Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Japanar óttast refsitolla Tokyo. Reuter. JAPANSKIR bílaframleiðendur kunna að neyðast til að stöðva útflutning á lúxusbílum til Bandaríkjanna, ef stjórnin í Washington grípur til refsiað- gerða eftir misheppnaðar við- skiptaviðræður við Japana. Háir refsitollar geta valdið því að japanskir lúxusbílar verði ekki samkeppnisfærir á banda- riskum markaði. Japanar fluttu út 1,64 milljón bíla til Banda- ríkjanna í fyrra, þar af 200.000 lúxusbíla sem kostaði hver um sig a.m.k. 35.000 dollara. Hlutabréf í japönskum bif- reiðafyrirtækjum lækkuðu í Tokyo í gær vegna uggsins um bandarískar refsiaðgerðir. Hlutabréf í Toyota lækkuðu um 2.3%. Helztu efnahagsráðu- nautar Bills Clintons forseta hafa ráðlagt honum að grípa til refsiaðgerða, þar sem ekki tókst að ieysa deiluna um auk- inn innflutning erlendra bif- reiða og bílahluta til Japans í nýjum viðræðum um helgina. Aðstoð við Seat könnuð BrUssel. Reuter. ÓFORMLEG rannsókn fer fram á vegum framkvæmdanefndar Evrópusambandsins á hugsan- legri ríkisaðstoð við spænska bifreiðafyrirtækið Seat, dóttur- fyrirtæki Volkswagen AG. Viðræður eru hafnar við spænsk stjórnvöld um fyrirhug- að 38 milljarða peseta viðbót- arflármagn frá ríkinu í fyr- irtækið og 8 milljarða peseta framlag frá yfirvöldum í Ka- talóníu auk lána. Seat var rekið með 347 milljóna marka halla 1994 miðað við 1.84 milljarða marka tap 1993. Hagnaður Stora AB þrefaldast Stokkhólmi. Reuter. SÆNSKA trjávörufyrirtækið Stora AB skilaði hagnaði upp á 1.84 milljarða sænskra króna á fyrsta ársfjórðungi miðað við 1.1 milljarð á fyrsta ársfjórð- ungi 1994. Eftirspum eftir pappír og pappa hefur aukizt að sögn fyr- irtækisins og því er spáð áfram- haldandi velgengni. Verð á tijákvoðu hækkaði um 61% í fyrra og verð á dagblaðapappír hefur hækkað um 26%. VIÐSKIPTI Afkoman hjá bönkum og sparisjóðum batnaði um 923 milljónir í fyrra Sparisjóðir högn- uðust um 339 milljónir króna Rekstrarkostnaður bankakerfisins jókst um 3,4% milli ára SPARISJOÐIRNIR í heild högnuð- ust um 339 milljónir á síðasta ári og var arðsemi eigin fjár þeirra 6,6% en 1993 var hagnaðurinn 395 milljónir og arðsemin 8,5%. Þarna er meðtalin afkoma Sparisjóða- bankans hf. sem skilaði 67 milljóna hagnaði og 8,9% arðsemi. Viðskiptabankamir skiluðu aft- ur 417 milljóna hagnaði í fyrra eða 3% arðsemi eigin fjár. Samtals var hagnaður banka og sparisjóða því 756 milljónir og arðsemi 3,9%. Þetta kemur fram í aprílhefti Hagtalna mánaðarins frá Seðla- bankanum þar sem gerður er sam- anburður á afkomu banka og spari- sjóða. Afkoman var mun betri í fyrra en árið 1993 þegar heild- artapið nam 167 milljónum. Af- komubatinn milli ára er 923 millj- ónir og skýrist af minni framlögum í afskriftareikning útlána. Vakin er athygli á því að hreinar fjár- munatekjur bankakerfísins, þ.e. tekjur af vaxtamun, lækkuðu um 414 milljónir milli ára en ýmsai tekjur að meðtalinni hlutdeild í í dóttur- og hlutdeildarfélögum juk- ust um 405 milljónir. Rekstrargjöld jukust hins vegar um 364 milljónir eða um 3,4% og lækkaði því hagn- aður fyrir framlög á afskriftareikn- ing um 374 milljónir. Framlög á afskriftareikning lækkuðu aftur á móti verulega eða um 1.346 millj- ónir, úr 6.047 milljónum í 4.701 milljón. Rekstrargjöld um 1,3 milljarði lægri en 1989 Þá er í ritinu gerður samanburð- ur á rekstri banka og sparisjóða árin 1989 og 1994. Þar kemur í ljós að hreinar fjármunatekjur hafa lækkað um nálægt 300 milijónum á föstu verðlagi. Þar við bætast ýmsar aðrar tekjur þannig að heild- artekjur lækka um 200 milljónir milli áranna. Rekstrargjöld lækk- uðu hins vegar um 1,3 milljarða á tímabilinu og er því hagnaður fyrir afskriftarframlögin um 1,1 milljarði hærri. Aftur á móti jukust framlög á afskriftareikning um 2,7 milljarða þannig að hagnaður fyrir skatta lækkar um 1,6 milljarða og um 900 milljónir eftir skatta. Loks er í ritinu skýrt frá því að framlög á afskriftareikninga banka og sparisjóða voru samtals um 26,6 milljarðar króna á tímabil- inu 1989-1994. Endanlega töpuð útlán eru 17,7 milljarðar en staða afskriftareiknings í lok tímabilisins 10,3 milljarðar sem væntanlega verða færðir sem endanlegt tap á næstu árum. Úr rekstrarreikningum viðskiptabanka og sparisjóða 1993 og 1994 (Fjárhæðir í milljörðum kr.) 1993 1994 Breyting Fjármunatekjur 26,7 21,4 -5.3%I ~~1 Fjármagnsgjöld 15,4 10,5 -4.9%IHSH 1 ~| Hreinar fjármunatekjur 11,3 10,9 -0,4% □ Ýmsar tekjur 6,5 7,0 10,4% Verkt tekjubil 17,9 17,9 10,0% Rekstrargjöld 11,7 12,1 n 0,4% Hreint tekjubil 6,2 5,8 -0,4%i Framl. v. útlánaafskrifta 6,0 4,7 -1,3% mm Hagnaður fyrir skatta 0,1 1,1 ■i,o% Tekju- og eignaskattur 0,3 0,4 i 0,1% Hagnaður eftir skatta -0,2 0,8 M 0,9% Skattur vegna gjaldeyrisviðskipta hefur verið dreginn frá ýmsum tekjum og rekstrargjöldum. * Tap KA nam 52 milljónum í fyrra Útlit fyrir veruleg- an afkomubata Selfossi. Morgunblaðið. TAP Kaupfélags Árnesinga nam alls 52 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 70 milljóna tap árið 1993. Útlit er fyrir verulegan af- komubata á þessu ári í kjölfar ýmissa skipulagsbreytinga á rekstr- inum. Velta félagsins á síðasta ári var um 2,2 milljarðar. Að sögn Þorsteins Pálssonar framkvæmdastjóra, var afkoma fyrstu þriggja mánaða þessa árs mun betri en áætlanir gerðu ráð fyrir og bjartsýni ríkir um verulega bætta afkomu á þessu ári. Helstu ástæður þessa segir Þorsteinn vera að tapeiningar hafi verið seldar úr rekstrinum, 20% veltuaukning hafí orðið í verslunarrekstri á fyrstu mánuðum þessa árs og vaxtakostn- aður hafi lækkað með lækkandi skuldum. Salan í Vöruhúsinu á Sel- fossi jókst um 30% fyrstu þrjá mán- uðina miðað við sama tíma í fyrra en þar hafa verið gerðar miklar breytingar með nýjum áherslum, auknu vöruvali og bættu aðgengi viðskiptavina. Heildarskuldir KÁ voru 1.382 milljónir um síðustu áramót en eru nú um 1 milljarður. Undanfarna mánuði hefur verið gert átak í því að lækka skuldir fyrirtækisins með sölu eigna. I árslok var eiginfjárhlut- fall fyrirtækisins 23,4%. Þorsteinn segir greiðslustöðu fara batnandi en þó sé enn mikið verk óunnið. „Við eigum eftir að gera miklar breytingar á rekstrinum til viðbótar. Starfsfólkið lagt sitt af mörkum í þeirri endurskipulagningu sem átt hefur sér stað hefur og við lítum björtum augum fram á veginn." Afkoma Tryggingamiðstöðvarínnar hf. í fyrra sú besta frá upphafi Hagnaður um 120 milljónir TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN hf. skil- að alls rösklega 120 milljóna króna hagnaði á síðasta ári samanborið við um 82 milljóna hagnað árið áður. Síðasta ár var einstaklega hagstætt og raunar hefur afkoman ekki verið betri áður, að sögn Gunnars Felix- sonar, forstjóra. Ekkert stórtjón lenti á félaginu á árinu. Stærsta einstaka tjónið var um 24 milljónir sem er miklu lægri fjárhæð en verið hefur um árabil. Þetta endurspeglast í mjög góðri afkomu endurtryggjenda félagsins sem batnaði um 217 milljónir. Afkoman varð best í sjó- og farm- tryggingum sem vega þungt í rekstri Tryggingarmiðstöðvarinnar. Þessi grein skilaði alls um 156 milljóna hagnaði áður en tekið er tillit til fjár- magnstekna. Tap varð aftur á móti af ökutækjatryggingum að fjárhæð 135 milljónir en að teknu tilliti til fjármunatekna af tryggingasjóðum er afkoman í sæmilegu jafnvægi að sögn Gunnars. Á heildina litið varð tryggingarleg afkoma neikvæð um 88 milljónir en þá á eftir að taka tillit til 312 milljóna króna fjármuna- tekna, 65 milljóna niðurfærslu vegna tapaðra krafna o.fl. liða. Bókfærð iðgjöld ársins námu alls 2.364 milljónum og hafa hækkað um 146 milljónir eða 6,6% frá árinu áður. Þegar tekið hefur verið tillit til breytinga á iðgjaldasjóði nema iðgjöld ársins 2.304 milljónum og hafa hækkað um 5,7%. Hluti endur- tryggjenda í iðgjöldum nam 832 milljónum. Gunnar segir að í ljósi góðrar af- komu hafi iðgjöld verið lækkuð bæði í skipatryggingum, farmtrygging- um, eignatryggingum og kaskó- tryggingum bifreiða. „Við reiknum með að iðgjöld lækki um 5-10% að jafnaði í einstökum greinum og það stefnir í það að heildariðgjöld okkar muni verða 5-6% lægri en á árinu 1994.“ Tjón ársins námu alls 1.189 millj- ónum og lækkuðu um 13,3%. Þegar tekið hefur verið tillit til breytinga á bótasjóði námu tjón ársins alls um 1.742 milljónum og lækkuðu um 12,6%. Hiuti endurtryggjenda í tjón- um nam 349 milljónum. Heildartryggingasjóður nam í árs- iok alls um 4.726 milljónum. Á aðalfundi félagsins voru kjömir í stjórn þeir Sigurður Einarsson, for- maður, Jón Ingvarsson, varaformað- ur, Haraldur Sturlaugsson, Aðalbjöm Jóakimsson og Svavar B. Magnús- son. Þeir Aðalbjörn og Svavar koma í stað Gísla Ólafssonar, sem féll frá á árinu, og Guðfinns Einarssonar en hann gaf ekki kost á sér. N O R S K V I K A H J A S A M S K ! P U Komdu og hittu okkar mann í Noregi, André Grönli, André Grönli hefur þjónað viðskiptavinum Samskipa undanfarin ár á umboðsskrifstofu okkar í Noregi. Hann hefur því víðtæka reynslu af flutningum milli (slands og Noregs. André, ásamt Erik Sollund aðaleiganda umboðsskrifstofu okkar í Moss, verða gestir okkar á íslandi í þessari viku. André hefur áhuga á að hitta sem flesta af viðskiptavinum sínum og Samskipa hér á landi. Ef þitt fyrirtæki er í flutningum til eða frá Noregi er André rétti maðurinn að ræða við. Nánari upplýsingar eru veittar í söludeild Samskipa í síma 569 8300. ; á íslandi í þessari viku U- t- o o SAMSKIP ú Holtabakka við Holtaveg, 104 Fteykjavík Sími 569 8300 - Fax 569 8327 -I l t fl I L L I i I i l I Í | I i t l I i Í I £ i \ r i (-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.