Morgunblaðið - 17.10.1995, Page 35

Morgunblaðið - 17.10.1995, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995 35 MIIMNING var afburða orðhagur og kom því sem hann vildi segja glöggt til skila með sínum hjómfagra norðlenska framburði. Góður og frambærilegur þjónn Drottins. Mér er því séra Þórhallur eftirminnilegur sem glæsimenni á velli og skörungur í verki. Þegar maður minnist látins sam- ferðamanns verða hinar hlýju og alvarlegu myndir í forgrunninum. En nú kemur hin glaðlega og kank- vísa hlið séra Þórhalls einnig sterkt upp í hugann, ekki síst brosið, hlát- urinn og kímnin. í góðra vina hópi gat hann verið hrókur alls fagnað- ar. Og ég á margar skemmtilegar minningar frá sambýli okkar á Möðruvöllum. Mér er enn í fersku minni er við lékum fjölskyldufót- bolta og séra Þórhallur, sem ævin- lega var snyrtilega klæddur, jafnvel við bústörfin, mætti í svörtu jakka- fötunum sínum og támjóu blank- skónum. Og líklega man Höskuldur sonur hans, þá smástrákur, enn eftir skoti föður síns eftir endilöng- um vellinum og í bláhornið á marki okkar keppinautanna. Aðdáunin skein þá úr litlu andliti drengsins. Og þannig vil ég einnig minnast glaðlyndis séra Þórhalls og minnast hans sem fjölskylduföður sem öll fjölskyldan getur dáðst að líkt og Höskuldur gerði forðum. Ég og fjölskyida mín vottum aðstandendum séra Þórhalls samúð okkar og þakklæti. Munum eftir orðum Jesú sem séra Þórhallur tal- aði oft um, að: „Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi.“ Bjarni E. Guðleifsson, Möðruvöllum. Sr. Þórhallur Höskuldsson var stjórnarmaður í Norðurlandsdeild SAÁ. Hann hafði verið beðinn að taka sæti í stjórninni fljótlega eftir stofnun deildarinnar, tók hann þeirri bón vel og var okkur styrkur félagi. Ávallt var Þórhallur eins þegar leitað var til hans, hlýr, úr- ræðagóður og fylginn sér. Aldrei gerði hann mannamun, kom eins fram við alla. Að leiðarlokum eru Þórhalli Höskuldssyni færðar innilegar þakkir fyrir störf sín í okkar þágu og ástvinum hans sendar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Félagar í Norðurlandsdeild SÁÁ. Guð helgur andi, á hinstu stund oss hugga þú með von um Jesú fund. Þá er þrautin unnin. Þá er sigur fenginn, sælusól upp runnin, sorg og þrenging engin. Streymi þú líknarlind. (Þýð. Helgi Hálfdanarson.) Þó að hverjum og einum sé það ljóst að allir eigi sitt skapadægur, kemur það alltaf jafn mikið á óvart þegar menn á besta aldri falla í valinn. Það var hnípinn skóli sem hóf störf að morgni 11. október Blómastofa Fríöfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opiðöllkvöld til kl. 22,* einnig um helgar. Skreytingar viö öll tilefni. Gjafavörur. síðastliðinn þegar sú frétt hafði borist að séra Þórhallur Höskulds- son hefði látist suður í Reykjavík aðfaranótt laugardagsins á undan. Enginn gat látið sér það til hugar koma að hann legði næstur upp í þá ferð sem allir fara og enginn fær umflúið. Séra Þórhallur hóf störf við Gagnfræðaskóla Akureyrar haustið 1982 er hann gerðist sóknarprestur á Akureyri og kenndi kristin fræði við skólann eins og fyrirrennarar hans hafa gert. Einnig vékst hann alltaf vel við að kenna í veikindafor- föllum kennara enda var hann boð- inn og búinn að rétta hjálparhönd þar sem hennar var þörf. Starfsfólk Gagnfræðaskólans þakkar séra Þórhalli samfylgdina og sendir Þóru Steinunni Gísladótþ- ur, eiginkonu hans, börnum þeirra og öðru venslafólki innilegar sam- úðarkveðjur. Starfsfólk Gagnfræðaskóla Akureyrar. Kveðja frá Stefáni Valgeirs- syni og íjölskyldu Það grúir nú sorg yfir sveitinni minni, séra Þórhallur Höskuldsson látinn er. í návist hans höfðum af kærleika kynni, kom oft til þeirra, sem þjáningu ber. Þá verður fátækum mest það í minni að misréttið átaldi’ hann alstaðar hér. • Fleirí minningargreinar um Sr.Þórhall Höskuldsson bíða birt- ingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga. t Systir okkar, HULDA GUÐJÓNSDÓTTIR, Eiríksbakka, Biskupstungum, lést á dvalar- og hjókrunarheimilinu Kumbaravogi 13. október. Ágústa Guðjónsdóttir, Ingvar Guðjónsson. t Eiginmaður minn, . JÓNJÓHANNESSON mynd- og handmenntakennari, Tómasarhaga 23, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 19. október kl. 13.30. Selma Kristiansen. t Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓSVALD GUNNARSSON, Fannafold 46, sem lést 8. október, verður jarðsung- inn frá Háteigskirkju í dag, þriðjudaginn 17. október kl. 13.30. Svanhildur Traustadóttir, Margrét Pétursdóttir, Trausti Þór Ósvaldsson, Sif Kristjánsdóttir, Margrét Árdís Ósvaldsdóttir, Véstejnn Marinósson, Arni Þór Ósyaldsson, Ásta Ósvaldsson, Silja Dögg Ósvaldsdóttir, Valgeir Magnússon og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, REIMAR SIGURÐSSON, Úthlið 33, Hafnarfirði, sem lést 11. október sl., verður jarð- sunginn frá Víðistaðarkirkju fimmtudag- inn 19. október kl. 13.30. Gíslína Jónsdóttir, Jón Ingvi Reimarsson, Jóhann Þ. Jóhannsson, Guðný Pálsdóttir og barnabörn. t Elskuleg dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, BRYNDÍS RÚN BJÖRGVINSDÓTTIR, Hjallabraut 33, áður Suðurgötu 64, Hafnarfirði, lést í Landspítalanum sunnudaginn 15. október. Áslaug Theódórsdóttir, Erlendur Gunnar Gunnarsson, Andrea Ólafsdóttir, Áslaug Gunnarsdóttir, Þröstur Guðnason, Selma Kristin Erlendsdóttir, Gunnar Erlendsson, Bergþór Þrastarson. t Faðir okkar tengdafaðir og afi, ÓSKAR EIRÍKSSON Holtsgötu 9, Hafnarfirði. lést af slysförum laugardaginn 14. október. Börnin. Móðir okkar, tengdamóöir og amma, KRISTÍN JÓNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Holtsgötu 9, Hafnarfirði. lést af slysförum laugardaginn 14. október. Börnin. t Konan mín, JÓHANNA BJARNADÓTTIR, Gljúfraseli 5, er látin. Fyrir hönd barna okkar og annarra vandamanna, Jón S. Guðlaugsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, fóstur- faðir og afi, DAÐI GUNNLAUGUR GUÐBRANDSSON húsgagnasmíðameistari, Skúlagötu 40a, lést í Landspítalanum 3. október sl. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Við þökkum af alhug allan þann hlýhug og samúð sem okkur hefur verið sýnd. Eygló Halldórsdóttir, Daði Daðason, Elínborg Tryggvadóttir og barnabörn. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, ÓLAFUR HERMANN JÓNSSON flugumferðarstjóri, Smárarima 102, Reykjavík, lést í Landspítalanum 2. október sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum sýnda samúð. Herþrúður Ólafsdóttir, Guörún B. Ólafsdóttir, Þór Jes Þórisson, Anna M. Ólafsdóttir, Sturla Arinbjarnarson, Steinunn Þ. Ólafsdóttir, Sigurður Geirsson, barnabörn, Gunnar Á. Jónsson, Hertha W. Jónsdóttir. t Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, ELÍN OLIVER (KRISTJÓNSDÓTTIR) frá Ólafsvik, andaðist á heimili sínu í Atlanta, USA, þann 13. október sl. Jack Oliver, Mark Oliver, Sigurður V. Sigurðsson, Kristín B. Marisdóttir og barnabörn. Islenshur efniviður lslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. KAlWN onmiv Áralöng reynsla. Leitið uppiýsinga. BSS. HELGASON HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SlMI 557 6677

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.