Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ il (1 LISTIR i í l Einar Már á fundi hjá Bókmenntafélaginu Thor Endurminningar og upplestur Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. EINAR Már Guðmundsson var aufúsugestur á síðasta bókmennta- kvöldi Bókmenntafélagsins Thors í Jónshúsi 5. maí. Einar Már las bæði úr útkomnum verkum og óút- gefnu efni. Auk upplesturs minntist Einar Már þess að á þessu ári eru 150 ár síðan Jónas Hallgrímsson lést og að sama dag og bókmennta- samkoman var haldin, var liðin hálf öld síðan Guðmundur Kamban rithöfundur var skotinn í miðborg Kaupmannahafnar. Bókmenntafé- lagið Thor hefur verið starfandi í Kaupmannahöfn undanfarin tvö ár undir styrkri stjóm Böðvars Guð- mundssonar og Sverris Hólmars- sonar og heldur bók- menntavökur regulega yfir veturinn. Einar Már sýndi enn einu sinni að hann er ekki aðeins snjall rit- höfundur, heldur upp- lesari og skemmti- kraftur af guðs náð, enda er hann þegar orðinn vinsæll gestur á hvers konar bók- menntaviðburðum hér í Danmörku. Auk þess að hitta íslendinga í Jónshúsi kom hann fram á bókmennta- vöku, sem danskur bókmenntaklúbbur hélt 4. maí. Klúbbur- Einars og flutningur vakti kátínu gestanna, sem fylltu Jónshús þetta kvöld. Bókmenntafélag með Thor sem verndara Einar Már Guðmundsson inn, sem heitir Digtemes salon efn- ir reglulega til bókmenntakvölda og hefur áunnið sér miklar vinsæld- ir. Á kvöldunum koma bæði fram innlendir og erlendir rithöfundar. í Jónshúsi hóf Einar Már mál sitt á að minnast Jónasar Hall- grímssonar skálds, sem iést í Kaup- mannahöfn fyrir 150 árum. Þar sem bókmenntakvöldið bar upp á 5. maí vék Einar Már einnig orðum sínum að þessum degi, sem væri gleðileg- ur fyrir Dani, því þeir væru nú að halda upp á stríðslokin fyrir fímm- tíu ámm. Fyrir íslendinga væri þessi dagur þó bundinn þeim sorg- lega atburði að á þessum degi fyrir fimmtíu árum hefði Guðmundur Kamban veri skotinn af uppivöðslu- sömum unglingum. Einar Már las fýrst upp úr óbirt- um textum. Hann sagði „ljóð“ eigin- lega of fínt orð fyrir þá, en þar sem textamir voru í þá áttina, er þó réttast að segja að hann hafi byijað upplesturinn með nýjum ljóðum. Efni þeirra var meðal annars ferð sem Einar Már fór í til Klakksvík- ur, en þar vann hann á sínum yngri árum þegar plássið var iðandi af lífi. Tvö ljóðanna sagði hann ort í kjölfar þeirrar áráttu undanfarið að setja kommúnista í skriftastól- inn. Sjálfur hefði hann enga þörf fyrir að gera upp veru sína í Fylk- ingunni frekar en þátttöku sína í KFUM. Bæði textamir, kynning Bókmenntafélagið Thor sannaði þetta kvöld enn einu sinni ágæti sitt og gildi fyrir íslensku nýlenduna í Kaupmannahöfn. Nafnið leiðir óhjákvæmilega hugann að íslensk- um mektarrithöfundi, enda sagði Böðvar í samtali við Morgunblaðið að félagið væri heitið eftir Thor Vilhjálmssyni. Thor kom í heimsókn til Kaupmannahafnar fyrir jól, þar sem hann var gestur á dönsku bóka- messunni og var þá einnig gestur bók- menntafélagsins, sem þá var nafnlaust. Kvöldið með Thor tókst einkar vel og ákváðu forsvarsmenn félags- ins þá að kenna félagið við Thor og gera hann að vemdara félagsins. Félagið efnir venju- lega til bókmennta- kvölda síðasta fímmtu- dagskvöld í hveijum vetrarmánuði og kynn- ir þá nýjar íslenskar bækur, auk þess sem blásið er til samkomu þegar íslenskir rithöf- undar eiga leið um borgina. Meðlimir félagsins fá sent fundarboð og félagið er að sjálf- sögðu öllum opið, sem í það vilja ganga. Böðvar er nú að leggja síðustu hönd á skáldsögu um Vestur- íslendinga. Að sögn hans vaknaði áhugi hans á efninu, þegar hann fór um slóðir vesturfaranna fyrir fjóram áram og tók upp úr því að gaumgæfa fjölskyldubréf að vestan, sem hann átti í fórum sínum. En einmitt þessa dagana er hann auk þess á kafí í sauðburði, því þó hann og Eva kona hans búi í smábænum Nivá úti á Sjáiandi eiga þau hrútinn Sófus og nokkrar rollur í félagi við fleiri, svo Böðvar hefur tekið á móti þijátíu lömbum undanfarið. Sverrir Hólmarsson hefur löng- um getið sér gott orð fyrir þýðingar sínar og er einmitt nú að ljúka við þýðingu á verðlaunabók sænska rit- höfundarins Kerstin Ekman, At- burðir við vatn, sem Mál og menn- ing mun gefa út, en Sverrir hefur meðal annars þýtt Söngva Satans eftir Salman Rushdie. Það er heppni að þeir Böðvar og Sverrir hafa tek- ið upp á að miðla íslenskum bók- menntum til landa sinna í Kaup- mannahöfn, því auk þess sem mun auðveldara er að fylgjast með bók- menntalífínu á íslandi á þennan hátt er kynning þeirra bæði þrung- in þekkingu og einstaklega lífleg og skemmtileg. s.D. Bræður í listinni MYNDLIST Listhús 39 — Hafnarfirði BLÖNDUÐ TÆKNI SAMSÝNING Opið daglega kl. 14-18 til 12. maí. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ hefur verið nefnt áður á þessum vettvangi, að það er gam- an að fylgjast með á hvaða granni listafólk tekur höndum saman og efnir til samsýninga. Þættir eins og persónuleg tengsl, aldur, kyn, menntun og landfræðilegur starfs- vettvangur kunna að ráða slíku ekki síður en sameiginleg (eða ólík) listræn viðhorf, listmiðlar, efnistök og framsetning. Forsendur sem þessar flettast venjulega saman með margvíslegum hætti, en eru sjaldnast nefndar mörgum orðum í kynningu sýninganna, þó þær geti augljóslega skipt miklu máli um hvernig tekst til; má þar fínna vissan samhljóm eða bera þær með sér að vera samtíningur úr ólíkum áttum. Nú era í gangi á stór-Hafnar- fjarðarsvæðinu tvær samsýningar, þar sem m.a. má greina sameigin- lega menntun sem eina forsendu hópanna. Önnur þeirra er í List- húsi 39 í Hafnarfirði, en þar sýna þeir G.R. Lúðvíksson og Jón Garð- ar Henrysson. Þeir stunduðu báðir listnám í Myndlista- og handíða- skóla íslands árin 1987-91, og af verkum þeirra hér má ráða að báðir hafa mikinn áhuga á hug- myndafræðilegri hlið listanna. Verk félaganna eru vissulega ólík, en grunntón þeirra frá beggja hálfu er að finna í landinu, sem þeir vinna síðan út frá hvor á sinn hátt. G.R. Lúðvíksson hefur stundað framhaldsnám í myndlist í Rotter- dam í Hollandi frá 1993, og var fyrr á þessu ári gestanemi í Frank- furt. Tilurð verkanna á sýningunni lýsir hann svo: „Árið 1994 (á 50 ára afmæli lýðveldis á íslandi) teiknuðu fyrir mig 50 einstaklingar, hérlendis og erlendis, lögun íslands eftir minni. Úr þeim teikningum hef ég unnið í ýmis efni, þar á meðal með olíu á striga." Verkin sem hann sýnir hér eru af þessari rót, stór olíumálverk sem listamaðurinn nefnir „Blátt ísland" og „Rautt ísland“. Inn í þessa fleti flettar hann teikning- arnar fimmtíu, þannig að úr verður síkvik ímynd landsins í öllum hugs- anlegum myndum, allt frá einföld- um, grófum útlínum til þess að þræða firði og nes landsins eins samviskusamlega og minnið leyfír. Þeir sem þannig eru innstilltir gætu einnig lesið litavalið með pólitískum gleraugum, og reynt að greina þannig liti landsins þessi fimmtíu ár. Jón Garðar Henrysson vinnur einnig út frá landinu í verkum sín- um, þó með öðrum hætti sé. Verk hans hér eru samsett úr penna- teikningu og olíulitum annars veg- ar og ljósmynd hins vegar, og gefur hann þeim yfirskriftina teikningar og lýsingar. Hér er á ferðinni hiuti af stærri myndaflokki, sem listamaðurinn er að vinna að, og nefnir „Sjóvíti og sjóskrímsli & svífandi sjódýr". Þessar flúraðu nafngiftir eru end- urteknar í einstökum verkum, sem bera heiti eins og „Frumfjölskylda og fljúgandi sjódýr“ og „Stungu- bátur og svínslegt samkomulag". Jón Garðar telur að fjögur mynd- tákn gangi í gegnum verk sín: „Skáldskaparkuðungar, sköpunar- ský, sjóstakkagulur og fjarska- blár“. Siíkir orðaleikir eru skemmtileg viðbót við það sem hér getur að líta. Þeim fylgir gott handverk og jafnvægi innan hvers verks, þann- ig að hugmyndirnar njóta sín til fulls. Þó hér séu aðeins sýnd átta verk - enda rýmið lítið - er sterk- ur heildarsvipur á því sem fyrir augu ber. Við innganginn geta gestir lesið örlitla kynningu á því sem listamennirnir eru að takast á við og á hvern hátt þeir nálgast það, og hefði það efni gjarna mátt liggja frammi í látlausum blöð- ungi, sem gestir gætu tekið með sér. Margir verða til að hafna hug- myndalist af ókunnugleika, sem er miður, því það er auðvitað eitt sterkasta eðli góðrar listar að bera fram eitthvað nýtt og vekja menn til umhugsunar. Annar mikilvægur þáttur í hugmyndalistinni er oftar en ekki ríkuleg kímni, og sá þáttur er vissulega til staðar hér, bæði í forsendum verkanna og vandaðri útfærslu þeirra. Þegar þetta tvennt fer saman er ekki hægt að segja annað en að vel hafi tekist til, og heimsókn á þessa litlu sýningu tveggja bræðra í listinni ætti að geta verið flestum ánægjuleg. Eiríkur Þorláksson Agnar Þórðarson þýddur á ensku Skáldsagan Kallaður heim komin út hjá ensku forlagi NY ensk þýðing á skáldsögu Agn- ars Þórðarsonar Kallaður heim (e. Called Home) kom út á vegum Norvik Press í lok apríl. Robert Kellogg þýðir verkið en hann er prófessor í fornensku við Virginíu- háskóla í Bandaríkjunum og hefur einkum fengist við rannsóknir á SUZI KI SWIFT GLSi Aflmikill, sparneytinn, lipur. Þaö eru góö kaup í Suzuki. Verð frá kr. 998.000 SUZUKI BÍLAR HF SKEIFUNNI 17 - SÍMI 568 5100 frásagnarbókmenntum frá ýmsum tímum, m.a. á íslenskum fornbók- menntum. Að sögn Agnars er þetta fjórða verk hans sem þýtt er á ensku en skáldsaga hans Ef sverð þitt er stutt hefur einnig verið þýdd á pólsku og mun sú útgáfa hafa selst upp. Auk þess hafa nokkur leikverka hans verið flutt á erlendri grund, einkum út- varpsleikrit. Kallaður heim segir frá nokkram örlagarík- um atburðum í lífi ungs manns, Andra, sem breyta sýn hans á lífið og tilveruna. Baksvið sögunnar er Vestmannaeyjagosið og björgunar- aðgerðir í kjölfar þess en þær voru eilítið litaðar af pólitískum hræring- um á þessum tíma, segir Agnar, „íslensk vinstristjóm vildi ekki vera upp á Bandaríkjamenn komin með nokkurn hlut og var því treg til að þiggja hjálp þeirra við að stöðva hraunrennslið og feija fólkið upp á Agnar Þórðarson land.“ Sömuleiðis eru lok Víetnamstríðsins og þorskastríð íslend- inga og Breta í bak- grunni sögunnar en allt hefur þetta gagn- ger áhrif á líf og heimssýn Andra og vina hans. Agnar segir að lík- ast til hafi Robert Kel- logg valið að þýða þetta verk vegna þeirra vísana sem það hafi til Bandaríkjanna og sögu þeirra en sjálf- ur segist hann ekki hafa haft hönd í bagga við val á sögunni. Raunar segist Agnar ekki hafa gert neitt til að trana sér fram á erlendum bóka- markaði í gegnum tíðina og bætir við að slíkt framtaksleysi sé ekki til fyrirmyndar. Útgáfufyrirtækið Norvik Press er virt á sínu sviði en það sérhæfir sig í útgáfu norrænna bókmerinta, bæði á þýðingum eldri og yngri skáldverka og á fræðiskrifum um bókmenntir. ! ! !. I ! 1 I I I I I ! I I í I I f I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.