Morgunblaðið - 29.03.1996, Side 1

Morgunblaðið - 29.03.1996, Side 1
108 SIÐURB/C/D 75. TBL. 84. ÁRG. FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Ríkisstjórn Bretlands reynir að róa neytendur vegna kúariðuvandans Takmarkað bann við sölu á nautakjöti Brussel, París, London. Reuter. DOUGLAS Hogg, landbúnaðarráðherra Bretlands, tilkynnti í gær að breska stjórnin hefði lagt tímabundið bann við sölu á kjöti af nýslátruð- um nautgripum eldri en 30 mánaða vegna kúariðu, sem óttast er að geti borist í menn og valdið banvænum heiiahrörnunarsjúkdómi. Hogg staðfesti einnig að stjórn- in væri að íhuga takmarkað bann við slátrun eldri nauta, sem eru í mestri smithættu. Ráðherrann lagði þó áherslu á að mönnum stafaði ekki hætta af bresku nautakjöti. Hann sagði að stjórnin hygðist verja 50 milljónum punda, jafnvirði fimm milljarða króna, í aðstoð við bændur sem verða fyrir skakkaföllum vegna kúariðunnar. Riðan rædd á leiðtogafundi John Major, forsætisráðherra Bretlands, sagði að bann fram- kvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins (ESB) við öllum útflutn- ingi bresks nautakjöts væri órétt- mætt og ekki stutt rökum. Hann kvaðst ætla að láta þá skoðun í ljós á fundi leiðtoga ESB-ríkjanna í Tórínó í dag. Landbúnaðarráðherrar Evrópu- sambandsins efna til bráðafundar á mánudag til að ræða kúariðu- málið að beiðni Frakka, sem urðu fyrstir til að banna innflutning á nautakjöti frá Bretlandi. Philippe Vasseur, landbúnaðarráðherra Frakklands, sagði nauðsynlegt að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir hrun á kjötmörkuðum. „Við verðum að snúa við blaðinu og taka á þessu máli af meiri skyn- semi,“ sagði Vasseur. Ráðherrann kváðst hafa stöðv- að slátrun og sölu á nautgripum af breskum uppruna í Frakklandi og sagði það „varúðarráðstöfun til að róa neytendur". Franska dagblaðið Le Monde hafði áður Reuter JÓRDÖNSK yfirvöld hafa ákveðið að gera allt breskt mjólkur- súkkulaði upptækt vegna óvissunnar um hvort kúariða getur borist í menn. Maðurinn á myndinni ákvað að kaupa ekki þetta breska sælgæti þótt honum fyndist það ljúffengt. haft eftir Vasseur að frönsk yfir- völd væru að taka 70.000 kálfa af breskum uppruna í sína vörslu til að koma í veg fyrir að þeim yrði slátrað til neysiu í Frakk- landi. Ráðherrann lagði þó áherslu á að mönnum stafaði ekki hætta af neyslu kálfakjötsins. ■ Nautakjöt bannað/22 Tsjúbajs styður Jeltsín Moskvu. Reuter. ANATOLÍJ Tsjúbajs, sem Borís Jeltsín Rússlandsforseti vék úr embætti aðstoðarfor- sætisráðherra, kvaðst í gær styðja forsetann til endur- kjörs í kosningunum í júní. „Fyrir mér vakir fyrst og fremst að koma í veg fyrir að Gennadíj Zjúganov [leið- togi Kommúnistaflokksins] verði forseti Rússlands og ég tel að eina leiðin til að ná því markmiði sé að kjósa Jelts- ín,“ sagði Tsjúbajs. Zjúganov nýtur nú mestrar hylli meðal rússneskra kjósenda, ef marka má skoðanakannanir. Kennt um sigur kommúnista Tsjúbajs hafði yfirumsjón með efnahagsumbótunum og var síðasti eindregni mark- aðshyggjumaðurinn í stjórn Jeltsíns þar til í janúar þegar forsetinn vék honum frá og sakaði hann um að hafa selt ríkisfyrirtæki fyrir gjafverð, gert sparifé fólks verðlaust og þannig knúið Rússa til að kjósa kommúnista í þing- kosningunum í desember. Rússland Vopnasala tvöfaldast Moskvu. Reuter. HELSTI vopnaútflytjandi í Rúss- landi sagði í gær, að pantanir fyr- ir þetta ár væru komnar í rúmlega 462 milljarða ísl. kr., sem er meira en tvöföld vopnasala Rússa á síð- asta ári. /níer/ax-fréttastofan hafði þetta eftir Alexander Kotelkín, aðalframkvæmdastjóra ríkisfyrir- tækisins Rosvooruzheníje, en að hans sögn nam allur útflutningur rússneska hergagnaiðnaðarins 185 milljörðum kr. á síðasta ári. Selja vopn til 51 ríkis Vopnaútflutningur frá Sovét- ríkjunum var að jafnaði 924 millj- arðar kr. árlega og komst í 1.320 milljarða 1987. 1991 hrundi hann næstum alveg. Mest var salan til annarra Varsjárbandalagsríkja í Austur-Evrópu og til þriðjaheims- ríkja en þessi ríki hafa mörg leitað á önnur mið. Rússar selja nú vopn til 51 ríkis og eru Indland, Kína, Sýrland og Malasía meðal helstu kaupenda. Annar starfsmaður Rosvooruz- heníje sagði, að Kotelkin hefði átt fund með Hafez al-Assad, forseta Sýrlands, sl. þriðjudag og þá verið rætt um vopnasölusamninga. Reuter Patríarkinn í Moskvu blessar krossinn ALEKSÍJ II., patríarki rúss- nesku rétttrúnaðarkirkjunnar, blessar stærsta krossinn sem verður í dómkirkjunni í Moskvu. Jósef Stalín lét leggja kirkjuna í rúst snemma á fjórða áratugnum og verið er að endurreisa hana. Gert er ráð fyrir að framkvæmdunum Ijúki á næsta ári. Óvissa um sambandsríki í Bosníu Friðarsamn- ingar í hættu Sarajevo. Reuter. MIKIL óvissa er um sambandsríki Króata og múslima í Bosníu vegna fjölmargra ágreiningsmála sem stefna friðarsamningunum í hættu, að sögn talsmanna Atlantshafsbandalagsins og milligöngumanna í gær. Michael Steiner, sem stjórnar uppbyggingunni í Bosníu ásamt Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráð- herra Svíþjóðar, varaði leiðtoga Króata og múslima í Bosníu við því að þeir gætu orðið af efna- hagsaðstoð frá Vesturlöndum ef þeir héldu áfram að þverskallast við því að framfylgja samningun- um. William Perry, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, fer til Zagreb og Sarajevo um helgina til að knýja á forseta Króatíu og Bosníu um að leysa deilumálin og leggja grunn að öflugu sambandsríki. Hátt settur embættismaður í varnarmálaráðu- neytinu í Washington sagði að ráð- herrann myndi minna leiðtogana á að þeir ættu sjálfir mestra hags- muna að gæta og það væri þeim fyrir bestu að taka höndum saman. Leiðtogafundi aflýst Leiðtogafundi Króata og músl- ima, sem ráðgerður var í Bonn í gæi', var aflýst á síðustu stundu þar sem útséð var um að nokkur árangur næðist. Bandaríski hers- höfðinginn George Joulwan, yfir- maður hersveita Atlantshafsbanda- lagsins, staðfesti að deilur Króata og múslima yllu bandalaginu mikl- um áhyggjum. Simon Haselock, talsmaður NATO, sagði að tregða Króata og múslima til að taka höndum saman græfi undan ákvæðum og anda Dayton-samninganna. Stjórnarer- indrekar rekja þessa tregðu til sterkrar þjóðerniskenndar Króata, andstöðu áhrifamikilla manna í stjórnarflokki Bosníu, stríðsherra sem sjá sér hag í óbreyttu ástandi og haturs vegna harðra bardaga milli múslima og Króata árið 1993. „Þetta var alltaf hjónaband sem stofnað var til af hagsnuinaástæð- um en ekki ást,“ sagði vestrænn stjórnarerindreki. „Þeir koma sér ekki saman um nokkurn hlut en þeir vilja samt ekki skilnað þannig að þeir halda áfram að hjakka í sama farið."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.