Morgunblaðið - 23.05.1995, Síða 4

Morgunblaðið - 23.05.1995, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Verkfall Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis hófst á miðnætti á sunnudag Samningsvilji ekki fyrii'- sjaanlegur Ferðir áætlunarbíla og almennings- vagna raskast víða um land Morgunblaðið/Þorkell FÉLAGAR í Sleipni efndu til félagsfundar síðdegis í gær þar sem farið var yfir stöðuna í kjaradeilunni. En á miðnætti stöðvuðust lang- ferðabílar víða um land. VERKFALL Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis hófst á miðnætti á sunnu- dag eftir að samningafundur bif- reiðastjóra og vinnuveitenda fór út um þúfur. Þórir Einarsson ríkis- sáttasemjari segir að samningsaðil- ar hafi verið ásáttir um að ekki væri til neins að halda viðræðum áfram. „Menn voru sáttir um það eitt að ekki væri samningsvilji," segir Þórir og kveðst meta stöðuna þannig að ekki þýði að kalla menn á fund í bráð. Þórir kveðst ekki telja hafa verið misráðið af hálfu ríkissáttasemjara að leggja fram miðlunartillögu þá sem mikill meirihluti félagsmanna Sleipnis felldi. „Það var þess virði að fá afstöðu og sjá hvort menn væru fúsir til þess að semja eða ekki. Þetta var mjög eðlileg miðlun í alla staði, það var farið örlítið framúr samkomulagi ASÍ og VSÍ og reynt að ganga eins langt og við gátum réttlætt hér. Síðan var það mál samningsaðila að ganga lengra, væru þeir ekki sáttir." „Atvinnurekendur ósveigjaniegir" Óskar Stefánsson formaður Sleipnis segir að samninganefnd félagsins hafí slegið af kröfum sín- um en vinnuveitendur hafí ekki viij- að ræða málin frekar. Grunnlaun bifreiðastjóra eru rúmar 48 þúsund krónur á mánuði og miðast krafa bifreiðastjóra við sambærileg laun og greidd eru hjá Sérleyfísbifreiðum Keflavíkur. Teitur Jónasson sem á sæti í samninganefnd fyrir eigendur fólksflutningabifreiða, segir þá hafa teygt sig lengra til móts við kröfur bílstjóra en hægt hafí verið að veija í raun. Sleipnir vilji. ekki semja í samræmi við þann kjarasamning sem verið hefur í gildi fram til þessa og ekki komi til greina að semja um kauphækkun útfrá samningum sem gerðir voru í Keflavík. Honum reiknist til að tilboð vinnuveitenda hljóði upp á 11% hækkun og tillaga sáttasemjara upp á um 15% hækk- un. Hann skilji bílstjóra svo að þeir vilji 18% hækkun en honum reikn- ist til að kröfur þeirra þýði í raun 30-40% hækkun. Búið sé að gera samninga við ferðaskrifstofur fyrir sumarið og svigrúm til taxtahækk- ana sé afar lítið. Teitur kveðst þó ekki eiga von á löngu verkfalli. Óskar fullyrðir að viðsemjendur bifreiðastjóra hafí hækkað verð- skrár sínar um 28,62% frá því í ársbyijun 1991, en á sama tíma hafí laun bifreiðastjóra hækkað um 4,31%. Á sama tíma hafí ýmis rekstrargjöld fýrirtækjanna lækkað og önnur staðið í stað. Röskun á ferðum og verkfallsbrot Félagsmenn Sleipnis eru á milli 160 og 200 talsins að sögn Óskars. Hann segir að verkfallið stöðvi allan hópferðaakstur á höfuðborgar- svæðfnu, strætisvagnaferðir í Kópa- vogi, Garðabæ og Hafnarfírði, ein- hver röskun verði á ferðum almenn- ingsvagna í Mosfellsbæ en eigendur muni halda uppi akstri eftir megni, röskun verði á akstri á sérleyfisleið- um til og frá Reykjavík en í ein- staka tilvikum muni eigendur halda uppi takmarkaðri þjónustu, akstur Kynnisferða hf. til Keflavíkurflug- vallar stöðvist, akstur Sérleyfisbif- reiða Keflavíkur haldi áfram, akstur á Eyjafjarðarsvæðinu raskist mikið og einnig á Suðurlandi. Samkvæmt upplýsingum frá Bifreiðastöð js- lands varð lítil röskun í gær vegna verkfallsins, en þó hafí ferðir til Akureyrar lagst niður og einnig ferðir til Hvolsvallar og Hólmavíkur ,og nokkur röskun varð á áætlunar- ferðum til og frá Selfossi og Hvera- gerði. Útlit sé fyrir að ferðir falli niður á ýmsa aðra staði ef verkfall stendur fram eftir viku, að minnsta kosti að hluta til. Óskar segir að félaginu hafí bor- ist ábendingar um verkfallsbrot. Félagið hafi veitt undanþágur vegna aksturs skólabarna og fatlaðra, með þeim skilyrðum að eigendur bifreiða önnuðust sjálfír aksturinn. í ljós hafí komið að atvinnurekendur í m.a. Kópavogi og á Suðurlandi hafí ekki hlítt þessu skilyrði og sett óvið- komandi bílstjóra í aksturinn en ekið sjálfír á öðrum leiðum. Eigi hann von á að þessar undanþágur verði því afturkallaðar. Sleipni hafa einnig borist beiðnir um undanþágu vegna ferðahópa sem voru komnir til landsins þegar verkfall hófst að sögn Óskars, og hafí verkfallsnefnd tekið jákvætt i þær beiðnir. Reykholtsskóli Úttekt Hagsýslu á skóla- starfimi MENNTAMÁLARÐUNEYTI hefur óskað eftir að Hagsýsla ríkisins geri úttekt á því hvern- ig til hafí tekist við skólastarf í Héraðsskólanum í Reykholti enda hafi skólastarfið verið nokkuð frábrugðið almennu skólastarfí í öðrum framhalds- skólum. Óskað er eftir því að úttektinni verði hraðað eins og kostur er til að hægt verði að taka ákvörðun um hvort halda beri áfram núverandi starfí veturinn 1995 til 1996. Björn Bjarnason, mennta- málaráðherra, kynnti eðli út- tektarinnar fyrir skólanefnd Héraðsskólans á laugardag. Henni er ætlað að taka til námsframboðs og markmiðs námsins, skipulags skóla- starfsins, námskrafna til nem- enda, námsframvindu þeirra og stöðu að loknu námi, við- horfs til skólans meðal nem- enda, kennara og annarra sem tengjast skólanum, umgengn- ishátta í skólanum, verka- skiptingu innan skólans, rekst- urs skólans og rekstrarforms og ijármálaumsýslu í skólan- um. Að því er varðar val á sér- fræðingum til að meta kennslu- og skólafræðilega þætti er gert ráð fyrir að sam- ráð verði haft við menntamála- ráðuneyti. Stjórn- skipunarlög Frumvarpið endurflutt GEIR H. Haarde, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokks- ins, mælti í gær fyrir frumvarpi til stjómskipunarlaga. Frum- varpið er samhljóða lögum sem samþykkt voru á síðasta þingi. Lögin öðlast ekki formlegt gildi fyrr en nýkjörið þing hefur sam- þykkt frumvarpið. Frumvarpið er flutt af for- mönnum þeirra þingflokka sem sæti eiga á Alþingi. Talsmenn allra flokka tóku til máls við umræðuna og lýstu yfír stuðn- ingi við frumvarpið. Nokkrir þingmenn hvöttu til þess að fleiri þætti stjómarskrárinnar yrðu endurskoðaðir. Davíð Oddsson forsætisráðherra lýsti því yfír við umræðuna að vilji væri til þess innan stjómar- flokkanna að halda vinnu við endurskoðun stjómarskrárinn- ar áfram. Árekstur o g bílvelta EINN maður slasaðist nokkuð í árekstri og bílveltu á Reykja- nesbraut um miðnætti í fyrri- nótt. Áreksturinn varð á gatna- mótum Reykjanesbrautar og Njarðvíkurvegar með tveimur fólksbílum. Bíllinn sem kom eftir Reykjanesbraut valt í kjöl- far árekstursins. Ökumáður hans slasaðist en ökumaður hins bílsins slapp ómeiddur. Bílarnir skemmdust báðir mjög mikið og em jafnvel ónýtir. Heilbrigðisráðherra í utandagskrárumræðum um kjör hjúkrunarfræðinga á landsbyggðinni Sérkjarasamningar verði hluti aðalkjarasamnings INGIBJÖRG Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra, segist telja að sérstakar aðstæður geti verið nauðsynlegar til að meta til launa starfsaðstæð- ur, landfræðilega legu, einangrun og sérstakt álag á starfsfólk heilbrigðisstofnana, til dæmis vegna mannfæðar. Telur hún að þetta eigi að gerast í kjarasamningum milli ríkisins og við- komandi stéttarfélags, eða í beinum tengslum við gerð kjarasamninga. Þetta kom fram í utandagskráruinræðum á Alþingi í gær um sérkjarasamninga hjúkrunar- fræðinga og ljósmæðra, en heilbrigðisráðherra hefur nýlega tilkynnt um aukafjárveitingu til sjúkrahúsa á landsbyggðinni til að greiða hjúkr- unarfræðingum staðaruppbætur í 10 mánuði á þessu ári, samtals að upphæð 34,7 milljónir króna. Góðar vonir um lausnir Málið kom til umræðu að frumkvæði Margrét- ar Frímannsdóttur, þingmanns Alþýðubanda- lagsins, á Suðurlandi. Beindi hún m.a. þeirri spumingu til heilbrigðisráðherra hver viðbrögð hennar yrðu ef einhver sjúkrahús á landsbyggð- inni næðu ekki samningum og hjúkrunarfræð- ingar gengju út 1. júní eins og þeir hafa boðað. Ingibjörg Pálmadóttir sagði stöðu málsins í dag vera þá að framkvæmdastjórar og stjórnend- ur sjúkrastofnananna væru að vinna að því að leysa málið gagnvart viðkomandi starfsmönnum. Víðast hvar á landinu væri búið að leysa málið og góðar vonir um lausnir á flestum stöðum. „Þó ég viti að um mikla erfiðleika sé að ræða þá er mikill vilji til að leysa þetta mál. Eg tel því ekki tímabært að tjá mig um það sem hugsan- lega kann að koma upp um næstu mánaðamót," sagði hún. Vandinn ekki leystur á skömmum tíma Heilbrigðisráðherra sagði ómögulegt að leysa fjárhagsvanda sjúkrahúsa á landsbyggðinni á skömmum tíma, og það yrði varla gert nema með miklum skipulagsbreytingum á heilbrigðis- þjónustunni. Hún sagði að uppsagnir einstakl- ingsbundinna ráðningarsamninga milli sjúkra- stofnana og hjúkrunarfræðinga væru samræmd- ar aðgerðir stjórnenda sjúkrastofnananna að frumkvæði heilbrigðisráðuneytisins. Forræði málsins hefði hins vegar ætíð verið í höndum stjómenda stofnananna þar sem þeir hefðu sjálf- ir gert samninga við einstaka hjúkrunarfræðinga og hópa þeirra, og aldrei hefði verið um sérkjara- samninga að ræða heldur einstaklingsbundin ráðningarkjör. Sagði heilbrigðisráðherra ljóst að svigrúm ein- stakra stofnana til að leysa þetta mál innan ramma fjárlaga væri mismunandi, og hún gerði sér fyllilega ljóst að þetta væri mjög erfítt fyrir mörg sjúkrahús úti á landi. „Svona gerum við ekki“ „Eg tel að sérstakar aðstæður geti verið nauð- synlegar til að meta til launa starfsaðstæður, landfræðilega legu, einangrun og sérstakt álag á starfsfólk til dæmis vegna mannfæðar, en það tel ég að eigi að gerast í kjarasamningum milli ríkisins og viðkomandi stéttarfélags, eða í bein- um tengslum við gerð kjarasamninga," sagði heijbrigðisráðherra. í máli Kristjáns Pálssonar, þingmanns Sjálf- stæðisflokks í Reykjaneskjördæmi, kom fram að hann teldi að ef sérkjör opinberra starfs- manna væru til umræðu þá hlytu öll sérkjör jafnt karla sem kvenna að vera til umræðu á sama tíma. Deila hjúkrunarfræðinga hefði verið að þróast í þá átt að stjómir flestra sjúkrahús- anna hefðu dregið uppsagnir sínar til baka, en það hafí verið gert undir þeirri pressu að í kjöl- farið yrði að draga með virkum aðgerðum stór- lega úr þjónustunni. Sagði Kristján að þar yrði um mikla skerð- ingu á þjónustu að ræða sem myndi strax bitna mjög harkalega á öldruðum, barnshafandi kon- 'um og fólki í jaðarbyggðum viðkomandi svæða. „Svona gerum við ekki, hæstvirtur heilbrigðis- ráðherra," sagði Kristján. Aðför að kvennastétt í ályktun fulltrúaþings Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga, sem haldið var 18.-19. maí, er mótmælt uppsögnum á ráðningarsamningum hjúkrunarfræðinga sem starfa á landsbyggð- inni, en þær séu aðför að kvennastétt og launa- kjörum um 200 kvenna sem starfa hjá hinu opinbera. „Ljóst er að hjúkrunarfræðingar munu ekki una því að kjör þeirra séru skert með þessum hætti, og hafa þeir lýst því yfir að þeir muni láta af störfum 1. júní nk. að óbreyttu. Fulltrúa- þingið hvetur stjórnvöld og stjórnir sjúkrahúsa til að draga uppsagnir hjúkrunarfræðinga til baka svo ekki skapist alvarlegt ástand á heil- brigðisstofnunum á landsbyggðinni um næstu mánaðamót," segir orðrétt í ályktuninni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.