Morgunblaðið - 09.05.1995, Síða 17

Morgunblaðið - 09.05.1995, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1995 17 SIGUR CHIRACS í FRAKKLAIMDI 14,15% árið 1981,12,67% árið 1974 og 15,68% árið 1965. Nokkuð fleiri greiddu þó atkvæði í síðari umferð kosninganna en í þeirri fyrri en þá sátu rúmlega 21% kjósenda heima. Af þeim sem greiddu atkvæði skil- uðu um 6% auðu, sem er töluvert hærri tala en í fyrri forsetakosning- um. Vekur athygli að algengast var að kjósendur skiluðu auðu eða kusu ekki í þeim kjördæmum þar sem þjóðernissinninn Le Pen eða Edou- ard Balladur forsætisráðherra náðu bestum árangri í fyrri umferðinni. Svo virðist sem kjósendur Le Pens hafi skipst á milli þeirra Chiracs og Balladurs og í mörgum kjördæmum, þar sem Le Pen vann sigur í fyrri umferðinni, jók Jospin fylgi sitt mjög. Otfóst hvenær Chirac tekur við Þó að Chirac hafí ekki unnið yfír- burðasigur í kosningunum voru úr- slitin ótvíræð. Að auki er það nokk- ur styrkur fyrir Chirac að hafa náð kjöri án þess að það hafi verið kjós- endum Le Pens að þakka. Tvennt kemur þar aðallega til. Annars veg- ar sækir Le Pen fylgi sitt í ríkum vel de Gaulle hafði nokkum tím- ann. Auk forsetaembættisins hafa þeir um 80% meirihluta þingsæta á þingi, öll ríkisstjórn landsins er skipuð hægrimönnum, þeir ráða yfír öldungadeildinni, hægrimenn eru borgarstjórar stærstu borga Frakklands, þar á meðal í höfuð- borginni París og þeir ráða ríkjum í 21 héraði Frakklands af 22. Chirac boðaði nýja tíma og breytingar í kosningabaráttunni og hann ætti að hafa völd til að knýja þær í gegn. Erfíðasta verkefnið verður að bæta hlut þeirra milljóna Frakka, sem eru atvinnulausir og jafnvel heimilislausir. Hinn mikli félagslegi vandi Frakklands blasir við íbúum stórborga landsins á hveijum degi og er hvað mest áberandi í höfuð- borginni París. Heimilislausa má sjá á nær hveiju götuhorni, betlandi eða rótandi í mslafötum. Er svo komið að margir íbúar höfuðborgar- innar veigra sér við að ferðast með neðanjarðarlestunum vegna þeirra fjölmörgu útigangsmanna sem þar hafast við. Frakkar krefjast skjótra lausna við atvinnuleysisvandanum, jafnvel LIONEL Jospin, sem laut í lægra haldi fyrir Chirac í forseta- kosningum, hittir stuðningsmenn sína á sunnudagskvöld. mæli til óánægðra og atvinnulausra verkamanna, löngum eins dyggasta stuðningshóps franskra kommún- ista, og hins vegar hafa franskir gaullistar (síðar nýgaullistar með stofnun flokksins RPR árið 1976) verið helstu andstæðingar hægri öfgaafla í Frakklandi. Má rekja það aftur til baráttunnar gegn Vichy- stjóminni í síðari heimsstyijöldinni og stríðsins í Alsír. Ekki er enn fyllilega ljóst hvenær Chirac tekur formlega við völdum. Samkvæmt frönskum lögum er ekki hægt að skipa nýjan forseta í emb-' ætti fyrr en Stjómlagaráðið, Con- seil constitutionnel, hefur lagt form- lega blessun sína yfir úrslit kosning- anna. Hefur ráðið allt að tíu daga til að fara yfir úrslitin. Kjörtímabili Mitterrands lýkur á miðnætti þann 20. maí, en hann hefur gefíð í skyn að hann hafí hug á að láta af emb- ætti fyrr. Það er því ekki óhugs- andi að umskiptin eigi sér stað fyrr og jafnvel ekki víst að Stjómlaga- ráðið taki sér tíu daga frest til að fara yfír úrslitin. Árið 1981 liðu fímm dagar og 1988 einungis þrír frá kosningum, þar til að hægt var að skipa nýjan forseta. Það gæti því gerst að Chirac verði skipaður í embætti í byijun næstu viku, en fyrr getur hann ekki skipað nýjan forsætisráðherra og ríkisstjóm. Yfirburðastaða hægrimanna Með sigri Chiracs hafa hægri- menn náð yfirburðastöðu í frönsk- um stjórnmálum og hafa nú fastari tök á franska stjórnkerfínu en jafn- þó að hann kunni að reynast óleys- anlegur á einungis nokkmm ámm. Leiðarahöfundar helstu dagblaða Frakklands gerðu þetta að umtals- efni í gær. „Ef maðurinn sem seg- ist vilja vera „forseti allra Frakka“ viðheldur óbreyttu ástandi verður honum ekki þakkað fyrir. Engin biðlund Eftir að skýrt var frá kosninga- sigri hans reið gleðibylgja yfír Par- ís og aðrar helstu borgir landsins. Frakkland lýtur hins vegar sömu lögmálum og önnur ríki. Eftir því sem væntingarnar em meiri verða vonbrigðin þungbærari,“ sagði rit- stjóri Le Figaro í forystugrein. Sérge July, aðalritstjóri Libérati- on, segir að ef Jospin hefði náð kjöri hefðu verkalýðsfélög og önnur samtök líklega sýnt honum nokkra biðlund. Sú sé hins vegar ekki raun- in með Chirac. Hann verði strax að grípa til aðgerða. „Fyrstu hundr- að dagar hins nýja forseta verða ekki bara erfíðir, þeir munu einnig ráða úrslitum," segir July. Chirac verður að eyða mikilli orku í innri málefni Frakklands en hans bíða einnig stór verkefni á alþjóðavettvangi. Ríkjaráðstefna ESB hefst á næsta ári og þar verða Frakkar sem forystuþjóð að marka skýra stefnu. Erfið verkefni framundan Verkefnin framundan em vissu- lega erfið en Chirac er jafnframt með reyndustu stjórnmálamönnum Frakklands. Hann hefur tvívegis gegnt embætti forsætisráðherra (í fyrsta skipti í forsetatíð Giscards árið 1974) og rétt eins og Mitterr- and náði hann ekki kjöri sem for- seti fyrr en í þriðja skiptið, sem hann bauð sig fram. Ásamt Mitterr- and er hann einn þeirra manna, sem mestan svip hefur sett á stjórnmála- baráttu í Frakklandi undanfarinn tvo og hálfan áratug. Rétt eins og Mitterrand hafði hann þrek til að gefast ekki upp heldur þrauka þar til að allir helstu andstæðingar hans voru horfnir af sjónarsviðinu. Það má þó búast við að hann muni setja annan svip á forsetaemb- ættið en Mitterrand. Chirac hefur lýst því yfír að hann vilji draga úr áhrifum forsetans þannig að hann líkist minna konungi en meira for- seta í þingræðisríki. Er það mat margra að hann muni vel sætta sig við að sinna í auknum mæli hinum formlegu skyldum forseta en eftir- láta væntanlegum forsætisráðherra sínum (sem nær allir ganga út frá að verði Alain Juppé utanríkisráð- herra) verulegt svigrúm og völd. Gegn þessu mælir þó saga og hefð- ir RPR, en andstæðingar flokksins hafa stundum kennt hann við „bonapartisma", tilhneigingu til að leggja allt sitt traust á einn mann. Mitterrand hefur haft á sér þá ímynd að vera hinn yfírvegaði bragðarefur, sem tókst að sundra andstæðingum sínum, fyrst komm- únistum og síðan hægrimönnum, en á sama tíma var hann í augum margra hafínn yfir dægurþras stjórnmálanna. Hann var og er virt- ur og dáður af þjóð sinni og hefur skipað sér sess í sögunni, sem for- setinn er stýrði Frakklandi í gegn- um lok kalda stríðsins og mótaði ásamt Helmut Kohl Þýskalands- kanslara þróun ESB. Chirac þykir aftur á móti ólíkt hinum rólega Mitterrand vera óþreyjufullur og yfirfullur af krafti og orku. Hans verkefni verður að móta stöðu Frakklands í þeirri nýju heimsmynd, sem nú er að mótast, og sætta þær andstæður, sem tak- ast á í landinu sjálfu. Jospin sameinar vinstrimenn Margir velta því fyrir sér hvað verði um hreyfingu vinstrimanna eftir að Mitterrand hverfur af svið- inu. Þrátt fyrir að hann hafi sögu- lega séð sameinað sósíalista í einn flokk árið 1971 ríkir nú sundrung - í röðum þeirra. Flokkurinn var nið- urlægður í þingkosningum fyrir tveimur árum og ræður nú ekki lengur yfir neinu valdaembætti. Margt bendir þó til að Jospin hafi öllum á óvart tekist að gera sósíalista (eða vinstrimenn eins og hann nefnir þá ávallt) að afli í frönskum stjórnmálum á ný. Þó að hann hafí tapað kosningunum stend- ur hann uppi sem sigurvegari í átök- unum á vinstrivængnum. Upphaf- lega var litið á framboð hans sem neyðarúrræði og blóðfórn (eftir að Jacques Belors hætti við framboð) en svo virðist sem honum hafí tekist að blása nýju lífi, jafnt hugmynda- fræðilega sem atkvæðalega, í hreyf- ingu franskra vinstrimanna. Flestir líta á hann sem sjálfkjörinn leiðtoga stjórnarandstöðunnar og boðbera nýrra tíma. í stuðningsliði hans í kosningabaráttunni voru ný andlit áberandi og með fólki á borð við Martine Aubry og Dominique Strauss-Kahn, mun hann væntan- lega halda áfram að færa flokkinn inn á miðjuna, frá sósíalisma yfir til hógværrar jafnaðarstefnu. Jafn- vel Juppé lýsti því yfír kosninganótt- ina að þó að hann hefði ekki verið fyllilega sammála öllu í stefnu Josp- ins væri þar samt margt að finna, sem bæri að íhuga alvarlega. Á heildina litið marka kosning- arnar einnig vatnaskil í frönskum stjórnmálum. Áherslur jafnt Chiracs sem Jospins í kosningabar- áttunni mörkuðu afturhvarf frá hinu hefðbundna og að sama skapi má búast við að ný andlit eigi eftir að verða ríkjandi í jafnt stjórn sem stjórnarandstöðu á næstu árum. I stað þeirra hverfa hægt og sígandi af stjórnmálasviðinu menn á borð við Giscard, Michel Rocard, Ray- mond Barre, Fran?ois Mitterrand og Jacques Delors. „Jarðýtan“ kemst loks í forsetahöllina París. Reuter, The Daily Telegraph. JACQUES Chirac hefur orðið fyrir mörgum pólitískum áföllum á þriggja áratuga stjórnmálaferli sínum en hann missti aldrei sjónar á helsta takmarki sínu: forsetaembættinu. Þessi draumur hefur nú loksins ræst en áður hafði hann tapað í tveimur forsetakosningum, gegnt embætti forsætisráðherra tvisvar og borgarstjóra Parísar í tæp 20 ár. Reuter JACQUES Chirac fagnar sigrinum í forsetakosningunum á sunnudag. Chirac hóf kosn- ingabaráttuna að þessu sinni fyrir hálfu ári og stóð þá svo höll- um fæti samkvæmt skoðanakönnunum að vinir hans hvöttu hann til að draga sig í hlé. Margir þeirra sneru baki við honum og studdu Edouard Balladur forsætisráð- herra, sem naut mikilla vinsælda um hríð og þótti líklegastur til að bera sigurorð af fram- bjóðanda sósíalista. Chirac gafst þó ekki upp og hélt ótrauður áfram baráttunni með stuðningi manna eins og Alains Juppe utan- ríkisráðherra og Philippe Seguin, for- seta þingsins. Chirac varð fyrst- ur helstu frambjóð- endanna þriggja til að gefa kost á sér í forsetaembættið, enda er honum lýst sem manni sem sé alltaf að flýta sér og njóti þess að beijast. Vegna þessara eiginleika hefur hann verið kall- aður „Jarðýtan" og höfundur uppnefnisins var lærifaðir hans, Georges Pompidou, fyrrverandi forseti. Hentistefnumaður? Chirac var í fyrstu talinn til vinstriarms gauliistaflokksins og aðhylltist síðan róttæka fijálslynd- isstefnu en hefur fært sig yfir á miðjuna. Hann kveðst sjálfur stolt- ur af því að vera raunsæismaður í stjórnmálum en andstæðingar hans lýsa honum sem hentistefnu- manni. Tónninn í sigurræðu hans á sunnudagskvöld þótti minna á Charles de Gaulle hershöfðingja. Hann hét því að verða forseti „allr- ar frönsku þjóðarinnar" og beijast gegn atvinnuleysinu. Andstæðingar Chiracs hafa sagt hann hneigjast til þess að taka vanhugsaðar ákvarðanir. Hvatvísi hans hefur stundum komiö honum í vandræði þegar hann hefur þurft að draga ákvarðanir eða yfirlýsing- ar til baka. Studdi d’Estaing Chirac varð þingmaður 35 ára og forsætisráðherra 41 árs eftir að hafa valdið klofningi meðal gaullista í forsetakosningunum árið 1974 með því að styðja miðju- manninn Valery Giscard d’Estaing en ekki frambjóðanda flokksins, Jacques Chaban-Delmas. Úfar risu með Chirac og Giscard d’Estaing árið 1976 og Chirac sagði af sér sem forsætisráðherra. Hann bar síðan sigurorð af fram- bjóðanda forsetans í borgarstjóra- kosningum í París ári síðar. Chirac bauð sig fram gegn Giscard d’Estaing í forsetakosningunum árið 1981 sem olli klofningi meðal hægrimanna og stuðlaði að sigri sósíalistans Francois Mitterrands. Hann varð forsætisráðherra aftur árið 1986. Chirac mildaði einangrunar- stefnuna í utanríkismálum sem olli óánægju meðal bandamanna Frakka á sjöunda áratugnum. Hann er nú hlynntur aukinni sam- vinnu við Atlantshafsbandalagið. Chirac lýsti yfir stuðningi við Maastricht-samkomulagið í þjóð- aratkvæðinu árið 1992 í andstöðu við meirihluta flokksbræðra sinna. Sú afstaða þótti styrkja stöðu hans sem stjórnmálamanns. Tók þátt í andspyrnunni Chirac fæddist 29. nóvember árið 1932 og er afkomandi múrara, smiða og bænda í Correze-héraði í suðvesturhluta landsins. Hann hefur ávallt lagt mikla áherslu á þessi tengsl sín við' landsbyggðina. Foreldrar Chiracs bjuggu þó í París og faðir hans var vel stæður kaupsýslumaður. Fjölskylda Chiracs flúði frá Par- ís til Rívíerunnar eftir að þýskir nasistar réðust inn í Frakkland. Undir lok stríðsins tók hann þátt í andspyrnunni gegn nasistum og klippti í sundur símalínur Þjóð- veija. Vildi ekki ganga menntaveginn Chirac þótti óstýrilátur ungling- ur og neitaði í fyrstu að stunda langskólanám eins og foreldramir vildu. Á þessum tíma orti hann ljóð og lá yfír bókum. Þegar hann var 15 ára byijaði hann að læra sansk- rít en hætti því og lærði rúss- nesku, sem hann talar reiprenn- andi. 17 ára flúði hann París og réð sig á flutningaskip til að sýna að hann vildi ekki ganga mennta- veginn. Þegar hann kom aftur til París- ar hóf hann þó nám í stjórnmála- fræði og aðhylltist vinstristefnu. Hann gegndi herþjónustu í Alsír og stundaði síðan nám í stjórn- sýsluskólanum Ecole Nationale d’Administration. Chirac kvæntist Bemardette Chodron de Courcel, sem er af frönskum aðalsættum, árið 1956. Þau eiga tvær uppkomnar dætur og önnur þeirra er helsti fjölmiðla- ráðgjafi Chiracs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.