Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Rúta með tuttugu og einu barni og þremur fullorðnum fór út af vegí í Reyðarfirði RÚTA með 21 barni, tveimur full- orðnum og ökumanni fór út af veg- inum innarlega í Reyðarfirði um sexleytið á laugardagskvöld. Átján barnanna slösuðust. Þar af hand- leggsbrotnaði einn drengur og stúlka lærbrotnaði og var hún flutt til Reykjavíkur með sjúkraflugi. Aðrir meiddust minna. Einn drengj- anna kastaðist út úr rútunni en slapp ómeiddur. Hópurinn var á leið til Breiðdais- víkur eftir að hafa verið á skíðum \ Oddsskarði. Að sögn Þórhalls Árnasonar, lögreglumanns á Eski- firði, er talið að eitthvað hafi brotn- að undir rútunni því hún fór stjórn- laust út af veginum. Tilkynnt var um slysið kl. 18.13 á laugardagskvöld og fóru lög- reglumenn og björgunarlið frá Eskifirði á vettvang tafarlaust. Lögreglumenn frá Fáskrúðsfirði voru kallaðir til aðstoðar, síðan var kallaður til læknir frá Reyðarfirði, sjúkrabflar frá Eskifirði og Reyðar- firði og síðar komu til aðstoðar læknir og sjúkraliðsmenn frá Fá- skrúðsfírði þegar búið var að flytja hina slösuðu á heilsugæslustöðina á Reyðarfirði. Þeir sem minna voru meiddir voru fluttir í hús Slysa- varnafélagsdeildarinnar á Reyðar- firði. Rútan var dregin upp á veg seint á laugardagskvöld og flutt til Reyðarfjarðar og er hún talin ónýt. Omar Bjarnþórsson, skólastjóri Grunnskólans á Breiðdalsvík, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þótt stór hluti nemenda skólans hefði lent í slysinu væri skólahald með eðlilegum hætti. Að vísu væru nokkrir á hækjum og allmörg barn- anna hefðu hlotið hálsmeiðsl og tognanir af ýmsu tagi. Reynt að yfirvinna óttann Bömin, sem eru á aldrinum 9-15 ára, komu saman ásamt foreldrum sínum á sunnudag. Ómar segir að ástæða hafi þótt til að gefa krökk- unum tækifæri til að ræða um slys- ið. Það hafi verið skrekkur í þeim og það hafí átt að reyna að hjálpa þeim að yfirvinna óttann. Sýslumaðurinn á Seyðisfírði hef- ur farið þess á leit við nokkra menn að þeir rannsaki bflinn og reyni að fínna hvað olli slysinu. Þeirri rannsókn er ekki lokið en samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur enn ekkert komið í ljós sem bendir til þess að bfllinn hafí bilað. Morgunblaðið/Páll Elísson RÚTAN rann stjórnlaust talsverðan spöl utan vegar og hafnaði á þúfubarði. Eins og sjá má eru stórir steinar allt í kring. nuian ror uiai veginum við Handarhald, að sunnanverðu í Reyðarfirði Eskifjörður .. Odds- skarð Búðar- eyn Seley Faskruðsfjörður Vattamcs Stöðvarflörðuryí Hafrutrnes MÖJ'’arfiör»ut 'J«r*íur Kambancs iL— rBreiðdals- o iOKm Jdk ...................*..... Álján börn slösuðust TALIÐ er að stýribúnaður hafi brotnað undan rútunni þegar henni var ekið af vegarkafla með bundnu slitlagi yfír á holóttan malarkafla. Bílstjóri skólarútunnar Farþegamir stóðu sig eins og hetjur BÖRNIN og tvær konur, farar- sfjórar frá foreldrafélagi skólans, stóðu sig eins og hetjur að sögn Indriða Margeirssonar, bílstjóra hjá Sérleyfisbílum Suðurfjarða. Hann segir að fljótlega eftir slys- ið hafi myndast heildarsýn yfír ástandið og ekki hafi verið hægt að standa betur að björguninni. Indriði segist ekki hafa verið á miklum hraða þegar slysið átti sér stað og börnin hafi flest verið sofandi. „Ég var að koma þarna yfir af malbiki á maiarkafla. Þeg- ar ég svo kom út af malbikinu tóku við leiðindaholur og eitthvað gerðist. Ég geri mér ekki fulla grein fyrir hvað það var. En mér fannst eins og eitthvað brotnaði og ég missti bílinn stjórnlaust út af,“ segir Indriði. Hann segir að mikið sjokk hafi gripið um sig. „Síðan náðu krakk- arnir fljótt sambandi við hvert annað og heildarsýn yfir ástandið myndaðist. Krakkarnir stóðu sig nyög vel og konurnar tvær frá foreldrafélaginu voru alveg frá- bærar. Mig langar svo að koma til skila þakklæti til björgunar- sveitarmannanna og annarra sem unnu að þessu. Ekki hefði verið hægt að gera betur,“ segir hann. Hann sleit liðbönd í fingri og lask- aðist lítillega á hægra fæti og rqjöðm. Blómin sýndu hug barnanna Indriði segir að rannsókn máls- ins sé í höndum Bifreiðaeftirlits ríkisins. Hann hafi ekki fengið neinar fréttir af henni og viti ekki hvað hafi gerst. Hins vegar þyki honum líklegast að orsak- anna sé að leita í fjaðurbúnaði bílsins. Rútan er 44 sæta Merce- des Bens bifreið frá árinu 1969. Henni hefur að sögn Indriða ver- ið haldið við eins og þörf hefur krafið. Indriði hitti foreldra og börn á sunnudagskvöld. Hann segir að börnin hafi fært sér blóm. Með því hafi þau sýnt hug sinn til hans. Karl Ragnars framkvæmdastj óri Bifreiðaskoðunar Islands vill reglur sem kveða á um skráningu viðhalds Of margar gamlar hóp- ferðabifreiðar í notkun KARL Ragnars framkvæmdastjóri Bifreiðaskoðunar íslands segir of stóran hluta langferðabifreiða hér- lendis of gamlan og að viðhaldi þeirra sé oft ábótavant. Hann segir jafnframt að aðrar reglur gildi um skoðun hópferðabifreiða í dreifbýli þar sem íullkomnustu skoðunar- stöðvar séu ekki til staðar og að ástand sumra bifreiða sem notaðar séu til að flytja ferðamenn að sum- arlagi „sé langt frá því að vera for- svaranlegt“. Samkvæmt skráningu Bifreiða- skoðunar falla 1.249 ökutæki á landinu undir skilgreininguna hóp- ferðabifreiðar. Þeim er skipt í tvo hópa eftir þyngd og í hópi I eru bifreiðar undir fímm tonnum og hópi II þyngri en fímm tonn. Ókutæki í hópi II, 592 talsins, eru einkum notuð til hóp- eða sæta- ferða og er meðalaldur þeirra 14 ár. Sem dæmi má nefna að elsta rúta á skrá er framleidd árið 1942 og 48 hópferðabílar eru framleiddir fyrir 1970. „Ef viðhald er fullnægj- andi á aldur ekki að skipta máli, en viðhald er kannski ekki alltaf nægilega gott. Menn jafnvel freist- ast til að spara þá peninga sem við- haldið myndi kosta,“ segir hann. Karl sagði aðspurður að skoðun leiddi ekki alltaf lélegt viðhald í ljós. „Ef um er að ræða málmþreytu eða þess háttar sést það ekki. Bifreiða- skoðunin er örugg svo langt sem hún nær en hún nær bara ekki alla leið.“ Karl segir ennfremur að þegar skoðunarreglur hafí verið hertar á sínum tíma hafi borist kvartanir frá ýmsum dreifbýlisstöðum vegna þess hversu langt var í skoðunarstöðvar og dýrt að flytja ökutækin þangað. „Það leiddi til þess að skoðunarregl- ur á dreifbýlisstöðum eru mun væg- ari en í þéttbýli. Bílarnir eru skoðað- ir þar án þess að jafn fullkominn tækjakostur sé notaður," segir hann. Undanþágur veittar Guðni Karlsson deildarsérfræð- ingur í dómsmálaráðuneytinu segir að reglurnar sem settar voru 1993 kveði m.a. á um flokkun skoðunar- Framkvæmdastjóri Bif- reiðaskoðunar íslands segir fjölda langferða- bíla í notkun hérlendis of gamlan því viðhaldi þeirra sé oft ábótavant stöðva í þrennt og hafi undanþágur verið veittar fyrir ökutæki yfír 3,5 tonn, sem notuð séu í sérstök verk- efni, ef fjarlægð í næstu skoðunar- stöð I, það er með fullkomnasta búnaði, er lengri en 50 kílómetrar og fyrir liggur skriflegt vottorð frá lögregluyfirvöldum á staðnum að bifreiðin sé einvörðungu notuð á afmörkuðu svæði innan byggðar- lagsins. Samkvæmt upplýsingum frá Helga Jóhannessyni lögfræðingi í samgönguráðuneyti eru leyfí til hóp- ferðaflutninga flokkuð í þrennt, þ.e. sérleyfí á tilteknum ökuleiðum, sætaferðaleyfi þar sem seld eru sæti í tiltekna ferð eða á sérstakan viðburð, og loks hópferðaleyfí. Síð- asttöldu leyfin séu einkum veitt ein- staklingum sem ekki eigi fyrirtæki en fái leyfi á ökutæki, sem leigt sé út í tilteknar ferðir. Segir hann fjölda slíkra umsókna hafa aukist mjög og viðkomandi þurfí einungis að sýna fram á að hann sé hæfur og að þjónustunnar sé þörf. Til standi hins vegar að færa reglumar til samræmis við evrópskar kröfur og verði umsóknir sem nú liggja fyrir afgreiddar samkvæmt þeim. Kveði þær á um óflekkað mannorð, fullnægjandi starfshæfni, það er meirapróf, og fullnægjandi eigin- fjárstöðu. Karl Ragnars segir virka sam- keppni í hópferðum „Til dæmis er gríðarleg samkeppni í sumartúrism- anum þar sem menn bjóða niður hver fyrir öðrum. Það er alveg klárt að þetta bitnar á gæðunum og stundum hrýs manni hugur við því hvemig ástandið er á bílum sem eru að keyra um landið." Segir hann fjölda þeirra dæmdan til endurskoðunar og nokkuð oft í akstursbann. „Almennt em 30-35% bíla eru dæmd til endurskoðunar og ég held að hlutfallið sé hið sama hvað þessa bíla varðar." Jafnframt ségir hann allan gang á því hveiju sé ábótavant. „Fyrst og fremst em það öryggisatriðin, það er stýri og hemlabúnaður," segir hann. Karl segir loks að til þess að koma auga á málmþreytu verði ein- faldlega að skrá notkun bifreiðar- innar líkt og gert er við flugvélar og skipta um þá hluti sem slitna. „En það verður að höfða til ábyrgð- artilfínningar eigenda, sérstaklega þegar bílar eru orðnir svona gamlir. Það sem vantar, sérstaklega á þessa stóm atvinnubíla, er skráning á við- haldi og fjölda ekinna kílómetra. Það myndi auðvelda eftirlit mjög mikið. En því miður hafa stjómvöld ekki heimilað að kílómetrastaða sé skráð í skoðun." I I » I I I ! I > I I I I I I I I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.