Morgunblaðið - 09.05.1995, Side 11

Morgunblaðið - 09.05.1995, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1995 11 Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÞAU Helga Þóra og Árni unnu til margra verð- launa. Hér hampa þau Hermannsbikarnum sem þau unnu fyrir hæstu samanlögðu stigagjöfina úr báðum keppnisgreinunum. PÁLL Kristjánsson og Steinunn Þóra Sigurðar- dóttir, einbeitt á svip, enduðu i 3. sæti í suður- amerísku dönsunum. UNGT og efnilegt par, þau Ásgeir Björnsson og Asdís Geirsdóttir. Arni og Helga unnu Her- mannsbikarinn og silfurskóna . HÉR handsala Henný Hermannsdóttir og Jóhann Örn Ólafsson sameiningu dansskólanna tveggja; Dansskóla Hermanns Ragnars og Danssmiðjunnar. DANS Ilótcl ísland UPPSKERUHÁTIÐ DANSSKÓLA HER- MANNS RAGNARS Uppskeruhátíð Dansskóla Her- manns Ragnars fór fram mánudag- inn 1. mai á Hótel íslandi. Þessi hátið samanstóð af nemendasýn- ingu skólans og hinni árlegu innan- skólakeppni. Innanskólakeppnum hefur fækkað á undanförnum misser- um og er það svolítil synd, því í innanskólakeppnum fá fleiri tækifæri til að láta ljós sitt skína, en í opnum keppnum. Innan- skólakeppnir eru einnig ákaflega þægilegar og afslappaðar keppn- ir og smærri í sniðum en flestar opnar keppnir. Veitt voru verðlaun fyrir 6 efstu sætin í hveijum flokki og svo var Hermannsbikarinn veitt- ur því pari sem hafði hlotið hæstu samanlögðu stigagjöf úr báðum keppnisgreinum. Hermannsbik- arinn hefur fengið nýtt hlutverk og var nú veittur innan skólans í fyrsta sinn, en hann er gjöf hjónanna Unnar Arngrímsdóttur og Hermanns Ragnars Stefáns- sonar . Einnig voru silfurskórnir nú veittir í þriðja sinn og eru þeir gjöf sömu hjóna til skólans á 35 ára afmæli hans. Þessi lista- smíð Sigurðar Steinþórssonar í Gulli og silfri er veitt þeirri dömu og þeim herra sem þykja hafa fallegastan fótaburð á dansgólf- inu. Innanskólakeppni Dansskóla Hermanns Ragnars var ákaflega falleg og skemmtileg keppni og gekk mjög hratt og vel fyrir sig. Keppt var í aldursflokkum 7 ára og yngri upp í flokk 14-15 ára. Allir flokkar, nema 14-15 ára, kepptu annars vegar í suður- amerískum dönsunum og hins vegar í standard-dönsunum, en flokkur 14-15 ára keppti í þess- um greinum samanlögðum. Það er skemmst frá því að segja að keppendur stóðu sig með mikl- um sóma og dönsuðu sig inn í hug og hjarta viðstaddra sem troðfylltu Hótel íslands. Sameining tveggja dansskóla Þegar var farið að líða undir lok þessarar uppskeruhátíðar stigu á stokk Hermann Ragnar Stefánsson og Jóhann Örn Ólafs- son. Þeir tilkynntu viðstöddum að Dansskóli Hermanns Ragnars og Danssmiðjan, skóli Jóhanns Arnar, hyggðust ganga saman í eina sæng. Þeir væru búnir að vinna mikið saman að ýmsum málum nú í vetur og allt hafi það gengið svo vel að sameining skól- anna var í raun eðlilegt framhald af þessu samstarfi. Jóhann Orn byijaði á að rekja starfsferil Hermanns Ragnars og frú Unnar Arngrímsdóttur og slíkt hið sama gerði Hermann Ragnar um Jó- hann Örn. Að því loknu dönsuðu Jóhann Örn og Unnur Berglind Guðmundsdóttir, dótturdóttir Hermanns og Unnar, Dónárvals- inn til heiðurs þeim hjónum, en það var einmitt í gegnum þann dans sem Hermann og Unnur hittust hið fyrsta sinn. Á undan höfðu Henný Hermannsdóttir og Jóhann Örn innsiglað sameiningu skólanna með handabandi. Skól- arnir munu ljúka þessum vetri hvor í sínu lagi, en hinn samein- aði skóli mun hefja störf á haust- dögum á Engjategi 1. Úrslit innanskólakeppninnar Dómarar keppninnar voru þau Iben Sonne, Hinrik Narðfjörð Valsson og Vilborg Sverrisdóttir. Sérstakur dómari var fenginn til að dæma keppnina um silfurs- kóna og var það Kara Arngríms- dóttir sem gerði það. Að þessu sinni var það par sem vann silf- urskóna og er það í fyrsta sinn sem það hefur gerst. Það voru þau Arni Traustason og Helga Þóra Björgvinsdóttir sem hrepptu silfurskóna, þau hafa bæði unnið til þeirra áður, Árni í fyrra og Helga Þóra fyrir tveimur árum. Þau fengu við þetta tækifæri að gjöf ákaflega vandaða þýska Dia- mant-dansskó frá Diamant-skó- umboðinu á íslandi. Árni og Helga létu ekki staðar numið hér heldur unnu þau einnig Her- mannsbikarinn, en þau voru með hæstu samanlögðu stigagjöfina í flokki 10-11 ára og yfir alla flokka. Þau fóru því hlaðin heim að lokinni skemmtilegri keppni. 7 ára og yngri, standard 1. Friðrik Árnason og Inga Mar- ía Backman. 2. Sunna Ó. Ómarsdóttir og Anna M. Arthursdóttir. 3. Gunnar Kristjánsson og Sigrún Anna Knútsdóttir. 7 ára og yngri, latin 1. Friðrik Árnason og Inga Már- ía Backman. 2. Ásgeir Bjömsson og Ásdís Geirsdóttir. 3. Atli Heimisson og Sandra J. Bernburg. 8-9 ára, standard 1. Sigríður Hákonardóttir og Bergdís Geirsdóttir. 2. Erna Aðalsteinsdóttir og Helga Sveinbjörnsdóttir. 3. Gylfi A. Gylfason og Helga Björnsdóttir 8-9 ára, latin 1. Erna Aðalsteinsdóttir og Helga Sveinbjörnsdóttir. 10-11 ára, standard 1. Árni Traustason og Helga Þóra Björgvinsdóttir. 2. Hilmir Jensson og Jóhanna B. Bernburg. 3. Gunnar Þ. Pálsson og Bryndís Símonardóttir. 10-11 ára, latin 1. Árni Traustason og Helga Þóra Björgvinsdóttir. 2. Gunnar Þ. Pálsson og Bryndís Símonardóttir. 3. Páll Kristjánsson og Steinunn Þ. Sigurðardóttir. 12-13 ára, standard 1. Hannes Egilsson og Linda Heiðarsdóttir. 2. Magnús S. Einarsson og Hrund Olafsdóttir. 3. Björg Guðjónsdóttir og Þórunn Árnadóttir. 12-13 ára. latin 1. Hannes Egilsson og Linda Heiðarsdóttir. 2. Magnús S. Einarsson og Hrund Ólafsdóttir. 3. Björg Guðjónsdóttir og Þórunn Árnadóttir. 14-15 ára, sameigingleg stig 1. Stefán Trausti Eysteinssn og Margrét Hildur Jónasdóttir. 2. Kristinn Þór Sigurbergsson og Védís Sigurðardóttir. 3. Jón Auðunn Sigurbergsson og Dagbjört Erla Einarsdóttir. Hæstu samanlögð stig 7 ára og yngri: Friðrik Árnason og Inga María Backman. 8-9 ára: Erna Aðalsteinsdóttir og Helga Sveinbjörnsdóttir. 10-11 ára: Árni Traustason og Helga Þóra Björgvinsdóttir. 12-13 ára: Hannes Egilsson og Linda Heið- arsdóttir. Jóhann Gunnar Arnarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.