Morgunblaðið - 23.05.1995, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 23.05.1995, Qupperneq 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995 UNGLINGAR MORGUNBLAÐIÐ Skemmda eplið í fj ölsky ldutunnunni FLESTIR þekkja gamla pönklagið Ó Reykja- vík, ó Reykjavík, sem hljómsveitin Von- brigði gerði frægt í kringum 1980, og telst núnatil klassíkur. Sigurlaug Jónsdóttir, beturþekkt sem Didda, gerði textann af laginu þegar hún var 16 ára gömul. Hún hefur haldið sig við texta- og ljóðagerðina og í gær kom út fyrsta ljóðabók henn- ar, Lastafans og lausar skrúfur. Fyrir utan að skrifa ljóð vinnur hún sem aðstoðarhópstjóri á meðferðarheimilinu Tindum á Kjalanesi. Okkur lék forvitni á að vita hvemig unglingur Didda var. Ég var týpískur vandræðaunglingur, ég stal, ég laug og laug, stal og drakk. Ég hlýddi ekki, semsagt bara tómt vesen. Allir í fjölskyldunni og mínir nánustu urðu voða þreyttir á mér. Ég byij- aði að drekka á þrettánda ári, og drakk strax bæði mikið og illa. Ég sótti líka ofsalega mikið í alls konar spennu, það er mikil spenna sem felst í því að stela og líka í því að Ijúga og komast upp með það. Það felst líka mikil spenna í því að gera yfirleitt bara það sem má ekki, þó maður búist alltaf við einhverjum slæmum afleiðingum. Ég var send til sálfræðings á þessum tíma af fjölskyld- unni, vegna þess að ég var skemmda eplið í tunn- unni og var að skemma út frá mér. Það var mér sagt, að ég væri skemmda eplið í fjölskyldutunn- unni. En það varð ekkert úr þessu, enginn fjöl- skyldufundur eða neitt. Ég var fín í bamaskóla, en þegar ég kom í gagnfræðaskóla þá varð mér skyndilega alveg sama, og lenti í bekkjum með meðalnámsmönnum, en svo lenti ég í einum bekk sem var allur sendur saman til sálfræðinga. Við vorum svolítið óstýrilát og ég held að kennurum hafi þótt erfitt að kenna okkur. Mér fannst gott að lesa, og þegar ég fékk þunglyndisköst á ungl- ingsáranum þá las ég tíu bækur á sólarhring. Þegar ég hugsa til baka verður allt svo gott í minningunni, en mér leið alveg hræðilega. Mér leið illa og það var mikið óþol í mér fyrir utan samviskubitið sem ég var stöðugt með yfir óheið- arleikanum. Mér fannst ég vera hálfmisheppnuð. Fermingardagurinn * Ég man ég fermdist 2. apríl í Bústaðakirkju og mér leið ömurlega. Mér fannst ég vera algjör hræsnari, í þessum hvíta kufíi með nellikku í hárinu, mér fannst ég vera mesti hræsnarinn af öllum. Við höfðum nokkur sem vorum að fermast verið saman á ofsalegu fylleríi fýrir utan félagsmiðstöðina Bústaði, sem er í kjallara kirkjunnar, og presturinn Ólafur Skúlason hélt þramuræðu um dryklquskap unglinga, „og það meira að segja í kjallara kirkjunnar“. Við sátum þarna, akkúrat á deginum sem við áttum að vera algjörir englar og kreberuðum stólunum, en öllu fullorðna fólkinu fannst þetta alveg frábær ræða. Komplexar og minni- máttar- kennd Að sjálfsögðu var ég bæði með komplexa og minnimáttarkennd. Mér fannst ég ekki geta mætt einum einasta standard og svo fannst mér ég að sjálfsögðu vera ljót, með allt of feitar kinnar. Svo var ég rauðhærð og það var allt að því dauðasök, og líka með skakkar tennur. Ég heyrði ekkert mikið jákvætt um mig svo mér tókst ekkert að hugsa neitt fallega til sjálfrar mín. Ég var líka smámælt, svo fékk ég spangir og núna er ég bara smámælt stundum, þegar mér er mikið niðri fyrir. Svo var ég náttúrulega með minnimáttarkennd af því mér fannst alltaf vera IFISKAR alveg hellingur að mér. Sérðu eftir einhverju? Já... ég sé eftir öllum þjófnuðunum. Mér var ekkert heilagt, ég æddi yfír eignarétt allra í fjöl- skyldunni minni og var ofboðslega óforskömmuð. Ég stal frá mömmu, systur minni og ömmum og öfum og stal bara alls staðar sem ég kom og ég sé mikið eftir því. Ég sé líka eftir að hafa byijað að drekka svona ung og þess vegna misst af dýr- mætum minningum sem eru í staðinn eitthvert böl, eins og að missa meydóminn og slíkt. Er eitthvað sem þú sérð eftirað hafa ekki gert? Ég sé eftir að hafa ekki tengt mig betur við sveitina og gert það sem mig langaði að gera. Mig langaði að vera meira með hestum, mér fannst það gaman. Að hafa flosnað svona algjörlega upp úr skóla. Ég sé líka eftir því að hafa ekki leitað mér hjálpar á réttum stöðum, þó ég hafi kannski ekki haft neina burði til að vita hvar ég ætti að leita mér hjálpar. Ljóðaskrif Ég byijaði að skrifa ljóð af því við áttum að gera það í tíu ára bekk í skólanum. Mig langaði alltaf að verða leikari þegar ég yrði stór, og sjó- maður og bóndi, og ég var mikið í því að fíflast. Ég fíflaðist mikið með systur minni, og hún var svolítið að skrifa, þannig að ég fór að apa upp eftir henni. En ég fór ekkert að skrifa neina texta eða ljóð fyrr en ég var 16 ára. Það var vegna þess að það vantaði texta í Vonbrigði og þar á undan í hljómsveitina Englaryk. Ég hef alltaf skrifað dagbók, líka þegar ég var krakki. Ég veit ekkert af hveiju, það er bara gott að skrifa, það er viss fróun í því að tjá sig á einhvem hátt. Það að skrifa er að tjá sig, ekki endilega einhver kvöð. Hvað er unglingur í þín- um huga? Ef við tölum um ungling eins og ég var, þá á sá unglingur ofsalega bágt, fínnst mér. í dag stendur unglingum til boða miklu meiri hjálp en var á mínum tíma. Ungl- ingur er manneskja sem er á þeim aldri að hún þarf að velja ofsalega mik- ið, og hefur kannski hvorki upplagið eða getuna til að velja alltaf rétt. Unglingur er manneskja á krossgötum, þarf að velja. Þetta er erfíður tími, að hætta að vera bam og byija að vera fullorðinn, það getur verið ógeðslega erfítt og kvíðvænlegt fyrir suma. Þegar ég var unglingur trúði ég yfír- leitt ekki á það að morgundagurinn kæmi á morgun. Að lokum Mér finnst ekkert töff við það að vera fullur og dópaður. Eða eyða tíma í það, það er miklu meira töff og kúl að vera bara edrú og hafa hug- ann í lagi og hafa með það að gera hvað þig lang- ar til að gera, það er æðislegt. Heima: Keflavík Skóli: Holtaskóli Hvernig finnst þér skólinn? Agætur, skemmtilegir krakkar og hann er sérstaklega skemmtilegur núna vegna þess að hann er að verða búinn. En það er alltaf verið að stela af manni hlutum héma, ekkert óhult. Hvernig finnst þér félagslíf ungl- inga? Ágætt, eiginlega mjög gott. Það er mikið af diskótekum og mikið um að vera. Útivistartíminn er samt of stuttur, en það fer enginn eftir þeim regl- um. Hveiju hefur þú áhuga á? Bara öllu. Hverju hefur þú ekki áhuga á? Sundi. Hvað er nauðsynlegt fyr- ir unglinga að eiga? Í'-Öt, foreldra, heimili og góða vini. Hverju þurfa unglingar ekki á að halda? Sígarettum. Hvað er mikilvægast í lífinu? Að ná sér í gæja. Hvað er í tísku hjá unglingum? Allt, mismunandi eftir hveijum og einum. Hvað er það hallærislegasta sem þú veist um? Dópistar. Lest þú dagblöð eða fylgist þú með fréttum? Já, horfi á sjónvarp og les dagblöð. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Það er óákveðið. Hvaða þijú orð lýsa þér best? Frek, málgefin, sjálfsör- ugg- Finnst þér fullorðnir ósanngjarnir gagnvart unglingum? Ekki forreldrar mínir, ég held ekki þeir hugsa bara um okkar hag. Eru unglingar í dag dekurrófur? Já, þeir fá allt sem þeir vilja, þetta er ekki eins og það var forðum daga. Hver er munurinn á sól og rabar- bara? Maður étur ekki sólina af því hún er allt of heit og maður étur rabar- barann þó hann sé ekkert góður. Fullorðnir hugsa um okkar hag Nafn: Kamilla Ingibergsdóttir Aldur: 16 ára Umbúðalaust Þórhallur Guðmundsson í Fellahelli Kostir unglinga: Unglingar eiga það til að vera já- kvæðir og hreinskiln- ir og mjög þakklátt fólk þegar eitthvað er gert vel við þá. En það þarf oft að hafa mikið fyrir því að fá þetta þakklæti út úr þeim. Þeir geta komið manni á óvart með því að vera málefna- legir og klárari og þroskaðri en virðist við fyrstu sýn. Enda eru þeir á þessum aldri þar sem þau eru að upp- götva heiminn í kring um sig, tilfinningar sínar og hvert annað. Þau hafa frjótt ímyndunarafl og eru skapandi og ef þú treystir þeim fyrir verkefni verða þau oft mjög metnaðargjörn og skila því jafnvel betur en launaður starfs- maður í félagsmiðstöð. Ungling- ar hafa brennadi áhuga á mann- legum samskiptum og að um- gangast annað fólk og kynnast nýju fólki. Þeir unglingar sem ég hef kynnst í gegnum tíðina eru flestir mjög spennandi persónur. Gallar unglinga: Unglingar eru ótrú- lega eirðarlausir. Að fá ungling til að sitja kyrrann við eitthvað sem krefst einbeiting- ar er eins og að troða fíl í gegnum skrá- argat. Unglingar eru oft ókurteisir og ruddalegir, ganga illa um, sóðalegir, hroka- fullir og þeim er ábótavant í kurteisis- reglum. Þeir geta ver- ið latir, neikvæðir, íhaldssamir og vilja engar breytingar. Þeir eru ótrúlegar hópsálir. Eins og ungl- ingar geta verið metnaðarfullir eru þeir oft að sama skapi metnaðar- lausir. Ef þeir hafa ekki brennandi áhuga á því sem þeir eru að gera þá er það gert með hangandi hendi. Unglingar eru með fullt að kækjum, fíktandi og hrækjandi út um allt. Unglingsstrákar eru með svo mikla munnvatnssöfnun að þeir geta hrækt fjórum lítrum á dag. Það er spurning Fylgdist þúmeð HM í hand- bolta? Rúnar, 15 ára Já, ég horfði á í sjónvarpinu. Guðmundur, 16 ára Já, í gegnum sjónvarpið. íris, 16 ára Já. pínu. Særún, 15 ára Smá, ekkert mikið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.