Morgunblaðið - 29.03.1996, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 29.03.1996, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996 11 FRÉTTIR Framtíð Rúss- lands og evrópskt öryggi CHRISTOPHER N. Donnelly, sér- fræðingur framkvæmdastjóra Atl- antshafsbandalagsins í málefnum Rússlands og fyrrum Mið- og Aust- ur-Evrópuríkja, flytur erindi á sam- eiginlegum hádeg- isverðarfundi Sam- taka um vestræna samvinnu (SVS) og Varðbergs í Sunnusal (Átt- hagasal) á Hótel Sögu, laugardag- inn 30. mars nk. kl. 12. Donnelly mun flytja erindi um framtíð Rússlands með tilliti til ör- yggismála Evrópu. Hann hefur mjög mikla innsýn í þróun mála í fyrrver- andi ríkjum Sovétríkjanna, en hann er þar mikið á ferðinni í erindagjörð- um framkvæmdastjórnar NÁTO. Hann þekkir persónulega flesta ráðamenn, ieiðtoga stjórnarand- stöðu og æðstu menn hersins og er því með puttann á púlsi mannlífsins. Donnelly er mjög kunnur fyrirles- ari á þessu sviði og hefur hann á undanförnum árum tvisvar sinnum talað á fundum SVS og Varðbergs. Donnelly stundaði nám í rúss- nesku og sovéskum fræðum við Manchester-háskólann árin 1966- 1969. Allt frá þeim tíma hefur hann einbeitt sér að rannsóknum í stjórn- málafræðum og stjórnun ríkja A- Evrópu og er hann nú helsti sér- fræðingur NATO og framkvæmda- stjóra þess á þessum vettvangi. Christopher N. Donnelly er fædd- ur í Bretlandi árið 1946. Donnelly Ráðstefna um lífríki hafsins SJÁVARÚTVEGSSTOFNUN Há- skóla íslands, Verkfræðingafélag Is- lands og Tæknifræðingafélag íslands halda ráðstefnu um lífríki hafsins og fiskveiðar íslendinga. Guðrún Pétursdóttir, forstöðu- maður Sjávarútvegstofnunar Há- skóla íslands, setur ráðstefnuna og eftirtalin erindi verða flutt: Hafið umhverfis land. Unnsteinn Stefáns- son, prófessor emeritus, Háskóla ís- lands. Fæðukeðjan í hafinu. Ólafur Ásþórsson, sjávarlíffræðingur, Ha- frannsóknarstofnun. Nyljastofnar á íslandsmiðum. Hjálmar Vilhjálms- son, sjávarlíffræðingur, Hafrann- sóknastofun. Hagkvæm nýting fiski- stofna. Gunnar Stefánsson, tölfræð- ingur, Hafrannsóknastofnun. Veið- arfæri og veiðiaðferðir. Einar Hreins- son, sjávarútvegsfræðingur, Neta- gerð Vestfjarða. Umhverfisáhrif veiðarfæra. Guðni Þorsteinsson, fiskifræðingur, Hafrannsóknastofn- un. Áhrif mismunandi veiðarfæra á gæði aflans. Grímur Valdimarsson, forstjóri Rannsóknastofnunar fisk- iðnaðarins. Hagkvæmni mismunandi veiðiaðferða. Ásgeir Daníelsson, hagfræðingur, Þjóðhagsstofnun. Fiskur, framtíð og þjóðarbúskapur- inn. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar. Að erindum loknum verða fyrir- spurnir og umræður og ráðstefnu- slit, sem Pétur Stefánsson, formaður Verkfræðingafélags íslands, annast. Að ráðstefnunni lokinni verður mót- taka sjávarútvegsráðherra. Lesið í ísinn í Perlunni LÍKANIÐ að ofan er einn af gripunum á sýningunni Lesið í ísinn í Perlunni 29. mars til 14. apríl. Sýningin kemur frá Danmörku og gefur lifandi mynd af dansk/íslensku borununum í Grænlandsjökli i byrjun tíunda áratugarins. Sýningin er opin milli kl. 15 og 20 virka daga og um helgar og hátíðisdaga milli kl. 11 og 18. Það er í dag, föstudaginn 29. mars, sem tækifærið gefst til að leggja lið meðferðarstarfinu á Staðarfelli. Við stöndum fyrir söfnun meðal allra landsmanna á Rás 2 og hvetjum þá sem eru aflögufærir til að hringja og leggja í púkkið. Nú er meirihluti sjúklinga á Staðarfelli ungt fólk sem er að reyna að losna úr heljargreipum vímuefnanna. Það er skylda okkar að leggja því lið. Leggjum í púkkið. Síminn er 5-687-123 SamtOli áhugafólki um áfenglt 09 vímucfnavandann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.