Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN i, 103 REYKJAVlK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRl: llAFNARSTRÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Yfirvinnubanni mj ólkurfræðinga og verkfalli hjá KEA aflýst í gærkvöldi Mjólkur- fræðingar sömdu VERKFALLI mjólkurfræðinga hjá KEA og yfirvinnubanni mjólkurfræð- inga við mjólkurbú í landinu var af- lýst eftir að mjólkurfræðingar og viðsemjendur þeirra undirrituðu kjarasamning í húsnæði Ríkissátta- semjara á ellefta tímanum í gær- kvöldi. Samningar tókust þegar fundur deiluaðila hafði staðið í um 30 klukkustundir. Að sögn Guðlaugs Björgvinssonar, forstjóra Mjólkursamsölunnar, tók- ust samningar sem veita mjólkur- fræðingum hliðstæðar hækkanir við það sem aðrir hópar iðnaðarmanna hafa fengið, t.d. rafiðnaðarmenn. Aðgerðum aflýst Morgunblaðið/Bjöm Gíslason Guðlaugur vildi í gærkvöldi ekki tjá sig um hvaða hækkanir fælust í samningunum og sagði ekki liggja fyrir hver kostnaðarauki Mjólkur- samsölunnar yrði vegna þeirra. Yfírvinnubann um 70 mjólkur- fræðinga við mjólkurbúin í landinu hófst í gær og þá hófst jafnframt þriggja daga verkfall mjólkurfræð- inga hjá KEA. Boðað var verkfall hjá 8-9 mjólkurfræðingum hjá Mjólkursamsölunni frá miðvikudegi til föstudags. Aðgerðunum hefur verið aflýst en Guðlaugur sagði að þær hefðu engin áhrif haft í gær á starfsemi MS. Fleytifullir tankar ENGIN mjólk var sótt til bænda í Eyjafirði í gærdag vegna verkfalls mjólkurfræðinga í Mjólkursamlagi KEA. Einhveijir bændur þurftu að hella niður hluta af mjólkinni, en flestir ætluðu að bíða í lengstu lög og væntu þess að kjaradeilan fengi farsælan endi eins og raunin varð í gærkvöldi. Aætlað hafði verið að sækja um 90 þúsund lítra af mjólk til ey- firskra bænda í gær, en samlagið hefði greitt um 2,5 milljónir króna fyrir það magn. Hörður Snorráson í Hvammi stendur hér við fleytifull- an mjólkurtankinn, en hann tekur 2.100 lítra. 80 milljarð- ar kr. tap- aðir í gjald- þrotum FRÁ 1985-1994 er áætlað að um 80 milljarðar króna hafí tapast í gjaldþrotum 2.595 fyrirtækja'í land- inu. Þetta er niðurstaða athugunar á gjaldþrotum á íslandi sem gerð var á vegum Aflvaka Reykjavíkur. Könnunin náði frá 1960-1994 en ítarlegastar upplýsingar lágu fyrir um síðustu tíu ár tímabilsins. Þá urðu 2.595 fyrirtæki gjaldþrota, 1.498 þeirra í Reykjavík. 1991 mesta gjaldþrotaárið Mesta gjaldþrotaár sögunnar virðist vera árið 1991. Þá urðu 318 félög gjaldþrota og var lýst í þrota- búin kröfum fyrir 11,1 milljarð króna á verðlagi ársins 1994. Flest gjaldþrot tengdust heild- verslunum, þá byggingafyrirtækj- um og veitingahúsum. Skiptum er ekki lokið í 35 búanna en eignir fundust í 167 hinna. Þær dugðu fyrir greiðslu 378 milljóna króna til kröfuhafa. Frá 1985 hefur sami stjórnarfor- maður komið við sögu fleiri en eins gjaldþrota félags í 345 skipti. í tveimur tilvikum var sami maður stjórnarformaður sjö gjaldþrota fyr- irtækja. ■ Athugun á gjaldþrotum/29 Meðal- Framkvæmdanefnd gegn skattsvikum skilar skýrslu til fjármálaráðherra aldur hóp- ferðabfla erl4ár MEÐALALDUR hópferðabíla hérlendis er 14 ár og er það mat Karls Ragnars, fram- kvæmdastjóra Bifreiðaskoðunar íslands, að of stór hluti þeirra sé gamall. Ef viðhald sé eðlilegt komi aldur bifreiðanna ekki að sök en því sé oft ábótavant. Segir hann öiyggi hópferða- bíla sem flytja ferðamenn um landið oft ekki sem skyldi og einkum séu gerðar athugasemd- ir við stýris- og hemlabúnað við skoðun. Að jafnaði sé krafist endurskoðunar 30-35% bíla eða þeir settir í akstursbann, hið sama gildi um hópferðabíla. Notaðir bílar fluttir inn Meðalaldur langferðabíla yfir landið allt er 14 ár en hjá sumum fyrirtækjum er hann frá rúmum 18 árum (árg. ’71-’83), hjá Allrahanda/Is- ferðum í Reykjavík, upp í rúm 26 ár, (’61-’77) líkt og hjá Sérleyfisbifreiðum Siglufjarðar og Oskari Guðmundssyni í Garðabæ (’57—’85). Meðalald- ur bíla hjá Sæmundi Sigmunds- syni í Borgarnesi er rúm 18 ár, (’47-’88) og eru níu bflar milli 15 og 25 ára. Segir Karl ennfremur áhyggjuefni hversu margar hópferðabifreiðar sem hætt sé að nota í Evrópu vegna aldurs séu keyptar hingað til lands. ■ Of margar/4 Endurskoðendur verði ábyrgir fyrir skattskilum FRAMKVÆMDANEFND gegn skattsvikum, sem nýlega skilaði áfanga- skýrslu til Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra, leggur meðal annars til að löggiltir endurskoðendur og aðrir, sem taka að sér gerð skattfram- tala, verði gerðir ábyrgir fyrir skattskilum og verði þannig framlenging á skatteftirliti í reynd. í skýrslu nefndarinnar kemur fram að viðhorf löggiltra endurskoðenda sé almennt það að þeir beri ekki ábyrgð á skatt- skilunum sem slíkum, heldur aðeins reikningshaldslegri vinnu sinni. Samaranch í heimsókn FORSETI Alþjóðaólympíunefnd- arinnar, Juan Antonio Samar- anch, kom hingað til lands í gær í tilefni af heimsmeistarakeppn- inni í handknattleik. Er hann tignasti gesturinn sem sækir keppnina heim. Dagmar Þórð- ardóttir afhenti forsetanum blómvönd þegar hann kom í Smárann til að fylgjast með leik Þýskalands og Rúmeníu. í Smár- anum urðu óvæntustu úrslit móts- ins til þessa í gærkvöldi þegar Alsír vann Danmörku 25:24. ■ HM í handknattleik/Bl-16 Yrði framlenging skatteftirlits Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins telja nefndarmenn eðli- legt að endurskoðendur, sem hljóti hvort sem er að gera þá kröfu til viðskiptavina sinna að þeir láti þeim í té gögn, sem gefí rétta mynd af skattskilunum, taki á sig ábyrgðina á skattframtalinu. Með þeim hætti yrðu endurskoðendur í raun fram- lenging á skatteftirliti, með því að tryggja rétt skattskil á frumstigi. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur verið rætt um það í nefndinni að breytingum af þessu tagi verði ekki við komið án viðræðna við endurskoðendur og samtök þeirra. Lög um starfsemi réttindalausra Framkvæmdanefndin vill jafn- framt taka á þeim hópi manna, sem ekki hafa nein viðurkennd starfs- réttindi en starfa engu að síður við gerð skattframtala. Hluti hópsins hefur með sér samtök, sem kallast Félag bókhalds- og fjárhagsráð- gjafa. Nefndin telur afleitt að menn geti staðið í jafnviðkvæmu verkefni og gerð skattframtala sé án þess að bera ábyrgð að lögum, og telur hún því að huga verði að lagasetn- ingu um störf þessara aðila, tryggja skyldur þeirra, til þess að skattskil séu rétt, og kveða hugsanlega jafn- framt á um réttindi þeirra. Nefndin hyggst undirbúa viðræður við þenn- an hóp á næstunni. Endurskoðun reiknaðs endurgjalds Eitt af þeim verkefnum, sem framundan eru hjá framkvæmda- nefnd gegn skattsvikum, er endur- skoðun á reiknuðu endurgjaldi hjá sjálfstætt starfandi einstaklingum, sem þiggja verktakagreiðslur. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins er hér einkum rætt um þann hóp manna, til dæmis iðnmeistara, sem hafa aðra í vinnu. Dæmi munu um að sá, sem ábyrgur er fyrir rekstrin- um, reikni sjálfum sér jafnvel lægri laun en iðnsveinum sínum á skatt- framtali. Fram kemur í skýrslu nefndarinnar að reiknað endurgjald hafí á undanförnum árum þótt lágt í samanburði við meðallaun laun- þega. Meðal annarra verkefna fram- kvæmdanefndarinnar á næstunni eru aðgerðir gegn gerviverktöku og kynning á nýsamþykktum lögum um bókhald og ársreikninga og hertum viðurlagaákvæðum skatta- laga. í skýrslu nefndarinnar kemur m.a. fram að hún telji að útgáfa reglugerðar um bókhaldslög þurfi að eiga sér stað hið fyrsta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.