Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1995 11 Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÞAU Helga Þóra og Árni unnu til margra verð- launa. Hér hampa þau Hermannsbikarnum sem þau unnu fyrir hæstu samanlögðu stigagjöfina úr báðum keppnisgreinunum. PÁLL Kristjánsson og Steinunn Þóra Sigurðar- dóttir, einbeitt á svip, enduðu i 3. sæti í suður- amerísku dönsunum. UNGT og efnilegt par, þau Ásgeir Björnsson og Asdís Geirsdóttir. Arni og Helga unnu Her- mannsbikarinn og silfurskóna . HÉR handsala Henný Hermannsdóttir og Jóhann Örn Ólafsson sameiningu dansskólanna tveggja; Dansskóla Hermanns Ragnars og Danssmiðjunnar. DANS Ilótcl ísland UPPSKERUHÁTIÐ DANSSKÓLA HER- MANNS RAGNARS Uppskeruhátíð Dansskóla Her- manns Ragnars fór fram mánudag- inn 1. mai á Hótel íslandi. Þessi hátið samanstóð af nemendasýn- ingu skólans og hinni árlegu innan- skólakeppni. Innanskólakeppnum hefur fækkað á undanförnum misser- um og er það svolítil synd, því í innanskólakeppnum fá fleiri tækifæri til að láta ljós sitt skína, en í opnum keppnum. Innan- skólakeppnir eru einnig ákaflega þægilegar og afslappaðar keppn- ir og smærri í sniðum en flestar opnar keppnir. Veitt voru verðlaun fyrir 6 efstu sætin í hveijum flokki og svo var Hermannsbikarinn veitt- ur því pari sem hafði hlotið hæstu samanlögðu stigagjöf úr báðum keppnisgreinum. Hermannsbik- arinn hefur fengið nýtt hlutverk og var nú veittur innan skólans í fyrsta sinn, en hann er gjöf hjónanna Unnar Arngrímsdóttur og Hermanns Ragnars Stefáns- sonar . Einnig voru silfurskórnir nú veittir í þriðja sinn og eru þeir gjöf sömu hjóna til skólans á 35 ára afmæli hans. Þessi lista- smíð Sigurðar Steinþórssonar í Gulli og silfri er veitt þeirri dömu og þeim herra sem þykja hafa fallegastan fótaburð á dansgólf- inu. Innanskólakeppni Dansskóla Hermanns Ragnars var ákaflega falleg og skemmtileg keppni og gekk mjög hratt og vel fyrir sig. Keppt var í aldursflokkum 7 ára og yngri upp í flokk 14-15 ára. Allir flokkar, nema 14-15 ára, kepptu annars vegar í suður- amerískum dönsunum og hins vegar í standard-dönsunum, en flokkur 14-15 ára keppti í þess- um greinum samanlögðum. Það er skemmst frá því að segja að keppendur stóðu sig með mikl- um sóma og dönsuðu sig inn í hug og hjarta viðstaddra sem troðfylltu Hótel íslands. Sameining tveggja dansskóla Þegar var farið að líða undir lok þessarar uppskeruhátíðar stigu á stokk Hermann Ragnar Stefánsson og Jóhann Örn Ólafs- son. Þeir tilkynntu viðstöddum að Dansskóli Hermanns Ragnars og Danssmiðjan, skóli Jóhanns Arnar, hyggðust ganga saman í eina sæng. Þeir væru búnir að vinna mikið saman að ýmsum málum nú í vetur og allt hafi það gengið svo vel að sameining skól- anna var í raun eðlilegt framhald af þessu samstarfi. Jóhann Orn byijaði á að rekja starfsferil Hermanns Ragnars og frú Unnar Arngrímsdóttur og slíkt hið sama gerði Hermann Ragnar um Jó- hann Örn. Að því loknu dönsuðu Jóhann Örn og Unnur Berglind Guðmundsdóttir, dótturdóttir Hermanns og Unnar, Dónárvals- inn til heiðurs þeim hjónum, en það var einmitt í gegnum þann dans sem Hermann og Unnur hittust hið fyrsta sinn. Á undan höfðu Henný Hermannsdóttir og Jóhann Örn innsiglað sameiningu skólanna með handabandi. Skól- arnir munu ljúka þessum vetri hvor í sínu lagi, en hinn samein- aði skóli mun hefja störf á haust- dögum á Engjategi 1. Úrslit innanskólakeppninnar Dómarar keppninnar voru þau Iben Sonne, Hinrik Narðfjörð Valsson og Vilborg Sverrisdóttir. Sérstakur dómari var fenginn til að dæma keppnina um silfurs- kóna og var það Kara Arngríms- dóttir sem gerði það. Að þessu sinni var það par sem vann silf- urskóna og er það í fyrsta sinn sem það hefur gerst. Það voru þau Arni Traustason og Helga Þóra Björgvinsdóttir sem hrepptu silfurskóna, þau hafa bæði unnið til þeirra áður, Árni í fyrra og Helga Þóra fyrir tveimur árum. Þau fengu við þetta tækifæri að gjöf ákaflega vandaða þýska Dia- mant-dansskó frá Diamant-skó- umboðinu á íslandi. Árni og Helga létu ekki staðar numið hér heldur unnu þau einnig Her- mannsbikarinn, en þau voru með hæstu samanlögðu stigagjöfina í flokki 10-11 ára og yfir alla flokka. Þau fóru því hlaðin heim að lokinni skemmtilegri keppni. 7 ára og yngri, standard 1. Friðrik Árnason og Inga Mar- ía Backman. 2. Sunna Ó. Ómarsdóttir og Anna M. Arthursdóttir. 3. Gunnar Kristjánsson og Sigrún Anna Knútsdóttir. 7 ára og yngri, latin 1. Friðrik Árnason og Inga Már- ía Backman. 2. Ásgeir Bjömsson og Ásdís Geirsdóttir. 3. Atli Heimisson og Sandra J. Bernburg. 8-9 ára, standard 1. Sigríður Hákonardóttir og Bergdís Geirsdóttir. 2. Erna Aðalsteinsdóttir og Helga Sveinbjörnsdóttir. 3. Gylfi A. Gylfason og Helga Björnsdóttir 8-9 ára, latin 1. Erna Aðalsteinsdóttir og Helga Sveinbjörnsdóttir. 10-11 ára, standard 1. Árni Traustason og Helga Þóra Björgvinsdóttir. 2. Hilmir Jensson og Jóhanna B. Bernburg. 3. Gunnar Þ. Pálsson og Bryndís Símonardóttir. 10-11 ára, latin 1. Árni Traustason og Helga Þóra Björgvinsdóttir. 2. Gunnar Þ. Pálsson og Bryndís Símonardóttir. 3. Páll Kristjánsson og Steinunn Þ. Sigurðardóttir. 12-13 ára, standard 1. Hannes Egilsson og Linda Heiðarsdóttir. 2. Magnús S. Einarsson og Hrund Olafsdóttir. 3. Björg Guðjónsdóttir og Þórunn Árnadóttir. 12-13 ára. latin 1. Hannes Egilsson og Linda Heiðarsdóttir. 2. Magnús S. Einarsson og Hrund Ólafsdóttir. 3. Björg Guðjónsdóttir og Þórunn Árnadóttir. 14-15 ára, sameigingleg stig 1. Stefán Trausti Eysteinssn og Margrét Hildur Jónasdóttir. 2. Kristinn Þór Sigurbergsson og Védís Sigurðardóttir. 3. Jón Auðunn Sigurbergsson og Dagbjört Erla Einarsdóttir. Hæstu samanlögð stig 7 ára og yngri: Friðrik Árnason og Inga María Backman. 8-9 ára: Erna Aðalsteinsdóttir og Helga Sveinbjörnsdóttir. 10-11 ára: Árni Traustason og Helga Þóra Björgvinsdóttir. 12-13 ára: Hannes Egilsson og Linda Heið- arsdóttir. Jóhann Gunnar Arnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.