Morgunblaðið - 29.03.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 29.03.1996, Qupperneq 1
108 SIÐURB/C/D 75. TBL. 84. ÁRG. FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Ríkisstjórn Bretlands reynir að róa neytendur vegna kúariðuvandans Takmarkað bann við sölu á nautakjöti Brussel, París, London. Reuter. DOUGLAS Hogg, landbúnaðarráðherra Bretlands, tilkynnti í gær að breska stjórnin hefði lagt tímabundið bann við sölu á kjöti af nýslátruð- um nautgripum eldri en 30 mánaða vegna kúariðu, sem óttast er að geti borist í menn og valdið banvænum heiiahrörnunarsjúkdómi. Hogg staðfesti einnig að stjórn- in væri að íhuga takmarkað bann við slátrun eldri nauta, sem eru í mestri smithættu. Ráðherrann lagði þó áherslu á að mönnum stafaði ekki hætta af bresku nautakjöti. Hann sagði að stjórnin hygðist verja 50 milljónum punda, jafnvirði fimm milljarða króna, í aðstoð við bændur sem verða fyrir skakkaföllum vegna kúariðunnar. Riðan rædd á leiðtogafundi John Major, forsætisráðherra Bretlands, sagði að bann fram- kvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins (ESB) við öllum útflutn- ingi bresks nautakjöts væri órétt- mætt og ekki stutt rökum. Hann kvaðst ætla að láta þá skoðun í ljós á fundi leiðtoga ESB-ríkjanna í Tórínó í dag. Landbúnaðarráðherrar Evrópu- sambandsins efna til bráðafundar á mánudag til að ræða kúariðu- málið að beiðni Frakka, sem urðu fyrstir til að banna innflutning á nautakjöti frá Bretlandi. Philippe Vasseur, landbúnaðarráðherra Frakklands, sagði nauðsynlegt að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir hrun á kjötmörkuðum. „Við verðum að snúa við blaðinu og taka á þessu máli af meiri skyn- semi,“ sagði Vasseur. Ráðherrann kváðst hafa stöðv- að slátrun og sölu á nautgripum af breskum uppruna í Frakklandi og sagði það „varúðarráðstöfun til að róa neytendur". Franska dagblaðið Le Monde hafði áður Reuter JÓRDÖNSK yfirvöld hafa ákveðið að gera allt breskt mjólkur- súkkulaði upptækt vegna óvissunnar um hvort kúariða getur borist í menn. Maðurinn á myndinni ákvað að kaupa ekki þetta breska sælgæti þótt honum fyndist það ljúffengt. haft eftir Vasseur að frönsk yfir- völd væru að taka 70.000 kálfa af breskum uppruna í sína vörslu til að koma í veg fyrir að þeim yrði slátrað til neysiu í Frakk- landi. Ráðherrann lagði þó áherslu á að mönnum stafaði ekki hætta af neyslu kálfakjötsins. ■ Nautakjöt bannað/22 Tsjúbajs styður Jeltsín Moskvu. Reuter. ANATOLÍJ Tsjúbajs, sem Borís Jeltsín Rússlandsforseti vék úr embætti aðstoðarfor- sætisráðherra, kvaðst í gær styðja forsetann til endur- kjörs í kosningunum í júní. „Fyrir mér vakir fyrst og fremst að koma í veg fyrir að Gennadíj Zjúganov [leið- togi Kommúnistaflokksins] verði forseti Rússlands og ég tel að eina leiðin til að ná því markmiði sé að kjósa Jelts- ín,“ sagði Tsjúbajs. Zjúganov nýtur nú mestrar hylli meðal rússneskra kjósenda, ef marka má skoðanakannanir. Kennt um sigur kommúnista Tsjúbajs hafði yfirumsjón með efnahagsumbótunum og var síðasti eindregni mark- aðshyggjumaðurinn í stjórn Jeltsíns þar til í janúar þegar forsetinn vék honum frá og sakaði hann um að hafa selt ríkisfyrirtæki fyrir gjafverð, gert sparifé fólks verðlaust og þannig knúið Rússa til að kjósa kommúnista í þing- kosningunum í desember. Rússland Vopnasala tvöfaldast Moskvu. Reuter. HELSTI vopnaútflytjandi í Rúss- landi sagði í gær, að pantanir fyr- ir þetta ár væru komnar í rúmlega 462 milljarða ísl. kr., sem er meira en tvöföld vopnasala Rússa á síð- asta ári. /níer/ax-fréttastofan hafði þetta eftir Alexander Kotelkín, aðalframkvæmdastjóra ríkisfyrir- tækisins Rosvooruzheníje, en að hans sögn nam allur útflutningur rússneska hergagnaiðnaðarins 185 milljörðum kr. á síðasta ári. Selja vopn til 51 ríkis Vopnaútflutningur frá Sovét- ríkjunum var að jafnaði 924 millj- arðar kr. árlega og komst í 1.320 milljarða 1987. 1991 hrundi hann næstum alveg. Mest var salan til annarra Varsjárbandalagsríkja í Austur-Evrópu og til þriðjaheims- ríkja en þessi ríki hafa mörg leitað á önnur mið. Rússar selja nú vopn til 51 ríkis og eru Indland, Kína, Sýrland og Malasía meðal helstu kaupenda. Annar starfsmaður Rosvooruz- heníje sagði, að Kotelkin hefði átt fund með Hafez al-Assad, forseta Sýrlands, sl. þriðjudag og þá verið rætt um vopnasölusamninga. Reuter Patríarkinn í Moskvu blessar krossinn ALEKSÍJ II., patríarki rúss- nesku rétttrúnaðarkirkjunnar, blessar stærsta krossinn sem verður í dómkirkjunni í Moskvu. Jósef Stalín lét leggja kirkjuna í rúst snemma á fjórða áratugnum og verið er að endurreisa hana. Gert er ráð fyrir að framkvæmdunum Ijúki á næsta ári. Óvissa um sambandsríki í Bosníu Friðarsamn- ingar í hættu Sarajevo. Reuter. MIKIL óvissa er um sambandsríki Króata og múslima í Bosníu vegna fjölmargra ágreiningsmála sem stefna friðarsamningunum í hættu, að sögn talsmanna Atlantshafsbandalagsins og milligöngumanna í gær. Michael Steiner, sem stjórnar uppbyggingunni í Bosníu ásamt Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráð- herra Svíþjóðar, varaði leiðtoga Króata og múslima í Bosníu við því að þeir gætu orðið af efna- hagsaðstoð frá Vesturlöndum ef þeir héldu áfram að þverskallast við því að framfylgja samningun- um. William Perry, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, fer til Zagreb og Sarajevo um helgina til að knýja á forseta Króatíu og Bosníu um að leysa deilumálin og leggja grunn að öflugu sambandsríki. Hátt settur embættismaður í varnarmálaráðu- neytinu í Washington sagði að ráð- herrann myndi minna leiðtogana á að þeir ættu sjálfir mestra hags- muna að gæta og það væri þeim fyrir bestu að taka höndum saman. Leiðtogafundi aflýst Leiðtogafundi Króata og músl- ima, sem ráðgerður var í Bonn í gæi', var aflýst á síðustu stundu þar sem útséð var um að nokkur árangur næðist. Bandaríski hers- höfðinginn George Joulwan, yfir- maður hersveita Atlantshafsbanda- lagsins, staðfesti að deilur Króata og múslima yllu bandalaginu mikl- um áhyggjum. Simon Haselock, talsmaður NATO, sagði að tregða Króata og múslima til að taka höndum saman græfi undan ákvæðum og anda Dayton-samninganna. Stjórnarer- indrekar rekja þessa tregðu til sterkrar þjóðerniskenndar Króata, andstöðu áhrifamikilla manna í stjórnarflokki Bosníu, stríðsherra sem sjá sér hag í óbreyttu ástandi og haturs vegna harðra bardaga milli múslima og Króata árið 1993. „Þetta var alltaf hjónaband sem stofnað var til af hagsnuinaástæð- um en ekki ást,“ sagði vestrænn stjórnarerindreki. „Þeir koma sér ekki saman um nokkurn hlut en þeir vilja samt ekki skilnað þannig að þeir halda áfram að hjakka í sama farið."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.