Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1995 19 STYRJALDARLOKA í EVRÓPU MINNST Thomas Klestil, forseti Austurríkis Sorgin og skömm- in gleymist ekki Mauthausen í Austurríki. Reuter. FRANZ Vranitzky Austurríkiskansl- ari og aðrir ráðamenn landsins minntust á sunnudag frelsunar Mauthausen-fangabúða nasista fyrir hálfri öld við hátíðlega athöfn. Um 20.000 manns voru viðstaddir, þ. á m. fyrrverandi fangar sem sumir voru fangabúningum. Meðal fang- anna var Simon Wiesenthal er helgað hefur líf sitt leitinni að stríðsglæpa- mönnum nasista. Ættingjar hinna látnu lögðu blóm- sveiga við staðinn. Um 100.000 manns, meðal þeirra börn, létu lífið í búðunum. Flest fórnarlömbin voru gyðingar Einnig vou sígaunar, póli- tískir andstæðingar nasista, stríðs- fangar og samkynhneigðir sendir í Mauthausen-búðimar. Richard Seibel, ofursti í Banda- ríkjaher, stjómaði Bandaríkjamönn- unum sem tóku búðirnar 5. maí 1945. Hann hyllti þá sem komust af og fjölskyldur þeirra sem hinar „raun- verulegu hetjur Mauthausen". Nokkrir gamlir uppgjafahermenn vom á staðnum og mótmæltu, sögð- ust hafa verið fyrri til en menn Sei- bels en sendiherra Bandaríkjanna leiddi þá á brott. Thomas Klestil, forseti Austurrík- is, segir landsmenn verða að þola ,jafnt sorgina sem skömmina" vegna nasistaskeiðsins; hvomgt megi gleymast. Vranitzky kanslari sagði það hneisu að enn væri til fólk sem neitaði að viðurkenna staðreyndir sögunnar. Bjöllum var hringt víða um Aust- urríki um miðjan dag í gær en að öðru leyti minntust Austurríkis- menn, sem studdu Þjóðveija í styij- öldinni, ekki sérstaklega styijaldar- lokanna. Hátíðarhöld fóm hins veg- ar fram 27. fyrra mánaðar en þann dag komu sovéskar hersveitir til Vínar og lögð voru drög að austur- ríska lýðveldinu. Reuter THOMAS Klestil, forseti Austurríkis (t.v.) tekur í hönd fyrrver- andi fanga í hinum illræmdu Mauthausen-fangabúða nasista. Skuggi ágreinings yfir hátíðahöldum Varsjá. Reuter. PÓLVERJAR minntust endaloka heimsstyijaldarinnar síðari í Evrópu um helgina en með eilítið blendnum tilfinningum. Finnst mörgum sem þjáningum þjóðarinnar hafi ekki lokið með ósigri Þjóðveija og aug- ljós skipting er á milli þeirra, sem líta á komu sovéska hersins 1945 sem frelsun, og hinna, sem segja, að þá hafi aðeins eitt kúgunarkerf- ið tekið við af öðru. Nokkuð var um, að þeir, sem börðust í pólskum hersveitum undir stjórn Sovétmanna, og þeir, sem tóku við fyrirskipunum frá London, væru með aðskildar athafnir og hópar, sem börðust með vestrænum heijum og í andspyrnuhreyfing- unni, sem kommúnistar ofsóttu, ákváðu að taka ekki þátt í opinber- um athöfnum í gær. Pólski herinn, sem barðist með bandamönnum og eru þá Sovét- menn undanskildir, var sá fjórði stærsti í heimsstyijöldinni og gátu pólsku hermennirnir sér mjög gott orð. Þeir misstu sex milljónir manna í stríðinu. Það sýnir einnig vel klofninginn meðal Pólveija, að Lech Walesa forseti hafnaði boði um að taka þátt í hátíðarhöldunum í Moskvu í dag en þá buðu Rússar Jozef Oleksy forsætisráðherra og fyrr- verandi kommúnista og þáði hann boðið. Reuter BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, (t.h.) gengur á eftir hermönnum er bera blómsveig sem lagður var á gröf óþekkta hermannsins í Moskvu í gær. Um 20 mil(jónir sovéskra hermanna og óbreyttra borgara létu lífið i heimsstyrjöldinni siðari. Mikill öryggisviðbúnaður í Moskvu Hátíðahöld í skugga stríðsins í Tsjetsjníju Moskvu, London, Bonn. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, hóf í gær hátíðahöldin í Moskvu í tilefni 50 ára afmælis loka síðari heimsstyijaldarinnar í Evrópu með því að leggja blómsveig að leiði óþekkta hermannsins. Hátíðahöldin ná hámarki í dag þegar leiðtogar frá meira en 50 ríkj- um koma saman í Moskvu, margir eftir viðkomu í London, París og Berlín. Bardagarnir í Kákasus-hér- aðinu Tsjetsjníju varpa þó skugga á hátíðahöldin. Lögreglan var með mikinn viðbúnað á götum Moskvu í gær þar sem yfirvöld óttast hermd- arverk af hálfu Tsjetsjena. Bílum, sem eru ekki skráðir í Moskvu, er ekki hleypt til borgarinnar. Hersýning sniðgengin Francois Mitterrand, fráfarandi Frakklandsforseti, Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, og John Maj- or, forsætisráðherra Bretlands, verða ekki viðstaddir hersýningu í Moskvu og margir tengja það óánægju með framgöngu Rússa í Tsjetsjníju. Talsmaður Majors sagði þó um helgina að með því að mæta ekki á hersýninguna sé hann ekki að mótmæla stríðinu í Tsjetsjníju. Astæðan sé sú að svo margt sé að gerast í borginni að forsætisráð- herrann geti ekki verið viðstaddur allar athafnimar. Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, fór í gær hörðum orð- um um framgöngu Rússa í Tsjetsjníju og sagði að þeir yrðu að hætta „hræðilegum hernaðarill- virkjum sínum“ þegar í stað. Rauði fáninn hylltur Rússneska þingið ákvað í síðasta mánuði að „tákn stríðsins", þ.e. sovéski fáninn og hamarinn og sigð- in, yrðu notuð á hersýningum í til- efni friðarafmælisins. Hamarinn og sigðin eiga þannig að gnæfa yfir aðalstúkunni þar sem Jeltsín og ráðherrar hans heilsa hermönnun- um. „Við eigum að hafa rauðu fán- ana, þeir eru tákn um það sem við börðumst fyrir og fórnuðum svo mörgum mannslífum fyrir,“ sagði gamall Moskvubúi, sem tók þátt í bardögunum um Stalíngrad. Meira en 20 milljónir sovéskra hermanna og borgara biðu bana í stríðinu. Sovéski fáninn er álíka áberandi á götum Moskvu og sá rússneski en neonauglýsingar vestrænna fyr- irtækja draga oft athyglina frá veggmyndum af sovésku stríðshetj- unum. Stríðsins minnst STRÍÐSHETJAN Maria Zlobina frá Úkralnu gat ekki haldið aftur af tárunum í kvöldverði sem fyrrverandi hermönqum og öðr- um þeim sem börðust í heims- styrjöldinni síðari, var boðið til í Kiev um helgina. 2.590, Gallabuxnavika Bolir kr. 1.490,- SENDUM í PÓSTKRÖFU STANLEY CLINT MARCO BILL BILL MOVIE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.