Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995 7
FRETTIR
Talsverður áhugi er á íbúðum Ger í Þýskalandi
Tvær af
tuttugn
íbúðum
eru seldar
GER GmbH, sem er hlutafélag í
Þýskalandi í eigu Ármannsfells og
Islenskra aðalverktaka, hefur selt
tvær af þeim tuttugu íbúðum sem
fyrirtækið hefur reist í nágrenni
við Stuttgart. Fyrsti íbúinn flutti
inn í gær. Helgi Sæmundsson,
framkvæmdastjóri Ger, sagði að
sala á íbúðarhúsnæði í Þýskalandi
hefði hrunið á þessu ári, en hann
sagðist þó vera þokkalega bjart-
sýnn á að takist að selja íbúðirnar
á næstu vikum.
Vinnu við íbúðirnar er að ljúka
um þessar mundir. Þær voru aug-
lýstar til sölu fyrir 10 dögum og
kynning á þeim fór fram um síð-
ustu helgi og helgina þar á undan.
Ásgeir Sigurvinsson knattspyrnu-
maður var viðstaddur upphafs-
kynninguna og tókst hún mjög
vel. Helgi sagði að talsverður áhugi
væri á íbúðunum og margir væru
búnir að skoða oftar en einu sinni.
íbúðirnar, sem reistar eru með
permaform aðferð, þættu mjög
fallegar. Mestur áhugi væri á
stærri íbúðunum.
Helgi sagði að sala á íbúðum
-gengi hægt fyrir sig í Þýskalandi
því að kaupendur yrðu sjálfir að
sjá um alla ijármögnun húsnæðis-
ins. Hann sagðist vita að þó nokkr-
Morgunblaðið/Eyjólfur Guðmundsson
GER hefur reist tvö hús með samtals 20 íbúðum í Þýskalandi.
ir væru að skoða íjármögnun
íbúðarkaupanna.
Hrun á sölu íbúða í Þýskalandi
Helgi sagði að sala á íbúðarhús-
næði í Þýskalandi hefði hrunið á
þessu ári. Ástæðan væri m.a. auk-
in skattheimta og hækkun opin-
berra gjalda. Talsverð óvissa væri
um þróun efnahagsmála og at-
vinnumála, sem leiddi til þess að
fólk héldi að sér höndum. Helgi
nefndi sem dæmi um samdráttinn
að af 210 íbúðum sem væru tilbún-
ar eða að verða tilbúnar á svæðinu
væri aðeins búið að selja 14. Hlut-
ur Ger í þessari sölu væri því ekki
slæmur.
Helgi sagði að undirbúningur
væri hafinn fyrir frekari húsbygg-
ingar á vegum Ger. Hann sagði
að framkvæmdir myndu þó ekki
hefjast fyrr en búið væri að selja
helming af þeim 20 íbúðum sem
búið væri að reisa. Engin ákvörðun
hefði verið tekin um hvar yrði
byggt. Framkvæmdir myndu heíj-
ast í vor ef salan á íbúðunum gengi
vel. Flestir af þeim 20 íslensku
starfsmönnum sem unnið hefðu við
byggingu íbúðanna myndu því
halda heim á næstu vikum.
Tómas A. Tómasson með rekstur
••
Ommu Lú að nýju
Yill reka næturklúbb
SKEMMTISTAÐURINN Amrna Lú
verður opnaður að nýju næsta
föstudagskvöld eftir að rekstur hef-
ur legið þar niðri um hríð. Tómas
A. Tómasson veitingamaður, sem
átti staðinn upphaflega, hefur aftur
tekið við rekstrinum og ráðið nýjan
rekstrarstjóra, Kristján Þór Jóns-
son.
Þegar hefur verið auglýst eftir
starfsfólki og verða um 40 manns
ráðnir. Kristján, eða „Kiddi Big
Foot“, segir að staðurinn sem nú
kallast Danshús Ömmu Lú, muni
reyna að höfða til ungs fólks í kring-
um 25 ára aldur. „Diskó og salsa
munu setja svip sinn á tónlistina
og stemmninguna, auk þess sem
nú er að opnast markaður fyrir
næturklúbba og staðsetning Ömmu
Lú er tilvalin til slíks reksturs,“
segir Kristján.
Hann segir að í þessari viku verði
lögð inn umsókn um að starfrækja
næturklúbb í húsakynnum Ömmu
Lú, í kjölfar umræðu um breyttan
opnunartíma skemmtistaða.
Heppileg staðsetning
„Ég er bjartsýnn á að staðurinn
fái jákvætt svar, því að ef einhver
staður ætti að fá slíkt leyfi eða búi
yfir möguleikum á að reka nætur-
klúbb, er það hiklaust Amma Lú.
Staðurinn er ekki í miðbænum og
ekki í miðju íbúðarhverfi, auk þess
sem Tómas hefur getið sér orð fyr-
ir traustan rekstur í gegnum tíðina,
þannig að hann hefur alla burði til
að standast þær kröfur sem eru
gerðar til forkólfa næturklúbba,"
segir Kristján.
Hann kveðst samt telja að stað-
urinn hafi traustan rekstrargrund-
völl þótt leyfi fyrir næturklúbb fáist
ekki.
AÐ GRENNAST ORUGGLEGA!
Citri Max™ er nýtt náttúrulegt megrunarefni
sem inniheldur HCA ávaxtasýrur.
\/ Minni matarlyst
\/ Minni ásókn í sætindi
\/ Minni fitumyndun
\/ Óskert orka
Nú ó kynningarverði oóeins kr. 2.490
Opið virka daga kl. 13-18 • Laugardaga kl. 13-Jét1
HYunoni
... til framtíðar
Hyundai Accent,
84 hestöfl, með beinni
innspýtingu,samlæsingum
og vönduðum
hljómflutningstækjum.
Fallegur, rúmgóður
og nýtískulegur bíll,
hannaSur meS þaS
aS leiSarljósi að gera
aksturinn ónægjulegan
ó öruggan hótt.
AukabúnaSur á mynd,
álfelgur og vindskeiÖ.
949 000
ygyg^ Jjy|| ii
KR. A GOTUNA
ÁRMÚLA 13
SÍMI: 568 1200
BEINN SlMI: 553 1236