Morgunblaðið - 21.12.1995, Side 15

Morgunblaðið - 21.12.1995, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1995 15 h NEYTENDUR Menn og skepnur úr trölladeigi í OFNINUM í cldhúsinu heima hjá sér bakar Sesselja Jónsdóttir í Ljósavatnshreppi í S-Þin- geyjarsýslu bændur, fiskverkafólk, sjó- menn, pijónakonur, stúdenta og fólk úr ýmsum starfstéttum úr trölladeigi. Verkið segir hún ekki flókið, deigið sé sama magn af hveiti og salti bland- að með köldu vatni þar til deigið verður hæfilega þétt. Bökunartíminn er 8-14 klukku- stundir eftir stærð hlutanna og hitinn hafður lOOo. Oft Iitar Sesselja deigið áður en hún stingur því í ofninn því þannig segir hún að fáist fal- legri áferð en þegar lakkað er með húsgagnalakki úr úðabrús- um eftir bökun. Augu trölla- deigsfólksins eru negulnaglar og hárið er mótað með lauk- pressu. Sesselja hefur búið til fjölda gripa frá því hún fór á trölla- deigsnámskeið á vegum kvenfé- lagsins í fyrra. Einnig hefur hún sjálf haldið námskeið víða um land og leiðbeint áhuga- fólki. Sesselja segir að töluvert hafi selst af trölladeigsfólki í Hand- verkshúsinu við Goðafoss, einn- ig selji hún heima hjá sér og í Skemmunni í Hafnarfirði. Ann- ars segist hún aðallega hafa framleitt eftir pöntunum. Trölladeigsfólkið sé vinsælt til gjafa og oft sé hún beðin um að hafa myndirnar sem líkastar þeim sem gjöfina á að fá. Trölladeigsfólkið er yfirleitt 20-25 cm á hæð og algengasta verðið er 1.500 krónur. Veiðimaður Bóndi Kennslu- kona Fyrir síðustu jól hefur skótahreyfingin selt sígrœn eðaltré í hœsta gœðaflokki og hafa þau prýtt mörg hundruð heimili. Svo eðlileg eru trén að fuglar gœtu átt það til að gera sér hreiður í greinum þeirra. Sígrœnu jólatrén frá skátunum eru grœn og falleg jól eftir jól. t, % % % % % r-pft • Skátahúsið, Snorrabraut Sýningarsalur Heklu, Laugavegi 10 ára ábyrgð 8 stœrðir, 90 - 305 cm Stálfótur fylgir Eldtraust íslenskar leiðbeiningar Jólatré með skrauti - 3 gerðir zl6,i Skeifunni 13 108 Reykjavík 568 7499 Norðurtanga 3 600 Akureyri 462 6662 Reykjavíkurvegi 72 220 Hafnarfjörður 565 5560 Holtagörðum v/Holtaveg 104 Reykjavík 588 7499 t- Sjöundi hlmlnn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.