Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ1995 43 BREF TIL BLAÐSINS Flygsum af bráðnu járni rigndi niður Frá Vilhjálmi Eyjólfssyni: í VETUR sendi ég Morgunblaðinu mynd af njósnadufli á Hnausa- fjöru, og gerði nokkra grein fyrir sögu fjörunnar. Þar sást mér yfir eitt atriði eins og oft vill verða með það sem er löngu liðið. Það var að í síðari heims- styijöldinni var íjaran hlaðin vítisvélum, tundurduflum, sem þá rak um allar tjörur. Hvergi meira en í Með- aliandi, sögðu sprengj- usérfræðingar sem hér komu. Þetta voru yfirleitt ensk dufl, þó kom að- eins fyrir að þýsk dufl rak. Fyrst rak takka- duflin, sem sprungu ef takkarnir bognuðu, síðar komu seguldufl- in. Sum sprungu í lend- ingu og hálfbráðnum flygsum rigndi langt upp á sand. Kom fyrir að þau sprungu á skipsflökum, sem þá þurrkuðust út að mestu. Tveir Bretar eyddu hér mörgum duflum, síðar komu Bandaríkja- menn. Þeir sprengdu duflin og það gerðu Bretarnir einnig, ef þau voru þýsk eða spennt. En þau áttu að afspennast, þegar þau slitnuðu frá festingum í hafinu. Bretarnir gerðu mest af því að rífa duflin og kveikja í þeim. Tóku fyrst af litla lokið og íjarlægðu forsprengj- una. Tóku síðan af stóra lokið og lokið af tunnunni með aðal sprengi- efninu og kveiktu í því. Það logaði mjög glatt en sprakk ekki. í stríðslokin var haldið námskeið á Kirkjubæjarklaustri, þar sem ís- lendingum var kennt að eyða tund- urduflum og að nota ensku aðferð- ina þar sem hún átti við. Helgi Eiríksson á Fossi á Síðu, var einn þeirra sem sóttu námskeiðið og eyddi lengi tundurduflum hér. Gerði hann mest af því að rífa þau, enda var mikið af sprengiefni Elías Pálsson á Sléttu á Brunasandi úr þeim flutt til Vestmannaeyja og notað þar við flugvallargerð. Mikla varfærni þurfti við þetta starf. Þegar átt var við seguldufl- in, mátti ekki vera með neitt járn á sér og ekki einu sinni tölur úr járni. Allt fór þetta farsællega hjá Helga, nema einu sinni munaði litlu að illa færi. Helgi fór þá suður á Meðallandsíjörur að eyða tundurduflum. Var það nokkuð vest- an við Eldvatnið. Með honum voru þeir Elías Pálsson, síðar bóndi á Sléttu á Brunasandi og Einar Guðmunds- son frá Klaustri, sem var bílstjórinn. Þetta voru ensk dufl, sem þeir eyddu þarna og það síðasta var mjög sandkafið. Þeir fara þarna að öllu svo sem vera átti, en það kemur strax óhugur í Elías og hon- um finnst að þeir séu í hættu. Þegar Helgi hefur kveikt í sprengiefninu, segir Elías að þeir skuli koma sér í skjól, því duflið muni springa. Þeir fara í skjól við bílinn, en þeim félögum Elíasar finnst þetta samt óþarfi og Helgi segir að þetta geti ekki gerst. Þá springur duflið með ægilegum dynk og flygsum af bráðnu járni rigndi niður í kringum þá. En þeir sluppu að mestu leyti við þetta, aðeins sindur frá sprengingunni snerti þá og það sá lítið á bílnum. Þeim var hlíf að bílnum, en það bjargaði þeim mest hvað duflið var sandkafið, Sprengingin fór því mest beint upp. Eftir þessa hremmingu héldu þeir heim á leið. Fyrst heyrnarlaus- ir eftir sprenginguna, en það lagað- ist þegar frá leið. Þeir komu á bæ til að fá sér kaffi og voru spurðir um þessa miklu sprengingu á fjör- unni, en þóttust einskis hafa orðið varir. Og fannst ekki frítt við að þeim væri reiknað til sljóleika að Reiðskólinn Hrnuni, Grímsnesi Reiðskóli fyrir 10-15 óra unglinga '95 Útreiðar og bókleg kennsla um hesta og hestamennsku - sundlaug - gufubað - golfvöllur - minigolf - borðtennis - leikvöllur - fótboltavöllur - skemmtikvöld - grillveisla o.fl. o.fl. 9 daga námskeið méb fullu fæði Verð kr. 25.800 l/lll framhaldsnemendur - IV vanir m. hest. Bókanir í sima 562 3020 - 567 1631 Reiðskólinn Hrauni þar sem hestamennskan hefst verða ekki varir við annað eins. Var þó ekki um það rætt. En þess má geta að sprengingin var mjög áberandi á Seljalandi í Fljóts- hverfi, en þangað er meira en 30 km loftlína. En þeir vildu ekki segja frá þessu. Fólkið heima yrði þá hræddara um þá. En hver var skýringin á þessu? Ensk dufl hlutu að einhvetju marki að falla í hendur Þjóðverja og þeir gátu notað eitthvað af þeim aftur. Settu þeir þessa dauðagildru i dufl- ið? Enginn veit. Og þegar Elías riijar upp þessar minningar í stof- unni á Sléttu, þá finnst mér velþ ess vert að halda þeim til haga. FLeiri verða ekki spurðir, því hinir félagarnir eru komnir yfir móðuna miklu. En það verður ekki annað sagt, en að verndarengill Elíasar á Sléttu varð þeim öllum að nokkru liði, þar suður á Meðallandsfjörum. VILHJÁLMUR EYJÓLFSSON, Hnausum. u h - 0 k ? KOMXtr Grensásvegi 18 Sími 581 2444 Olga Færseth, íþróttakona: B r léi — ijllii —JJD SmKKARAR f Kolbeinn Gíslason, stoðtækjafræðingur við greiningarbúnaðinn. Undirbúiö ykkur fyrir sumariö hjá okkur. Mikiö úrvai af vönduöum hlaupaskóm. Lækjargata 4, Reykjavík Tímapantanir í síma 551 4711 STOÐTÆKNI Gísli Ferdinandsson hf. Fjárfesting í betri heilsu og veiiíðan! Fylgstu með en haltu rð þinni - til 12. maí n.K.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.