Morgunblaðið - 23.05.1995, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 23.05.1995, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ t VIÐSKIPTI Fyrsta skrefið stigið í þá átt að breyta Heklu hf. úr fjölskyldufyrirtæki í almenningshlutafélag Tryggingamiðstöðin kaupir þriðjung hlutafjár ífélaginu TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN hf. hef- ur keypt hlutabréf Margrétar Sig- fúsdóttur í Heklu hf. Þar með hafa tvö af fjórum börnum stofnenda Heklu, þeirra Sigfúsar Bjamasonar og Rannveigar Ingimundardóttur, selt sinn hlut og eiga þeir Sigfús Sigfússon og Sverrir Sigfússon nú þriðjungs hlut í fyrirtækinu hvor um sig á móti tryggingarfélaginu. Á aðalfundi Heklu sl. fímmtudag lét Margrét af störfum sem stjóm- arformaður. Hennar sæti í stjóm- inni tók Gunnar Felixson, forstjóri Tryggingarmiðstöðvarinnar, sem varaformaður, en Sverrir gegnir formennsku í stjórninni. Vom Mar- gréti þökkuð áralöng störf og henni óskað velf- amaðar í framtíðinni en hún hefur ákveðið að flytja til útlanda til náms. Kaupverð hlutabréfanna er trúnaðarmál á þessu stigi. „Þegar við réðumst í miklar breytingar hjá Heklu á síðasta ári mynduðum við ráðgjafarráð þriggja manna sem veittu okkur stjómend- um Heklu ráðgjöf,“ segir Sigfús Sigfússon, forstjóri Heklu. „í ráðinu hafa verið þeir Gunnar Felixsson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar hf., Benedikt Jóhannesson hjá Talnakönnun og Tryggvi Jónsson, löggiltur endurskoðandi hjá Endur- skoðun hf. Þeir hafa fundað með okkur á tveggja vikna fresti í heilt ár og tóku mikinn þátt í þeim að- gerðum sem gripið var til í fyrra til að lagfæra reksturinn á fyrirtæk- inu. Þeir em því öllum málum hér mjög vel kunnugir. Góður fjárfestingarkostur í janúar lýsti Margrét því yfír að hún hefði áhuga á að flytja til Frakklands og ámálgar það við okkur að hún vilji gjarnan selja hlutabréfín sín í Heklu. Það kom til greina að við Sverrir keyptum þessi hlutabréf eða að fundinn yrði utanaðkomandi kaupandi. Við kom- umst að þeirri niðurstöðu að best væri fyrir framtíð Heklu Bjartara fram- að breyta fyrirtækinu í undan á bíla- markaði Það almenningshlutafélag enda er hér um að ræða mjög stórt fyrirtæki sem er leiðandi á sínu sviði. væri heillavænlegast fyrir Heklu að fá góðan og traustan ut- anaðkomandi aðila inn í fyrirtækið. Þannig yrði stigið fyrsta skrefíð í þá átt að breyta fyrirtækinu í al- meijningshlutafélag. Einnig vomm við nýbúnir að kaupa hlut Ingi- mundar sem var stór biti og ekki á allra færi að kaupa aftur svona stóran hlut. Niðurstaðan varð sú að Gunnar tók upp viðræður við Margréti um kaup á hlut hennar í félaginu." Gunnar Felixson bendir á að hann hafí fylgst með fyrirtækinu vegna setu sinnar í ráðgjafarráði Heklu. „Þegar það kom upp að Margrét vildi selja hlutinn sinn fannst mér það vera ákjósanlegt að íjárfesta í þessu gamalgróna og góða fyrirtæki. Það er á öðru sviði en þau fyrirtæki sem við höfum keypt hlutabréf í hingað til. Okkar hlutabréfaeign er að mestu leyti í sjávarútvegsfyrirtækjum. Ég þekkti rekstur Heklu nokkuð vel og taldi að rekstur fyrirtækisins hefði verið aðlagaður breyttum að- stæðum á bílamarkaði. Þá væri bjartara framundan en verið hefur þannig að hér væri um nokkuð góðan fjárfestingarkost að ræða. Þetta er gott fyrirtæki sem ég hef trú á að muni ganga vel í framtíð- inni. Við höfum átt góð samskipti við Heklu í 10-15 ár og að öllu þessu samanlögðu töldum við að hér væri um mjög fysilegan kost að ræða.“ Tryggingamiðstöðin hef- ur átt samstarf við Heklu m.a. um að bjóða viðskiptavinum bílalán og eru ekki fyrirhugaðar neinar breyt- ingar á því. Þeir Sigfús og Gunnar segja ekki tímabært að ákveða hvenær Heklu verði breytt í almenningshlutafélag heldur sé það á þessu stigi í framtíð- arsýn. Hins vegar hafi reksturinn gjörbreyst til batnaðar á skömmum Morgunblaðið/RAX REKSTUR Heklu hf. gjörbreyttist til batnaðar eftir að gripið var til róttækra sparnaðaraðgerða á síðasta ári. tíma. „Hekla er miklu betra og sterkara fyrirtæki en það var fyrir einu ári,“ segir Sigfús. Tap í fyrra en hagnaður í ár Hekla hefur ekki skýrt frá af- komu sinni opinberlega en Sigfús viðurkennir að tap hafí' orðið af rekstrinum í fyrra. Hins vegar sé búist við að hagnaður verði á þessu ári. „Allar áætlanir sem gerðar voru í maí á síð- asta ári hafa staðist. Þessar ráðstafanir sem við gripum þá til fóru ekki að skila árangri fyrr en í lok ársins. Það er einnig bjart- ara framundan á bflamarkaðnum svo og á markaði fyrir vörubíla, þungavinnuvélar og bátavélar." Utlit er fyrir að launakostnaður ársins 1995 verði um 100 milljónum króna lægri en á árinu 1992. Hefur starfsmönnum verið fækkað um fjórðung eða 30-40 manns án þess að það hafi bitnað svo mjög á starf- semi fyrirtækisins. Þá hefur náðst ýmiss konar annar sparnaður og segja þeir Sigfús og Gunnar að tek- ist hafi að skera niður rekstrar- kostnað um u.þ.b 25%. „Við erum mjög þakklátir starfs- fólki Heklu fyrir hvað það hefur sýnt þessum aðgerðum mikinn skilning sem hefur gert það að verk- um að þetta hefur allt skilað sér.“ Sala Heklu það sem af er árinu er svipuð og á sama tíma í fyrra. Þannig er Volkswagen með 13% markaðshlutdeild á fólks- bílamarkaðnum og Mitsu- bitshi með 5% hlutdeild. „Okkur tókst að auka söl- una á Volkswagen um leið og japönsku bílarnir hækkuðu í verði. Eg held að af evr- ópsku bílunum séu langbestu kaupin í Volkswagen enda er þessi tegund með mestu markaðshlutdeild evróp- skra bíla.“ Fyrirtækið tók við umboði fyrir Scania vörubifreiðar þann 11. febr- úar sl. og segir Sverrir Sigfússon að þegar hafi tekist að selja nokkra bíla. „Við erum að byggja upp vara- hlutalager og höfum komið okkur upp frábærri viðgerðaraðstöðu.“ Kostnaður lækkaður um fjórðung Mikill rekstrarbati hjá Borgey hf. á Höfn í Hornafirði Morgunblaðið/Sigrún BORGEY jók verulega saltfískvinnslu sína á sl. ári. Þær Hall- dóra Stefánsdóttir og Valdís Harðardóttir hafa unnið í saltfiskin- um hjá fyrirtækinu í meira en 20 ár. Kaupir eignir af þrotabúi Þorgeirs og Ellerts hf. Kaupverð eigna 48 milljónir króna Hagnað- urnam tæplega 79 millj. REKSTUR Borgeyjar hf. á Höfn í Homafirði gekk vel á síðasta ári og var bæði hagnaður og velta langt umfram áætlanir. Hagnaður félags- ins á árinu varð um 79 milljónir samanborið við tæplega 29 milljóna hagnað árið áður. Þá jókst velta félagsins úr um 1.113 milljónum í l. 353 milljónir. Þennan bata má m. a. rekja til stóraukinnar vinnslu á síld og loðnu sem skilaði um 44% veltu félagsins á árinu samanborið við 23% árið áður. í ársbyijun 1994 var gengið frá nauðasamningum Borgeyjar hf. við kröfuhafa á hendur félaginu sem gripið var til eftir að rekstur félags- ins komst í þrot í ársbyijun 1993. Á aðalfundi Borgeyjar sem haldinn var sl. miðvikudag kom fram að nauðasamingurinn hefur gengið eft- ir í öllum aðalatriðum. Nýtt hlutafé að fjárhæð 107 milljónir hefur verið selt, gengið hefur verið frá skuld- breytingum langtímalána og kröfu- hafar hafa breytt skuldum að upp- hæð 226 milljónir í hlutafé. Við endurskipulagningu á efna- hag og starfsemi voru togarar seld- ir ásamt öðrum vertíðarbáti félags- ins. Þessar aðgerðir gjörbreyttu að- stöðu Borgeyjar til að vinna frystar afurðir úr bolfíski. Hefur sala veiði- heimilda ásamt niðurskurði á kvót- um leitt til þess að veiðiheimildir félagsins hafa rýmað úr 4.375 þorskígildistonnum í um 2.055 tonn á tveimur árum. Félagið átti í árslok eitt fiskiskip Hvanney SF 51 en annar bátur félagsins var úreltur á árinu og seldur úr landi. Til að mæta þessu hefur Borgey átt í samstarfi við aðrar útgerðir um hráefnisöflun auk þess sem físk- ur hefur verið keyptur á fískmörk- uðum. Þetta fyrirkomulag hefur reynst vel, að því er fram kemur í ársskýrslu. Halldór Ámason, fram- kvæmdastjóri Borgeyjar hf., sagði hins vegar í ræðu sinni á aðalfundin- um að mikilvægt væri að efla að nýju útgerðarþátt Borgeyjar. Félag- ið þyrfti bæði að eiga í viðskiptum við og eiga sjálft fullkomin skip til veiða á uppsjávarfískum. Stöðugt Ieitað nýrra sóknarfæra Bolfískfrysting dróst vemlega saman á síðasta ári eða úr 1.521 tonni í 666 tonn. Sömuleiðis dró nokkuð úr humarvinnslu og vom framleidd 112 tonn samanborið við 140 tonn árið áður. Saltfískverkun jókst aftur á móti umtalsvert á síð- asta ári eða úr 896 tonnum í 1.735 tonn. Þá varð mikil aukning í síldar- söltun milli ára og vom saltaðar 33.500 tunnur samanborið við 18.500 tunnur árið áður. Fram- leiðsla á frystri síld jókst einnig úr um 1.646 tonnum í 4.142 tonn og framleiðsla á frystri loðnu jókst úr um 152 tonnum í 1.189 tonn. Halldór sagði að stöðugt væri unnið að nýjum sóknarfæmm hjá félaginu. Þannig væri t.d. unnið að því að efla kolavinnslu sem hófst á sl. ári. Eigið fé félagsins í árslok nam alls um 477 milljónum og eiginíjár- hlutfall var 47%. Á aðalfundi félags- ins var samþykkt að greiða 10,25% arð af nafnverði hlutafjár. í stjóm vom kjörnir þeir Stur- laugur Þorsteinsson, Pálmi Guð- mundsson, Sigurður Gils Björgvins- son, Helgi M. Þórðarson og Örn Bergsson. Akranesi - Skipasmíðastöðin Þor- geir og Ellert hf. hefur fest kaup á fasteignum og lausafé þrotabús Þorgeirs og Ellerts hf. af Iðnlána- sjóði og Iðnþróunarsjóði. Kaup- samningurinn var undirritaður á dögunum og er kaupverðið 48 millj- ónir króna. MEÐ tilkomu þessara kaupa breytist öll aðstaða fyrirtækisins sem áður var með eignir þrotabús- ins á leigu og bmgðið gat til beggja vona varðandi framhalds þess. En sú hætta er liðin hjá og vonandi eru bjartir tímar fyrir höndum. Skipasmíðastöðin Þorgeir og Ell- ert hf. var stofnuð í júlímánuði 1994 og voru hluthafar í upphafí fimm. Hörður Pálsson, Sveinn Á. Knútsson, Þorgeir Jósefsson, Bif- reiðastöð ÞÞÞ og Akraneskaup- staður. Stærsti hluthafínn í dag er Iðnlánasjóður með um þriðjung hlutaijárins. í dag eru hluthafar alls 66 talsins og meðal þeirra er hluti starfsmanna fyrirtækisins. I upphafi rekstursins var lager félagsins keyptur en fasteignir og lausafé leigt. Flest verkefni þrota- búsins vom yfírtekin og flestir þeir starfsmenn sem vildu ráða sig hjá hinu nýja fyrirtæki fengu a.m.k. skammtímaráðningar, þannig að í byijun voru um 70 starfsmenn á launaskrá. Óhætt er að segja að á ýmsu hafi jjengið á þeim tíma sem liðinn er. I fyrstu var mikil bjart- sýni ríkjandi um nýsmíðaverkefni sem þó voru meira í orði en á borði þegar á reyndi. Góð verkefnastaða fram á haustmánuði í byijun starfsemi fyrirtækisins var allur rekstur endurskoðaður og reynt að minnka fastan kostnað verulega, stjórnunarkostnaður var t.d. skorinn niður um 35% Þá hætti fyrirtækið rekstri trésmíða- og raf- magnsverkstæðis og leigði starfs- mönnum aðstöðuna. Þessar breyt- ingar hafa aukið sveiganleika fyrir- tækisins án þess að það komi á nokkurn hátt niður á þjónustu þess. „í dag er verkefnastaða fyrir- tækisins góð fram á haustmánuði11, segir Þorgeir Jósefsson, fram- kvæmdastjóri. Það hefur verið bætt við starfsfólki að undanförnu og er starfsmannafjöldinn nú um 50. Fyrirtækið framleiðir flæðilínur fyrir fiskvinnslustöðvar og eru í dag tvær í smíðum fyrir kanadíska aðila. Eins liggja fyrir nokkur við- gerðarverkefni á skipum. Þorgeir Jósefsson er hóflega bjartsýnn á framhaldið. Hann segir að reynslan í þessum rekstri hafi kennt mönnum að vera nægjusam- ir og að sýna verði þolinmæði. „Við trúum og treystum á bjartari tíma en verið hafa á undanförnum árum fyrir íslenskan skipasmíða- iðnað“, sagði Þorgeir að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.