Morgunblaðið - 09.05.1995, Page 37

Morgunblaðið - 09.05.1995, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ1995 37 HALLGRIMUR BENEDIKTSSON + Hallgrímur Benediktsson fæddist 11. ágúst 1916 á Siglufirði. Hann lést á heimili sínu á Akureyri 12. apríl sl. Foreldrar hans voru Benedikt Jónsson, f. 2.3. 1880, d. 25.3. 1922, ættaður úr A- Skaftafellssýslu, og Hólmfríður Guð- mundsdóttir, f. 21.5. 1889, d. 27.3. 1975, ættuð frá Eyrarsveit á Snæ- fellsnesi. Hallgrímur var elstur fimm systkina. Bræður hans voru Gunnar Benediktsson, f. 19.9. 1917, d. 24.1. 1950, og Þormóður Benediktsson, f. 9.4. 1919, d. 31.5.1990. Eftirlifandi systur hans eru Ragna Benedikts- dóttir, f. 9.12 1920, býr á Akureyri, og Kristín Kristjáns- dóttir, f. 18.6. 1929, einnig búsett á Akureyri. Hinn 16.11. 1940 kvænt- ist Hallgrímur Sveinu Jakobsdótt- ur, f. 16.11. 1911, d. 7.11. 1967, og gekk hann syni hennar Brynjari Axelssyni í föður- stað. Brynjar er kvæntur Guðnýju Krisljáns- dóttur og eiga þau fjögur börn. Sonur Hallgríms og Sveinu er Benedikt, kvæntur Hrafnhildi Þorsteinsdóttur og eiga þau sex börn. ELSKU afi okkar er dáinn. Það er skrítið að koma heim í Hraun og enginn afi við eldhúsborð- ið með jólaköku og kaffisopann sinn, tilbúinn í spjall. Hann hafði alltaf gaman af að spjalla við okkur um allt sem á daga okkar hafði drifið, og hvatti okkur óspart áfram í öllu sem við gerðum, sama hvort það voru áhugamálin, vinnan eða daglegt líf. Það þurfti ekki alltaf að segja hvað okkur lá á hjarta, hann skynjaði það alltaf og skildi. Ef við ættum að rifja upp allt sem við gerðum saman tæki það alltof mikið pláss. Hann var hjarta- stór maður og hugsaði vel um sína. Afi fluttist til okkar 1967 þegar amma Sveina dó og urðum við þeirr- ar gæfu njótandi að hafa hann hjá okkur þar til kallið kom. Það eru ekki allir svo heppnir að kynnast afa sínum eins vel og við gerðum og þökkum við fyrir það, því að afi var okkur miklu meira en bara afi. Það voru ófár ferðimar þar sem troðið var í brúna Land-Roverinn hans afa og þeyst upp í Hlíðarfjall með hópinn. Hann kom öllum af stað, þá ekki bara okkur barnabörn- unum heldur vinum okkar líka, og renndi sér svo með þeim yngstu, þangað til allir komu niður til að gæða sér á kókómjólk, bönunum, súkkulaði o.fl. Sama hvert afi fór gleymdi hann okkur aldrei, t.d. þegar hann fór í veiðiferðimar austur, eða upp á fjöll, sem hann hafði gaman af, biðum við krakkarnir spennt eftir brúna Land-Rovemum A-1073, því að við vissum að eitthvað gott leyndist í pokahominu. Hann var gífurlegur íþrótta- áhugamaður hvort sem það var kvennaboltinn eða bolti yfirleitt. Það mætti kannski segja að hann hafi verið alæta á íþróttir en boltinn var alltaf í uppáhaldi. Heilsan og sjónin sáu til þess að gamli maður- inn komst ekki á völlinn, en það aftraði honum ekki að rölta niður á klappir með kíkinn til að hvetja sínar stúlkur áfram. Ef hann komst ekki, vissi hann oft úrslitin frá út- varpinu áður en við komum og beið þá eftir okkur og gladdist með okk- ur ef við unnum en stappaði í okk- ur stálinu ef illa fór (eða gerði grín að okkur). Það var alltaf stutt í húmorinn hjá afa, og hann var ungur í anda. Hann var mjög mikill náttúmunn- andi og veðrið hafði mikil áhrif á hann, þannig að ef veðrið var slæmt var líkamsástand hans ekki nógu gott, en ef það var hlýtt og gott var afi í góðu ástandi. T.d ef það var von á vestanátt og rigningu var hann að drepast í olnboganum og oft stóðust hans spár frekar en veðurfréttir. Þegar bamabarna- börnin fóru að koma var eins og hann endurfæddist. Hann fylltist orku og gleði þegar þau komu í heimsókn og em þau lánsöm að hafa fengið að kynnast honum lang- afa eða „langa í Hrauni“ ein og þau kölluðu hann. Elsku afi okkar, nú ertu kominn til ömmu Sveinu og við vitum að þar líður þér vel. Þakka þér fyrir að hafa verið til fyrir okkur, Guð geymi þig. Þín barnaböm. Hallgrímur, Þorsteinn, Hafdís, Eydís, Sveindís og Hólmdis. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku langafi okkar, takk fyrir allt. Þín barnabamabörn, Birkir Þór, Halldís Hörn, Benedikt Viktor og Benedikt Snorri. Við böm, tengdaböm og bama- börn Brynjars Axelssonar, stjúp- sonar Hallgríms, viljum við fráfall hans koma á framfæri örfáum orð- um til þess að minnast einstakrar ræktarsemi hans við okkur alla tíð. Brynjar var ekki alinn upp hjá Sveinu ömmu okkar og Halla afa eins og við kölluðum hann alltaf. Tvær heiðar skildu á milli og á þeim tíma var ekki skotist frá Akur- eyri austur í Reykjadal á örskots- stund eins og í dag. Fjarlægðin aftraði því ekki að Halli afi um- gekkst Brynjar alla tíð sem sinn eigin son og við hefðum ekki getað hugsað okkur umhyggjusamari afa og langafa. Ekki dró það úr sam- vistunum að þeir hálfbræðurnir, Brynjar og Benedikt, hafa alla tíð verið mjög samrýndir. Samskiptin minnkuðu ekki eftir að Sveina amma dó og það voru alltaf miklir fagnaðarfundir heima í Glaumbæ þegar afi kom í heimsókn á Skódan- um sínum. Hann var einnig ósínkur á að lána þeim okkar sem elst vor- um bílinn til þess að skreppa austur eftir að við vorum sest að „innfrá“. Tíminn leið hratt og fyrr en varði vorum við öll sest að á Akureyri og í nágrenni. Það er margs að minnst frá liðnum árum. Það var til dæmis alltaf gaman þegar „gamli“ birtist á aðfangadag og sagði að sér hefði fundist ómögulegt annað en að sýna með einhverju lítilræði að hann væri ekki búinn að gleyma okkkur. Við vissum að það sem hann færði okkur var afrakstur hefðbundinnar jólaverslunar hans sem venjulega fór fram rétt fyrir lokun á Þorláks- messu. Þá arkaði hann inn í bæ, venjulega í Amaró, og þar var eng- um gleymt. Síðustu árin var heilsan mjög farin að gefa sig. Lundin var þó alltaf sú sama. Glettnisblik í auga og spaugsyrði á vör. Bak við gam- ansemina leyndist þó mikil alvara. Halli afi fylgdist vel með þjóðmálum og hafði ákveðnar skoðanir á mönn- um og málefnum og fylgdi máli sínu eftir af festu. Þó aldurinn færð- ist yfir fylgdist hann af áhuga með leik og starfi unga fólksins og eflaust hefur hugurinn dvalið lang- tímum hjá sonardótturinni og sam- býlismanni hennar sem nú er að feta fyrstu sporin í atvinnumennsku í knattspyrnu út í Englandi. Við viljum að leiðarlokum þakka afa fyrir allt sem hann var okkur systkinunum og þeim hjónum, Benedikt föðurbróður okkar og konu hans Hrafnhildi Þorsteinsdótt- ur, fyrir einstaka umhyggju við Halla afa síðustu árin. Hjá þeim bjó hann eftir að Sveina amma dó og átti þar öruggt skjól þegar heils- an bilaði. Börn og tengdabörn Bryiyars Axelssonar. t Maðurinn minn, mágur, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI ELÍASSON, Laugavegi 12a, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 6. maí. Áslaug Hafberg, Ingólfur Hafberg, Elias Árnason, Jette S. Jakobsdóttir, Guðlaug Björg Björnsdóttir, Gunnar Viðar Árnason, Bjarnveig Valdimarsdóttir, Bjarney Anna Árnadóttir, Friðfinnur Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Alúðar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, ÁGÚSTU G. GUÐMUNDSDÓTTUR, Hringbraut 101, Reykjavík. Selma M. Gunnarsdóttir, Sigvaldi M. Ragnarsson, Birkir Þ. Gunnarsson, Róshildur Stefánsdóttir, Guðmundur G. Gunnarsson, Anna G. Thorlacius, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir mín, eiginkona, dóttir og systir okkar, GUÐBJÖRG SÓLVEIG MARÍASDÓTTIR, Meðalholti S, Reykjavík, sem lést 1. maí 1995, verður jarðsung- in frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 10. maí kl. 15.00. Marfas Kristján Stefánsson, Jón Sigvaidason, Fanney Halldórsdóttir og systkini hinnar látnu. t Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför GUÐFINNU ÞÓRLAUGAR JÓHANNESDÓTTUR frá Seljalandi á Siglufirði. Dóróthea Stefánsdóttir, Stefán Jónasson, Guðlaugur Jónasson, Guðmundur Jónasson. Jónas Guðlaugsson, SigurlaugGuðmundsdóttir, Halldóra Árnadóttir, t Útför hjartkærrar eiginkonu minnar, systur okkar og mágkonu, HULDU HELGADÓTTUR, Akraseli 6, Reykjavík, sem lést í Landakotsspítala hinn 1. maí 1995, verður gerð frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 11. maí næstkomandi kl. 13.30 og jarðsett verður i Fossvogs- kirkjugarði. Þeim, sem viidu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag (slands. Pálmi Sigurðsson, Fjóla Helgadóttir, Björn Ólafur Þorfinnsson, Guðmundur Helgason, Elsa Guðmundsdóttir, Ingi R. Helgason, Ragna M. Þorsteins, Sigdór Helgason, Guðrún Eggertsdóttir. t Við þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, JÓHÖNNU KRISTJÖNU SIGFINNSDÓTTUR, Múlasíðu 38, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks og heimilisfólks hjúkrunarheimilis- ins Sels á Akureyri. Kristinn Jónsson, Sigurjón V. Jónsson, Hanne Cristjansen, Helga K. Jónsdóttir, Lárus Ágústsson, Ása Jónsdóttir, Örlygur Ingólfsson, Amalfa Jónsdóttir, Baldur Sigurðsson, Jón Þ. Jónsson, Dagbjört Matthíasdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR Þ. GUÐJÓNSDÓTTUR dvalarheimilinu Höfða, áður á Mánabraut 9, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks E-deild- ar Sjúkrahúss Akraness fyrir góða umönnun. Haraldur Gfsli Bjarnason, Guðjón Haraldsson, Herdis Magnúsdóttir, Bjarnfríður Haraldsdóttir, Sigurður Hjálmarsson, Ólöf J. Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.