Morgunblaðið - 23.05.1995, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Viðsnúningur í rekstri Mechlenburger Hochseefischerei eftir langvarandi erfiðleika
AKUREYRI
Víðtæk endurreisn
farin að skila sér
VIÐSNÚNINGUR hefur orðið í
rekstri dótturfyrirtækis Útgerðar-
félags Akureyringa, Mechlenbur-
ger Hochseefischerei, MHF, í
Rostock í Þýskalandi á síðustu
mánuðum. Ráðist var í víðtæka
endurreisn fyrirtækisins í lok síð-
asta árs sem nú er farin að skila
sér. Eftir mikla erfiðleika og halla-
rekstur á fyrstu misserum félags-
ins í eigu nýrra aðila telja menn
ekki óraunhæft að áætla að fyrir-
tækið skili einhveijum hagnaði á
þessu ári, þó ekki hafi verið ráð
fyrir því gert.
Viljayfirlýsing um kaup Útgerð-
arfélags Akureyringa á 60% hlut
í þýska útgerðarféiaginu Mechlen-
burger Hochseefischerei í Rostock
var undirrituð í desember árið 1992
og tóku nýir eigendur við rekstri
félagsins á vordögum 1993. Hlut-
hafar á móti ÚA eru fýlkisstjórnin
í Mechlenburger Vorpommern,
sem á 25%, Rostock-borg með 10%
hlut og Rostock-höfn á 5% í fyrir-
tækinu. Félagið var keypt af
Einkavæðingarnefndinni, Trau-
handanstalt, sem stofnuð var eftir
að þýsku ríkin sameinuðust og var
tilgangur nefndarinnar að einka-
væða atvinnulífíð í fyrrverandi
Austur-Þýskalandi.
Fyrirtækið allt var selt á 10
milljónir þýskra marka og var hlut-
ur ÚA 6 milljónir marka eða um
260 milljónir króna. Það gerði á
þessum tíma út 8 togara sem sam-
tals voru um 17 þúsund tonn að
stærð. Flest skipanna, eða 7 þeirra
voru nýleg, smíðuð 1987, en eitt
þeirra var 10 ára gamalt þegar
kaupin voru gerð, það var síldar-
og makrílvinnsluskip. Margs konar
endurbætur voru gerðar á skipun-
um og vinnsluaðstaða bætt til sam-
ræmis við það sem tíðkast um
borð í íslenskum fískiskipum.
Miklar væntingar voru um að
félagið skilaði arði enda hafði
góður árangur náðst við úthafs-
karfaveiðar skipanna og þá gerðu
menn sér vonir um aukin umsvif
á Akureyri í kjölfar kaupanna.
Áætlanir um rekstur félagsins
brugðust, það var rekið með mikl-
um halla fyrsta árið í eigu nýrra
eigenda en félagið tapaði þá um
330 miiljómim króna. Þegar Ijóst
var í hvað stefndi á haustdögum
árið 1993 var farið í saumana á
rekstrinum. Ljóst var að grípa
þurfti í taumana til að stöðva gíf-
urlegan hallarekstur. Forráða-
menn ÚA héldu utan til viðræðu
við fulltrúa í Einkavæðingar-
nefndinni þar sem freista átti þess
að fá samninginn endurskoðaðan,
en nefndarmenn voru ekki til við-
ræðu um að taka þátt í tap-
rekstrinum. Ákveðið var á fundin-
um að gera ítarlega greiðslu- og
rekstraráætlun fyrir félagið og
tóku fulltrúar í Einkavæðingar-
nefndinni líklega í að ræða málin
eftir að þeirri vinnu lyki.
Krossgötur
Á miðju síðasta ári var komið
að krossgötum varðandi áfram;
haldandi rekstur fyrirtækisins. I
samkomulagi sem undirritað var
jafnhliða kaupum á félaginu eru
ákvæði um að hver hluthafi fyrir
sig geti krafist þess að slíta félag-
inu fari eigið fé þess niður fyrir
920 milljónir króna. Forráðamenn
ÚA settu hins vegar stefnuna á
það markmið að finna félaginu
traustari rekstrargrundvöll og
freista þess að endurskipuleggja
Ijárhag þess. Endurfjármögnun
upp á 700 milljónir króna var kynnt
í október á liðnu ári.
í endurfjármögnuninni sem selj-
endur þýska útgerðarfélagsins,
fylkisstjórnin í Mechlenburg-
Vorpommern og eigendur fyrir-
tækisins stóðu að, fólst m.a. að
kaupverð var lækkað, skuldir fé-
lagsins felldar niður og heimamenn
kæmu með nýtt fjármagn inn í
reksturinn. Alls var um að ræða
endurreisnarpakka upp á tæpar
700 milljónir króna, þar af var
hlutur ÚA 44 milljónir króna.
Kaupverðið lækkað
um 150 milljónir
Eitt skipanna var selt í ágúst á
síðasta ári fyrir um 130 milljónir
og borist hefur kauptilboð í annað,
þannig að í framtíðaráætlunum er
gert ráð fyrir að félagið geri út 6
skip.
Breytingar voru gerðar á kaup-
samningi sem hafði í för með sér
að kaupverð ÚA á hlutabréfum í
MHF var lækkað úr 264 milljónum
í 114 milljónir króna. Mismuninn,
150 milljónir lagði ÚA inn í fyrir-
tækið í formi varasjóðs, en þessi
breyting leiddi til mun minni vaxta-
kostnaðar.
Nýr kjarasamningur
skiptir sköpum
Liður í endurreisn fyrirtækisins
var einnig nýr kjarasamningur við
starfsfólk MHF, en í þeim samn-
ingum er félagið viðurkennt sem
svokallað vertíðarfyrirtæki sem
felur í sér að skip þess eru ekki
gerð út að vetrinum eða frá því í
nóvember til loka febrúar. Áður
voru sjómennirnir á launum hjá
fyrirtækinu meðan á þessu fríi stóð
en með nýjum kjarasamningi fer
starfsfólkið af launaskrá og at-
vinnuleysistryggingasjóður tekur
við launagreiðslum. Þessi þáttur
endurskipulagningarinnar er enn
ekki kominn til framkvæmda, en
þessi háttur verður hafður á næsta
haust þegar skipunum verður lagt
fyrir veturinn. '
Kjarasamningurinn minnkar
kostnað fyrirtækisins verulega, því
hlutfall launa af tekjum lækkar
úr rúmlega 60% í tæp 40% miðað
við afla og verðlag afurða.
Áætlanir um endurreisn fyrirtæk-
isins hafa tekið mun lengri tíma en
gert var ráð fyrir en að þeim hefur
verið unnið í allan vetur og sjá
menn nú á vordögum fram á að
hann gangi í gegn og lífvænlegri
tímar séu framundan í rekstrinum.
Ingi Björnsson, sem ráðinn var
framkvæmdastjóri MHF í byijun
síðasta árs, hefur stýrt þessum
aðgerðum og telja stjórnarmenn
ÚA hann hafa unnið gott starf.
Hann hefur nú sagt starfi sínu
Iausu og hættir um næstu mánaða-
mót. Nýr framkvæmdastjóri hefur
ekki verið ráðinn.
Góðar horfur eftir að félagið
hefur verið gírað niður
Skip félagsins eru á karfaveið-
um á Reykjaneshrygg, en veiðar á
þessu ári hafa farið vel af stað.
Þá hefur verðlag á afurðum farið
hækkandi. Úthaldsdagar verða
einnig fleiri á þessu ári en áður
vegna fækkunar frídaga.
„Við höfum verið að gíra fyrir-
tækið niður,“ sagði Gunnar Ragnars
framkvæmdastjóri ÚA, en áætlanir
sem gerðar voru fyrir yfirstandandi
ár í kjölfar endurreisnar félagsins
hafa gengið eftir og gott betur.
„Það sem kannski gjörbreytti rekstr-
ardæminu er þessi samningur sem
gerður var við sjómennina. Á sama
tíma í fyrra voru þeir í fríi, en nú r
eru öll skipin að veiðum og físka
mjög vel, það hefur ekki dottið úr
dagur vegna brælu þannig að nú
er nýtingin í hámarki."
Þá nefndi Gunnar að afurðaverð
hefði hækkað, en gerðar hefðu ver-
ið breytingar á samsetningu fram-
leiðslunnar, minna væri um blokk
en áður og áhersla lögð á að vinna
afurðir í verðmeiri pakkningar.
„Eins og staðan er núna er ekki
annað hægt að segja en horfurnar
séu nokkuð góðar enda hafa miklar
breytingar átt sér stað í rekstri
þessa fyrirtækis," sagði Gunnar.
í ársskýrslu ÚA er tekið fram
að gangi reksturinn ekki við þessi
nýju skilyrði hafi tilraunin mistek-
ist og seglin verði dregin saman
áður en fé tapast.
Verkefni sparisjóða og landgræðslu í Dimmuborgum
Margvísleg verkefni
skapa atvinnu í sveitinni
TÖLUVERÐ atvinna skapast í Mývatnssveit við margvísleg verkefni sem
unnið verður að í tengslum við átakið „Verndum Dimmuborgir" sem
Samband íslenskra sparisjóða stendur að, en fulltrúar þess hafa afhent
Landgræðslu ríkisins 12 milljónir króna til að sinna þessu verkefni.
Grenivík
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Draga björg í bú
Forstöðumað-
ur íþrótta- og
skólabygginga
Grýtubakkahreppur. Morgunblaðið. HER-
MANN Gunnar Jónsson hefur verið
ráðinn forstöðumaður með íþrótta-
og skólabyggingum Giýtubakka-
hrepps. Hermann er að ljúka námi
í trésmíði.
Endurskipulagning var gerð á
stöðu húsvarðar við barnaskólann
og samkomustað hreppsbúa, en því
starfí var áður sinnt af fleiri en
einum. Við starf húsvarðarins nú
bætist umsjón með nýbyggðu
íþróttahúsi og sundiaug og einnig
mun hann hafa umsjón með tjald-
stæði á sumrin. Starfið felst í því
að sjá um öll mannvirki, tæki og
búnað og sinna viðhaldi og viðgerð-
um eftir þörfum.
Síðari ár hefur hreppurinn ráðið
starfslið til .ræstingar á skólahús-
næðinu, en nú færist umsjón með
ræstingum yfir til þessa forstöðu-
manns mannvirkjanna.
Hermann Gunnar var landvörður
í Fljótum síðastliðið sumar og mun
hann taka við starfi húsvarðar um
mánaðamótin maí/júní en verða í
leyfi fyrstu tvo mánuði starfs-
tímans.
Mikil gróður- og jarðvegseyðing
hefur átt sér stað öldum saman
sunnan Borganna og Iitlu mátti
muna að Dimmuborgir yrðu sandi
að bráð, en þurr suðvestanátt feykir
sandi á undan sér sunnan af öræfum
sem kæfir hvað sem fyrir verður.
Sandaldan var komin að Dimmu-
borgum á fjórða áratug þessarar
aldar, en Landgræðslan girti þar
árið 1942 og hafa þær síðan verið
friðaðar fyrir búfjárbeit. Gijótgarð-
ar voru hlaðnir og melgresi sáð í
skjóli þeirra til að hefta sandfokið
og tókst þannig að bjarga Dimmu-
borgum frá eyðileggingu, en aðeins
í bili.
Binda þarf sandinn varanlega
Sveinn Runólfsson og Andrés
Arnalds hjá Landgræðslu ríkisins
hafa tekið saman helstu verkefni
sem vinna þarf að til að ná mark-
miðinu um verndun Dimmuborga á
næstu þremur árum, en þar er um
þríþætt verkefni að ræða. Sandur
ógnar Borgunum enn og hann þarf
að stöðva, þá þarf að hefta varan-
lega þann sand sem þar er fyrir og
loks verður að bæta aðstöðuna
þannig að unnt sé að taka á móti
þeim ferðamönnum sem þangað
koma án þess þeir valdi spjöllum á
viðkvæmri náttúrunni.
Til að stöðva sandfok innan
Dimmuborga er ætlunin að koma
gróðri í allar sanddokkir svo sand-
urinn verði varanlega bundinn,
styrkja þarf gróður með áburði og
gróðursetja víði og birki en á erfið-
ustu stöðunum þarf að binda hann
með heyi og öðrum lífrænum
áburði. Aðstæður eru erfiðar þannig
að mikið verður að vinna með hönd-
unum og verður unglingum veitt
vinna við þessar aðgerðir í sam-
starfí við sveitarstjórn hreppsins.
Unnið verður að stöðvun sand-
foks sunnan Dimmuborga, m.a.
með því að landgræðslusvæðið
verður stækkað til suðurs og suð-
vesturs og varnarbeltið umhverfis
Borgirnar þar með breikkað. Einnig
verður þar sáð melfræi, gróður
styrktur með áburði og tijáplöntur
gróðursettar.
60 þúsund ferðamenn
Áætlað er að í Dimmuborgir komi
um 60 þúsund ferðamenn á ári, en
bæta þarf mjög aðstöðu til að taka
á móti sívaxandi fjölda ferðamanna.
Áfram verður haldið að gera göngu-
stíga og leiðir merktar og þá verður
hluti stíganna þannig að hann verði
fær hjólastólum. Aðkomu þarf að
bæta og stækka þarf bílastæði,
gera þarf upplýsingaskilti auk þess
sem æskilegt þykir að koma upp
húsnæði ti! móttöku á ferðamönn-
um. Þá er stefnt að uppbyggingu
fræðslustofu við Dimmuborgir
þannig að aðstæður séu nýttar til
fulls við umhverfisfræðslu.
Stefnt er að því að öil þessi verk-
efni sem unnið verður að á næstu
þremur árum fyrir það fé sem spari-
sjóðirnar hafa látið af hendi rakna
skapi atvinnu í Mývatnssveit og mun
sveitarstjómin taka að sér ýmis
verkefni sem þar verða unnin í sum-
ar í samvinnu við Landgræðsluna.
ÞEIR voru að draga björg í bú,
félagarnir Helgi og Böðvar,
sem voru önnum kafnir við
þorskveiðar á Oddeyrar-
bryggju síðdegis í gær. Það var
napurt í norðanáttinni og þung-
búið, en virtist ekki bíta á pilt-
ana sem héldu áfram að sveifla
stönginni enda ætluðu þeir að
eiga góða stund saman í garðin-
um heima, þar átti að grilla
aflann.