Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR LÚÐVÍG EGGERTSSON + Lúðvíg Eggerts- * son fæddist á Hálsi á Ingjaldss- andi við Onundar- fjörð 15. júlí 1914, en ólst upp á Klukkulandi í Dýra- firði. Hann lést á hjartadeild Landsp- ítalans 1. maí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru þau Ríkey Jónsdóttir, f. 11. jan- úar 1876 í Hagakoti í Ögurhreppi, d. 17. nóvember 1955, og Eggert Lárusson Fjeldsted, f. 27. maí 1878 á Berserkseyri i Eyrarsveit, d. 11. júlí 1958. Voru þau bæði af Hjaltalínsætt og Ríkey einnig af Arnardalsætt. Systkini Lúð- vígs voru: Asta, Hrefna, Aðal- heiður og Lárus Harrý. Var Lúðvíg þeirra yngstur og lést hann þeirra síðastur. Lúðvíg kvæntist Jónínu Jó- hannesdóttur frá Ólafsfirði 1937. Varð þeim sjö barna auðið. Þau eru: Sonja, f. 7. marz 1938, Ævar, f. 19. september 1940, d. 24. desem- ber 1942, Hrefna, 13. október 1942, Ævar, f. 1. janúar 1944, Ríkey og Elsa f. 15. maí 1946, og Jóhannes Björn, f. 30. nóv- ember 1949. Lúð- víg og Jónína skildu. Hann eignaðist Ragnar Kristjánsson 3. júní 1960 með Sigríði Svövu Guðmundsdóttur. Arið 1961 kvæntist hann seinni konu sinni Sigrúnu Jónsdóttur og saman eignuðust þau Eddu, f. 8. október 1962. Lúðvíg verður jarðsettur frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin kl. 15.00. LÚÐVÍG Eggertsson fæddist árið sem heimsstyijöldin fyrri hófst. Sið- an hefur eiginlega allt gerst sem gerir ísland að því nútímasamfélagi sem við þekkjum í dag. Lúðvíg kom víða við um ævina; var kaupmaður lengst af og fast- eignasali í Reykjavík. Við hittumst fyrir 25 árum þegar ég var um það bil að verða tengdasonur hans og urðu samskipti okkar ágæt. Það sem, er eftirminnilegast er það hve skemmtilegur hann var og fullur af húmor. Hann undi sér vel á Hliði á Álftanesi þar sem hann átti land- skika lengi vel og þar bjuggum við Sonja reyndar í nokkra mánuði á milli húsa einu sinni. Lúðvíg talaði alltaf um Hlið sem höfuðbólið og sagðist búa þar með kríunni, 4.000 fugla stofni þegar best lét. Svo var Lúðvíg dálítið stríðinn og hafði gaman af því að koma af stað lífleg- um samtölum milli manna. Lúðvíg var líka ágætur hagyrðingur og gerði marga laglega vísu um ævina, enda margt vel skáldmæltra manna í ættum hans, þó þar fari fremstur allra Matthías Jochumsson. Lúðvíg Eggertsson tengdafaðir minn lést á hjartadeild Landspítal- ans. Með þessum orðum vil ég þakka starfsfólki deildarinnar fyrir góða umönnun og hlýju. Og með þessum fáu orðum þakka ég Lúðvíg góða og eftirminnilega samfylgd í fjórðung aldar. Helgi Þórisson. Ein mín fyrsta minning um Lúð- víg er frá þeim árum sem hann bjó á Hverfisgötunni. Heimilið var bammargt, en því var ég ekki óvan- ur. Mikill erill. Annríki hjá Jónu. Há, hvell og glaðleg rödd Lúðvígs yfirgnæfði allt. Það þurfti að koma ró á því hann ætlaði að tala við Harrý bróður sinn og krakkarnir hans áttu að fá að leika sér á með- an við Hrefnu, Ævar og tvíburana. Sonja var eldri. Alveg að verða skvísa. Ef ekki orðin. Lúðvíg var glæsimenni. Síbros- andi og glaður. Sannur heimsmað- ur. Eftir á að hyggja var sem ekki + Faðir minn, INGVAR MAGNÚSSON, lést á Sólvangi, Hafnarfirði, 7. maí. Fyrir hönd vandamanna, Þórey Ingvarsdóttir. I t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSA EIRÍKSDÓTTIR, Ránargötu 16, andaðist á hjartadeild Landspítalans 5. maí. Lára Kristjánsdóttir, Pálmi Kristjánsson, Henny Kristjánsson, Helgi E. Kristjánsson, Margrét Lillendahl, Smári Kristjánsson, Ólöf Helga Bergsdóttir, barnabörn og barnabanabörn. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN S. ARNGRÍMSSON, hjúkrunarheimilinu Skjóli, áður Breiðagerði 10, Reykjavik, lést laugardaginn 6. maí sl. Margrét Kristjánsdóttir, Hannes Thorarensen, Óskar Kristjánsson, Birna Árnadóttir, Anna Kristjánsdóttir, Hjálmar Arnórsson, Kristleifur Kristjánsson, Bjarnveig Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. væri til í hans orðaforða orðið áhyggjur. Þvílíkt var sjálfsöryggi hans og allt fas. Lúðvíg ólst upp við mikið basl hjá foreldrum sínum á Klukkulandi í Dýrafirði. Afi var meira fyrir bók- ina en búskapinn svo barnauppeldi, bústörf og annað kom í hlut ömmu og var hlutskipti hennar sjálfsagt ekki öfundsvert. Lúðvíg var því aðeins 17 ára er hann ákvað að nú væri kominn tími til að standa á eigin fótum og fluttist suður á mölina. Líklega með það að leiðar- ljósi að afi hans hafði verið efnaður maður sem um tíma átti átta jarðir auk annars. Vitneskjan um það hefur sjálfsagt hleypt kappi í kinnar hins unga manns sem fór beint á sjóinn og var þar næstu tíu árin eða til 1940. Þá var hann orðinn illa haldinn af psoriasis og neyddist til að fara í land. Líkast til varð það hans lán. Ásamt Guðmundi, sem síðar var kenndur við Búslóð, hóf hann versl- unarrekstur með notuð húsgögn í Kirkjustræti 4 og síðar í Aðalstræti 4. Að þeirri samvinnu lokinni rak hann verslun með ný og notuð hús- gögn á Klapparstíg 11 allt til haustsins 1945 að hann keypti á Hverfisgötu 32, en þar rak hann húsgagnaverslunina Elfu allt til 1960. Okkur systkinunum er minn- isstætt þegar við komum með pabba til hans í Elfu. Alltaf var sama glaða viðmótið og hressileikinn. Hann mundi ekki endilega hvað við hétum en var oftar en ekki ákaflega nærri því: „ég hefði getað það næst,“ sagði hann gjaman þegar hann hafði giskað nokkrum sinnum án árangurs. Eftir 1960 stofnaði Lúðvíg bygg- ingafélag með tveimur vinum sínum þeim Jónasi Thoroddsen og Magn- úsi Oddssyni og var félagið kennt við Magnús. Byggðu þeir m.a. mörg Qölbýlishús. Um svipað leyti hóf Lúðvig rekstur fasteignasölu sem hann rak lengst af á Oðinsgötu 4. Var hann því með margþættan rekstur ámm saman og efnaðist vel. Minnist ég þess að hafa komið nokkrum sinnum til hans að leita ráða. Alltaf tók hann vel á móti mér og get ég enn fært mér í nyt ráðleggingar hans sem voru veittar með föðurlegri umhyggju. Þótt samgangur hafí ekki verið mikill milli fjölskyldnanna var Lúðvíg alltf við fermingar okkar systkinanna og aðra stærri atburði. Hvarvetna var Lúðvíg hrókur alls fagnaðar. Frásagnargleðin, hár rómurinn og sjálfsálitið í góðu lagi (aldrei var hann vændur um minnimáttar- kennd). Það var ekki á margra vitorði að honum vom gefin mörg nöfn við skírnina að hætti höfðingja. Svo höfðinglegt fasið var líklega ekki tilviljun. Eggert Kristján Lúðvíg Fjeldsted Eggertsson hét hann fullu nafni. Af hógværð nefndi hann sig aðeins tveimur nöfnum. Ég spurði pabba einu sinni hvers vegna þeir notuðu ekki Fjeldsteds-nafnið. Hann svaraði á þann veg að á upp- vaxtarárum þeirra, þegar ung- mennafélagaandinn sveif yfir vötn- um og umferðabréf gengu bæja á milli og á hveijum bæ var bætt við skriftir og þjóðhollum íslendingum var blásið í bijóst að allt sem danskt mætti téljast, svo sem ritun eftir- nafns upp á danskan máta, væri óþjóðlegt, hefði ekki þótt stætt á því að nota það nafn og skrifuðu þeir því sig alltaf Eggertsson frá því. Áðeins systir þeirra Ásta not- aði bæði föðurnöfnin. Lúðvíg átti barnaláni að fagna. Öll böm hans með fyrri konu sinni Jónu sem komust til manns hafa verið foreldrum sínum til sóma og gleði. Þá var hann líka heppinn með seinni bömin Ragnar og Eddu sem og síðari konu sína Sigrúnu sem ávallt reyndist honum mikil stoð og stytta. Þótt áttræður væri var sem kall- ið kæmi alit of fljótt því útlitið og kvikar hreyfingar gáfu ekkert til- efni til að ætla að svo skammt væri í æðri tilvist. Við vitum að sár harm- ur býr um sig í bijóstum aðstand- enda og biðjum við góðan Guð að hjálpa þeim í sorg sinni. Fýrir hönd Lárusarbarna, Heimir L. Fjeldsted. Með Lúðvíg, föðurbróður mínum, er genginn hinn síðasti úr systkina- hópnum, barna þeirra Ríkeyjar Jónsdóttur og Eggerts Lámssonar Fjeldsted. Þau systkinin tilheyrðu kynslóð sem nú er farin að týna tölunni, kynslóðinni, sem óx upp og komst til manns í skugga fyrri heimsstyijaldarinnar og kreppuár- anna og upplifði síðan seinni heims- styijöldina og gróða eftirstríðsár- anna ásamt þeirri gagngeru breyt- + Móðir okkar, ELÍSABET ÞORSTEINSDÓTTIR, Kumbaravogi, áðurtil heimilis á Lækjarvegi 2, Þórshöfn, andaöist í Sjúkrahúsi Suöurlands 5. maí. Bára Guðjónsdóttir, Eli'n Guðjónsdóttir, Guðný Guðjónsdóttir. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓHANNES INGÓLFSSON skipstjóri, Látraströnd 28, Seltjarnarnesi, lést á gjörgæsiudeild Borgarspítalans 6. maí. Gyða Ásdis Sigfúsdóttir, Ingólfur Jóhannesson, Hulda Kristin Jóhannesdóttir, Jóhannes Jökull Jóhannesson, Sigrún Jóhannesdóttir, tengdabörn og barnabörn. Lokað Vegna útfarar LÚÐVÍGS EGGERTSSONAR verður verslunin lokuð frá kl. 13.00 í dag, þriðjudag. Kúnst, Listhúsinu, Laugardal. ingu, félagslegri og tæknilegri, sem orðið hefur í þjóðfélaginu á 20. öld- inni. Fyrir meginhluta þessarar kynslóðar var skólaganga enginn sjálfsagður hlutur jafnvel þótt námsgáfur væru góðar. Leið flestra lá út í atvinnulífið fljótlega eftir fermingu og þannig fór Lúðvík að heiman þegar 16 ára gamall. Hann stundaði sjómennsku fyrstu árin, en varð að hætta því af heilsufars- árstæðum og lagði eftir það fyrir sig verslunar- og viðskiptastörf sem urðu hans vettvangur í lífinu. Hon- um famaðist vel, enda góðum gáf- um gæddur og sjálfstrausti að nýta sér þær. Minningar minar af Lúðvíg eru mestar á seinni hluta ævi hans. Fyrst úr fjölskylduboðum, þar sem hann var hrókur alls fagnaðar, full- ur af skemmtilegum sögum og sjón- armiðum á lífinu og tilverunni, glettinn og gamansamur og vel að sér, ekki síst um gang þjóðmála. Hann var vel hagmæltur; listelskur og eignaðist safn góðra verka, sem prýddu smekklegt heimili hans og Sigrúnar, seinni konu hans. Síðustu árin fékk ég tækifæri til að skyggnast örlítið bak við yfir- borðið og sá þá hjartahlýju og rækt- arsemi við sína nánustu sem hann flíkaði ekki annars. Svipmikill, litríkur persónuleiki er horfinn af sjónvarsviðinu. Ég votta Sigrúnu, konu hans, og böm- um hans öllum einlæga samúð. Megi minning hans lifa. Hrafnhildur Lárusdóttir. Þegar ég hóf starfsemi á Óðins- götu 4 fyrir 13 árum hófust ánægjuleg kynni mín af hinum margfróða og lífsreynda heiðurs- manni, Lúðvíg Eggertssyni, sem kvaddur er í dag. Um svipað leyti hafði hann dregið saman seglin, en á starfsævinni hafði hann komið víða við og átti farsælan feril að baki. Hann hafði skrifstofu á hæðinni andspænis mér og hafði Iengst af þá reglu að koma þangað daglega. Hann hafði alltaf eitthvað á pijón- unum sem hann gat sýslað við. Þegar tækifæri gafst leit ég gjarna inn hjá honum og átti við hann orðastað. Lúðvíg var hafsjór fróðleiks, víð- lesinn í fagurbókmenntum jafnt sem íslendingasögum, hafði kvið- linga og kvæði á hraðbergi og orðs- kviði hetjanna fornu. Ekki svo að skilja að hann lifði ekki í samtíman- um því hann kunni manna best skil á því sem var að gerast með þjóðinni, hvort sem var á sviði við- skipta, stjórnmála eða menningar. Hann lá ekki á skoðunum sínum sem voru einarðar og skýrar. Skipti ekki máli við hvern var rætt hveiju sinni. Þá reyndist hann oft sann- spár um framvindu mála. Við gleymdum okkur oft við spjallið, en það kom sjaldnast að sök því að svo ótal margs vísari fór ég af fundi hans. Að leiðarlokum lít ég yfir farinn veg og að mér sækir sú hugsun að Lúðvíg vinur minn muni ekki fram- ar miðla mér af gnægtabrunni visku og fróðleiks. Margt frá honum verð- ur mér vafalítið gott veganesti um alla framtíð. Hið daglega líf okkar á Óðinsgötunni verður snauðara við brotthvarf hans. Eftirlifandi eiginkonu, börnum og öðrum ástvinum votta ég inni- lega samúð. Jón Guðmundsson. Crfisdrykkjur 'fr5%,U«IMftgohú/» iKálGAPi-mn Sími 555-4477 ERFHDRYKKJUR P E R L A N sími 620200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.