Morgunblaðið - 09.05.1995, Síða 13

Morgunblaðið - 09.05.1995, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1995 13 Táp og fjör 5 ára Egilsstöðum - Líkamsræktar- stöðin Táp og fjör á Egilsstöðum hélt upp á 5 ára afmæli sitt með tápi og fjöri. Á afmælisdaginn var gestum boðin þátttaka í erobikk, þreki, gufubaði og ljósatíma í nýja og fullkomna ljósabekki. Fjölmargir nýttu sér afmælisboðið og fóru þreyttir og heitir heim eftir lík- amspuð og afslöppun. Unnar Vilhjálmsson og Hólm- fríður Jóhannsdóttir íþróttakenn- arar eru eigendur Táps og fjörs og tóku við þeim rekstri fyrir átta mánuðum. Þau notuðu tækifærið í tilefni dagsins og verðlaunuðu einn fastagest stöðvarinnar fyrir ástundun og mætingu í Táp og fjör á sl. vetri. Það var Jóhanna Þorsteinsdóttir og fékk hún að gjöf Russell-íþróttaföt. Blab allra landsmanna! 3U9f0ttnl>lð& - kjarni málsins! LAIMDIÐ Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson TEKIÐ á móti línunni frá þyrlunni. ÞYRLAN hífir skipveija úr björgunarbáti Herjólfs. Æfðu björgun með þyrlu Vestmannaeyjum - Áhöfn Her- jólfs lauk á fimmtudaginn nám- skeiði Siysavarnaskóla sjó- manna. Lokapunktur nám- skeiðsins var er þyrla Landhelg- isgæslunnar kom til Eyja og æfði áhöfn skipsins í björgun með þyrlu, en að æfingu lokinni var áhöfn Herjólfs afhent skír- teini frá Slysavarnaskólanum til staðfestingar á að hafa lokið námskeiðinu. Námskeiðið sem Slysavarna- skólinn var með var einkanám- skeið fyrir áhöfn Heijólfs en að sögn Hilmars Snorrasonar skólastjóra hefur skólinn tekið eina og eina áhöfn í slík nám- skeið. Námskeiðið var því sniðið að skipinu og björgunarbúnaði þess og fór allt námskeiðið fram um borð í skipinu og björgunar- tæki þess voru notuð til æfinga. Hilmar sagði að námskeiðið hefði tekist mjög vel og verið öllum sem þátt tóku í því injög lærdómsríkt. Á fimmtudag kom þyrla Landhelgisgæslunnar til Eyja, en koma hennar var lokaverk- efni Slysavarnaskólans með áhöfn Heijólfs. Voru Herjólfs- mönnum kennd handbrögðin við að taka á móti þyrlunni og láta hana hífa fólk frá borði. Voru áhafnarmeðlimir hífðir bæði frá Heijólfi og eins frá bjargbáti skipsins. Tókst æfing- in ipjög vel og var áhöfnin mjög ánægð með hana eins og alla aðra þætti námskeiðsins. Öll áhöfn Heijólfs, rúmlega 20 manns, tók þátt í Slysavarna- skólanum en námskeiðshaldið um borð er liður í að hafa áhöfn- ina vei þjálfaða og efla þannig öryggi farþega sem með skipinu ferðast. KIA SPORTAGE KOSTAR KIA SPORTAGE ER SNIÐINN TIL ÞESS AÐ TAKAST Á VIÐ ANDSTÆÐUR ÍSLENSKRAR NÁTTÚRU. KIA SPORTAGE ER FALLEGUR, MJÚKUR, RÚMGÓÐUR OG ÞÆGILEGUR í AKSTRI, VIÐBRAGÐSFLJÓTUR, LIPUR OG SPARNEYTINN. KIA SPORTAGE ER STERKBYGGÐUR, BYGGÐUR Á SJÁLFSTÆÐRI GRIND OG ÞVl ER AUÐVELT AÐ HÆKKA HANN UPP. HEKLA f///t ei//a Aest/ KOMINN TIL AÐ VERA ! Laugavegi 170-174, sími 569 5500

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.