Morgunblaðið - 23.05.1995, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 23.05.1995, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ALDREI þessu vant fékk þjóðin það sem hún kaus . . Kannað hvort stofna eigi vinnuveitendasamband ríkisstofnana Dregið úr miðstýringu í starfsmannamálum FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ ætlar að láta kanna hvort rétt sé að setja á laggimar vinnuveitendasamband ríkisstofnana, sem rekið yrði með sama hætti og vinnuveitendasam- bönd á almennum markaði. Stofnun slíks sambands yrði liður í að draga úr miðstýringu í launa- og starfs- mannamálum ríkisins og færa launaákvarðanir meira út í stofnan- imar. Fjármálaráðherra hyggst skipa þriggja manna nefnd, sem er ætlað að endurskoða starfsmanna- mál ríkisins. Þetta kemur fram í minnisblaði, sem Friðrik Sophusson, fjármála- ráðherra, lagði fyrir ríkisstjórnina á föstudag. Friðrik hefur áður kynnt hugmyndir um breytingar í launa- og starfsmannamálum ríkis- Tillögur um launa- jafnrétti LAGÐAR hafa verið fram tvær þingsályktunartillögur á Alþingi, sem miða báðar að því að ná fram launajafnrétti karla og kvenna. Þingkonur Kvennalistans leggja fram aðra tillöguna, en hún felur í sér að ríkisstjómin grípi þegar í stað til aðgerða til að afnema launamisrétti kynj- anna. Jafnframt verði gerð áætl- un sem hafi það að markmiði að bæta stöðu kvenna á vinnu- markaði. Að hinni tiliögunni standa Svanfríður Jónasdóttir, Þjóð- vaka, og Bryndís Hlöðversdóttir, Alþýðubandalagi. Hún gerir ráð fyrir að ríkisstjórninni verði falið að gera framkvæmdaáætlun í samráði við aðila vinnumarkað- arins sem hafí það að markmiði að ná fram fullu launajafnrétti kynjanna á næstu fimm árum. ins og sagði m.a. á ráðstefnu um það efni í október í fyrra að ríkið sem atvinnurekandi ætti í sam- keppni við einkafýrirtæki um vinnu- afl. „Eigi ríkisvaldið að vera sam- keppnisfært verður að taka mið af starfsmannahaldi einkafyrirtækja,“ sagði ráðherra. „Stjórnskipulagið gerir raunar erfítt um vik að flytja úrræði almenna markaðarins óbreytt til ríkisins. Eins má segja að menn hafí í skjóli þessa sama skipulags komið sér hjá að taka með beinum og skýrum hætti af- stöðu í starfsmannamálum." Ríkisstarfsmenn jafnsettir öðrum í minnisblaði ráðherra til ríkis- stjómarinnar segir, að stjórnvöld í grannríkjum hafí lagt á það áherslu við breytingar á starfsmannamálum ríkisins, að gera ríkisstarfsmenn jafnsetta um réttindi og skyldur og gildi um launafólk almennt. Sér- reglur hafí því sem næst verið tak- markaðar við æðstu stjóm ríkisins, dómara o.fl. Þessi þróun sé mjög æskileg, þar sem stærstur hluti starfsmanna ríkisins eigi flest sam- eiginlegt með launþegum á almenn- um vinnumarkaði og ættu launa- kjör, kjarabundin réttindi og kjara- ÞRÍR piltar, fæddir 1976, hafa við- urkennt að hafa ekið inn í skógar- lund í Heiðmörk og sagað þar niður tvö sex metra há furutré aðfara- nótt laugardags. Lögreglunni í Hafnarfírði var á laugardagsmorgun tilkynnt um bif- reið í Heiðmörk og fannst hún inni í skógarlundi. Bílnum hafði verið ekið niður göngustíg en festist á milli tijáa í skógarlundi. Þegar þeir komust ekki lengra sóttu piltamir samningsgerð því að vera með svip- uðu sniði. Lögin þarf að endurskoða Þá er bent á að skoða þurfí fram- tíðarskipan í samningamálum ríkis- ins og afla upplýsinga um reynslu annarra þjóða, en Svíar hafí m.a. farið þá leið að setja á laggirnar vinnuveitendasamband ríkisstofn- ana. Endurskoða þurfí lög um rétt- indi og skyldur opinberra starfs- manna, lög um kjarasamninga opin- berra starfsmanna, lög um eftirlit með ráðningu starfsmanna og lög um Kjaradóm og kjaranefnd. Sérfræðingur OECD í starfs- mannamálum mun starfa með þriggja manna nefnd, sem á að endurskoða starfsmannamál ríkis- ins. Nefndin á að skila fjármálaráð- herra greinargerð með nánari út- færslum og vinna starfsáætlun, þar sem einstök verkefni eru skilgreind og ákveðið,. hvernig standa skuli að úrvinnslu þeirra. Sú starfsáætlun verður kynnt ríkisstjórninni. í minnisblaði ráðherra er lögð áhersla á að nefndin hafi í starfi sínu samráð við samtök launþega og náið samstarf við nefnd sem vinnur að endurskoðun vinnulög- gjafarinnar. sög og söguðu niður tvö sex metra há furutré og unnu fleiri skemmdir á gróðri. Samkvæmt upplýsingum rann- sóknarlögreglu í Hafnarfirði var bifreiðin fjarlægð með handafli nokkurra fílefldra lögreglumanna og tveggja íþróttakennara. Ekki var unnt að koma við neinum tækjum öðruvísi en valda enn frekari skemmdum. Skemmdu sex metra há tré í Heiðmörk Hlaut svissnesk vísindaverðlaun Signr málstaðarins um hóflega nýtingn sjávarauðlinda Jakob Jakobsson JAKOB Jakobssyni for- stjóra Hafrannsókna- stofnunar voru á dög- unum veitt heiðurs- verðlaun svissnesku vísinda- akademíunnar fyrir framúr- skarandi framlag á sviði vís- inda til sjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda og vernd- unar fjölbreytileika lífríkis- ins. Verðlaunin, sem afhent voru við hátíðlega athöfn í Háskólanum í Basel í Sviss, eru kennd við grískættaðan doktor og prófessor í stærð- fræði, Dimitris N. Chorafas. Þau eru veitt á sviði há- tækni, hag- og félagsvís- inda, stjórnsýslu, þróunar til að sporna við mannfjölgun og loks rannsókna er lúta að verndun og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda. í ár voru tvenn verðlaun veitt, á sviði læknisfræði og náttúruvís- inda. Jakob deiidi verðlaunum sín- um á sviði náttúruvísinda, um 2,5 milljónum króna, með bandarísk- um vísindamanni, dr. Hans-Peter Grunenfelder. Jakob vék að því í þakkarávarpi sínu hve hlutverk fískifræðinga og staða þeirra í samfélaginu hef- ur breyst á þeim 40 árum sem hann hafi starfað í þeirri stétt. „Þegar ég byijaði var stöðugt verið að finna nýjar fískitegundir, ný fískimið og svo framvegis. I þá tíð vorum við ákaflega vinsæl- ir. Um miðjan sjöunda áratuginn snerist þetta aftur á móti alveg við. Þá hættum við að vera þessir vinsælu og góðu menn sem spáðu fyrir góðæri í hverju orði. Breyt- ingar urðu ofboðslegar við það að heilu stofnamir hrundu, sér í lagi sfldarstofninn. Við urðum á skömmum tíma að vondum hag- sýnum körlum sem vildu engar fískveiðar leyfa og boðuðu niður- skurð veiðiheimilda í hveiju orði. Loks gerði ég í ávarpi mínu grein fyrir endurreisn síldarstofnsins sem aftur hefur komið að góðum notum fyrir sjávarútveginn." - Hvaða þýðingu hafa þessi verðlaun fyrir þig og starf þitt? „Eg tel verðláunin fyrst og fremst hafa þýðingu fyrir þann málstað sem við á Hafrannsókna- stofnun höfum barist fyrir í þijá- tíu ár. Við höfum verið að reyna að sannfæra fólk um að nýta auð- lindir sjávar á hóflegan hátt. Ég tel að svona viðurkenning hafi mjög mikla þýðingu á þann hátt að málstaður okkar fái athygli. Ég varð var við það við afhendingu verðlaun- anna og á ráðstefnu sem haldin var í Ziirich í tenglsum við hana að fólk er mikið farið að tala um sjálfbæra nýt- ingu auðlinda, það telur einfald- lega að það verði að gæta að fjöl- breytni í lífríkinu og ganga varlega um auðlindimar. Einmitt þessi stefna hefur verið okkar stefna í 30 ár allt frá því að menn fóru að taka fiskverndunarmál alvar- legum tökum. Mér finnst þetta vera viðurkenning á þessari stefnu og framlagi okkar sem störfum á Hafrannsóknastofnun. Ég vil láta það koma skýrt fram að verðlaun mín eru viðurkenning á störfum fjölmargra annarra. Ég vil þess vegna þakka öllum samstarfs- mönnum mínum, hérlendis sem erlendis, fyrir stuðning sinn í bar- áttu minni.“ - Mun þessi viðurkenning auka enn frekar tiltrú erlendra stjórn- mála- og vísindamanna á störfum og sjónarmiðum íslenskra fiski- fræðinga í fiskverndunarmálum? ► Jakob Jakobsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar er fæddur í Neskaupstað árið 1941. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík árið 1952 og B.Sc.-prófi í fiskifræði og stærðfræði frá Háskólanum í Glasgow árið 1956. Hann hóf störf þjá Ha- frannsóknastofnun sama ár og hefur stýrt stofnuninni frá 1984. Jakob hefur verið nyög virkur á alþjóðavettvangi á sínu sviði, hefur setið í Norðaustur- Atlantshafsfiskveiðinefndinni og var ennfremur forseti Al- þjóðahafrannsóknarráðsins frá 1988 til 1991. Jakob er kvæntur Margréti E. Jónsdóttur frétta- manni. „Öll umræða hefur að sjálf- sögðu einhver áhrif og eins voru menn á ráðstefnunni mjög upp- teknir af málum Kanadamanna og ESB. Ég þurfti í mínu erindi á ráðstefnunni að ræða sérstaklega hvernig sú deila varð til og hvern- ig á henni stóð. I útlöndum er fólk farið að hafa verulegan áhuga á fiskvemdunarmálum og hóflegri nýtingu sjávarauðlinda. Áhuginn er þannig ekki aðeins bundinn við íslendinga." - Hvað geta íslendingar gert til að standa vörð um fjölbreyti- leika lífríkisins? „Við þurfum að ná betri tökum á umgengninni á miðunum og gæta hófs í nýtingu auðlindanna þannig að íslendingar verði enn frekar til fyrirmyndar en verið hef- ur. Ég tel mig hafa fundið fyrir því að íslensk stjómvöld séu að taka þessi mál ákveðnari tökum uppá síðkastið. Það er einnig sannfæring mín að al- menningur í landinu sé þessu mjög fylgjandi. Það eru náttúrlega viss öfl sem telja að það sé miklu meira af fiski í sjónum heldur en við gerum ráð fyrir. Þessi öfl hafa skammtíma- hagnað að leiðarljósi en gæta þess ekki hver hagnaðurinn verður þeg- ar til lengri tíma er litið.“ - Hver eru mikilvægustu verk- efni Hafrannsóknastofnunar um þessar mundir? „Við erum að koma frá okkur nýrri úttekt á stöðu fiskistofna og ætlum að birta hana í lok þessarar viku. Það snýst allt um þetta verk- efni þessa dagana. - Má búast við óvæntum niður- stöðum í þessari úttekt? „Það er nú alltaf eitthvað frétt- næmt í svona skýrslum, það hefur að minnsta kosti verið það þau ár sem ég hef verið í þessu starfi. En það verður að koma í ljós á föstudaginn kemur.“ Veröum að bæta um- gengni á miöunum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.