Morgunblaðið - 09.05.1995, Side 53

Morgunblaðið - 09.05.1995, Side 53
Er komið sumar? Hvernig eru strákar/stelpur? .4 *$ t A? 4'\| '1* .#*'7* ÍRS ^ÆrJ* % Ét ;%: . v *: ..<•:>• Jón Sig’urður Þórarinsson, 15 ára Þær eru síðhærðar, en annars bara fínar. Klæða sig vel og eru skemmtilegar. Aldís Bjarnadóttir, 16 ára Strákar eru meiriháttar og með æðislega fallega rödd, stutt- hærðir og bara geggjaðir og öðruvísi. ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1995 53 MORGUNBLAÐIÐ UNGLINGAR Er komið sumar? Menningarvika í Vitanum Höfundar Andri Þór (SPK) Sigurjónsson og Valur Garfield MENNINGARVIKAN var frá 3. til 8. apríl og hún var mjög frum- leg og fjörleg. Á mánudagskvöldið kom salzadansarinn Carlos og tók nokkur létt spor og allir tóku þátt. Fyrsti liðurinn sem var tengdur menningarvikunni var að krakk- amir lærðu fantaziu, það er nokk- urs konar listmálun, þ.e.a.s. á mannslíkama. Daginn eftir var haldin förðunarkeppni þar sem Þorbjörn Kærbo (Nörd) bar sigur úr býtum með glæsta módelið The VaL Sama kvöldið komu þijár fé- lagsmiðstöðvar, og hin stór- skemmtilega hljómsveit Kósi tróð upp og sló í gegn. Stórkostlegi Andri SPK var kynnir og sló í gegn með sprenghlægilega SPK- brandarann sinn sem fáir sem eng- ir skildu. Á föstudaginn var frumsýnd myndin Mordstrober eligekvinden sem Hemmi og Ulli gerðu en Malt- in gaf henni þijár stjörnur. Þetta er stuttmynd um konu sem drepur allar karlrembur. Myndin er byggð á frásögn kvenna í sértrúarsöfnuði sem heitir Magdalena í Fluguvík, en það voru þeir sem komu Heið- ari Jónssyni í sjónvarpið. í lok hátíðarinnar var lokaball Menningarvikunnar. Þá kom (sveita) félagsmiðstöðin frá Siglu- firði og Ólafsvík. Þá tróð Súrefni upp, (en þetta er besta hljómsveit sem ég veit um, meira að segja betri en Scotter segir Oddur sonur Magga Kjartans og Valur joker). Þegar þetta var búið fóru allir brosandi heim nema Eva María því hún fékk ekki að fara í ballskák. Davíð 15 ára Já Símon 15 ára Já Hrefna 14 ára Já... eða nei, ekki alveg Sölvi 15 ára Já Unglingsárin áhyggjulaus og góður tími MEÐ VORINU og í sumar fara stórhljómsveitirnar af stað og skemmta um allt land. Daníel Ág- úst Haraldsson hefur um árabil verið söngvari hljómsveitarinnar Ný dönsk sem hætti störfum ný- lega. Aðspurður sagði Daníel að Ný dönsk hefði aðeins hætt tíma- bundið, hann reiknar með að þeir verði með endurkomutónleika á Ömmu Lú eftir 15 ár eða svo. Hér á eftir segir hann okkur frá ungl- ingsárum sínum og hvað honum finnst skemmtilegt. Ég held að ég hafi ver- ið ósköp venjulegur ungl- ingur. Ég átti góða vini, en var samt oft einn. Ég hékk mikið með skemmtilegum krökkum og var frekar vinsæll en hitt. Ég fór mikið á skíði og æfði glímu, eitt tíma- bil fór líka í að mála myndir með olíu á striga. Ég er al- inn upp í Háa- leitishverfinu í Reykjavík og gekk í Álftamýrar skóla, skólinn var bara svona rútina og mér gekk ágætlega, ég var svona meðalnemandi en ekki framúrskar- andi í neinu. Ég hafði gaman af ensku og fór í enskuskóla í Eng- landi eftir níunda bekkinn. Þessi ár, unglingsárin, voru mjög ljúf og góð fyrir mig. Ég á svo góða mömmu sem ég get alltaf talað við. Ef eitthvað kom uppá leystum við úr því í sameiningu. Það eina sem ég hefði viljað er að ég hefði gert mér betur grein fyrir því hvaða stefnu ég ætti að taka í lífinu. Ég var svolítið stefnulaus og gerði bara það sem mér þótti skemmtilegt, ég geri það enn í dag. Fermingardagurinn Ég man vel eftir fermingardegin- um, því hann var mjög sérstakur. Við fórum frændsystkynin til Dal- víkur ti! afa og ömmu og fermd- umst þar. Við vorum bara tvö og fermdumst um mitt sumar, 9. júlí, á góðviðris- degi. Það var skemmti- A legt að fá fólkið að sunn- /. \ an alla leiðina til Dalvíkur í una. Það var engin stór- rar- tina þannig, mér fannst þetta ljúf ferming Tónlist og leiklist Eins og ég segi þá var ég ekki með nein föst plön eða stefnur í gangi og negldi aldrei neitt niður sem mig langaði til að verða. Ég lifði bara fyrir hvern dag án þess að hafa áhyggjur af því hvað úr mér yrði. Ég var í skólaleikritum og hafði gaman af því og vangavelt- um um heiminn og sálina. Ég var í raun og veru mjög opinn fyrir öllu sem vakti áhuga minn og setti sjálfum mér aldrei neinar skorður og það finnst mér bæði galli og kostur. Ég leiddist út í þennan tón- listarheim alveg óvart, gamall skólafélagi minn vissi að mér fannst gott að standa á sviði og koma fram. Hann og félagar hans voru í hljómsveit, þá vantaði söngvara og ég sló til. Þetta er það sem ég elska að gera og stendur næst hjarta mínu, tónlistin er bæði starf- ið mitt og áhugamál. Ég var ekkert meðvitaður um að ég væri í hljóm- sveit, sem væri að fara að gera eitt- hvað, og var ekkert farinn að semja lög eða hlusta á tónlist fyrr en ég byijaði í hljómsveitinni. Þá fór ég að sanka að mér allskyns plötum og geisladiskum og kynntist þannig gamla góða bálkinum eins og Hendrix og Bowie. Ég hafði ekki hlustað á neitt nema Bítlana og plöturnar sem mamma átti. Ég hef verið dug- legur við að semja lög á plöt- ur, bæði tónlist- ina og textana. Það er misjafnt hvemig þetta ger- ist, stundum koma lag og texti sam- an en stundum bara lagið og ég þarf að beija saman textann á eft- ir. Að semja lag er alveg ótrúlegur hlutur, það bara kemur eitthvað ástand yfir mann og maður getur gleymt sér í því. Þetta er sjálfsagt eins og hlauparinn sem fær endorf- ín í líkamann og fer í sæluvímu við það að hlaupa. Þetta er spurningin um að geta gleymt sér í því sem maður er að gera. Það skapast eitt- hvert hugarástand, einhver alsæla, nirvana. Framtíðin Ég ætla að halda áfram að gera það sem mér finnst skemmtilegt, halda mér við efnið. Reyna að vaxa og dafna í listinni, það er ekkert eins skemmtilegt. Unglingar Unglingur er fullorðið barn, held- ur að hann sé fullorðinn en er það ekki. Verður bráðum fullorðinn og veit það og ætl- ar að verða það strax. Þetta er biðsalur, þetta er svo áhyggju- laust líf og unglingar eiga að njóta þess og ekki hella sér út í föst sambönd og skuldbindingar strax. STJÖRNU3 G STÓ F SKAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.