Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Smáfólk
YE5, MAAM, l'0
LIKE TO 0UY A
800K OF POEMS
FOR THIS 6IRL
IN MY CLASS..
nr
Já, frú, mig lang-
ar til að kaupa
ljóðabók handa
stelpu í bekknum
mínum ...
U)ELL,5HE'S REALLY
OUT OF m CLA55, BUT
WE'RE IN THE 5AME
CLA55,8UT l’M NOT
, IN HER CLA55
a-iz
Ja, hún er reyndar ekki
í minum bekk, en við
erum í sama bekk, en
ég er ekki í hennar
bekk...
Satt að segja veit
hún líklega ekki
að ég er til...
don't cry,
MA'AM..l'LL
5URVIVE..
Ekki gráta,
frú ... ég lifi
það af...
BRÉF
TTL BLAÐSINS
Kringlunni 1103 Reylgavík • Sími 569 1100 • Símbréf 5691329
Varúð - „Sér-
trúarsöfnuðuru
Frá Snorra í Betel:
SÉRTRÚARSÖFNUÐIR hafa verið
kynntir í fjölmiðlum sem stórhættu-
leg fyrirbæri. Sértrúarsöfnuðurinn,
Musteri Sólarinnar, í Sviss og
Kanada, brenndi áhangendur sína
á báli. Sértrúarsöfnuðurinn í Waco
í Texas kom steinolíu fyrir í híbýlum
sínum og fórust nánast allir í eldi
við innrás lögreglunnar í höfuð-
stöðvamar. Sértrúarsöfnuðurinn
hans Asahara í Japan dreifði blá-
sýrugasi og öðrum baneitruðum
gastegundum til að „dómur Guðs
kæmi“ yfír Japan. Sértrúarsöfnuð-
urinn hans Jim Jones í Guyana,
drap sig vegna þess að foringinn
leiddi þau í sjálfsmorðið.
Svona upptalning hefur blasað
við okkur íslendingum á undanföm-
um árum. Fyrir bragðið er orðið
„sértrúarsöfnuður" komið í hóp ljót-
ustu orða samtímans og hið argasta
skammaryrði. Eða þá það að hið
neikvæða yfírbragð orðsins var
komið inní skilningarvit þjóðarinnar
og þess vegna sett á hópa sem
kallast „cult“ eða „sect“ á ensku
máli. Þeir em sem helgreipar Hel-
vítis er fanga fólk, gera það bilað,
óhæft til eðlilegra samskipta og
senda þau að síðustu út í myrkur
örvæntingar og sjálfseyðingar.
Þessir hópar virðast vera þjóðfé-
lagslega fjandsamlegir, engum til
gagns.
Hjálplegir „sértrúarhópar"
Aftur á móti eru „sértrúarsöfn-
uðimir“ á Islandi nefndir sem dæmi
um hjálp fýrir lítilmagnann. Árið
1992 ritar Ólína Þorvarðardóttir
grein í Lesbók Mbl. og segir: „Eða
hvers vegna halda menn að sértrú-
arhópar og söfnuðir utan þjóðkirlq-
unnar standi svo vel að vígi um
þessar mundir? Það er vegna þess
að þeir laða til sín þá einstaklinga
sem samfélagið heftir hafnað ...“
Ólína ritar jákvætt um sértrúar-
söfnuðina. Þeir era sem hlé fyrir
vindi, áningarstaður á grýttri leið.
Árið 1987 birtist grein í Tíman-
um sem hét: „Vakningin á Grens-
ási og sértrúarhópamir sem klofn-
uðu þaðan.“ Þeir hópar era kristnar
fríkirkjur sem vildu lifandi trúar-
reynslu og meiri tjáningu í Guðs-
dýrkunina. Áhangendur þeirra taka
þátt í samfélaginu jafnvel betur
eftir inngöngu í „sértrúarhópinn"
en áður var. Þeir vinna fyrir opnum
tjöldum og hafa jafnvel fengið við-
urkenningu af stjómvöldum sem
fríkirkjur. Era þessir hópar af hinu
góða eða illa? Vonandi dæmast þeir
eftir ávöxtum sem þeir bera.
Þegar Benny Hinn kom hingað
í heimsókn sl. sumar þá ritaði Ell-
ert Schram leiðara og hóf hann á
þessu: „Vestur í Bandaríkjunum
reka margvíslegir sértrúarsöfnuðir
sérstakar sjónvarpsstöðvar...“
Engin þjóðkirkja er þó þar til stað-
ar. Þeir hafa á sér mynd Krists,
hjálpa, hafa samstöðu og óbugandi
útbreiðslukraft. Þeir kalla ekki á
ríkisvaldið til stuðnings ef þá iangar
til að efna til 5.000 manna sam-
komu eins og í Kapiakrika í fyrra.
Hvemig horfír þjóðin á þessa fijálsu
söfnuði? Þeir era kallaðir „sértrúar-
söfnuðir" í blöðum og daglegu máli.
Getur verið að þeir séu í augum
Islendinga eins og Musteri Sólar-
innar, eða söfnuðurinn í Waco?
Halda menn að þessir hjálpsömu
kristnu söfnuðir leiði áhangendur
sína í einangran, ofbeldi og sjálfs-
morð? Gera blaðamenn sér það að
leik sínum að koma þessum ljóta
„sértrúar“-stimpli á fijálst og virð-
ingarvert kristilegt starf?
Afstaða þjóðkirkjunnar
Þjóðkirkjan hefur sent utan menn
á vegum biskups til að læra að
hjálpa því fólki sem hefur „ánetjast
sértrúarsöfnuðum" eins og DV
greindi frá 1992 og Guðbjörn Jóns-
son hjálpar fólki „sem er í slæmu
sálrænu ástandi eftir viðskipti við
sértrúarhópa". Fólkið lenti í víta-
hring fjármála og leitaði í örvilnun
sinni á náðir þessara sértrúarhópa.
Helsta ráð Guðbjöms var að fá fólk-
ið til að hætta að greiða tíund sína
til hópsins. Þar með lendir sá hópur
væntanlega í fjársvelti og getur
hvorki gleypt fólkið né hjálpað
áhangendum sínum. Er þjóðkirkjan
og Guðbjöm að tala um fólk úr
sértrúarsöfnuinum í Waco eða
Musteri Sólarinnar eða hans Asa-
hara í Japan eða bara hinum fijálsu
kirkjum á íslandi eins og Hvíta-
sunnusöfnuðinn, Krossinum, Orði
Lífsins, Veginum eða Fríkirkjunni?
Eru fjölmiðlar hlutlausir í
umfjöllun?
Gera blaðamenn sig seka um
lymskulegan undirróður gegn heið-
virðu fólki í fijálsu kristnu starfí
með þessari fjölnotkun á illa skil-
greinda hugtakinu „sértrúarhóp-
ur“? Eða era þeir skilningssljóir
dátar í einhverri lymskulegri kirkju-
pólitík sem reynir að koma grímu
ljótakallsins á þá kristnu hópa sem
ekki era ríkisreknir? Þjóðin getur
eins skilið að sértrúarhópurinn á
íslandi brenni fólk, eitri fyrir því,
efni til hópsjálfsmorða o.s.frv. Það
er ekki nema einn trúarhópur á
íslandi sem brennt hefur fólk á
báli og yfir 90% þjóðarinnar telst
til hans.
Því er nefnilega svo farið að af
orðum okkar verðum við sakfelld
og af orðum okkar verðum við rétt-
lætt, segir Jesú Kristur. Því vil ég
nota þetta tækifæri sem skapast
vegna fréttaflutnings um „sértrúar-
hópana" að við í kristnum fríkirkj-
um fáum réttláta meðferð og séum
skilgreindir á annan hátt en „sér-
trúarhópar". Við störfum allir fyrir
opnum tjöldum og beram ávexti
kristinnar trúar. Vonandi verða
þeir settir í aðra körfu en raslakörf-
una. Er þetta ekki sanngjöm krafa
til blaða- og fréttamanna?
Ef til vill má segja, að hin sanna
Kristna kirkja verði ávallt talin til
„sértrúarsafnaðar" og flokkuð með-
al illræðismanna, því þannig var jú
með stofnanda hennar, Jesúm Krist,
hann var líflátinn milli ræningjanna
og „með illræðismönnum talinn“ -
táknrænt, fínnst þér það ekki?
SNORRI f BETEL.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan,
hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.