Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
)AM .88 ÍRJOAUUliOlfltl tJ■■
ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995 37
MINNINGAR
MARGRET
HELGADÓTTIR
+ Margrét Helga-
dóttir fæddist á
ísafirði 20. mars
1903. Hún andaðist
í Reykjavík 14. maí
sl. Foreldrar henn-
ar voru Helgi
Sveinsson (1868-
1955) frá Staðar-
bakka í Miðfirði,
bankastjóri á
Isafirði og síðar
fasteignasali í
Reykjavík, og kona
hans Kristjana
Jónsdóttir (1870-
1908) frá Gautlönd-
um í Mývatnssveit. Börn þeirra
voru 1) Guðný, gift Brynjólfi
Jóhannessyni bankamanni og
leikara. 2) Guðrún, gift Gunn-
ari Viðar hagfræðingi og
bankastjóra. 3) Solveig, gift
Aðalsteini Friðfinussyni, versl-
unarmanni og iðnrekanda. 4)
Margrét, sem hér er kvödd. 5)
Þorlákur, verkfræðingur,
kvæntur Ingu Sörensen og síð-
an Elísabetu Björgvinsdóttur.
6) Helga, gift Eiríki Einars-
syni, arkitekt. 7) Nanna, gift
A.C. (Ole) Ohlsson sjóliðsfor-
ingja í Kaupmannahöfn. 8)
Sveinn, stórkaupmaður, kvænt-
ur Gyðu Bergþórsdóttur. Eru
systkinin nú öll látin. Margrét
Sveinsdóttir, f. 1866, d. 1952,
föðursystir þeirra, stýrði heim-
ili bróður síns eftir lát Kristj-
önu og gekk yngri
börnunum í móður
stað. Margrét ólst
upp í föðurhúsum á
ísafirði og fluttist
til Reykjavíkur
með fjölskyldunni
árið 1922, fyrst í
Aðalstræti 11, en
síðan í Garðastræti
13. Að afloknu
gagnfræðaprófi við
Menntaskólann í
Reykjavík hóf hún
verslunar- og skrif-
stofustörf og starf-
aði á endurskoðun-
arstofu N. Manscher & Co. í
Reykjavík til ársins 1938. Hún
flutti þá til Kaupmannahafnar
og starfaði þar á endurskoðun-
arstofu fram yfir lok heims-
styijaldarinnar síðari. Árið
1948 fluttist hún aftur á heim-
ili föður síns í Reykjavík og
réðst til starfa hjá Slippfélag-
inu í Reykjavík hf., þar sem
hún vann að bókhaldsstörfum
til 77 ára aldurs. Margrét gift-
ist ekki, en hélt heimili með
föður sínum fram að láti hans
og bjó jafnan síðan í nánum
tengslum við bróðurdóttur
sína, Nönnu Þorláksdóttur, og
fjölskyldu hennar.
Útför Margrétar fer fram
frá Dómkirkjunni í dag og hefst
athöfnin kl. 13.30.
NÚ VERÐUR hún móðir mín glöð
hugsaði ég þegar ég frétti lát
Margrétar móðursystur minnar.
Nú eru hann allur sameinaður á
ný þessi stóri samheldni systkina-
hópur. Nú er Magga komin heim,
eins og hún þráði svo heitt síðustu
árin.
Margrét Helgadóttir, sem nú er
látin, var sú síðasta sem eftir lifði
af átta börnum hjónanna Kristjönu
Jónsdóttur frá Gautlöndum og
Helga Sveinssonar, bankastjóra
gamla íslandsbanka á ísafirði.
Kristjana var dóttir Jóns Sigurðs-
sonar (1828-1889) alþingismanns
og bónda á Gautlöndum í Mývatns-
sveit, en Helgi var sonur Sveins
Skúlasonar (1824-1888) alþingis-
manns og prests. Kristjana og
Helgi bjuggu með sinn stóra bama-
hóp á Pólgötu 2 á ísafírði í sama
húsi og Islandsbanki. Eftir fæð-
ingu yngsta barns þeirra hjóna,
Sveins, veiktist Kristjana af
lungnabólgu og lést aðeins 38 ára
gömul árið 1908 frá átta ungum
börnum. Það má nærri geta hvílík-
ur harmur var kveðinn að Helga
Sveinssyni og börnum hans.
Guðný, sem var elst systkinanna,
var þá 11 ára gömul og yngstu
börnin kornung. Margrét var 5 ára
er móðir hennar lést. Það var þá
gæfa þessarar fjölskyldu að systir
Helga, Margrét Sveinsdóttir, sem
dvalist hafði langdvölum í Kanada,
tók við heimilinu og gekk bömun-
um í móðurstað af slíkri elsku og
fórnfýsi að enginn gat gleymt sem
kynntist. Yngstu börnin kölluðu
Margréti mömmu, en eldri börnin
kölluðu hana Möggu systur á sama
hátt og Helgi faðir þeirra.
Heimili Helga Sveinssonar á
ísafirði var þekkt menningarheim-
ili. Helgi var mikill áhugamaður
um leiklist og félagsmál og hvatti
unga fólkið á heimilinu til dáða.
Hann stjórnaði og lék sjálfur í leik-
sýningum á staðnum. Margar
skemmtilegar frásagnir em til af
lífinu á Pólgötunni á þessum árum,
heimilið var mannmargt, mikið um
gestagang, enda húsráðendur
gestrisnir og hjálpfúsir með af-
brigðum.
Arið 1922 fluttist Helgi Sveins-
son með fjölskyldu sína til Reykja-
víkur. Margrét var þá 19 ára göm-
ul. Um hríð bjuggu þau í Aðal-
stræti, en lengst af stóð heimili
þeirra í Garðastræti 13 í Reykjavík.
Heimilið í Garðastræti 13 varð
miðdepill æskufjörs og gleði. Syst-
urnar sex og bræðurnir tveir í
blóma lífsins. Líf og fjör ríkti á
heimilinu. Eftir leiksýningar eða
aðrar skemmtanir í bænum fylltist
húsið oft af ungu fólki, teppi voru
rúlluð upp og dansað fram eftir
nóttu. Aldrei var þó áfengi haft
um hönd. Helgi Sveinsson tók þátt
í gleði unga fólksins, en vissar
reglur giltu þó á heimilinu sem
engum datt í huga að óhlýðnast.
Systkinin báru mikla virðingu fyrir
föður sínum og undu vel mildum
aga hans.
Þær systur voru allar einkar
glæsilegar og vöktu eftirtekt á
götum Reykjavíkur á þessum
árum. Þær gengu í tískufötum
þess tíma sem þær saumuðu sjálf-
ar eftir tískublöðum sem þær fengu
send frá Kaupmannahöfn.
Margrét var einstaklega falleg
kona og hef ég eftir Helgu móður
minni að þær systur, sem allar
voru glæsilegar ungar konur,
hefðu átt marga vonbi§la og engin
þeirra var þó eftirsóttari en Mar-
grét. Þó fór það svo að Margrét
giftist aldrei.
Margrét starfaði í mörg ár við
skrifstofustörf hjá Endurskoðunar-
skrifstofu N. Manscher & Co. í
Reykjavík, en árið 1938 tók hún
sig upp og fluttist til Kaupmanna-
hafnar til Nönnu systur sinnar sem
þar var búsett ásamt manni sínum
Ole Ohlson. Árið eftir skall heims-
styrjöldin á og Margrét varð inn-
lyksa í Kaupmannahöfn öll
stríðsárin. Hefur það eflaust verið
Nönnu mikill styrkur að Magga
bjó hjá þeim þessi ár, en Ole, mað-
ur Nönnu, starfaði í andspyrnu-
hreyfingunni og var meira og
minna í felum öll stríðsárin.
Margrét ílentist síðan í Kaup-
mannahöfn allt til ársins 1948 og
starfaði hjá endurskoðunarskrif-
stofu þar í borg, en bjó alla tíð hjá
systur sinni og mági. Mynduðust
sterk tengsl milli hennar og fjöl-
skyldunnar og voru synir Nönnu,
Ole og Svend, í miklu uppáhaldi
hjá henni. Árið 1948 kom hún al-
MARGRET
ÓLAFSDÓTTIR
+ Margrét Ólafsdóttir fæddist
í Götuhúsum á Eyrarbakka
4. febrúar 1943. Hún andaðist
á Borgarspítalanum 10. maí síð-
astliðinn og fór útför hennar
fram frá Eyrarbakkakirkju 20.
maí.
Á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt.
Lit og blöð niður lagði
líf mannlegt endar skjótt.
Þessi orð Hallgríms Péturssonar
komu mér í hug er ég frétti svip-
Iegt fráfall Margrétar Ólafsdóttur.
Ég kynntist Möggu fyrst fyrir tæp-
um níu árum. Hún var glaðlynd
kona sem hafði þann kost að laða
að sér fólk, bæði fullorðna og þó
einkum börnin. Mér er minnisstætt
þegar ég kom í fyrsta skipti til
þeirra á jólum 1986. Þá voru jóla-
kortin í tveimur bunkum á borðinu.
Annar var frá vinum og ættingjum,
það voru venjuleg keypt kort. Hinn
bunkinn var frá börnunum á Bakk-
anum og þau kort voru ekki keypt.
Börnin höfðu búið þau til sjálf og
lagt allt í þau sem þau áttu. Hvert
kortið af öðru bar þess vitni að
börnin höfðu lagt sig öll fram að
lita og teikna sem best þau gátu
til að gleðja Möggu á jólum. Mér
er líka minnisstætt hversu notalegt
heimili hún bjó sér og Jonna. Hjá
þeim skein smekkvísi og natni hús-
móðurinnar út úr öllu og hlýlegt
viðmót húsráðenda gerði það að
verkum að hjá þeim leið fólki vel.
Sérstaklega voru börnin ólm að
komast í heimsókn, enda fundu þau
að þau voru alltaf velkomin. Við
fráfall Möggu hafa margir misst
mikið, bæði Jonni og aðrir innan
fjölskyldunnar og utan, en líka litlu
börnin á Bakkanum sem elskuðu
og dáðu leikskólakennarann sinn.
Við skiljum ekki þessi örlög en
huggunar verðum við að leita hjá
hvert öðru sem eftir lifum og hjá
Guði almáttugum.
Jonni minn og allir hinir, ég votta
mína dýpstu samúð á þessum erfiðu
tímum.
Megi Margrét hvíla í guðs friði.
Einar Haraldsson.
komin heim og bjó þá aftur í
Garðastræti 13 ásamt föður sínum
og föðursystur. Starfaði hún þá
við bókhaldsstörf hjá Slippfélaginu
í Reykjavík og vann þar allt til
ársins 1980, þá 77 ára gömul.
Margrét var mjög fær og traustur
starfsmaður hvar sem hún vann.
Það er til marks um samheldni
fjölskyldunnar að hér heima á ís-
landi lagði öll fjölskylda Helga
Sveinssonar í sameiginlegan sjóð
á meðan á stríðinu stóð. Nefndist
sjóðurinn „Nönnu og Möggu-sjóð-
ur“. Markmið sjóðsins var að bjóða
Nönnu, Ole, börnum þeirra og
Möggu heim til íslands er styijöld-
inni lyki. Voru það því miklir fagn-
aðarfundir árið 1945 þegar Magga,
Nanna og ungir synir hennar, Ole
og Svend, komu í hina langþráðu
heimsókn, en Ole maður Nönnu
átti ekki heimangengt.
Margrét var aldrei fjölorð um
sjálfa sig og bar ekki tilfinningar
sínar á torg. Það sem einkenndi
hana var háttprýði, hæverska og
einstök kurteisi. Snyrtimennska og
falleg framkoma voru henni í blóð
borin. Þessir eiginleikar entust
henni til æviloka og leyndu sér
ekki þrátt fyrir háan aldur og veik-
indi síðustú árin.
Ekki má skiljast við þessa upp-
rifjun um ævi Margrétar Helga-
dóttur að ekki sé minnst á bróður-
dóttur hennar, Nönnu Þorláksdótt-
ur. Nanna ólst upp á heimili afa
síns og afasystur í Garðastræti 13
allt frá unga aldri og var því sam-
band hennar við Möggu náið.
Nanna reyndist föðursystur sinni
sem besta dóttir. Heimili Nönnu
og manns hennar, Hjartar Torfa-
sonar, varð annað heimili Möggu
og þegar ellin sótti á annaðist
Nanna hana af einstakri alúð og
umhyggju.
Ég kveð Margréti móðursystur
mína með þakklæti og söknuði.
Sú kynslóð sem nú er horfin af
sjónarsviðinu kemur aldrei aftur.
Éftir sitja minningar um ljúfa og
yndislega konu. Guð blessi minn-
ingu hennar.
Kristín Eiríksdóttir.
skarð var höggvið í litla fjölskyldu.
Og nú er elsku Magga alveg farin
frá okkur, södd lífdaga.
Það var alltaf gaman þegar
Magga frænka kom í heimsókn.
En það var ekki síðra fyrir litla
nöfnu að fá að skreppa til hennar
á Eiríksgötuna og jafnvel gista
yfir nótt. Þar var alltaf tekið á
móti litlu prinsessunni með kostum
og kynjum; upp lukust nammiskáp-
urinn, dótaskúffan og hinar ýmsu
hirslur sem lítilli stelpu fannst
gaman að gramsa í. Magga var
líka óþreytandi spilakona og var
ávallt til í einn Olsen Ólsen eða
veiðimann. Hún kenndi litlu
frænku sinni alla heimsins kapla
sem lagðir voru eftir kúnstarinnar
reglum daginn út og inn. Það var '
heldur ekki erfitt að plata Möggu
frænku í búðarleik þar sem allir
innanstokksmunir urðu skyndilega
falir. Einnig drifu frænkurnar
stundum í því að baka köku og
var erfitt að sjá hvor þeirra
skemmti sér betur við þá iðju. Oft
undrast litla hnátan sem nú er
orðin stærri hversu þolinmóð
Magga frænka gat verið á þessum
eftirmiðdögum á Eiríksgötunni.
Fáir aðrir úr heimi hinna fullorðnu
gáfu sér eins mikinn tíma til að
bregða á leik með þeirri stuttu.
Kynslóðabilið virtist þurrkast út.
Magga frænka var ótal kostum
prýdd. Aðalsmerki hennar var þó
óbilandi bjartsýni. Alltaf sá hún
björtu hliðamar á undan öllum
öðrum. Hver nema Magga gat sagt
þegar hún leit á alskýjaðan og
þungbúinn himin: „Svei mér þá,
ég held að það sé að létta til!“ við-
staddir flýttu sér jafnan að líta til
veðurs en gátu ekki betur séð en
að óveður væri í aðsigi.
Svona var Magga. I hennar anda
reyni ég að vera glöð þó að það
sé sárt að sjá á eftir góðri frænku.
Með bjartsýnina að leiðarljósi held
ég fast í vonina um að ég eigi eft-
ir að hitta Möggu einhvers staðar
einhvern tíma aftur. Og hver veit
nema að við nöfnurnar munum þá
spila einn Ólsen Ólsen.
Strassborg,
Margrét Helga H(jartardóttir.
Jól, áramót, páskar, hvítasunna,
afmæli... Magga frænka var
ómissandi þegar hátíð fór í hönd.
Einnig á ósköp venjulegum sunnu-
dagskvöldum. Alltaf skyldi hún
koma í Fossvoginn með bros á
vör, rétta fram hjálparhönd í els-
húsinu og gleðja okkur heimamenn
með nærveru sinni. í seinni ár,
þegar heilsu Möggu fór hrakandi
og hún hætti að treysta sér til að
koma til okkar, vantaði mikið við
matarborðið á stórhátíðum. Stórt
Enginn ræður sínum næturstað,
það sannast þegar kona á besta
aldri er hrifin burt. Margrét Ólafs-
dóttir var starfsöm kona og mikil
driffjöður í Kvenfélagi Eyrarbakka
og þar gegndi hún starfi ritara af
mikilli prýði. Það var sama með
hvaða vanda var leitað til Möggu,
alltaf var hún boðin og búin að
leggja fram sína krafta. Fyrir for-
mann félagsins var Magga mikil
stoð og alltaf reiðubúin að aðstoða.
Margrét starfaði sem fóstra við
Leikskóla Eyrarbakka um árabil og
nú sakna margar litlar sálir hennar
sárt, því hún var bæði huggari þeg-
ar mömmu vantaði og mikill vinur
barnanna og gleðigjafi.
Á 107 ára afmælisdegi kvenfé-
lagsins, 25. apríl sl., var Magga
hrókur alls fagnaðar og ánægjan
var ekki síst af því að hún sá hvað
konurnar skemmtu sér vel.
Við kvenfélagskonur á Eyrar-
bakka kveðjum Möggu með sorg í
hjarta og þakklæti fyrir samvinn-
una og samverustundirnar. Við trú-
um því að hún verði i nálægð okkar
og barnanna sem hún elskaði. Við
vottum eftirlifandi eiginmanni og
öðrum aðstendum okkar dýpstu
samúð.
Fyrir hönd Kvenfélags Eyrar-
bakka,
Ragnheiður Markús-
dóttir, formaður.
SuðuHandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
til kl.22,-
Cí 5 árC
‘Persónulecj [yonusta
Rúiuir Gcirmundsson
útfamrstjóri
Sínuir 567-9110 og 9«9- 5S65.S'
FLUGLEIÐIR
ttíÍTEh UFTIEIK
1*
LEGSTEINAR
H6LUJHRRUNI 14 HRFNRRFIflÐI, SÍAAI 91-652707