Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1995 13 Táp og fjör 5 ára Egilsstöðum - Líkamsræktar- stöðin Táp og fjör á Egilsstöðum hélt upp á 5 ára afmæli sitt með tápi og fjöri. Á afmælisdaginn var gestum boðin þátttaka í erobikk, þreki, gufubaði og ljósatíma í nýja og fullkomna ljósabekki. Fjölmargir nýttu sér afmælisboðið og fóru þreyttir og heitir heim eftir lík- amspuð og afslöppun. Unnar Vilhjálmsson og Hólm- fríður Jóhannsdóttir íþróttakenn- arar eru eigendur Táps og fjörs og tóku við þeim rekstri fyrir átta mánuðum. Þau notuðu tækifærið í tilefni dagsins og verðlaunuðu einn fastagest stöðvarinnar fyrir ástundun og mætingu í Táp og fjör á sl. vetri. Það var Jóhanna Þorsteinsdóttir og fékk hún að gjöf Russell-íþróttaföt. Blab allra landsmanna! 3U9f0ttnl>lð& - kjarni málsins! LAIMDIÐ Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson TEKIÐ á móti línunni frá þyrlunni. ÞYRLAN hífir skipveija úr björgunarbáti Herjólfs. Æfðu björgun með þyrlu Vestmannaeyjum - Áhöfn Her- jólfs lauk á fimmtudaginn nám- skeiði Siysavarnaskóla sjó- manna. Lokapunktur nám- skeiðsins var er þyrla Landhelg- isgæslunnar kom til Eyja og æfði áhöfn skipsins í björgun með þyrlu, en að æfingu lokinni var áhöfn Herjólfs afhent skír- teini frá Slysavarnaskólanum til staðfestingar á að hafa lokið námskeiðinu. Námskeiðið sem Slysavarna- skólinn var með var einkanám- skeið fyrir áhöfn Heijólfs en að sögn Hilmars Snorrasonar skólastjóra hefur skólinn tekið eina og eina áhöfn í slík nám- skeið. Námskeiðið var því sniðið að skipinu og björgunarbúnaði þess og fór allt námskeiðið fram um borð í skipinu og björgunar- tæki þess voru notuð til æfinga. Hilmar sagði að námskeiðið hefði tekist mjög vel og verið öllum sem þátt tóku í því injög lærdómsríkt. Á fimmtudag kom þyrla Landhelgisgæslunnar til Eyja, en koma hennar var lokaverk- efni Slysavarnaskólans með áhöfn Heijólfs. Voru Herjólfs- mönnum kennd handbrögðin við að taka á móti þyrlunni og láta hana hífa fólk frá borði. Voru áhafnarmeðlimir hífðir bæði frá Heijólfi og eins frá bjargbáti skipsins. Tókst æfing- in ipjög vel og var áhöfnin mjög ánægð með hana eins og alla aðra þætti námskeiðsins. Öll áhöfn Heijólfs, rúmlega 20 manns, tók þátt í Slysavarna- skólanum en námskeiðshaldið um borð er liður í að hafa áhöfn- ina vei þjálfaða og efla þannig öryggi farþega sem með skipinu ferðast. KIA SPORTAGE KOSTAR KIA SPORTAGE ER SNIÐINN TIL ÞESS AÐ TAKAST Á VIÐ ANDSTÆÐUR ÍSLENSKRAR NÁTTÚRU. KIA SPORTAGE ER FALLEGUR, MJÚKUR, RÚMGÓÐUR OG ÞÆGILEGUR í AKSTRI, VIÐBRAGÐSFLJÓTUR, LIPUR OG SPARNEYTINN. KIA SPORTAGE ER STERKBYGGÐUR, BYGGÐUR Á SJÁLFSTÆÐRI GRIND OG ÞVl ER AUÐVELT AÐ HÆKKA HANN UPP. HEKLA f///t ei//a Aest/ KOMINN TIL AÐ VERA ! Laugavegi 170-174, sími 569 5500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.