Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Fundur Bills Clintons og Jeltsíns Bandarí kj astj órn býður tilslakanir Washington, Moskvu. Reuter, The Daily Te! STJÖRN Bills Clintons Banda- ríkjaforseta hefur ákveðið ýmsar tilslakanir í von um að geta jafnað ágreininginn við Rússa um áætl- anir Atlantshafsbandalagsins (NATO) um stækkun þess í aust- ur. Stjórnin hyggst meðal annars leggja frani yfirlýsingu um að hún sé ekki í grundvallaratriðum and- víg því að „nýtt Rússland" verði fullgildur aðili að NATO, að sögn Washington Post á sunnudag. Dagblaðið hafði eftir embættis- mönnum í Bandaríkjunum og inn- an NATO að aðildarþjóðirnar væru einnig að leggja drög að yfírlýs- ingu þar sem kjamavopnajafn- vægið í Evrópu er sagt fullnægj- andi. Þar með yrði útbreiðsla kjarnorkueldflauga til fyrrverandi sovétlýðvelda og kommúnistaríkja í Austur-Evrópu í reynd útilokuð. Embættismennimir sögðu að yfír- lýsingin hefði verið „lögð til hlið- ar“ og verði kynnt sem tilslökun verði efnt til sérstakra viðræðna við Rússa eftir leiðtogafund Clint- ons og Borís Jeltsíns Rússlandsfor- seta í Moskvu á miðvikudag. Pavel Gratsjov, vamarmálaráð- herra Rússlands, sagði um helgina að Jeltsín hygðist leggja ríka áherslu á andstöðu sína við stækk- un NATO. Ottast „kaldan frið“ Bandarískir og rússneskir emb- ættismenn kappkosta nú að koma í veg fyrir að fundur Clintons og Jeltsíns verði árangurslaus. Óttast er að fari viðræður þeirra út um þúfur tryggi repúblikanar í Banda- ríkjunum og kommúnistar og þjóð- ernissinnar í Rússlandi að ríkin fjarlægist hvort annað - að „kald- ur friður“ bresti á eins og Jeltsín hefur orðað það. Báðir forsetamir eiga undir högg að sækja heima fyrir og þar sem kosningbarátta fer að hefjast í báðum ríkjunum er nú líklegra en nokkm sinni fyrr að innanríkis- mál hafí áhrif á viðræður þeirra. Reuter Ofbeldi á kjördegi OFBELDISAÐGERÐIR settu svip sinn á þingkosningar á Filippseyjum í gær. Að minnsta kosti 27 biðu bana af völdum sprengjuárása víðs vegar um landið og 40 slösuð- ust. Búist er við að stjórn Fidels Ramos forseta haldi meirihluta á þingi en hann hefur lýst kosningarnar sem þjóðaratkvæði um stjórnar- stefnu sína. Myndin var tekin í höfuðborginni Manila í gær og þar vantar ekki áróðurs- spjöldin. Berlusconi geldur afhroð Róm. Reuter. ÞRÁTT fyrir að hafa orðið fyrir áfalli í seinni umferð héraðs- og sveitarstjómakosninga um helgina ítrekaði Sylvio Berlusconi, fyrrver- andi forsætisráðherra Ítalíu, kröf- ur um að sem fyrst yrði efnt til þingkosninga. Ifylking mið- og vinstriflokka vann stórsigur. Kosið var í þeim sveitarstjóm- um þar sem enginn flokkur fékk hreinan meirihluta í fyrri umferð- inni, 23. apríl. Fóru leikar svo að fylking mið- og vinstriflokkanna ásamt Norðursambandinu unnu 48 hémð af 54 þar sem nýir hér- aðsforsetar vom kosnir. Þar á meðal þau sem ná yfír Mílanó, Róm, Tórínó, Feneyjar og Napólí. Sömuleiðis 21 af 24 helstu borgum landsins af þeim 182 þar sem kos- inn var nýr borgarstjóri. Massimo D’Alema, leiðtogi Lýð- ræðisflokks vinstrimanna (PDS), gamla kommúni- staflokksins, sem er stærsti flokkur mið- og vinstri fylkingarinnar, sagði að úrslitin sýndu að meiri- hluti ítölsku þjóðarinnar vildi ekki lúta yfirráð- um hægrimanna. Berlusconi sagðist vonast til að niðurstaðan yrði til þess að flýta fyrir þing- kosningum, sem hann hefur lengi krafíst. Líklegt þykir að af þeim vérði í október. Stjómmálaský- rendur sögðu að taka bæri öllum úrslitum með sérstökum fyrirvara, bæði vegna lítillar kjörsóknar og einnig þess að kosið væri í tveim- ur lotum í stað einni í þingkosning- um. Henta á svalir - verandir og til útstillinga Breidd: 133 cm, 200 cm og 400 cm. Grasteppi abeins kr. 880,- pr. fm. Fagurgræn - gegndræp Má nota úti sem inni allt árib. Viö sníbum eftir þínu máli. Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-14. V/SA mmmm, TEPMBUÐIN GÓLFEFNAMARKAÐUR SUÐURLANDSBRAUT 26 - SÍMI 568-1950 Sprengjuregn og vélbyssuskothríð í Sarajevo SÞ fordæma mann- skæða árás Serba Sartgevo. Reuter. SAMEINUÐU þjóðirnar, SÞ, for- dæmdu í gær Bosníu-Serba fyrir stórskotaárásir á Sarajevo sem urðu tíu manns að bana á sunnu- dag. Sögðu SÞ að um „sálarlausa illsku“ hefði veri að ræða og þær myndu grípa til aðgerða, jafnvel hemaðaraðgerða til að refsa þeim. I kjölfar árásarinnar voru harðir bardagar í borginni sem stóðu fram á gærdaginn. „Við munum ekki sitja aðgerðar- lausir“ sagði Colum Murphy, aðal- talsmaður SÞ í Sarajevo í gær. Sagði hann að árás Serba á Butm- ir-hverfíð í borginni hefði verið án Kosið í Eþíopíu Zenawi fær aukin völd Addis Ababa. Reuter. BÚIST er við að flokkar, sem standa að stjóm Eþíópíu, vinni yfír- burðasigur í fyrstu fjölflokka þing- kosningum landsins, sem fram fóru á sunnudag þar sem flestir stjómar- andstöðuflokkarnir buðu ekki fram. Af þessum sökum kemur fátt í veg fyrir að Meles Zenawi forseti og leiðtogi Lýðræðisfylkingar Eþí- ópíu (EPRDF) verði næsti forsætis- ráðherra landsins með víðtækt framkvæmdavald. Nebiyu Samuel, leiðtogi Lýð- ræðislega þjóðarflokksins (ENDP), var einn örfárra flokka sem bauð fram. Gerði hann athugasemdir um framgang kosninganna og sagði að þær hefðu ekki farið óaðfinnanlega fram. Með kosningunum lýkur tæplega fjögurra ára valdatíma stjórnar sem tók við til bráðabirgða er 17 ára harðstjórn marxista lauk árið 1991. Niðurstaða útlendra eftirlits- manna með kosningunum liggur ekki fyrir en erlendir stjórnarerin- drekar sögðu að kosningarnar virt- ust hafa gengið greiðlega fyrir sig. tilefnis og ekki hægt að sætta sig við slíkt. Þetta er mannskæðasta árásin sem gerð hefur verið á borg- ina frá því að 63 fórust í sprengjuá- rás á útimarkað í febrúar 1994. Sú árás vakti svo mikla reiði á al- þjóðavettvangi að svæði í nágrenni Sarajevo var afmarkað og þunga- vopn bönnuð á því, auk þess sem borgin var yfírlýst griðasvæði. Murphy sagði SÞ nú íhuga alla kosti í stöðunni, m.a. væri beðið frekari staðfestingar á því að Bos- níu-Serbar hefðu verið að verki. Hermenn Bosníustjómar, sem gæta herstöðvar í nágrenni staðar- CATHY Green, heimsmethafi kvenna í hindrunarstökki hesta, sést hér á fáki sínum, Mcguire, á leiðinni yfir tvo bíla á sýningu í Sanctury Cove í Astralíu á sunnudag. ins sem sprengjumar féllu á, hafa hingað til komið í veg fyrir að starfsmenn SÞ komist til að rann- saka hann. Skothríð í Sarajevo Stórskotaárásir og vélbyssuskot- hríð kváðu við í borginni í fyrrinótt og gær. Var barist nærri kirkju- garði í norðvesturhluta borgarinn- ar, auk þess sem sprengjum rigndi yfir Holiday Inn-hótelið og skála úkraínskra og franskra friðargæsl- uliða. Sögðu SÞ hafa skráð skot- hríð 2.057 sinnum á einum sól- arhring. Bíllinn er sagður vera um 160 sentimetrar að hæð og 180 sm að breidd. Stökkið, sem er eitt hið lengsta sem Green hefur reynt, heppnaðist ágæt- lega. Reutcr Fákurinn Mcguire hvergi smeykur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.