Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Umferðarhnútar alltof algengir Hugleiðing um samgöngumál á vordögum 1995 Umferðarhnútar alltof margir Stöðugt er þrengt að þjóðvegum í og við þéttbýli. Tímabært er því að fastsetja (taka frá) land undir 3 aðalvegi til höfuðborgarinnar í ca 20 km fjarlægð og 100 m breitt. Vegirnir eru: 1. Vestur- og Norður- landsvegur, 2. Suður- og Austur- landsvegur, 3. Suðurnesja- og Flug- hafnarvegur. Sveitarfélög skipuleggja gjarnan lönd sín án tilllits til þjóðvegarins sem ligg- ur þar um og verður hann þá gjarnan að inn- anbæjargötu með til- heyrandi umferðartöf- um. Einnig allskonar hættum og hindrunum, sem langferðamönnum á hraðferð til erindis- reksturs í höfuðstaðn- um þykir tafsamt og ekki gott skipulag. Því þarf að ætla þjóðvegum rúmt, snjólétt og sem beinast landsvæði inn í borgina. En í úthverfum bæja Halldór Eyjólfsson þarf samhliða vegum, göngu- og reiðhjólastíga, en hins vegar sandbornar reiðgötur með undirgöngum undir aðalveginn, þar sem best hentar hverju sinni. Hvers vegna brýr á þurru landi? Reykjavíkurborg ásamt ná- grannasveitarfélögum ættu að hætta grjótakstri í sjóinn ár eftir ár, aðeins til að stækka landið und- ir hús og götur, því hér vantar ýmislegt annað en.landrými. Enn- fremur þarf að endurskoða þá tísku að byggja brýr yfir vegi (loftbrú) á þurru landi, eða grafa þá niður þar sem aðfenni er óhjákvæmilegt, og hvað mun svo hver km kosta í slíkri vegarlagningu? (Höfðabakka - húll ASÍ) Vandséð er hvort þetta gífur- lega umrót leysir þann vanda sem umferðin er orðin í utanverðri borg- inni, því Elliðaárbrýrnar eru og hafa verið „flösku- háls“, eins og berlega kom í ljós á 50 ára afmæli Lýðveldisins 17. júní 1994. En þá gerðu yfirvöld aumk- unarverða tilraun til þess að landsmenn kæmust til afmælishá- tíðarinnar á Þingvöll- um. En þvílíkur vand- ræðagangur! Ef óvænta atburði bæri að á höfuðborgar- svæðinu yrðu ámóta vandræði í „bæjar- göngunum" nema sveitarfélögin taki sameiginlega á þessu máli og afhendi lönd til framtíðar- skipulags þjóðvegarins á viðkomandi svæði. Umtalsverð samgöngubót væri tenging hafnarsvæðisins við Viðeyjarsund og Vesturlandsvegar með brú á Elliðaár á móts við SR- tanka, og vegi inn fjörur Grafarvogs sunnanverðan, og beint upp frá enda vogsins á Vesturlandsveg á móts við dælustöð Hitaveitunnar. H LOWARA BORHOLU DÆLUR Gæðavara, mikið úrval, hagstætt verð, örugg þjónusta. = HÉOINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 91-624260 Þjóðvegi breytt í Mosfellsbæ Nú er aðkallandi að leysa um- ferðarvanda þjóðvegarins í gegnum miðbæ Mosfellsbæjar, en þar fjölgar umferðaróhöppum árlega, og dettur mönnum þá helst í hug að færa þjóðveginn út úr bænum, með því að brúa Leirvoginn nærri raflínunni og leggja nýjan veg rétt ofan sjáv- armáls, vestur fyrir Korpu. Síðan beint á veg 1 sunnan tengivirkis L.V. Að norðan sýnist einfaldast að leggja veg norðaustur Álfsnesið á veg (1) sunnan Kollafjarðar. Tenging Þingvallavegar er auðveld- ust beint niður í voginn og eftir flæðarmálinu vestur að brúarstæð- inu. Stöðugt þrengir að þjóðvegin- um (hraðbraut) til Suðurnesja í gegnum Hafnarfjörð, Garðabæ og Kópavog, þeim vanda verður ekki frestað né vísað frá. Firðir brúaðir Brýr yfir firði og voga eru að verða áhugaverður kostur í vega- lögnum því áunnin verkþekking á slíkum framkvæmdum er þegar til í landinu sbr. Borgarfjarðarbrúin, Dýrafjarðarbrú o.fl. Vonandi geta framkvæmdir við Gilsfjarðarbrú, leið 1, farið að hefjast, eftir óskilj- anlegt þref og þjark þeirra sem nefndir eru spekingar í staðsetn- ingu vega, en þama höfðu stað- kunnugir menn strax bent á brúar- st'æði sem nefnt er Leið 1, og fellur vel að þjóðvegakerfínu. Hvalfjörður, brú eða jarðgöng? Trúlega eru jarðgöng undir sjáv- Diplomat fistölvnr 486 0X2 66 MHz WM Local Bus, hljóðkort, 8 Mb minni, 240 Mb IIDD Verðkr. 189.900,- # BGÐEIND - Austurslrönd 12. Sími 561-2061. Fax 561-2081 KORT til skýringar á greinarefni. armáli ekki jafn örugg og í fjöllum, skjálftalandi eins og hér er. Einnig vegnasprungu-oglekahættuíjarð- spá menn ísingarhættu í brekkun- Stöðugt er þrengt að þjóðvegum í þéttbýli, segir Halldór Eyjólfs- son, sem hér fjallar um umferð til og frá Reykjavík, brýryfir firði, brýr á þurru landi o.fl. um uppúr göngunum, og mun því að mörgu leyti öruggara og líklega hagkvæmara að brúa fjörðinn milli Eyrar í Kjós og Grundartanga, enda liggur það mun betur við þjóðvega- kerfinu, sérstaklega til Vestur- og Norðurlands. Kynjasögur um fjár- mögnunaráðferð umræddra jarð- ganga eru ótrúverðugar enda hefur fjárveitingarnefnd alþingis ekki fjallað um þetta undarlega vaxna mál, en fjármögnunarfyrirtæki og/eða peningamenn virðast mjög áhugasamir um framgang málsins. (Ekki hefur birst kostnaðarsaman- burður á brú og göngum.) Höfundur er áhugamaður um umhverfis- og samgöngumál. Eiga konur að una glaðar við sitt? FYRIR kosningar vorum við kon- ur í sviðsljósinu og allir flokkar slógust um athygli okkar og náttúr- lega fylgi. Loforð voru gefin um betri tíð með blóm í haga. Mikið var í húfi. Okkar atkvæði gátu ráð- ið úrslitum. Loforð um jafnrétti í launamálum hljómuðu í eyrum okk- ar. Konur í Sjálfstæðisflokknum fylltust nýrri von um að nú væri þeirra tími loksins kominn. Fullar bjartsýni gengum við til kosninga. Mikil áhersla var lögð á að höfða til kvenna og væntingar voru miklar um að nú væri flokkur- inn okkar loks farinn að nálgast nútíðina og viðurkenndi að konur væru marktækar og gætu staðið jafnfætis körlum. En á skammri stund skipast veður í lofti: Þegar atkvæðin voru í höfn fengum við skýr skilaboð. Stærsti flokkur landsins með langstærsta þingflokk- inn á Alþingi á enga frambærilega konu til ráðherraembættis! Hann fátækari en ætla mætti. Hér er ekki ver- Margrét K. Sigurðardóttir ið að kasta rýrð á þá sem valdir voru til starfa sem ráðherrar, þetta eru allt mætir menn, en þegar margir eru kallaðir eru fáir útvaldir. Skilaboðin urðu enn skýrari! Kosningaumræðan beindist mikið að miklum launamun karla og kvenna og fjölrætt var um að gegn slíku óréttlæti skyldi betjast. En hvað skeður? Um leið og karl í þing- flokknum á að taka við embætti þingforseta af konu í þingflokknum verður auðvitað að hækka launin! Eftir að hafa haft kosningarétt í 80 ár höfum við konur náð þetta langt! Hvað þarf konan að hafa til að bera til þess að vera talin standa jafnfætis hinu sterka kyni?Á hvetju byggist hæfileikamatið, þegar kon- ur eru annars vegar? Við erum ekki að fara fram á nein forréttindi vegna þess að við erum konur en við viljum heldur ekki gjalda þess. Þegar litið er til annarra flokka má sjá, að mikið er upp úr því lagt að fá konur til starfa og einnig forystustarfa. Er verið að vísa hæfí- leikum sjálfstæðiskvenna þangað? Auðvitað verðum við að taka inn í myndina, að þetta geti verið okkur konunum sjálfum að kenna. Hefur flokkurinn aldrei þurft að reikna með, að við konur gerðum neinar kröfur um að okkar hlutur væri annar en að fá bara að greiða flokknum atkvæði og hita kaffi á fundum? Heyra má á formanni okk- ar, að hann hefur ekki miklar áhyggjur af því að konur séu eitt- hvað að nöldra, það tapist ekki mörg atkvæði þess vegna. Mót- mæli okkar eru ekki eru ekki álitin alvar- legri en stormur í vatnsglasi. Ekki erum við nú metnar hátt. Höfum við verið of eft- irgefanlegar eða van- metið okkur sjálfar? Sé svo er það óþarfi. Allar skulum við muna, að við stöndum körlum jafnfætis og samþykkjum aldrei annað. í kosningastefnu- skránni var stefnt að því að fara bjartsýnn inn í 21. öldina. Hvern- ig eiga konur í Sjálf- stæðisflokknum að fara að því, þegar flokkurinn er fastur í viðhorfum 19. aldarinnar? Karlar skulu vera hið ráðandi afl og konur eiga að lúta þeim. Það er ekki nema von að „sjálfstæðar konur" séu vinsælar hjá forystunni þegar þær kyngja öllum ákvörðun- um orðalaust. Þær fá klapp á koll- inn fyrir tillegg sitt til mála eftir kosningar. í sömu andránni gera þær lítið úr sjálfstæðiskonum og segja þær vera að fara fram á eitt- hvað sem þær skorti hæfileika til og eigi þar með engan rétt á. Sjálfstæðiskonur hafa ekki verið að fara fram á nein forréttindi. Það eina sem þær fara fram á er að þær séu metnar að verðleikum og til jafns við karla. „Sjálfstæðar kon- ur“ gefa skýrt í skyn, þegar þær lýsa yfir ánægju sinni yfir röðun í ráðherrastólana, að engar konur séu til í þingflokki Sjálfstæðis- flokksins sem séu frambærilegar. Það er frekleg móðgun við vel menntaðar og þaulreyndar þing- konur flokksins. Það yrði flokknum frekar til framdráttar að sameina Við verðum sjálfar að standa fast á rétti okk- ar, segir Margrét K. Signrðai’dóttir, og berjast fyrir því, sem við viljum fá áorkað. þau öfl sem innan hans eru, en að sundra konum á þennan hátt og skemmta þannig púkanum á fjósbit- anum. Við konur, sem erum væntanlega um 45%. kjósenda flokksins, höfum fengið þau skilaboð að vera ekki marktækar. Atkvæði okkar í nýaf- stöðnum kosningum eru í höfn. Við okkur þarf ekki að ræða meir fyrr en rétt fyrir næstu kosningar. Það er of seint. Varaformaður flokksins sagði nýlega að undirbúningur næstu kosninga væri þegar þafinn. Spurningin er, hvað við gerum eftir fjögur ár? Við skulum vona að við séum ekki of fastar í uppeldinu. Samkvæmt því áttum við að líta upp til karlanna, sterkara kynsins, en fengum aldrei nein skilaboð um að við gætum staðið þeim jafnfæt- is. Það getum við þó svo sannar- lega! Við verðum sjálfar að standa fast á rétti okkar og beijast fyrir því sem við viljum fá áorkað. Það gerir enginn fyrir okkur. Við höfum ekki verið að skilgreina okkur sem sérstakan hóp. Það er arfleifð frá fyrrí tíma, sem karlar hafa yndi af að halda í. Konur hafa einfaldlega fengið nóg af að fá að tölta á eftir körlum og vinna verkin. Að una glaðar við sitt er það sem okkur konum er ætlað að gera framvegis sem hingað til. Nú er mælirinn full- ur. Hingað og ekki lengra áður en út úr flóir. Við viljum fá að verða samferða á jafnréttisgrundvelli. Að öðrum kosti má búast við, að hæfí- leikar þeirra kvenna sem vilja styðja flokkinn nýtist honum ekki. Höfundur er viðskiptafræðingur og er í stjórn Hvatar. Vegna mistaka við birtingu greinarinnar 6. maí, er hún endurbirt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.