsk- an landbúnað upp á arma sína. Frakkland á móti breytingum Bretland og Þýzkaland hafa hvatt til umbóta á landbúnaðar- stefnunni. Hins vegar má búast við að Frakkland — sem segja má að stefnan hafi upphaflega verið sniðin fyrir — muni standa í vegi fyrir breytingum. Þannig telja ýmsir fréttaský- rendur að hinn nýi Frakklandsfor- seti, Jacques Chirac, muni veija landbúnaðarstefnuna, líkt og hann gerði á áttunda áratugnum er hann var iandbúnaðarráðherra Frakklands. SIGUR CHIRACS I FRAKKLANDI Reuter MIKIL fagnaðarlæti _gripu um sig meðal stuðningsmanna Chiracs er ljóst var að hann væri næsti forseti Frakklands. A myndinni sést öryggisvörður hans t.h. reyna að koma Chirac, fyrir miðju, í gegnum mannfjöldann í höfuðstöðvum stuðningsmannanna. Allt er þegar þrennt er Eftir sigur Jacques Chiracs í forsetakosning- unum á sunnudag hafa hægrimenn tögl og hagldir í frönskum stjómmálum, segir Stein- grímur Sigurgeirsson, blaðamaður Morgun- blaðsins í París. Vinstrimenn geta þó huggað sig við það að lionel Jospin virðist hafa tek- ist að blása lífí í hreyfíngu þeirra á ný þó að bið verði á því að þeir komist til valda. ASLAGINU átta um kvöld- ið birti franska sjónvarp- ið fyrstu tölumar. Þegar andlit Jacques Chiracs og talan 52,2% birtist á skjánum brutust út gífurleg fagnaðarlæti hjá þeim þúsundum stuðningsmanna hans, sem höfðu komið saman ann- ars vegar við ráðhús Parísar, Hotel de Ville, og hins vegar fyrir utan höfuðstöðvar Chiracs við Avenue d’Iéna. Vonbrigðin leyndu sér hins vegar ekki hjá stuðningsmönnum Jospins, sem komið höfðu saman við höfuðstöðvar hans í austurhluta borgarinnar. Margir grétu og innan skamms fóru menn að tygja sig burt. Veisla stuðningsmanna Chiracs var hins vegar rétt að byrja. Fyrir utan ráðhúsið beið mannfjöldinn eftir ávarpi Chiracs, en hann hafði beðið úrslitanna í hinum glæsilega veislusal Hotel de Ville. Fólkið hrópaði til skiptis „við höfum sigr- að“ og „Chirac forseti" og aftur og aftur sungu menn franska þjóð- sönginn, La Marseillaise. Fjórtán ára bið hægrimanna var á enda. Klukkan fimm mínútur yfir níu lýsti Chirac yfír sigri og ávarpaði stuðningsmenn sína og frönsku þjóðina. ,,Ég verð forseti allra Frakka. Ég geri mér grein fyrir þeirri ábyrgð sem ég hef axlað og þeim erfiðu verkefnum, sem bíða,“ sagði Chirac og lagði áherslu á að hann hygðist stefna að því að yfir- stjórn ríkisins einangraðist ekki frá þeirri þjóð, sem hefði kosið hana. „Mikilvægasta barátta okkar verður baráttan við atvinnuleysið. Hin hefðbundnu meðul hafa brugð- ist. Það verður að nálgast vanda- málið á nýjan hátt, grípa til nýrra aðferða. Aður en við tökum ákvarð- anir verðum við ávallt að velta því fyrir okkur hvort að þær bæti at- vinnuástandið. Allt verður reynt, einskis verður látið ófreistað,“ sagði Chirac og bætti við að á sama tíma yrði þetta barátta gegn því að stór- ir hópar yrðu útilokaðir frá samfé- laginu. Hann sagði markmið sitt vera að Frakkland yrði á ný „land frels- is, land bræðralags, jafnra tæki- færa og land samstöðu". Að Frakk- land héldi varðstöðu um mannrétt- indi í heiminum, yrði leiðandi í þró- un Evrópusambandsins, þjónn frið- ar og velmegunar í álfunni. „Lifi lýðveldið, lifi Frakkland," þrumaði Chirac í lok ræðu sinnar og fagnað- arlætin ætluðu aldrei að taka enda. Flautur þeyttar Allt kvöldið og alla nóttina vora flautur bifreiða þeyttar um götur Parísar og annarra borga Frakk- lands og tugir þúsunda hófu að streyma til Place de la Concorde þar sem sigurhátíð stuðningsmanna Chiracs stóð langt fram á nótt. Hundrað þúsunda ungmenna komu saman til að hlýða á rokktónleika og fagna sigri með kampavíni. Að miklu leyti til voru þetta ungmenni í kringum tvítugt, sem voru enn lítil börn er Mitterrand, fráfarandi forseti, náði fyrst kjöri fyrir fjórtán áram. „Árið 1974 sýndi Giscard vinstrimönnum fram á að þeir höfðu ekki einkarétt á því að hafa hjarta. Nú sýnum við vinstrimönnum fram á að þeir hafa ekki einkarétt á ungum kjósendum, Chirac-kynslóð- in hefur tekið við af Mitterrand- kynslóðinni,“ sagði eitt ungmenn- anna á Place de la Concorde. Kosningakannanir benda þó til að meirihluti yngstu kjósendanna, á aldrinum 18-24 ára, hafí kosið Jospin. Bastillutorgið, þar sem vinstri- menn fögnuðu sigri eftir sigur Mit- terrands árið 1981, og til stóð að halda hugsanlega sigurhátíð Josp- ins, var hins vegar autt að frátöld- um ferðamönnum. Hlaut 52,7% atkvæða Eftir að hafa heimsótt höfuð- stöðvar sínar við Iéna brunaði Citro- én-bifreið Chiracs um götur mið- borgarinnar og hinn nýkjörni for- seti veifaði ásamt eiginkonu sinni Bernadette út um opinn gluggann í aftursætinu til vegfarenda sem fæstir áttu von á að komast í slíkt návígi við forsetann. Að þessu búnu hélt hann til ráðhússins á ný til að undirbúa sig undir fyrsta vinnudag- inn og hvíla sig eftir langa og erf- iða baráttu. Þegar upp var staðið hlaut Chirac tæp 52,7% atkvæða en Jospin rúm- lega 47,3%. Til samanburðar má geta þess að Mitterrand var kjörinn með 51,76% atkvæða árið 1981 og endurkjörinn með 54,01% atkvæða árið 1988. Valéry Giscard d’Estaing hlaut 50,81% atkvæða árið 1974, Charles de Gaulle 55,20% árið 1965 og Georges Pompidou 58,21% árið 1969. Því má þó ekki gleyma að þegar Pompidou var kjörinn greiddu 31,15% þjóðarinnar ekki atkvæði, þar sem leiðtogar kommúnista hvöttu kjósendur sína til að sitja heima á kjördag. Nú á sunnudag greiddu 19,63% Frakka ekki at- kvæði, sem er nokkuð hærri tala en í undanförnum kosningum. Árið 1988 greiddu 15,93% ekki atkvæði, 1 i » r ! i > i i i i i i i i i i V i i i i i i > > >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.