Morgunblaðið - 29.03.1996, Side 11

Morgunblaðið - 29.03.1996, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996 11 FRÉTTIR Framtíð Rúss- lands og evrópskt öryggi CHRISTOPHER N. Donnelly, sér- fræðingur framkvæmdastjóra Atl- antshafsbandalagsins í málefnum Rússlands og fyrrum Mið- og Aust- ur-Evrópuríkja, flytur erindi á sam- eiginlegum hádeg- isverðarfundi Sam- taka um vestræna samvinnu (SVS) og Varðbergs í Sunnusal (Átt- hagasal) á Hótel Sögu, laugardag- inn 30. mars nk. kl. 12. Donnelly mun flytja erindi um framtíð Rússlands með tilliti til ör- yggismála Evrópu. Hann hefur mjög mikla innsýn í þróun mála í fyrrver- andi ríkjum Sovétríkjanna, en hann er þar mikið á ferðinni í erindagjörð- um framkvæmdastjórnar NÁTO. Hann þekkir persónulega flesta ráðamenn, ieiðtoga stjórnarand- stöðu og æðstu menn hersins og er því með puttann á púlsi mannlífsins. Donnelly er mjög kunnur fyrirles- ari á þessu sviði og hefur hann á undanförnum árum tvisvar sinnum talað á fundum SVS og Varðbergs. Donnelly stundaði nám í rúss- nesku og sovéskum fræðum við Manchester-háskólann árin 1966- 1969. Allt frá þeim tíma hefur hann einbeitt sér að rannsóknum í stjórn- málafræðum og stjórnun ríkja A- Evrópu og er hann nú helsti sér- fræðingur NATO og framkvæmda- stjóra þess á þessum vettvangi. Christopher N. Donnelly er fædd- ur í Bretlandi árið 1946. Donnelly Ráðstefna um lífríki hafsins SJÁVARÚTVEGSSTOFNUN Há- skóla íslands, Verkfræðingafélag Is- lands og Tæknifræðingafélag íslands halda ráðstefnu um lífríki hafsins og fiskveiðar íslendinga. Guðrún Pétursdóttir, forstöðu- maður Sjávarútvegstofnunar Há- skóla íslands, setur ráðstefnuna og eftirtalin erindi verða flutt: Hafið umhverfis land. Unnsteinn Stefáns- son, prófessor emeritus, Háskóla ís- lands. Fæðukeðjan í hafinu. Ólafur Ásþórsson, sjávarlíffræðingur, Ha- frannsóknarstofnun. Nyljastofnar á íslandsmiðum. Hjálmar Vilhjálms- son, sjávarlíffræðingur, Hafrann- sóknastofun. Hagkvæm nýting fiski- stofna. Gunnar Stefánsson, tölfræð- ingur, Hafrannsóknastofnun. Veið- arfæri og veiðiaðferðir. Einar Hreins- son, sjávarútvegsfræðingur, Neta- gerð Vestfjarða. Umhverfisáhrif veiðarfæra. Guðni Þorsteinsson, fiskifræðingur, Hafrannsóknastofn- un. Áhrif mismunandi veiðarfæra á gæði aflans. Grímur Valdimarsson, forstjóri Rannsóknastofnunar fisk- iðnaðarins. Hagkvæmni mismunandi veiðiaðferða. Ásgeir Daníelsson, hagfræðingur, Þjóðhagsstofnun. Fiskur, framtíð og þjóðarbúskapur- inn. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar. Að erindum loknum verða fyrir- spurnir og umræður og ráðstefnu- slit, sem Pétur Stefánsson, formaður Verkfræðingafélags íslands, annast. Að ráðstefnunni lokinni verður mót- taka sjávarútvegsráðherra. Lesið í ísinn í Perlunni LÍKANIÐ að ofan er einn af gripunum á sýningunni Lesið í ísinn í Perlunni 29. mars til 14. apríl. Sýningin kemur frá Danmörku og gefur lifandi mynd af dansk/íslensku borununum í Grænlandsjökli i byrjun tíunda áratugarins. Sýningin er opin milli kl. 15 og 20 virka daga og um helgar og hátíðisdaga milli kl. 11 og 18. Það er í dag, föstudaginn 29. mars, sem tækifærið gefst til að leggja lið meðferðarstarfinu á Staðarfelli. Við stöndum fyrir söfnun meðal allra landsmanna á Rás 2 og hvetjum þá sem eru aflögufærir til að hringja og leggja í púkkið. Nú er meirihluti sjúklinga á Staðarfelli ungt fólk sem er að reyna að losna úr heljargreipum vímuefnanna. Það er skylda okkar að leggja því lið. Leggjum í púkkið. Síminn er 5-687-123 SamtOli áhugafólki um áfenglt 09 vímucfnavandann

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.