Morgunblaðið - 09.05.1995, Side 52

Morgunblaðið - 09.05.1995, Side 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ UNGLINGAR Unglingar þurfa ekki sígarettur og áfengi Nafn: Stefán Páll Sigurþórsson Heima: Keflavík Aldur: 14 ára Skóli: Holtaskóli Ilvemig finnst þér skólinn? Mér finnst hann mjög góður, tímamir ekkert of langir og félagslíf- ið gott. Mér finnst þó að frímínútum- ar mættu vera fleiri. Hvemig finnst þér félagslíf unglinga? Mér finnst það vera fínt en það mætti vera meira fyrir krakka í 7. bekk. Það er svo mikið bara fyrir eldri bekkina. Hveiju hefur þú áhuga á? Tölvum og körfubolta. Hverju hefur þú ekki áhuga á? Hljóðfærum. Hvað er nauðsynlegt fyrir ungl- inga að eiga? Föt. Hverju þurfa unglingar ekki á að halda? Sígarettum og áfengi. Hvað er mik- ilvægast í lífinu? Að mennta sig og ekki drekka áfengi. Hvað er í tísku hjá unglingum? Víð föt og tölvur. Hvað er það hal- lærislegasta sem þú veist um? Að vera í of litlum fötum. Lest þú dagblöð eða fylgist með fréttum? Ég les dagblöð. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Vinna við tölvur. Hvaða þrjú orð lýsa þér best? Góður í körfu, skemmtilegur og lélegur að teikna. Finnst þér fullorðnir ósann- gjarnir gagnvart unglingum? Já, stundum. Em unglingar í dag dekur- rófur? Já, þeir vilja fá allt. Hver er munurinn á skóla og sundlaug? Það er hægt að synda í sundlaug en ekki í skólanum. Ræðusnillingar framtí ðarinnar LOKAKVÖLD mælsku- og rök- ræðukeppni grunnskóla Reykjavík- ur og nágrennis fór fram í Hóla- brekkuskóla miðvikudaginn 3. maí. Lið Árbæjarskóla og Ölduselsskóia áttust við í æsispennandi keppni. Salurinn var fullur af stuðningsm- onnum liðanna og stemningin var mjög góð. Umræðúefnið var hvort leggja ætti niður félagslíf í skólum og er óhætt að segja að bæði liðin hafí staðið sig mjög vel, bæði í mælsku og í að færa rök fyrir sínu máli. Lið Ölduselsskóla skipað þeim Hall- dóri Fjalldal liðsstjóra, Gerði Jóns- dóttur frummælanda, Dögg Júlíus- dóttur meðmælanda og Halldóri Benjamín stuðningsmanni bar sig- urorð af keppinautum sínum og fengu þau að launum veglegan bik- ar. Ræðumaður kvöldsins var valinn Halldór Benjamín og þótti hann, að öðrum ólöstuðum, sýna mesta snilld í ræðumennsku. Liðin fengu tvær vikur til að undirbúa sig fyrir lokakeppnina og æfðu þau í allt að fimm tíma á dag. Steinunn V. Óskarsdóttir for- maður íþrótta- og tómstundaráðs afhenti verðlaunin, og talaði um að þegar hún hlustaði á ræður krakk- anna hafi henni flogið í hug að þarna færu borgarfulltrúar og jafn- vel Alþingismenn framtíðarinnar. Og hver veit nema að svo sé. HLJÓMSVEITIN Vinir vors og blóma á sviði í Fjörgyn. Frá risa- ballinu í F^orgyn FÖSTUDAGINN 21. april var haldið meiriháttar ball fyrir all- ar félagsmiðstöðvar í Reykjavík og nágrenni í Fjörgyn í Grafar- vogi. Hljómsveitin Vinir vors og blóma spilaði og plötusnúðar Fjörgynjar þeyttu skífum. Húsið var troðfullt og mikil stemmn- ing var, enda hljómsveitin frá- bær að mati flestra. Krakkarnir voru stórkostlegir í alla staði og sýndu enn og aftur hvað unglingar eru færir um að halda uppi góðri skemmtun og miklu stuði ánþess að til komi áfengis- neysla. í lokin var síðan flugeld- um skotið á loft við mikinn fögn- uð gesta og nágranna. Við unglingarnir og starfs- menn Fjörgynjar viljum þakka öllum þeim félagsmiðstöðvum sem heimsóttu okkur þetta kvöld fyrir vel heppnaða skemmtun. HREFNA, Þórey, Dagný og Salóme. HELGA, Svava og Sandra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.