Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996 13 LANDIÐ Ný áhalda- o g tækjageymsla Siglufirði - Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði tók form- lega í notkun nýbyggða áhalda- og tækjageymslu um sl. helgi. Hús þetta, sem stendur við Þor- móðsbúð, mun gjörbreyta allri aðstöðu björgunarsveitarinnar. Þar verða m.a. hýst þau tæki og tól sem eru í eigu sveitarinn- ar og mun björgunarbátur verða staðsettur á sérstökum sleða sem liggja mun út í sjó. Öll vinna við tækjageymsluna hefur verið unnin í sjálfboða- vinnu af björgunarsveitarmönn- um og velunnurum. Einnig hafa ýmis fyrirtæki í bænum stutt dyggilega þessa framkvæmd og má þar sérstaklega nefna Véla- verkstæði Jóns og Erlings. Við vígslu hússins voru m.a. viðstaddir forseti Slysavarnafé- lags íslands, Einar Siguijónsson, og framkvæmdastjóri félagsins, Ester Guðmundsdóttir, og færðu þau björgunarsveitinni skel með beisli að gjöf. Einnig fékk sveit- in við þetta tækifæri fjárstyrk til tækjakaupa frá Sigluijarð- arbæ. Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir EINAR Siguijónsson, forseti Slysavarnafélags íslands, og Birgir Steindórsson, formaður Björgunarsveitarinnar Stráka. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson KRAKKARNIR sem þátt taka í keppninni ásamt Mínervu, skólastjóra Tónlistarskóla Norður-Hér- aðs. Talið frá vinstri Mínerva M. Haraldsdóttir, skólastjóri og stjórnandi keppninnar, Sigríður Sig- urðardóttir, Heiðdis A. Þórðardóttir, Snjólaug E. Þorvaldsdóttir, Sigrún A. Pálsdóttir, Sólveig A. Guðgeirsdóttir situr framar, Frosti Sigurðsson, Ragnar B. Jónsson, Gunnhildur A. Sigurðardóttir og Ragnhildur I. Jónsdóttir. Kontrapunktur í Brúarási Vaðbrekku, Jökuldal - Nemend- ur Tónlistarskóla Norður-Héraðs hafa undanfarið keppt í þekk- ingu á sígildri tónlist í keppni sem er uppbyggð á svipaðan hátt og Kontrapunktur í sjónvarpinu. Krakkarnir í Tónlistarskóla Norður-Héraðs spurðu af hveiju ekki væri haldin keppni í anda Kontrapunkts í skólanum og í framhaldi af því ákvað Mínerva Haraldsdóttir, skólastjóri Tón- listarskólans, að slá til og halda slíka keppni meðal nemenda skólans. Það var síðan í tilefni af degi Tónlistarskólanna sem keppnin Kontrapunktur fór af stað í Brúarási. Krakkarnir, sem taka þátt í keppninni, eru á aldrinum fjórtán og fimmtán ára og er skipt niður í þrjú þriggja manna lið. Keppt er þrisvar sinnum í liðum en fjórða keppnin verður milli tveggja stigahæstu einstak- linganna. Dregið er saman I liðin áður en hver liðakeppni hefst svo aldrei eru sömu krakkarnir sam- an í liði og þannig er hægt að finna stigahæstu einstaklingana. Keppnin i Brúarási gengur út á að þekkja stíltegundir sígildrar tónlistar, greina hana niður í timabil og þekkja höfunda og tónverk. Mínerva segir að krakk- arnir hafi verið lítið inn í þessari tónlist í upphafi keppninar, en ótrúlegt sé hve þau séu fljót að komast inn í að þekkja tímabil og fleira varðandi þessa tónlist. Gaman að glíma við þrautirnar Að sögn Snjólaugar Þorvalds- dóttur, eins nemanda Tónlistar- skólans og þátttakanda í keppn- inni, þekkti hún dálítið til sígildr- ar tónlistar, hafði hlustað dálítið á hana og lesið sér til. Sagðist hún þekkja eitt og eitt verk sem fram kæmi í keppninni og það sé gaman að glíma við þrautirnar er fram koma í tónlistinni. Snjólaug sagði að hún og krakkarnir hefðu rosalega gam- an að keppninni og henni kom á óvart hvað margir krakkar tóku þátt í henni. Sagðist hún hafa lært af keppninni og það mætti vera meira af slíku. Mínerva segir þessa keppni virka miklu betur við að læra að þekkja sígilda tónlist en að sitja í skólastofu og hlusta á þessa tónlist. í þessari keppni komi líka til skoðanaskipta um tónlistina sem geri námið meira lifandi. Útsala - þrek - útsala ÍÞRÓTTASKÓR, fyrir aerobic, hlaup, körfubolta og innanhúss frá Adidas, Nike, Puma, Reebok o.fl. HLAUPABAND - GÖNGUBAND. Fótdrifiö með hæöar- stillingu og fjölvirkum tölvumæli, verð aðeins kr. 14.900, stgr. 14.155 Rafdrifið með hæðarstillingu og fjölvirkum tölvumæli, verð aðeins kr. 58.500, stgr. kr. 55.575 Handlóð og lóðasett á frábæru verði, margar gerðir og þyngdir. ÞREKSTIGI - KLIFURSTIGI Verð aðeins kr. 18.900, stgr. 17.955. Fjölvirkur tölvumælir og stillanlegt ástig. Fjölnota æfingabekkur Bekkpressa, niðurtog, fluga og tví- virkt fótaæfingatæki, 9 þyngdarstig. Verð aðeins kr. 13.650, stgr. kr. 12.970 10-50% afsláttur + 5% stgr afsláttur ÞREKHJÓL. Verð aðeins frá kr. 12.900, stgr. kr. 12.255. Þrek- hjól m/púlsmæli og 13kgkast- hjóli kr. 17.500, stgr. 16.625. Bæði hjólin eru með tölvumæli sem mælir tíma, hraða og vega- lengd, stillanlegu sæti og stýri og þægilegri þyngdarstillingu. LÆRABANINN kominn aftur. Verð aðeins kr. 690 með æfingaleiðbeiningum. Margvis- legar æfingar fyrir læri, brjóst, handleggi, bak og maga. Þettta vinsæla og handhæga æfingatæki er mikið notað í æfingastöðvum. ÞREKPALLUR-AEROBIC-STEP. Það nýjasta í þjálfun. Þrek, þol og teygjur fyrir fætur, handleggi og maga. Þrjár mismunandi hæðar- stillingar, stöðugur á gólfi, æfingaleiðbeiningar. Verð aðeins kr. 3.900, stgr. 3.705. ÞREKSTIGI - MINISTEPPER. Litli þrekstiginn gerir næstum sama gagn og stór en er miklu minni og nettari. Verð með gormum kr. 2.095, með dempurum og tölvumæli kr. 5.600, stgr. 5.320. Einnig fyrirliggjandi stórir þrekstigar, verð frá kr. 19.900, stgr. 18.905. Greiðslukort og greiðslusamningar Símar: 553 5320 568 8860 Ármúla 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.