Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR íþróttakennaraskólinn vaxi inn- an Uppeldisháskóla Islands KRAFAN um leng- ingu náms til íþrótta- kennaraprófs hefur lengi verið uppi. Víst er að þörfin er orðin brýn á þeirri lengingu og fleiri atriðum er lúta að faglegum j)áttum náms við Iþrótta- kennaraskóla Islands svo sem fjölgun náms- brauta vegna þjálfunar og heilsuræktar. Svo virðist sem ' hreyfing hafi komist á þessi mál eftir að nefnd á vegum menntamála- ráðuneytisins sem fjallað hefur um stofnun Uppeldis- háskóla skilaði af sér fyrir nokkru. íþróttakennaranámið á Laugar- vatni er nú metið til 62 eininga háskólanáms. Allt frá árinu 1991 hefur skólinn starfað eftir samskon- ar skipulagi varðandi námskeiðs- uppsetningu og einingamat og tíðk- ast við Kennaraháskóla íslands og fleiri háskóla. Síðan þá hefur færst í vöxt að skólinn ráði til sín stunda- kennara, sem eru að kenna sam- bærileg námskeið í Háskóla íslands eða KHÍ til kennslu einstakra nám- skeiða. Allt starf skólans er orðið opnara, ekki er lengur kennt eftir fastri stundaskrá heldur breytilegri töflu frá viku til viku. Faglegar kröfur til kennara hafa aukist við þessar breytingar auk þess sem kröfur til aukins sjálfsnáms nem- enda hafa vaxið. Það er viðurkennt_ af forráða- mönnum bæði í KHÍ og ÍKÍ að aukið samstarf skólanna komi báð- um að verulegu gagni. 0g þegar málið er skoðað ofan í kjölinn sést að verulegt hagræði fæst með því að ganga enn lengra í þessa átt og sameina allar uppeldismenntastofn- anir landsins undir einni stofnun með deildaskiptingu inná þau sér- svið sem þær mennta nú til. í þess- ari umræðu sem hefur átt sér; stað Kári Jónsson undanfarin þijú ár er ekki talað um að leggja niður skóla eða flytja skóla, Þess gerist engin þörf, við nútíma fjar- skiptamöguleika skipta vegalengdir litlu sem engu niáli, sími fax- tæki og tölvufjarskipti gera það að verkum að boð berast hratt og auðveldlega á milli fjarlægustu staða. En hvað er það sem kallar á þessa samein- ingu? I fyrsta lagi faglegar kröfur, kennurum og nemendum er nauðsynlegt að taka þátt í umræðum um einstök fagleg atriði sem einnig er verið að fjalla um í hinum skólunum, fleiri sjónar- mið nást inn og fagleg einangrun rofnar. Skólar á.borð við KHÍ, ÍKÍ, Þroskaþjálfaskólann og Fósturskól- ann geta með því að tilheyra einni stofnun nýtt betur sérfræðinga sem til eru innan þeirra þar sem ljóst er að samskonar námskeið eru kennd innan þeirra í mörgum náms- greinum. Námsframboð til nem- enda eykst þar með stórlega við sameininguna. Þróunarstarf getur tengst á mun virkari hátt og virkar þannig hvetjandi fyrir einstakar deildir. Rannsóknarstarf þarf að efla til muna í hinum nýja uppeldis- háskóla, þar mætti tengja Rann- sóknarstofnun uppeldismála inn sem sérstaka deild. í öðru lagi er mikilvægt að geta nýtt stoðkerfi skólanna t.d. bóka- söfn, margskonar sérhæfða vinnu- aðstöðu kennara og nemenda. Námsráðgjöf til nemenda færðist á eina hendi, auðveldara yrði að meta nemendur milli deilda innan eins skóla en milli margra og svo mætti áfram telja. Þriðja atriði er lýtur að stjórnun skólanna mun skila sér i einföldun yfirstjómar, einni fjármálastjóm, Alhliða starfsemi ó sviði upplýsinga-, f jölmiðlunar og auglýsinga VíStæk þjónusta Myndbæjar hf. gerir þaS að verkum aS fyrirtækiS getur tekið að sér heildarverkefni á sviði kynninga fyrir viðskiptavini sína: d Kvikmynda- og myndbandagerð Framleiðsla heimildar-, kynningar- og fræðslumynda. o Auglýsingagerð Sjónvarpsauglýsingar, dagblaða- og tímaritaauglýsingar. O Sjónvarpsrás á hótelum Vönduð sjónvarpsdagskrá með fræðandi og hagnýtum upplýsingum fyrir erlenda ferðamenn. 0 Útgáfa Umsjón með gerð fréttablaða og bæklinga. 0 Útvarpsstöðin Sígilt FM 94,3 Sígild og vönduð tónlist allan sólarhringinn. © Almenningstengsl Skipulegar aðgerðir sem skila markvissum árangri. myndbærhf Suðurlandsbraut 20. Símar 553 5150 og 553 1920. Fax 568 8408. faglegri kröfum til starfsmanna, einni ráðningarskrifstofu o.s.frv. Hér er aðeins drepið á nokkur atriði í starfsemi skólanna sem bætir starfsemi þeirra og þjónustu, þá er ótalið að möguleikar á nýt- ingu mannvirkja og annarra fjár- festinga aukast til muna. Hvers vegna er nauðsynlegt að lengja starfsnám til íþróttakennara- prófs frá því sem nú er? Iþróttakennaraskóla íslands er í dag samkvæmt lögum ætlað að mennta íþróttakennara fyrir skóla- kerfið og hina frjálsu félagastarf- semi. Skólinn er sá eini sinnar teg- undar á landinu og útskrifar um þijátíu nemendur á ári. Kröfur á hendur almennum kennurum hafa farið vaxandi undanfarin ár sem berlega kom fram í nýafstaðinni kjarabaráttu þeirra. Þessar kröfur eiga ekki síður við um íþróttakenn- ara en aðra og sumir segja enn frekar. íþróttakennari fær starfs- réttindi frá ÍKÍ á öllum skólastigum Nefnd á vegum mennta- málaráðuneytis hefur fjallað um hugsanlega stofnun Uppeldishá- skóla íslands. Kári Jónsson fjallar hér um framtíð Iþrótta- kennaraskólans á Laugarvatni í tengslum við þá hugmynd. til íþróttakennslu. Hann er fag- kennari í sinni grein. Fagið er orðið vísindagrein og kröfur til þekkingar verða stöðugt meiri auk þess sem íþróttagreinum íjölgar og mikilvægi þeirra vex sem forvarnir gegn alls- konar óáran sem á börn og ung- linga heijar. Allar kannanir og rannsóknir sína að íþróttir og þjálf- un verður sífellt mikilvægari hvað þetta varðar. Tíminn fyrir það námsefni sem kenna þarf er einfald- lega orðin of stuttur. Kröfur nútímans aukast stöðugt um vel menntaða og hæfa íþrótta- kennara til að sinna mikilvægu uppeldistarfi fijálsrar félagastarf- semi og líkamsræktarstöðva fyrir almenning. Námsleiðir til þessa inn- an IKÍ eru nú fremur fátæklegar og á almennum nótum. Með leng- ingu námsins og færslu hans undir einn uppeldisháskóla skapast færi á að auka námsframboð á þessu sviði. Á Laugarvatni er nú til staðar frábær íþróttaaðstaða sem byggst hefur upp á undanförnum árum, húsrými í eigu ríkisins er nægilegt til að sinna skólanum þó hann leng- ist og nemendum fjölgi úr sextíu í hundrað. Fjárfestingar ríkisins á, Laugarvatni geta ekki skilað meiri arði í þjóðarbúið en með því að þjóna og efla hið mikilvæga uppeldis- og forvarnarstarf sem fólgið er í starfi íþróttakennara um allt land. Höfundur er kennari við íþróttakennaraskóla íslands á Laugarvatni. Voru kjósendur stjórn- ar flokkanna í Reykja- neskjördæmi blekktir? Formenn stjórnarflokk- anna, segir Guðmund- ur Oddsson, hafa báðir sýnt kjósendum flokka sinna í Reykjaneskjör- dæmi fádæma lítilsvirðingu. ÞAð ER sannarlega sorglegt til þess að vita, að í þingmannaliði núverandi stjómar- flokka í Reykjaneskjör- dæmi, skuli ekki vera einn einasti þingmaður sem telst hæfur til að gegna ráðherraemb- ætti. Þetta er a.m.k. dómur þeirra Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar. Auðvit- að er þetta harður dómur, en hann hefði átt að liggja fyrir áður en kosið var. Kjósendur í Reykjaneskjördæmi áttu fulían rétt á að vita um þessa skoðun flokksform- annanna fyrir kosningar og mér finnst að kjósendur hafi verið blekktir. Þessir flokkar fengu alls 7 þingmenn kjörna í þessu næst fjöímennasta kjördæmi landsins og rúmlega 25.000 kjósendur létu sig hafa það að kjósa þessa þingmenn, sem nú hafa verið dæmdir og létt- vægir fundnir af sínum flokksfor- mönnum. Hvílik smán - hvílík blekking! Skiptir máli hveijir eru í framboði? Sjálfstæðisflokkurinn fékk rúm- lega 16.400 atkvæði í kjördæminu, en það eru um 27% af heildarat- kvæðum flokksins. Framsóknar- flokkurinn hins vegar fékk um 8.800 atkvæði, sem eru um 23% af heildaratkvæðum flokksins. Frambjóðendur beggja flokkanna í Reykjaneskjördæmi hafa því aflað vel fyrir sína flokka. Það hlýtur að hafa verið mat kjósenda í þessu kjördæmi, sem kusu þessa fram- bjóðendur, að þeir væru hæfir. Davíð Oddsson ákveður að sýna þessum 27%, sem kusu Sjálfstæðis- flokkiun á landsvísu, að þeir hafi einfaldlega verið að kjósa fólk á þing, sem ekki var treystandi til að sitja í ríkisstjóminni. Hið sama gerir Halldór Ásgrímsson gagnvart þeim 23% sem kusu Framsóknar- flokkinn. Formenn stjómarflokk- anna hafa því báðir sýnt kjósendum flokka sinna í Reykjaneskjördæmi fádæma lítilsvirðingu að ekki sé talað um skoðun þeirra á þingmönn- um sínum í kjördæm- inu. Það skiptir því engu máli hér eftir hvaða skoðun kjósend- ur þessara flokka hafa á frambjóðendum, því þeir verða fyrst að vita hvort þeir eru þóknan- legir fiokksformönn- unum. Hvers vegna ekki Ólafur Garðar? Eina breytingin sem gerð er á ráðherrum Sjálfstæðisflokksins er Guðmundur að Ólafur Garðar Oddsson menntamálaráðherra er settur af og Bjöm Bjamason er gerður að mennta- málaráðherra í hans stað. Hvers vegna? Er hún gerð vegna þess að Ólafur Garðar hafi staðið sig illa í embætti eða er einhver önnur ástæða? Sem skólamaður get ég fullyrt, að Ólafur Garðar hefur um margt verið góður menntamálaráð- herra. Hann hefur víða látið til sín taka og læt ég nægja að nefna ný lög um leik- og grunnskóla. Hann hefur hins vegar þurft að skera niður fjárveitingar til þessara mála, en þar er hann að framfylgja stefnu ríkisstjómarinnar. Niðurskurður í einstökum málaflokkum er alltaf óvinsæll, en að kenna það einstök- um ráðhermm er vitaskuld barna- skapur, því hér er um ákvörðun ríkisstjórnar að ræða. Ef þetta er ástæða þess að Ólafur Garðar er látinn hætta, er hér verið að hengja bakara fýrir smið. Mér finnst miklu líklegra, að með þessari breytingu sé Davíð Oddsson einfaldlega að sýna vald sitt í flokknum og lítils- virða þingmenn flokksins í Reykja- neskjördæmi. Þingmennirnir eru allir sáttir Það er kannski fulldjúpt í árina tekið, þegar sagt er að Davíð Odds- son hafi lítilsvirt þingmenn flokksins í Reykjaneskjördæmi, því þeir hafa allir lýst sig sátta við þá breytingu sem gerð var á ráðherraliðinu. Þeir höfðu að vísu lýst því yfír, áður en formaðurinn talaði við þá, að þeir gerðu mjög ákveðna kröfu um ráð- herrastól fyrir Ólaf Garðar, en svo talaði formaðurinn einslega við hvern og einn og þá varð þetta niður- staðan. Getur það virkilega verið, að formaður Sjálfstæðisflokksins hafi slíkt vald yfír þingmönnum flokksins, að þeir tapi allri sjálfsvirð- ingu í viðtölum við hann. Þingmenn sem fyrir viðtal lýstu kokhraustir yfír vilja sínum og ætluðu að tryggja að a.m.k. einn ráðherra yrði úr Reykjanesi, koma nú fram fyrirþjóð- ina og lýsa sig sátta við þá niður- stöðu sem varð. Kannski veit for- maður Sjálfstæðisflokksins hve mik- ið er að marka þetta fólk, og því hefur hann valið eins og hann gerði. Þetta eru bara ekki meiri bógar en þetta, og því sætta þeir sig við það sem formaðurinn segir þeim. Það er gott fyrir kjósendur að vita þetta fyrir næstu kosningar. Hvers á Reykjanes að gjalda? Það er ekki aðeins að þingmenn Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi hafí lýst sig sátta við þessa niður- stöðu, því hinir ungu nýju þingmenn Framsóknar í kjördæminu hafa einn- ig lýst sig sátta við þann framgang sem þeir hafa fengið hjá sínum for- manni. Þessir nýju þingmenn, sem héldu að hægt væri að breyta stefnu Framsóknarflokksins í sjávarútvegs- málum, hafa nú fengið kynnast því, að sitt er nú hvað í póiitíkinni, gæfa eða gjörvileiki. Kannski hefur Hall- dór Asgrímsson lagt sömu mælistiku á þingmenn flokksins á Reykjanesi og Davíð Oddsson. Hvað sem því líður, þá er hlutskipti Reykjaneskjör- dæmis heldur dapurlegt í núverandi ríkisstjóm. Hvers á þetta kjördæmi eiginlega að gjalda? Höfundur er bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins í Kópavogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.