Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 103. TBL. 83. ARG. ÞRIÐJUDAGUR 9. MAI1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Evrópumenn minnast þess að hálf öld er liðin frá lokum síðari heimsstyrjaldar Fagnað við Bucking- hamhöll 250.000 manns komu saman við Buckingham-höll í gær þegar þess var minnst að hálf öld er liðin frá lokum síðari heimsstyrj- aldarinnar í Evrópu. Á efri myndinni veifa Elísabet Breta- drottning og móðir hennar mannfjöldanum af sviilum hallar- innar en á neðri myndinni fylgist fólkið með sýningu konunglega flughersins. Áherslaá sættir og frið um ókomin ár Berlfn. Keutcr. LEIÐTOGAR Þýskalands og ríkja bandamanna, sem báru sigurorð af Þjóð- verjum fyrir 50 árum, komu saman í Berlín í gær til að minnast þeirra, sem féllu í stríðinu, og til að strengja þess heit að vinna saman að friði um ókomin ár. Hófust hátíðarhöldin í London á sunnudag en lýkur í Moskvu í dag. Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, stækkun NATO þegar hann sagði, Reuter tók á móti gestum sínum í Berlín aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hann hafði kvatt þá í París en meðal þeirra má nefna Al Gore, vara- forseta Bandaríkjanna, Víktor Tsjernomyrdín, forsætisráðherra Rússlands, John Major, forsætisráð- herra Bretlands, og Francois Mitterr- and, fráfarandi Frakklandsforseta. Fasismi og kommúnismi að baki í ræðu, sem Roman Herzog, íor- seti Þýskalands, flutti, sagði hann,- að Þjóðverjar efuðust ekki um, að þeir bæru sök á síðasta stríði en Major lagði áherslu á þær sættir, sem tekist hefðu með fornum fjandmönn- um jafnt í heimsstyrjöldinni sem í kalda stríðinu. „Fasisminn og komm- únisminn heyra sögunni til. Tveir mestu óvinir heilbrigðrar skynsemi hafa verið lagðir að velli," sagði hann. Tsjernomyrdín fagnaði vináttu Rússa og vestrænna ríkja en varaði við að koma þyrfti á öryggiskerfi, sem ekki byggðist á bandalögum. Óánægja í París Við hátíðarhöldin í París fyrr um daginn olli það mikilli óánægju, að almenningi var að mestu haldið frá þeim af öryggisástæðum. Varð það til þess, að margir gerðu hróp að bílalest með 50 þjóðhöfðingja þegar hún brunaði eftir Champs-Elysée. í London tóku þær mæðgurnar Elísabet drottning og Elísabet drottningarmóðir þátt í mikilli song- samkomu við Buckinghamhöll til minningar um mestu veislu í borg- inni frá upphafi, sigurdaginn 1945. Hátíðarhöldunum lýkur í Moskvu í dag en Bill Clinton, forseti Banda- ríkjanna, Mitterrand, Kohl og fleiri leiðtogar ætla ekki að vera viðstadd- ir hersýningu í mótmælsskyni við hernaðinn í Tsjetsjníju. ¦ Styrjaldarlok/18 Grimmd- arverk í Tsjetsjníju Washington. Reuter. STJÓRNVÖLD í Bandaríkj- unum kváðust í gær vera furðu lostin á fréttum um mikil grimmdarverk rúss- neskra hermanna í bænum Samashki í Tsjetsjníju. Kröfð- ust þau þess, að hinum seku yrði refsað. Dagblaðið New York Times skýrði frá því í gær, að grimmdarverkin hefðu verið unnin snemma í síðasta mán- uði eftir að rússneskir her- menn höfðu náð bænum á sitt vald. Sagði blaðið, að meira en 3.000 hermenn hefðu ausið bensíni á húsin í bænum, kveikt í þeim og skot- ið til bana konur, börn og gamalt fólk. Hefðu meira en 100 manns legið í valnum. Studd frásögnum mannréttindasamtaka Talsmaður bandaríska ut- anríkisráðuneytisins, Christ- ine Shelly, sagði, að frásagnir mannréttindasamtaka og Al- þjóða Rauða krossins styddu fréttina í New York Times og hefði þess verið krafist, að hinir seku yrðu dregnir til ábyrgðar. Búist við að Chirac taki við embætti forseta Frakklands í næstu viku Meginaherslan á baráttu gegn atvinnuleysinu Paris. Morgunblaðið. VERÐANDI forseti Frakklands, Jacques Chirac, borgarstjóri i París og fyrrverandi forsætisráðherra, vann sitt fyrsta embættisverk í gær þegar hann tók þátt í athöfn við Sigurbogann í París ásamt Francois Mitterrand, fráfarandi Frakklands- forseta, og fjölda erlendra þjóðhöfð- ingja. Þar var þess minnst, að hálf öld er liðin frá styrjaldarlokum í Evrópu. Sat Chirac við hlið Mitterr- ands meðan á athöfninni stóð og ræddu þeir stöðugt saman. Chirac hlaut alls 52,64% atkvæða í kosningunum á sunnudag en fram- bjóðandi sósíalista, Lionel Jospin, 47,36%. Kosningaþátttaka var rétt rúmlega 80%. Fyrir kosningar var mikið rætt um það hvernig þeir kjósendur, er kusu hægriöfgamanninn Jean-Marie Le Pen í fyrri umferðinni, myndu verja atkvæði sínu í þeirri síðari. Að sögn SOFRES-stofnunarinnar virðist sem um 40% þeirra hafi kosið Chirac, 25% Jospin en 35% annaðhvort setið heima á kjördag eða skilað auðu. Chirac hefur lýst yfir, að helsta baráttumál hans verði að draga úr atvinnuleysi í Frakklandi, auka kaupmátt og draga úr fjárlagahall- anum. Heillaóskir til Chiracs Fjöldi erlendra þjóðhöfðingja sendi Chirac heillaóskir á sunnu- dagskvöld eða á mánudag og meðal þeirra fyrstu var Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna. Var kjöri Chiracs almennt tekið vel í Bandaríkjunum og var sérstaklega tekið fram, að hinn nýi forseti væri enskumælandi og fyrrum verið nemandi við Har- vard-háskóla. Ekki hefur enn verið ákveðið hve- nær Chirac tekur formlega við emb- ætti en flest bendir til, að það verði á mánudag eða þriðjudag í næstu viku. Þá mun hann jafnframt greina frá skipan nýrrar ríkisstjórnar. Er talið víst, að Alain Juppe utanríkis- ráðherra verði forsætisfáðherra. ¦ Allterþegar/16 Reuter LEIÐTOGAR tæplega 50 ríkja komu saman í París í tilefni afmæl- isins og Jacques Chirac fékk tækifæri til að heilsa þeim. Fór vel á með þeim Chirac og Francois Mitterrand, fráfarandi forseta. Sex létust er bfll rann út af ferju Ósló. Reuter. AÐ MINNSTA kosti sex manns týndu lífi þegar fólksflutningabif- reið rann út af ferju, sem var á siglingu innanfjarða í Noregi í gær. Bifreiðin stóð á þilfari skipsins og biðu farþegarnir í sætum sínum en ökumaðurinn hafði farið úr bíln- um meðan á siglingunni stóð en hún tekur aðeins 10 mínútur. Þegar ferj- an nálgaðist bryggjuna í Hatvik, sem er skammt frá Björgvin, rann bílinn skyndilega af stað og fyrir borð. Tveimur farþegum, sem tókst að komast út úr bílnum, var bjargað en hann liggur nú á 30 metra dýpi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.