Morgunblaðið - 09.05.1995, Síða 19

Morgunblaðið - 09.05.1995, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1995 19 STYRJALDARLOKA í EVRÓPU MINNST Thomas Klestil, forseti Austurríkis Sorgin og skömm- in gleymist ekki Mauthausen í Austurríki. Reuter. FRANZ Vranitzky Austurríkiskansl- ari og aðrir ráðamenn landsins minntust á sunnudag frelsunar Mauthausen-fangabúða nasista fyrir hálfri öld við hátíðlega athöfn. Um 20.000 manns voru viðstaddir, þ. á m. fyrrverandi fangar sem sumir voru fangabúningum. Meðal fang- anna var Simon Wiesenthal er helgað hefur líf sitt leitinni að stríðsglæpa- mönnum nasista. Ættingjar hinna látnu lögðu blóm- sveiga við staðinn. Um 100.000 manns, meðal þeirra börn, létu lífið í búðunum. Flest fórnarlömbin voru gyðingar Einnig vou sígaunar, póli- tískir andstæðingar nasista, stríðs- fangar og samkynhneigðir sendir í Mauthausen-búðimar. Richard Seibel, ofursti í Banda- ríkjaher, stjómaði Bandaríkjamönn- unum sem tóku búðirnar 5. maí 1945. Hann hyllti þá sem komust af og fjölskyldur þeirra sem hinar „raun- verulegu hetjur Mauthausen". Nokkrir gamlir uppgjafahermenn vom á staðnum og mótmæltu, sögð- ust hafa verið fyrri til en menn Sei- bels en sendiherra Bandaríkjanna leiddi þá á brott. Thomas Klestil, forseti Austurrík- is, segir landsmenn verða að þola ,jafnt sorgina sem skömmina" vegna nasistaskeiðsins; hvomgt megi gleymast. Vranitzky kanslari sagði það hneisu að enn væri til fólk sem neitaði að viðurkenna staðreyndir sögunnar. Bjöllum var hringt víða um Aust- urríki um miðjan dag í gær en að öðru leyti minntust Austurríkis- menn, sem studdu Þjóðveija í styij- öldinni, ekki sérstaklega styijaldar- lokanna. Hátíðarhöld fóm hins veg- ar fram 27. fyrra mánaðar en þann dag komu sovéskar hersveitir til Vínar og lögð voru drög að austur- ríska lýðveldinu. Reuter THOMAS Klestil, forseti Austurríkis (t.v.) tekur í hönd fyrrver- andi fanga í hinum illræmdu Mauthausen-fangabúða nasista. Skuggi ágreinings yfir hátíðahöldum Varsjá. Reuter. PÓLVERJAR minntust endaloka heimsstyijaldarinnar síðari í Evrópu um helgina en með eilítið blendnum tilfinningum. Finnst mörgum sem þjáningum þjóðarinnar hafi ekki lokið með ósigri Þjóðveija og aug- ljós skipting er á milli þeirra, sem líta á komu sovéska hersins 1945 sem frelsun, og hinna, sem segja, að þá hafi aðeins eitt kúgunarkerf- ið tekið við af öðru. Nokkuð var um, að þeir, sem börðust í pólskum hersveitum undir stjórn Sovétmanna, og þeir, sem tóku við fyrirskipunum frá London, væru með aðskildar athafnir og hópar, sem börðust með vestrænum heijum og í andspyrnuhreyfing- unni, sem kommúnistar ofsóttu, ákváðu að taka ekki þátt í opinber- um athöfnum í gær. Pólski herinn, sem barðist með bandamönnum og eru þá Sovét- menn undanskildir, var sá fjórði stærsti í heimsstyijöldinni og gátu pólsku hermennirnir sér mjög gott orð. Þeir misstu sex milljónir manna í stríðinu. Það sýnir einnig vel klofninginn meðal Pólveija, að Lech Walesa forseti hafnaði boði um að taka þátt í hátíðarhöldunum í Moskvu í dag en þá buðu Rússar Jozef Oleksy forsætisráðherra og fyrr- verandi kommúnista og þáði hann boðið. Reuter BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, (t.h.) gengur á eftir hermönnum er bera blómsveig sem lagður var á gröf óþekkta hermannsins í Moskvu í gær. Um 20 mil(jónir sovéskra hermanna og óbreyttra borgara létu lífið i heimsstyrjöldinni siðari. Mikill öryggisviðbúnaður í Moskvu Hátíðahöld í skugga stríðsins í Tsjetsjníju Moskvu, London, Bonn. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, hóf í gær hátíðahöldin í Moskvu í tilefni 50 ára afmælis loka síðari heimsstyijaldarinnar í Evrópu með því að leggja blómsveig að leiði óþekkta hermannsins. Hátíðahöldin ná hámarki í dag þegar leiðtogar frá meira en 50 ríkj- um koma saman í Moskvu, margir eftir viðkomu í London, París og Berlín. Bardagarnir í Kákasus-hér- aðinu Tsjetsjníju varpa þó skugga á hátíðahöldin. Lögreglan var með mikinn viðbúnað á götum Moskvu í gær þar sem yfirvöld óttast hermd- arverk af hálfu Tsjetsjena. Bílum, sem eru ekki skráðir í Moskvu, er ekki hleypt til borgarinnar. Hersýning sniðgengin Francois Mitterrand, fráfarandi Frakklandsforseti, Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, og John Maj- or, forsætisráðherra Bretlands, verða ekki viðstaddir hersýningu í Moskvu og margir tengja það óánægju með framgöngu Rússa í Tsjetsjníju. Talsmaður Majors sagði þó um helgina að með því að mæta ekki á hersýninguna sé hann ekki að mótmæla stríðinu í Tsjetsjníju. Astæðan sé sú að svo margt sé að gerast í borginni að forsætisráð- herrann geti ekki verið viðstaddur allar athafnimar. Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, fór í gær hörðum orð- um um framgöngu Rússa í Tsjetsjníju og sagði að þeir yrðu að hætta „hræðilegum hernaðarill- virkjum sínum“ þegar í stað. Rauði fáninn hylltur Rússneska þingið ákvað í síðasta mánuði að „tákn stríðsins", þ.e. sovéski fáninn og hamarinn og sigð- in, yrðu notuð á hersýningum í til- efni friðarafmælisins. Hamarinn og sigðin eiga þannig að gnæfa yfir aðalstúkunni þar sem Jeltsín og ráðherrar hans heilsa hermönnun- um. „Við eigum að hafa rauðu fán- ana, þeir eru tákn um það sem við börðumst fyrir og fórnuðum svo mörgum mannslífum fyrir,“ sagði gamall Moskvubúi, sem tók þátt í bardögunum um Stalíngrad. Meira en 20 milljónir sovéskra hermanna og borgara biðu bana í stríðinu. Sovéski fáninn er álíka áberandi á götum Moskvu og sá rússneski en neonauglýsingar vestrænna fyr- irtækja draga oft athyglina frá veggmyndum af sovésku stríðshetj- unum. Stríðsins minnst STRÍÐSHETJAN Maria Zlobina frá Úkralnu gat ekki haldið aftur af tárunum í kvöldverði sem fyrrverandi hermönqum og öðr- um þeim sem börðust í heims- styrjöldinni síðari, var boðið til í Kiev um helgina. 2.590, Gallabuxnavika Bolir kr. 1.490,- SENDUM í PÓSTKRÖFU STANLEY CLINT MARCO BILL BILL MOVIE

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.