Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJÚDAGUR 9. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Kleinur fyrir syk- ursjúka og hina Fyrir nokkru komu gestir til Kristínar Gestsdóttur. Tveir þeirra voru sykursjúkir og var úr vöndu að ráða hvað mætti bjóða þeim. UM DAGINN bauð ég til mín nokkrum gestum, en tveir þeirra voru með sykursýki. Eg hugleiddi mikið, hvað ég ætti að bjóða þeim. Auðvitað gat ég gefið þeim brauð og eitthvað gott álegg eða ósætt kex með osti, en grun hafði ég um að þá langaði frekar í eitt- hvað sætt. Ég fór að lesa í bókum mínum og varð margs vísari um sykursýki. Sykursýkissjúklingar eiga alla mína samúð. Mér datt nú svona að gamni mínu í huga að fara í spor þeirra í eina viku og reyna þeirra fæði á sjálfri mér. Eg gafst upp eftir fjóra daga, þó skal tekið fram að ég er alls ekk- ert mikið gef- in fyrir sæt- indi, en það er bara sykur í svo mörgu, og ekki er það bara sykurinn sem sykursjúkir þurfa að varast heldur mega þeir ekki borða mik- ið af kolvetnum og lítið af ávaxta- sykri, jafnvel bara tæplega eitt epli í einu eða eina kartöflu. Eins og kunnugt er breytir líkaminn kolvetnum í sykur. 0g æðakerfið í þeim getur líka verið í hættu, og því verða þeir að forðast kó- lestorol. Hvað átti ég þá að búa til, sakkarín er bragðvont og Canderel þolir ekki hita yfir 100? Ég keypti pakka af ávaxtasykri, sem var 250 g, hann kostaði tæpar 300 kr. 1.200 kr kílóið, það hefur löngum verið dýrt að vera veikur. Eg bjó til kleinur handa sykursjúku gestunum og eins aðra uppskrift handa hinum sem mega borða sykur. En þá var það fitan. Kleinur eru yfir- leitt steiktar í jurtafeiti, sem er mjög hörð fita. Ég setti matarolíu saman við plöntufeitina og mata- rolíu í deigið í stað smjörlíkis. Svo bjó ég til eplaköku, sem verður að bíða með að birta uppskrift af þar til í næsta þætti. Kleinur handa sykursjúkum ____________2 egg___________ 'h dl óvaxtasykur 1 msk strósæta (Hermesetas) 400 g (8 dl) hveiti 350 g (5 Vi dl) heilhveiti 1 tsk lyftiduft Vi tsk hjartarsalt Vitsk salt Vi dl matarolía 3 dl súrmjólk. 1 msk kardimommudropar I kg plöntufeiti Vi lítri matarolía 1. Þeytið egg, ávaxtasykur og strásætu vel. 2. Blandið saman hveiti, heil- hveiti, lýftidufti, hjartarsalti og salti. 3. Blandið saman matarolíu, súrmjólk og kardimommudrop- um. 4. Hrærið mjölblöndunni og súrmjólkurblöndunni á víxl í deig- ið, hnoðið saman í lokin. 5. Fletjið deigið um '/2 sm á þykkt, skerið í reiti, lengri á ann- an kantinn, skerið rifu í miðjuna og snúið upp á. 6. Hitið plöntufeitina og matar- olíuna. Hafið góðan hita. Setjið smábút af kleinudeigi ofan í til að aðgæta hitastigið. Steikið síð- an kleinurnar og snúið við meðan á steikingu stendur. Leggið á eld- húspappír, sem sogar feiti í sig. Athugið: Salt er sett í deigið vegna þess að notuð er matarolía í stað smjörlíkis, en smjörlíki er salt. Venjulegar kleinur _____________4 egg_____________ 200 g sykur 800 g hveiti 200 g hveilhveiti 3 tsk lyftiduft 1 tsk hjartarsalt Vi tsk salt 2 msk kardimommudropar 1 dl matarolía 4 dl súrmjólk 1. Þeytið egg og sykur vél. 2. Blandið saman hveiti, heil- hveiti, lyftidufti, hjartarsalti og salti. 3. Blandið saman kardi- mommudropum, matarolíu og súrmjólk 4. Setjið mjölblönduna og súr- mjólkurblönduna á víxl út í. Hnoðið í lokin. 5. Farið eins að og segir í upp- skriftinni hér að ofan. Bleiukynning 1 9°/o afsláttur ÖLL BÖRN fá gefins umhverfisvæna bleiu og 19% afslátt af öllum bleium og bleiubuxum. Mesta bleiuúrval landsíns. Kíktu intt. ÞUMALÍNA Pósthússtræti 13 (sama hús og ÁlafossbúÖin) s. 551 2I36, sb. 562 65 36. I DAG Með morgunkaffinu SKÁK Umsjón Margcir Pétursson HVÍTUR mátar í þriðja leik ÞESSI staða kom upp í áskorendaflokki á Skák- þingi íslands um páskana. Magnús Orn Ulfarsson- hafði hvítt og átti leik, en Júlíus Friðjónsson var með svart. Svartur lék síð- ast 35. — Ha8-f8. Mátið er laglegt, hvítur fórnar hrók og fráskákar síðan með kóngnum: 36. Hxh6+! - Kxh6 37. Kg4+ og svartur gafst upp. Hann er ekki mát, því hann getur lengt skákina um einn leik með 37. - Dh2. Þrátt fyrir þetta sigraði Júl- íus í áskorenda- flokki ásamt Magnúsi Pálma Örnólfssyni og vann sér sæti í landsliðsflokki. Keppni þar fer væntanlega fram í Reykjavík í nóv- ember. Júlíus hefur oft áður kepþt í landsliðsflokki og komst m.a. í aukakeppni um ís- lándsmeistaratitilinn árið 1975. Hann er sigursæll þessa dagana. í siðustu viku sigraði hann á öflugu skákmóti „öðlinga", þ.e. skákmanna 40 ára og eldri. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags „Aldrei skal ég eiga flösku ... ... aldrei drekka brennivín“ Á þessa leið hljóðar upphaf texta við lag sem oft var sungið á árum áður. Þeir sem kannast við þennan texta eru vinsamlega beðnir að hafa samband í síma 5514752.. Sófus er týndur HANN Sófus er gulb- röndóttur mannelskur fressköttur. Hann fór að heiman frá sér í Vest- urbænum fyrir nokkru og síðan hefur ekkert til hans spurst. Þegar hann fór var hann með merkispjald um hálsinn og er eyrnamerktur. Hafi einhver séð hann er hann vinsamlega beð- inn að hringja í síma 5516475. Týndur köttur GULBRÖNDÓTTUR bústinn og mjög mann- elskur köttur hvarf frá Köldukinn 14 fyrir rúm- um tveimur vikum. Hafi einhver orðið ferða hans var er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 50719. Týndur köttur LÍTIL brúnbröndótt læða tapaðist frá Flúð- aseli 70 föstudaginn 28. apríl sl. Hún er mjög mannelsk og ómerkt. Upplýsingar um hana eru vel þegnar í síma 5875619. HÖGNIHREKKVÍSI // þli Ve/ZÐUR. Ll&SSTJÓ&JbJN Old&KZ. 06 HföCfJI VERÐUR p-OLLTRÚI FáLASSlNS.'’ Víkveiji skrifar... HVERS eiga þeir að gjalda, sem hafa engan áhuga á hand- bolta? Nú er ekki hægt að opna fyrir sjónvarp án þess að handbolta- leikir birtist á skjánum. Sá er þó munur á Morgunblaðinu og sjón- varpsstöðvunum, að þeir sem engan áhuga hafa á handbolta geta leitt hjá sér að lesa íþróttablað Morgun- blaðsins, sem verður að sjálfsögðu helgað handbolta næstu tvær vikur. Sjónvarpsstöðvarnar hafa hins veg- ar lítið tillit tekið til þeirrar gagn- rýni, sem hvað eftir annað hefur verið beint að þeim í áþekkum til- vikum, að þeir geti ekki boðið meiri- hluta áhorfenda, sem hefur hvorki áhuga á handbolta eða öðrum íþróttum, upp á það að handbolti ryðji öðru efni út. Hvers vegna nota sjónvarps- stöðvarnar ekki sérstakar rásir fyr- ir handboltaáhugamenn þessa dag- ma? Kannanir sýna, að fólk horfir nikið á sjónvarp. Mikill meirihiuti >essa fólks á ömurlega daga fram- undan. Sennilega aukast viðskipti við myndbandaleigur stórlega á meðan heimsmeistarakeppnin í handbolta stendur yfir. xxx ANNARS verður að telja merki- legt að þessi keppni skuli yfir- leitt haldin hér. Allur undirbúningur hefur gengið á afturfótunum frá upphafi. Að vísu virðist meiri festa hafa einkennt undirbúning eftir að Geir H. Haarde tók við stjómar- taumunum. Stjórnvöld lofuðu miklu í upphafi en minna varð úr efndum. Það var eins gott fyrir skattgreið- endur að lítið varð úr efndum vegna þess, að það voru svo sannarlega stórhuga menn, sem gáfu loforðin í upphafi. Það var alls ekki út í hött hjá framkvæmdastjóra Alþjóða handknattleikssambandsins að þakka íslenzkum skattgreiðendum sérstaklega við setningu heims- meistaramótsins. Hveijum öðrum átti að þakka? FRÓÐIR menn segja Víkvetja, að það sé enginn sérstakur áhugi á handbolta í heiminum. Það er sennilega skýringin á því, hvað við höfum náð langt í þessari íþróttagrein. Og það er líklegasta skýringin á því, að þær þúsundir erlendra ferðamanna, sem sagt var að mundu koma hingað á heims- meistarakeppnina hafa ekki látið sjá sig nema að takmörkuðu leyti að því sagt er. Víkveiji ætlar svo sem ekkert að amast við því fólki, sem verður upptekið af handbolta næstu daga. En öðrum skal bent á, að áhuga- verð íþróttakeppni fer fram annars staðar í heiminum, þar sem er sigl- ingakeppnin um Ameríkubikarinn. Vonandi sjá íþróttadeild Morgun- blaðsins og sjónvarpsstöðvarnar sér fært að flytja fólki fréttir af þeirri keppni ekki síður en handboltanum hér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.