Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ1995 2i LISTIR Kærkominn Beethoven lÓNLISi Víðistaöakirkja EINSÖNGSTÓNLEIKAR Lög eftir Beethoven, Grieg, Sigfús Einarsson, Schubert og Schumann. Kolbeinn Ketilsson tenór, Jónas Ingimundarsson, píanó. Sunnudag- inn 7. maí. BEETHOVEN þykir sjaldnast hafa skrifað vel fyrir mannsrödd- ina. Nægir að vitna í kverkverkj- andi reynslu þeirra sem hafa sung- ið sópran í An derFreude, kórkafl- anum í Níunni, þar sem spangólað er á háu A-i nærfellt mínútum saman af einskærri elýskri gleði. Þrátt fyrir þó nokkur afköst Bett- hovens í ljóðasöngvagerð eru söngvar hans hverfandi lítið fluttir í dag miðað við sönglög Schuberts og Schumanns. Sem stendur er Beethoven í tízku. Hollywood hefur tekið hann upp á sína arma og segja verður Beethoven til málsbóta, að 6 laga sönglagabálkurinn An die ferne geliebte frá miðju eyðimerkur- gönguskeiði tónskáldsins (1816) mætti heyrast miklu oftar, því þar er ekki að sjá að hann ofbjóði mannsröddinni. Lögin sex, sem samtengd eru með örstuttum milli- spilum, eru þvert á móti látlaus og þokkafull í nýrómantískri angurværð sinni og skyld þjóðlag- inu í anda, enda var Beethoven á þessum árum að dunda við fjölda þjóðlagaútsetninga fýrir forleggj- arann Thomson í Edinborg. Kol- beinn Ketilsson og Jónas Ingi- mundarson fluttu bálkinn allvel, þó að ekki verkaði beint traust- vekjandi að sjá söngvarann syngja þetta klassíska efni eftir nótum. Hefði söngvaranum gefizt tími til að læra lögin utan að, hefði túlkun hans vafalitið orðið svipmeiri. Kolbeinn var smám saman að hitna í fyrstu þrem lögum af 6 eftir Edvard Grieg, en í fjórða lag- inu, litlu perlunni Jeg elsker dig, fór hann að ná sér á strik, og í síðustu tveim, Fra Monte Pincio og En Drem tók dramatíska óperu- röddin að blómstra á viðeigandi stöðum. Kolbeinn hefur hljóm- mikla og ögn barítonleita tenór- rödd, sem virðist tímastillt fyrir Heldentenor — hlutverk í fyrirsjá- anlegri framtíð. Hér var hún aftur á móti lofsamlega laus við þann óþarfa belging sem stundum vill einkenna óperuskólaðar söngradd- ir á vettvangi ljóðsins. Þó mætti Kolbeinn hugsa meira um textann, í inntakstúlkun og einkum i fram- burði — herða samhljóðana betur, ekki sízt í enda orðs. Einnig mætti hann hugsa ögn meira upp í tón- inn, því stundum, einkum framan af, virtist hann hafa tilhneigingu til að byija að lafa, þó að minna bæri á því eftir hlé. íslenzku lögin fjögur voru öll eftir Sigfús Einarsson, Drauma- landið, Gígjan, Sofnar lóa og Aug- un bláu og tókst Kolbeini þar enn betur upp, þó að Gígjan væri hlut- fallslega dauft túlkuð. Lóukvæðið bauð upp á pianissimo-söng og sannfærði Kolbeinn þar hlustend- ur um að ekki vantaði heldur þenn- an þarfa streng á hörpu hans. Jöfn og þétt stígandi var yfir tónleikunum og alltaf jókst breidd og dýpt í túlkuninni, svosem í Schubert-laginu An die Leier (Til lýrunnar) og hinu fræga lagi Schumanns við ljóð Heines um Sprengjuverplana tvo (Die beiden Grenadiere), þar sem getur að heyra fallbyssuskot og jódyn í undirleiknum, auk þess sem vitnað er í La Marseillaise. Einnig hér hefði harðari textaframburður tví- mælalaust aukið á dramatíkina. Aðsókn var í tæpu meðallagi, fremur fámennt en góðmennt. Undirtektirnar voru hins vegar með ágætum, því þeir Kolbeinn og Jónas uppskáru ekki aðeins fimm aukalög, heldur einnig „standandi lófatak". Kolbeinn virðist sem sé á réttri leið og seint ætlar Jónas að versna í meðleik- arafaginu. Staða hans jaðrar við fákeppni. Ríkarður Ö. Pálsson Leikárið 1995-1996 í Covent Garden kynnt Verdi o g 20. aldar verk Þá verða endurfluttar uppsetningar á Aidu og La Traviata og síðasti hlekkurinn í Niflungahringnum, Götterdámmerung, settur á svið auk Hérodiade eftir Massenet. Ballet í fjársvelti Konunglegi ballettinn mun sýna 109 sinnum en óperan 140 sinnum á næsta leikári. Segir Jeremy Isaacs, forstjóri Covent Garden, að vegna fjárhags- örðugleika, lélegrar æfingaaðstöðu og fárra dansara sé nánast útilokað að semja og setja á svið nýja balletta. Það ballettverk sem mesta eftirvæntingu vekur er sýning sem Twyla Tharp setur upp. Nú liggur fyrir bæjarráði Westminster tillaga um hvort reisa eigi nýtt óperuhús, sem kostar um 18 milljarða ísl. kr. Er búist við að niðurstaða liggi fyrir í næsta mánuði. ÓPERUR verða allsráðandi á næsta leikári í Covent Garden í London. Ástæðan er bág fjárhagsstaða en óperur skila mun meiru í kassann er ballettsýning- ar. Hápunktar leikársins eru tveir, fjórar uppfærslur á Verdi-óperum og fjórar óperur frá þessari öld. 20. aldar verkin eru Arianna eftir Álexander Go- ehr en hún er samin við libretto frá árinu 1608; Mathis der Maler eftir Hindemith sem Peter Sellars leikstýrir en Esa Pekka Salonen stýrir hljómsveit- inni; The Midsummer Marriage eftir Tippett og The Duenna eftir Gerhard. Verdióperunar eru allar settar upp í samvinnu við önnur óperuhús. Fyrsta er að telja Don Carlos í samvinnu við Parísaróperuna, Nabucco í samvinnu við velsku þjóðaróperuna, II corsaro sem einnig verð- ur flutt í Tórínó og Giovanna d’arco sem er sett upp í samvinnu við Opera North. V ortónleikar Tónlist- arskóla Borgarfjarðar VORTONLEIKAR nemenda Tónlist- arskóla Borgarfjarðar verða haldnir í vikunni. Á tónleikunum verður nem- endum jafnframt afhent prófskír- teini. Fyrstu tónleikarnir verða í Borgarneskirkju í dag, þriðjudaginn 9. maí, kl. 20.30 og miðvikudaginn 10. maí kl. 18. Síðan verða haldnir tónleikar í Logalandi, Reykholtsdal, föstudaginn 12. maí kl. 20.30. Söngdeildartónleikar skólans verða haldnir í Borgarneskirkju laug- ardaginn 13. maí kl. 16 og eru það jafnframt síðustu tónleikarnir í þess- ari tónleikaröð. Aðgangur að þessum tónleikum er ókeypis og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfír. I vetur hafa 180 nemendur stund- að nám við Tónlistarskóla Borgar- fjarðar. Kennarar við skólann eru 10 og fer kennslan fram í fjórum grunnskólum í Borgarfjarðarhéraði: Borgarnesi, Hvanneyri, Kleppjárns- reykjum og Varmalandi. Skólastjóri tónlistarskólans er Theódóra Þor- steinsdóttir. SUMAR 1995 og aðrir sem fást við ferðaþjónustu! Við viljum minna á alþjóðlegt úrval okkar af rúmdýnum sem henta vel fyrir innlenda sem erlenda ferðalanga. 1995 Hafið samband sem fyrst við sölumenn okkar í dýnum og fáið upplýsingar um okkar góðu og þægilegu dýnur. Húsgagnahollln BÍLDSHÖFÐA 20 - 112 REYKJAVÍK - SÍMI 5871199 Lánareglur okkar eru einfaldar og óþarfa biö vegna umsókna þekkist ekki. Ef öll gögn liggja fyrir af þinni hálfu, er umsóknin því afgreidd innan sólarhrings. Fáðu ítarlegan upplýsingabækling í næsta útibúi Landsbanka Islands, Búnaðarbanka Islands eða hringdu beint í okkur. Kynntu þér þá margvíslegu möguleika sem fjármögnunarleiga hefur umfram aðra kosti á lánamarkaðinum. ar y i / i » ' S'ti SUÐURLANDSBRAUT 22, 108 REYKJAVÍK SÍMl 568 9050, FAX 581 2929
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.