Morgunblaðið - 09.05.1995, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 09.05.1995, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1995 35 I I ( I I ( I í ( i i i i i i i I í i i i : i i ! i « ■ * \ SNORRI KRIS TJÁNSSON + Snorri Krist- jánsson var fæddur á Ketils- stöðum í Hörðudal 4. ágúst 1908. Hann lést í Borgar- spítal- anum 29. apríl síðastliðinn. Snorri var fjórða barn þeirra hjóna Olafíu Katrínar Hansdóttur, d. 17.1. 1959, og Kristjáns Guð- mundssonar, d. 14.6. 1945. Snorri var næstyngstur fimm systkina og lifði hann þau öll. Þau voru: Hans Agúst, Guðmundur og Kristín. Snorri flyst til Reykjavíkur 1942. Þar kynnist hann konuefni sínu Svövu Lárusdóttur er hann kvæntist 1951. Börn þeirra hjóna eru: Helga S., gift Jóni Oddi Sigurjónssyni, og Ólafur, kvæntur Jenný K. Stein- . grímsdóttur. Svava var áður gift og átti af fyrsta hjóna- bandi fimm börn, Helga Ottó, Erik Asbjörn, Svavar Martein, Kolbrún Ann og Sonju Marie. Yngstu börnin ólust upp á heimili Snorra og Svövu. Snorri og Svava fluttust í Gnoðarvoginn og bjuggu þar til æviloka. Svava lést á Landakoti 1991 eftir langvarandi veikindi. Útför Snorra fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. ÞEGAR ég kvaddi Snorra, frænda minn, á Borgarspítalanum í vikunni eftir páska áður en ég sneri aftur utan, eftir nokurra vikna dvöl á Is- landi, bauð okkur eflaust báðum í grun að við myndum ekki sjást aft- ur. Snorri var þá allhress eftir að hafa lengi verið milli heims og helju í erfíðri baráttu, en líkaminn var orðinn lúinn og kreið lítið og því kom það mér ekki á óvart að frétta það tæpum tveim vikum seinna að hann hefði látið undan og kvatt, saddur lífdaga. Snorri, móðurbróðir minn, var fulltrúi þeirrar kynslóðar sem ólst upp við harða lífsbaráttu í byijun aldarinnar og hefur með samvisku- semi sinni og þrautseigju byggt það allsnægtaþjóðfélag sem við nú njót- um. Hann var sonur Kristjáns Guð- mundssonar og Ólafíu Katrínar Hansdóttur, beggja úr Hörðudal í Dalasýslu, næstyngstur fimm systk- ina. Saga þeirra hjóna Kristjáns og Ólafíu, sem ekki verður rakin hér, er líklega dæmigerð fyrir marga fjölskylduna í íslensku bændaþjóðfé- lagi fyrir tíma almannatrygginga, þar sem jarðareign er seld til fram- færslu þegar fyrirvinnan hverfur frá vegna veikinda þótt ekki sé um lang- an tíma að ræða. Af þessu leiddi m.a. að þrem eldri systkinum Snor- ra, bræðrunum, Hans Ágústi, síðar bónda á Ketilstöðum í Hörðudal, og Guðmundi, síðar myndskera og bónda á Hörðubóli í Miðdölum, og einu systurinni, Kristínu, síðar saumakonu í Reykjavík, var komið í fóstur á barnsaldri, hveiju á sinn stað til betur stæðra og hjálpsamra ættingja, þar sem þau ólust síðan upp. Snorri og yngsti bróðirinn, Kristján, síðar húsasmíðameistari í Reykjavík, slitu einir systkinanna bamsskónum hjá foreldrum sínum. 13 ára gamall hleypti Snorri heimdraganum og gerðist kaupa- maður hjá Helga föðurbróður sínum á Ketilstöðum í Hörðudal og síðan áfram á sama stað hjá Hans Ág- ústi, bróður sínum, sem þá var ný- tekinn við búi. Veturinn 1930-1931 var Snorri við nám hjá Sigurði Greipssyni við Haukadalsskóla og seinna vinnumaður á Svignaskarði í Mýrasýslu í nokkur ár. Árið 1942 fluttist hann svo til Reykjavíkur og má segja að ijölskyldan hafí þar sameinast í fyrsta sinn þar sem þau Kristján og Ólafía bjuggu um skeið í félagi við böm sín fímm í lítilli risíbúð á Hverfisgötu 61. Fyrst um sinn vann Snorri almenna bygginga- vinnu og nokkur ár á skömmtunar- skrifstofunni. Árið 1949 hóf hann störf hjá Heildverslun Eggerts Kristjánssonar við vömafgreiðslu. Þar vann síðan Snorri alla tíð uns hann hætti störfum 1987, síðustu árin sem verkstjóri. Þegar ég lít yfír farinn veg, verð- ur mér æ ljósara að ég á fáum mönnum jafnmikið að þakka og Snorra frænda. Eg minnist óljóst hlýrra sumra hjá sjötta áratugnum þegar ég var í heimsókn og pössun sem stráklingur hjá Snorra og Svövu í Höfðaborginni. Ég man ót- eljandi heimsóknir til þeirra í Gnoð- arvoginn þar sem kræsingar vom á borðum og alltaf spiluð vist á eftir. Þá var alltaf glatt á hjalla. Einnig leita á hugann jólaminningar frá unglingsárunum þegar árviss send- ing kom frá Snorra frænda með ilm- andi eplum og appelsínum og niður- soðnum ávöxtum, góðgæti sem ann- ars sást ekki á borðum. Það var Snorri frændi, sem réð mig í fyrstu alvömvinnuna, hjá Eggerti. Þar lærði óharðnanður gagnfræðaskóla- pilturinn handtökin við að stafla hveiti og sykurpokum á bílpalla og inn í vöruskemmur auk þess að hlotnast sú upphefð að aðstoða bíl- sljórana við útkeyrslu á nýlenduvör- um í verslanir borgarinnar. Sumar- vinnu menntaskólaáranna í síma- vinnu fékk ég líka fyrir atbeina Snorra frænda. Snorri var einstakt ljúfmenni, kvikur á fæti og beinn í baki. Hann var harður af sér og lét hvergi deig- an síga í löngum harðri lífsbarátt- unni allt fram á síðustu stund. Þótt hann bæri sig vel mátti finna síð- ustu árin að honum fannst lífsverki sínu vera lokið og nóg komið, sér- staklega eftir að Svava féll frá og eftir erfiðan bata á broti í mjaðmarl- ið í slysi fyrir rúmum þremur árum. Þegar hann lá brotinn á Landspítal- Islenskur efniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í iegsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. KAlOf t* oi*>m 't Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. ai S. HELGASON HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-76677 ......—. MINNINGAR anum vildi einnig þannig til að Krist- ín, systir hans, lést skyndilega úr heilablóðfalli á hæðinni fyrir ofan. Snorri var þá orðinn einn eftir af systkinunum fimm. Þrátt fyrir erfíð- leika síðustu ára var glettnin og glensið alltaf í fyrirrúmi þegar leið mín iá til íslands og ég heimsótti hann í Gnoðarvoginn. Þar fékk ég heyra ýmsar sögur af srákapörum úr sveitinni í gamla daga, nýjustu fréttir af börnum og barnabörnum og fítjað var uppá umræðum um stjórnmái líðandi stundar. Alltaf var hellt uppá kaffí og nóg meðlæti. Elsku frændi minn, hvíl þú í friði að aflo’knu dijúgu lífsverki. Minn- ingin um þig lifir í hjörtum okkar sem fengum að vera þér samferða að minnsta kosti hluta af lífsleið- inni. Elsku Helga og Óli. Við Sól- veig, Gunnar, Ásdís og Elísabet iitla sendum ykkur og fjölskyldum ykkar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hans Kr. Guðmundsson. Mig langar með örfáum orðum að kveðja hann afa minn. Margt kemur upp í hugann á kveðjustund sem þessari. Afí var einstakur mað- ur sem hafði sínar skoðanir sem hann lét óspart í ljós. Hann ólst upp í sveit og ungur að árum var hann látinn vinna ýmis erfíð störf. Þrett- án ára að aldri var hann ráðinn í vinnumennsku til Helga föðurbróð- ur síns að Ketilsstöðum. Veturinn 1930-31 fór hann til náms í Hauka- dalsskóla hjá Sigurði Greipssyni. Síðar gerðist afí vinnumaður á Svignaskarði í Mýrasýslu í nokkur ár, uns hann flyst til Reykjavíkur 1942. Heimili afa og ömmu var mitt annað heimili í uppvexti mínum. Að fá að alast upp hjá þeim taldi ég ávallt vera forréttindi. Þau tóku mér frekar sem eigin syni heldur en barnabami. Gestrisni þeirra var einstök og var þess alltaf gætt að nóg væri til með kaffinu, ef gesti bæri að garði. Þá var oft gripið í spil og öll heimsins mál rædd. Svava, amma mín, lést fyrir fjór- um árum eftir langvarandi veikindi og var það mikill harmur fyrir afa sem hafði hjúkrað henni af mikilli ást og alúð. Eftir það bjó hann einn á heimili sínu í Gnoðarvogi og sá að mestu um sig sjálfur. Okkur afa samdi einstaklega vel og hann var góður félagi og í raun minn besti vinur. Síðasta sumar leit afi Borgarfjörðinn hinsta sinn er við fórum þangað saman. Hýrn- aði þá aldeilis yfir gamla manninum þar sem hann heilsaði upp á gamla vini og rifjaði upp gömul ævintýr. Hver minning er dýrmæt perla að liðnum lífsins degi. Hin ljúfu og hljóðu kynni af alhug þökkum vér. Þinn kærleikur í vérki var gjöf sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum sem fengu að kynnast þér. (Davíð Stefánsson.) Elsku afi minn, megi Guð varð- veita þig og geyma. Þú munt ávallt lifa í huga okkar og hjörtum. Bless- uð sé minning þín. F.h. systkina minna, Snorri Otto Vidal. ~.fTp MANHBEflfi "l| Glæsilegur salur, góð þjónusta og veglegt kaffihlaöborð kr. 790- HÍFB DRYKKÍAN Veislusalur Lágmúla 4, simi 588-6040 MAGNUS GUNNSTEINN HAFSTEINSSON + Magnús Gunn- steinn Haf- steinsson var fædd- ur á Gunnsteins- stöðum í Langadal 27. maí 1941. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík hinn 30. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Ingibjörg Björns- dóttir og Pétur Haf- steinn Pétursson á Gunnsteinsstöðum. Systkini hans eru: Pétur (látinn), Mar- grét, búsett í Keflavík, Anna, búsett í Reykjavík, Erla, býr á Gili í A-Hún., Stefán, búsettur á Blönduósi. Útför hans fer fram frá Holtastaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.00. Jarð- sett verður í heimagrafreit á Gunnsteinsstöðum. Tíminn er einsog vatnið og vatnið er kalt og djúpt eins og vitund mín sjálfs. Steinn Steinar. ÉG ÆTLA hér með fáum orðum að kveðja frænda minn Magnús Haf- steinsson sem er látinn. Með honum er horfinn á braut ein af hvunnda- gshetjum okkar daga. Þegar maður á besta aldri kveður þennan heim án þess að það geri nokkur boð á undan sér verða spumingar eins og hver sé tilgangurinn, með þessu lífi áleitnar. Hver sá sem sér um að útdeila lífsgæðum heimsins skammt- aði Magnúsi smátt af veraldar gæð- um. En þrátt fyrir erfíðan sjúkdóm framkvæmdi Magnús allt sem hann tók sér fyrir hendur af mikilli sam- viskusemi og natni. Aðaláhugamál Magnúsar síðustu árin voru að skapa og þá skipti engu hvert hráefnið var, hann fann öllu tilgang og stað. Kæri Magnús, með þessum línum vil ég þakka þér fyrir ailt sem þú kenndir mér um lífið. Ég þakka þér fyrir öll símtölin, heimsóknimar og allt sem þú gafst mér, sem mér er nú svo mikilvægt. Hafrún Friðriksdóttir. Lestin brunar, hraðar, hraðar, húmið ljósrák sker, bráðum ert þú einhvers staðar óralangt frá mér. (J.H.) Elsku Magnús. Okkur langar til að kveðja þig með nokkmm orðum og rifja upp lífshiaup þitt eins og við munum það. Við minnumstbernsku okkar með gleði og þakklæti, systkinahópurinn og heimilið var okkar heimur og bernskan leið í leik og starfí. Þú varst sá sem hafðir hugmyndaflugið og stjórnaðir leiknum, þú hafðir þörf fyrir að skoða innviði hluta og það var nú misjafnlega liðið af þeim eldri, en við stóðum saman eins og einn maður. Síðan fór alvaran að taka við, að fara í skóla þá var mikið átak fyrir börnin, að vera alveg hjá vanda- lausum ekki síst fyrir þá sem dulir eru eins og þú varst, en það gekk allt saman vel. Síðan fórstu í Menntaskólann á Akureyri og einhvern veginn fínnst okkur að það hafi verið „góðu árin þín“. Þú hafðir góða námshæfíleika og þig dreymdi stóra drauma um framtíðina. Síðan fórstu í Háskólann, eins og hugur þinn stóð til í því skyni að læra verkfræði, en þá dundi það yfír sem ekki var hægt að sætta sig við — sjúkdómurinn sem fylgdi þér æ síðan og hamlaði að þú gætir lokið náminu sem þú hafðir svo mikla löngun til að stunda. Þú varst mikið karlmenni og sam- viskusemin var þitt aðalsmerki. Þú stundaðir vinnu alltaf ef möguleiki var á vegna veikinda þinna. Þú lagð- ir áherslu á að vera sjálfbjarga og ef þú hafðir eitthvað aflögu varst þú veitandi fyrir þá sem áttu undir högg að sækja í þjóðfélaginu. Þú stundaðir vinnu víða en okkur fínnst að alltaf hafí það verið besti tíminn í huga þínum þegar þú vannst hjá Loftleiðum. Þú varst listhneigður og skapandi og hafðir gaman af því mála, teikna og setja saman kvæði og margir hlutir eru til eftir þig sem okkur þykir vænt um. Kæri bróðir, nú vonum við að þér líði vel og draumarnir þínir rætist á einhvern hátt og við vitum að vel er tekið á móti þér. Við kveðjum þig með þessum Ijóðlínum eftir Dav- íð Stefánsson: Stormurinn liggur frá landi. Brimið brotnar við naust. Eg kom að sunnan í sumar og sigli í haust. Bænir aftra mér ekki. Ég hegg á helgustu bönd, yfirgef ástvini mína og æskunnar heimalönd. Af skipi horfi ég heim... Faðir, fyrirgef mér. Kvæði mín eru kveðjur. Ég kem, og ég fer. Stefán, Anna, Margrét og Erla. Legsteinar Krossar SKiidir________________ Málmsteypan kaplahraunis TJUT T IV 220 HAFNARFJÖROUR JUÍjÍiL/I XU. SÍMI 565 1022 FAX 565 1587 Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar í síma 22322 . jm - FLUGLEIDIR Hðm LOFTLflltlfl

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.