Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Borgarstjóri um gagnrýni þingkonu Kvennalistans á sig Greiningu á vanda Kvennalista áfátt INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir segir að fundir sem hún sat sem borgarstjóri á vegum annarra stjórnmálaflokka en kvennalistans í nýafstaðinni kosningabaráttu skipti engu máli þegar skilgreina eigi þann vanda sem Kvennalistinn standi frammi fyrir. Kristín Ástgeirsdóttir þingmaður Kvennalista fjallaði um kosningaúr- slitin í grein í tímaritinu Veru og spurði þar m.a. hvort þátttaka Kvennalistans í Reykjavíkurlistan- um hefði breytt ímynd flokksins þannig að með henni virtust kvennalistakonur vera að segja að þær þyrftu ekki að veia sérstakt afl og gætu vel sameinast hinum flokkunum. Ingibjörg Sólrún hefði undirstrikað ákveðið hlutleysi með því að mæta á stjórnmálafundum hjá Alþýðuflokki og Þjóðvaka, helstu andstæðingum Kvennalist- ans, meðan á kosningabaráttunni stóð. „Hvaða skilaboð voru þar á ferð til fólks?“ spurði Kristín. Vantar í myndina Ingibjörg Sólrún sagði að í grein- inni væri Kristin að gera tilraun til að greina vanda Kvennalistans. „Mér fínnst vanta ansi mikið inn í þá mynd og ef fara á í ærlega skoð- un á því þarf að skoða fleiri þætti. Það verður ekki komist hjá því að horfa á starf Kvennalistans á Al- þingi, framboðslistana og stefnuna. Ég held að í þessu stóra samhengi skipti engu máli þeir fundir sem ég fór á hjá öðrum flokkum sem standa að Reykjavíkurlistanum," sagði Ingibjörg Sólrún. Þegar Ingibjörg Sólrún tók við embætti borgarstjóra lýsti hún því yfir að hún ætlaði að verða borgar- stjóri allra Reykvíkinga. „Kvenna- listakonur vissu það eins og aðrir að ég myndi ekki skorast undan því að fara á fundi sem borgar- stjóri til að tala um málefni Reykja- víkurborgar. En ég tók ekki þátt í pólitískri umræðu af öðru tagi nema fyrir hönd Kvennalistans," sagði Ingibjörg Sólrún. Þegar hún var spurð hvort hún teldi það viðhorf sem kom fram í grein Kristínar samræmast nútíma- viðhorfum í stjórnmálum svaraði hún að það væri algerlega útilokað að halda þessu viðhorfi á lofti mið- að við það hvemig Reykjavíkurlist- inn væri tilkominn. „Það er orðið nokkuð viðtekið í stjórnmálum að einstaklingar mæta á fundi hjá stórnmálaflokkum til að ræða málefni og í því felst ekki pólitísk yfirlýsing e_f umræðuefnið er vel afmarkað. Ég mætti einu sinni á fundi hjá Sjálfstæðisflokkn- um og ræddi um EES-mál en í því fólst auðvitað engin pólitísk yfirlýs- ing,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Morgunblaðið/Ámi Sæbcrg Benóný Ásgrímsson og Kristín I. Gunnarsdóttir gengu í það heilaga Þyrlan aldrei langt undan ÞAÐ leyndi sér ekki hver var brúðguminn í brúðkaupi í Skarðskirkju í Landsveit á laugardag. Hann mætti til at- hafnarinnar á þyrlu, enda var enginn annar en Benóný Ás- grímsson, flugstjóri hjá land- helgisgæslunni, á ferð. Benóný gekk í það heilaga með Kristínu Ingibjörgu Gunn- arsdóttur á laugardag. Hann kom til kirkjunnar á þyrlu, ásamt svaramanninum. „Eftir athöfnina fór eiginkonan með mér í þyrlunni. Við flugum upp á Skarðsfjall og höfðum dálitla viðdvöl þar, en flugum svo aft- ur af stað og lentum við sumar- bústað, þar sem brúðkaups- veislan var haldin," sagði Ben- óný í samtali við Morgunblaðið í gær. Hjónin nýgþftu ætla til út- landa í brúðkaupsferð, en þar kemur þyrla einnig við sögu. „Við förum í brúðkaupsferð en ég þarf einnig að fara í þjálfun til að læra að fara með nýja björgunarþyrlu Landhelgis- gæslunnar. Ég kem vonandi á henni heim frá Frakklandi. Það má segja að þyrlan sé aldr- ei langt undan,“ sagði Benóný Ásgrímsson flugsljóri. Fyrsta æfingin í Dublin Dublin. Morgunblaðið. BJÖRGVIN Halldórsson ásamt bakraddasöngvurunum Ernu Þórar- insdóttur, Berglindi Jónasdóttur, Stefáni Hilmarssyni og Eyjólfi Kistjánssyni hélt fyrstu æfínguna í gær í The Point Theatre í Dublin, þar sem Eurovisionkeppnin fer fram laugardaginn 13. maí nk. Æfingin heppnaðist að öllu leyti vel, hljómur góður og hljómsveitin kunni greinilega vel við lajgið Núna, sem er framlag okkar Islendinga þetta árið, en svo skemmtilega vildi til að útsetjarinn og hljómsveitar- stjórinn Frank Mcnamara notaði lagið til að æfa hljómsveitina þegar hún kom fýrst saman. Strax að lokinni æfingu var upp- taka af henni skoðuð og athuga- semdir gerðar við nokkur atriði hvað varðar hljóð og mynd. Fjöl- mennur blaðamannafundur var haldinn að þessu loknu þar sem Björgvin ásamt lagahöfundi, útsetj- ara og fararstjóra ferðarinnar, Rún- ari Gunnassyni frá Sjónvarpinu, svaraði spurningum fréttamanna frá ýmsum löndum og veitti viðtöl. Það verður í nógu að snúast fyr- ir íslensku þátttakendurna á næstu dögum en á hveijum degi fram að keppninni er þaulskipulögð dag- skrá. í dag, þriðjudag, verður gert sk. póstkort, en það er kynningarmynd- in sem birtist á skjánum áður en íslensku söngvararnir stíga á sviðið. Morgunblaðið/Þorkell Laugarferð til flár MILUÓNASTA heimsóknin í Sundlaug Kópavogs var farin rétt fyrir lokun á laugardaginn var. Sá heppni heitir Páll Arnór Pálsson lögfræðingur og fékk fjölda gjafa af tilefninu. „Mér brá nokkuð því það beið eftir mér heil hersing fólks þegar ég kom inn,“ segir Páll Arnór sem hefur heimsótt Kópavogslaug um ára- bil. „Þótt ég hafi vitað að til stæði að verðlauna fyrir milljónustu heimsóknina var ég ekkert að hugsa um það á því augnabliki. Að vísu kom ég þangað á fimmtu- dagskvöldið og spurði að gamni hvort ég væri sá miiljónasti," segir verðlaunahafinn og bætir við að ákvörðunin um sundferð- ina hafi verið tekin i skyndi. „Það var bara tilviljun að ég skyldi fara á þessum tíma. Eg var á leiðinni annað en sneri við og var kominn á staðinn tveimur mínútum fyrir lokun,“ segir hann loks og neitar því ekki að laugar- ferðin hafi verið til fjár. Guðmundur Harðarson for- stöðumaður Kópavogslaugar segir að gesturinn hafi fengið að launum flugfar fyrir tvo til Dublinar með Samvinnuferð- um/Landsýn, blómvönd frá Blómahöllinni, fritt í laugina til áramóta, vöruúttekt í Sportbúð Kópavogs og sjampó og hárnær- ingu sem sérstaklega eru til að þvo klór úr hári. Yfir 20.000 tonn hafa aflazt í Síldarsmugxinni VEIÐAR hafa gengið vel í Síldar- smugunni undanfama daga. ís- lenzku skipin hafa verið að fylla sig á einum degi að meðaltali, en eitthvað er um að menn hafi kastað á stórar torfur og rifið næturnar, sem hefur tafið fyrir þeim. Viðmæ- lendur Morgunblaðsins áætluðu í gær að íslenzku skipin hefðu þegar veitt um og yfir 20.000 tonn af síld. Að sögn Jóhanns A. Jónssonar, útgerðarmanns Júpiters, sem hefur stundað síldveiðamar, er síldin nú út um alla Síldarsmugu og langt suður í færeysku lögsöguna. Jó- hann sagðist í gær hafa frétt af færeyskum bát, Kristjáni í Gijót- inu, sem hefði verið að veiða stutt frá Færeyjum, á 62. breiddargráðu. Síldarbátunum hefur enn farið fjölgandi og em nú 28 eða 29 bát- ar bytjaðir á veiðunum samkvæmt uþplýsingum frá Tilkynningaskyld- unni. Jóhann segir það kost að bátunum fjölgi, því að þar með verði auðveldara að finna veiðan- lega síld. 14-15.000 tonnum hefur verið landað Síld er nú landað á Seyðisfirði, Raufarhöfn og Reyðarfirði og hyggst SR-mjöl einnig setja verk- smiðju sína á Siglufirði af stað vegna þess hve góður gangur er í veiðunum. Einnig hefur verið land- að til bræðslu á Þórshöfn og Vopna- firði. Áætlað var að í gær hefði 14- 15.000 tonnum verið landað á ís- landi og þrjú til fjögur þúsund tonn til viðbótar gætu verið á leiðinni. Með því, sem skipin á miðunum hafa þegar fengið, gæti afli ís- lenzku skipanna því verið kominn um og yfir 20.000 tonn. Verðið, sem íslenzku bræðslum- ar hafa verið að greiða, er að meðaltali um 5.000 krónur á tonn- ið, að sögn Jóhanns. Norskar og færeyskar bræðslur hafa boðið eitt- hvað hærra verð. Þá var í gær vit- að um að minnsta kosti einn bát, Kap frá Vestmannaeyjum, sem landað hafði í Færeyjum. „Ég vona að menn skilji þessa baráttu umfram það að láta sér detta í hug að landa í Noregi,“ sagði Jóhann A. Jónsson. Hann sagðist telja eðlilegt, miðað við samkomulag íslands og Færeyja, að síldinni yrði landað í öðru hvoru landinu. Jóhann sagði síldina á vesturleið og ísland lægi því æ betur við. Jóhann segir að síldin sé nú kom- in svo langt út úr norsku lögsög- unni að svo virðist, sem íslenzki flotinn hafi ekki verið of snemma á ferðinni þegar þeir fyrstu lögðu af stað í Síldarsmuguna 24. apríl. Hann sagði að enn væri síldin hins vegar nokkuð mögur og færi hún væntanlega að fitna upp úr miðjum mánuðinum. Síldin fer ekki til manneldis Að sögn Gests Valgarðssonar, verkefnisstjóra hjá SR-mjöli á Seyðifirði, er síldin, sem komið hefur á land þar, ekki eins gott hráefni og sú sem komið hefði úr Síldarsmugunni í fyrrasumar. Inni á milli væri smásíld og síldin væri líka frekar mögur. í henni væri mikil rauðáta, sem gerði hana óhæfa til manneldis. Ólíklegt er að mikið af síldinni, sem nú veiðist, fari til manneldis, þar sem skipin eru almennt ekki með sjókælibúnað og þurfa að sigla nokkuð langt með aflann. Eina skipið, sem stundað getur síldveið- arnar og hefur sjókælitanka, er Jóna Eðvalds frá Hornafirði. SÍLDINNI landað á Seyðisfirði. Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson GÍGJA VE kemur með fullfermi af síld til Seyðisfjarðar. Hjá SR-mjöli á Siglufirði hafði í gær verið landað um 4.500 tonnum. í » \ * > \ > > \ h > > I > I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.