Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1995 LISTIR EITT ferskasta og nýjasta málverk Sigrúnar Eldjárn á sýningu hennar í Norræna húsinu. „Tríó á skeri“ (1995). Jarðbundin viðhorf MYNDLIST Norræna húsið MÁLVERK SIGRÚN ELDJÁRN Opið frá kl. 14-19 alla dagatil 14. maí. Aðgangur 200 krónur. LISTAKONAN Sigrún Eldjám kemur víða við og er stundum erfitt að skera úr um hvort heldur hún sé málari eða rithöfundur. Hún er í öllu falli hvort tveggja og sameinar það er hún skrifar bamabækur sem hún myndlýsir um leið eða hugmynd að sögu vaknar er hún handleikur pentskúfinn, Það góða við þessa fjöl- hæfni er, að hún fer ekki dult með rithöfundinn í málverkum sínum né málarann í skrifunum og þannig séð kemur hún til dyra eins og hún er klædd, sem er meira en sagt verður um margan listamanninn, sem sver svo að auk af sér öll áhrif. Þegar Sigrún kynnti sýningu sína í kjallarasölum Norræna hússins, þar sem 32 olíu málverk á striga frá síð- ustu þrem árum prýða veggina, var hún síst að fela, að margar mynd- anna geta minnt á teiknimyndasögur eða myndlýsingar í bók. Svipar nokkrum og þá einkum þeim með hálslausum peysufatakonum og uppábúnum embættismönnum eink- um til slíkra. Það er svo annað mál, að rýninum hugnuðust þær síður en flest annað á sýningunni. Aðrar, sem samansett- ar eru af skyldum og óskyldum ein- ingum, svo að stundum minnir á alt- aristöflur, tel ég hins vegar hrif- mesta framlag listakonunnar til mál- verksins fram að þessu. Sum þeirra eru í óreglulegum brotnum einingum, sem skorðaðar virðast saman af hjör- um sem gegna einnig táknrænu hlut- verki í samsetningunni, en önnur eru hreinar og sléttar „trílogíur" (þríleik- ur), en svo nefnast altaristöflur í þrem hlutum og yfirleitt á hjörum. Hvað óreglulegu einingarnar snertir þykja mér athyglisverðustu verkin vera „Tíu fiskar" (1), „Tólf fiskar" (2) og „Tangi“ (3), sem hanga saman í fremri sal og eru allar frá síðasta ári, en í þeim skynja ég mesta form- og litræna samræmið. Hins vegar er ég ekki alveg sáttur við gamlar eftirhreytur fyrri verka, sem skjóta upp kollinum eins og aftur- göngur, þótt ég hafi ekkert á móti þeim í sjálfu sér, eru einfaldlega óþarfar í þessum leik. Sigrún á nefnilega að láta það eftir sér að ganga alveg og heil til móts við nýjar hugmyndir svo sem hún gerir í myndunum „Tríó á kletti" (12), „Kór á kletti" (13) og „Söng- sveit“ (14), en þessar þijár myndir, sem allar eru nýjar af nálinni, tel ég hámark sýningarinnar og einkum er Tríóið með afbrigðum hreint og vel máluð mynd. Hér hittir Sigi-ún trú- lega á svið sem hentar henni og hún þarf ekki að hafa áhyggjur af því þótt útfærslan minni dálítið á aðra listakonu, því að hennar eigin per- sónueinkenni eru nægjanlega sterk og eiga vafalítið eftir að þroskast enn frekar. Aðrar myndir sem vöktu sérstaka athygli mína voru „Eyjaskeggjar" (10) og „Banani" (16), ásamt því að hún er á fullu í eldri viðhorfum í myndunum „Landslag“ (28) og „Rennsli" (29) , en allar þessar myndir eru frá 1993. Bragi Ásgeirsson 20 ára afmæli TÓNLIST Fclla- og Ilólakirkja KÓRSÖNGUR Kórsöngur, Rangæingakórinn. Ein- söngfvari: Kjartan Ólafsson. Píanó- leikari: Hólmfríður Sigurðardóttir. Flautuleikari: Marianna Másdóttir. Stjórnandi: Elín Ósk Óskarsdóttir. Fimmtudagurinn 4. maí, 1995. RANGÆINGAKÓRINN hélt upp á 20 ára starfsafmæli sl fimmtudag með tónleikum í Fella- og Hóla- kirkju og var efnisskráin eins konar sýnishorn af ýmsu því sem kórinn hefur sungið á liðnum árum. Fyrstu fjögur lögin voru úr safni íslenskra þjóðlaga, Krummi svaf í klettagjá,, Hrafninn flýgur um aftaninn, Sofðu unga ástin mín og Gloria tibi og söng kórinn þessi lög mjög vel. Fjögur íslensk kór- og einsöngsverk voru næst á efnisskránni, Vorvísa, við kvæði eftir Halldór Laxness, Sumar er í sveitum, frábært lag eftir Jóhann Ó Haraldsson, og síðan einsöngslögin, í fjarlægð, eftir Karl O. Runólfsson og í svanalíki, eftir Inga T. Lárusson við kvæði eftir Einar Benediktsson (ekki Cæsar, eins og stendur í efnisskrá). Kjartan Ólafsson söng þessi lög ágætlega. Hann hefur glæsilega rödd, sem þó þyrfti aðeins meiri þjálfun, til að ná því, sem krafist er af einsöngvur- um í dag. Kórinn söng best þau lög sem eru hugsuð fyrir kór en dægurlög- in, eins og Sólbrúnir vangar og Vor við sæinn, aldeilis ágæt lög eftir Oddgeir Kristjánsson, eru raddsett fyrir sléttan (vibratolausan) brjóst- tónasöng og hljóma því ekki vel í flutningi kórs. Ur útsæ rísa íslands fjöll, eftir Pál ísólfsson, söng kórinn af glæsibrag og einnig mjög vel það yndisljúfa lag, Þú spyrð mig kopar- lokka. Tvö síðastnefndu lögin og sex þau fyrstu voru best fluttu lög- in á tónleikunum, enda hugsuð fyr- ir kór. Dægurlögin, Kalliolle kukk- ulalle, finnskt lag, As tears go by, eftir Mick Jagger, og Moon River, e’ftir Mancini, fara ekki vel í kór og sama má segja um lag, sem í efnisskrá er nefnt Yals, en er nú reyndar polki, eftir Johann Strauss. Marianna Másdóttir lék á flautu í tveimur lögum og einnig fantasíu eftir Gabriel Faure og skilaði hún sínu af hún af þokka. Kjartan Ólafs- son söng einsöng í Funiculi, funic- ula og gerði það vel og saman sungu stjórnandinn Elín Ósk og Kjartan dúettinn Varir þegja, vildu segja, úr óperettunni Kátu ekkjunni, eftir Lehár, með miklum tilþrifum. Hólmfríður Sigurðardóttir lék undir af prýði. Tónleikarnir í heild voru framfærðir af þokka, en eins og fyrr sagði voru hin eiginlegu kórlög mjög vel flutt og auðheyrt að Elín Ósk er dugmikill söngstjóri og hef- ur þjálfað upp örugga og skýra tónmyndun hjá kórfélögunum. Efn- isskráin var nokkuð tínd saman úr einu og öðru en vel að merkja, svo má það vera þegar haldið er upp á áfmæli. Jón Ásgeirsson Margskonar útlit og búnaður: Hvítir, brúnir, svartir eða með spegilhurð. Klukka, grillmótor eða hitablástur. VERIÐ VANDLÁT Þið búið að svona gæðatœkjum um ókomna framtíð! Einar Farestveit & Co hf Borgartúni 28, símar 562-2901 og 562-2900. KYNNINGAR i— TILBOÐ EBO 110: Yfir-, undirhiti, grillmótor og klukka. Fullt verð kr. 44.508. Tilboðsverð kr. 39.756 stgr. EBO 201.01: Yfir-, undirhiti, hitablástur, grill og klukka. Fullt verð kr. 47.405. Tilboðsverð kr. 42.665 stgr. Glerhelluborð með rofum og 4 hellum. Fullt verð kr. 49.305. Tilboðsverð kr. 43.900 stgr. Þú sparar yfir 10.000 krónur á settinu! ÞÝSK GÆÐAVARA!! Á ELDUNARTÆKJUM FRÁ KERAMIK MORGUNBLAÐIÐ Kazuo Ishiguro Sex ára bið lokið BÓK Kazuo Ishiguro, The Unconsoled kom út í Englandi í gær. Bókarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvænt- ingu út um allan heim, enda sex ára bið eftir nýrri bók loks á enda. Síðasta bók Ishiguros, Boo- ker-verðlaunabókin Dreggjar dagsins, kom út 1989. Bókaút- gáfan Bjartur hefur gengið frá samningum um íslenska út- gáfu The Unconsoled og verð- ur hún gefin út nú á haust- mánuðum. Þess má geta að sú kynningarherferð sem út- gáfufyrirtæki Ishiguros í Eng- landi leggur nú upp með, er sú viðamesta sem fyrirtækið hefur ráðist í, enda telja þeir þessa nýju bók Ishiguros eitt merkilegasta skáldverk sem útgáfan hefur ráðist í. Islenskur titill The Uncon- soled hefur ekki verið ákveð- inn, en í grein um höfundinn í Morgunblaðinu 29. apríl, var bókin kölluð Þeir sem ekki voru hughreystir. Nýjar bækur • NÝLEGA kom út bókin Frá flokks- ræði til per- sónustjórn- mála. Fjór- flokkarnir 1959-1991. Höfundur er dr. Svanur Kristjánsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla íslands. Bókin skipt- ist í þijá meginkafla. í fýrsta kafla eru raktar framboðsað- ferðir fjórflokkanna, með hvaða hætti þingmenn hverfa af Alþingi og nýir koma í stað- inn, og helstu einkenni þing- manna, svo sem skólaganga þeirra og starfsferill. I öðrum kafla er horft á forystu hvers fjórflokkanna um sig sem hluta af skipulagðri heild, stjórnmálaflokki. Völd og um- boð forystumanna eru skoðuð og einnig tengsl valds og um- boðs; litið er á forystumenn bæði sem valdsmenn ogþjóna almennings. Þriðji kafli íjallar um fjórflokkakerfið í heild og samspil þess við samfélag og ríkisvald. í fjórða kafla er sjónarhomið víkkað enn með tvennum hætti: annars vegar með samanburði á þróun stjórnmálaflokka á íslandi og í Bandaríkjunum, og hins veg- ar með umfjöllun um lýðræði og stjórnmálaflokka. Frá flokksræði til persónu- stjórnmála byggir á ítarlegri gagnasöfnun höfundar, sem m.a; kemur fram í 30 töflum. , Útgefendur eru Félagsvís- indastofnun Háskóla íslands og Háskólaútgáfan. Bókin er 259 bls. að lengd. Hún fæst í helstu bókaverslunum landsins og kostar kr. 2.950. Háskó- laútgáfan sér um dreifingu bókarinnar. Svanur Kristjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.