Morgunblaðið - 29.03.1996, Síða 18

Morgunblaðið - 29.03.1996, Síða 18
I 18 FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Gunnar M. Hansson, forstjóri Nýherja hf. Sáttur við að hætta GUNNAR M. Hansson, forstjóri Nýheija hf., seg- ist mjög sáttur við þá ákvörðun sína að hætta störfum hjá fyrirtækinu á þessu ári. Ástæðan sé ein- faldlega sú að hann vilji nú hægja á ferðinni hjá sjálfum sér. Eins og fram hefur komið skýrði Gunn- ar hluthöfum frá þessu á aðalfundi félagsins á miðvikudag. „Ég er búinn að vera í mjög erfiðu starfi frá því ég lauk há- skólanámi árið 1969 og við hjónin höfum oft rætt um það okkar á milli hvenær rétt væri að setja punktinn. Við tókum þessa ákvörðun um síðustu áramót og ég tilkynnti ákvörðun mína í stjórn fyrirtækisins og IBM. Hún mætti miklum skilningi og ég var raunar spurður hvort ég vildi ekki þá taka við stjórnarformennsku í fyrirtæk- inu er núverandi starfi Iyki. Ný- heija gengur vel og það er mjög bjart framundan." Engin ákvörðun hefur verið tek- in um ráðningu eftir- manns Gunnars en hann hættir störfum hjá Ný- heija síðar á árinu. Fréttaflutningur Stöðvar 2 botninn í fréttamennsku Gunnar kvaðst hins vegar vera afar óánægður með fréttaflutning Stöðv- ar 2 á miðvikudag af þessari ákvörðun sinni. „Fyrrverandi markaðsstjóri Stöðvar 2 keypti hlutabréf í Nýheija nokkrum dög- um fyrir aðalfundinn að nafnvirði 4.500 krónur. Hann mætti síðan á fundinn og gagnrýndi þar fjár- festingu Nýheija í Stöð 3. Lét hann í það skína að ég hefði einn tekið ákvörðun um það. Árni Vil- hjálmsson stjórnarformaður kom strax upp í pontu og las upp fund- argerð þar sem fram kom að stjórnin ijallaði um þessi mál. í þeirri fundargerð kom sérstaklega fram að stjórnin gerði sér grein fyrir því að mikil áhætta væri sam- fara þessari fjárfestingu. Stjórnin teldi þetta hins vegar tilheyra starfsemi Nýheija í dag. Síðan mætti Stöð 2 með frétta- mann á staðinn og birti frétt um málið án þess að tala við kóng eða prest. Þar var látið að því liggja að ég væri að hætta vegna þess að Nýheiji hefði orðið undir í slag við Tæknival. Við erum hins vegar ennþá með meiri veltu en Tækni- val enda þótt reikningarnir sýni lægri veltutölu. Við bókfærum aðeins umboðslaun frá IBM en ekki söluna. Veltufé frá rekstri hjá okkur á síðasta ári var miklu meira hjá Nýheija en hjá Tækni- vali. Nýheiji er einstaklega stöndugt og gott fyrirtæki. Ég myndi aldrei fara frá fyrirtæki nema geta litið stoltur til baka yfir mínu starfi. Þetta er botninn í fréttamennsku hjá Stöð 2. Þarna var aðeins verið að koma höggi undir beltisstað vegna þess að við erum að keppa við þá gegnum Stöð 3,“ sagði Gunnar M. Hansson. Allir nýta forkaupsréttinn í hlutaij'árútboði Borgeyjar Bærinn kaupir lihiía- bréf til að selja aftur ALLIR stærstu hluthafar Borgeyj- ar hf. á Höfn í Hornafirði hafa nú ákveðið að nýta sér forkaupsrétt að nýju hlutafé í félaginu. Nú síð- ast ákvað Hornafjarðarbær að nýta sinn rétt en ákvað samhliða að selja bréf fyrir jafn háa upphæð á árinu. Vonast bæjarstjórinn til að hagnast á þessum viðskiptum og ná meiru upp í það tap sem bærinn varð á sínum tíma fyrir vegna þátttöku í fyrirtækinu. Á aðalfundi Borgeyjar var ákveðið að auka hlutafé félagsins um 60 milljónir kr. og bjóða hlut- höfum það á genginu 1,25 sem þýðir að söluverðið er 75 milljónir kr. Markmiðið með útgáfu nýs hlutafjár er að fjármagna nýjar framkvæmdir á vegum félagsins, meðal annars sérhæfða kola- vinnslu, og að stuðla að dreifðri eignaraðild en félagið ráðgerir að sækja um skráningu hlutabrefa á Verðbréfaþingi Islands innan þriggja ára. í útboðslýsingu kemur fram að útlit sé fyrir að árið 1996 verði metár í sögu félagsins. Hagnaður er áætlaður liðlega 97 milljónir kr. sem er tvöfalt meiri hagnaður en á síðasta ári. Ná til baka tapi Núverandi hluthafar hafa for- kaupsrétt fram á daginn í dag. Einar Sveinn Ingólfsson, fjármála- stjóri fyrirtækisins, segir að allir stóru hluthafarnir hafi ákveðið að vera með og einnig margir þeirra smærri. Mesta óvissan var um Homafjarðarbæ sem á 11,58% hlut. Bærinn hefur nú ákveðið að nýta sér forkaupsrétt sinn. Kaup- verð bréfa bæjarins er um 8,7 milljónir kr. Jafnframt var ákveðið að selja hlutabréf sem þessu nemur á þessu ári, til heimamanna ef þeir vilja. Sturlaugur Þorsteinsson bæjarstjóri segir að með þessu sé bærinn að veija hagsmuni sína. Hornafjarðarbær lagði á sínum 100 milljóna kr. hlutafé í Borgey. Það hlutafé tapaðist að verulegum hluta við niðurfærslu hlutafjár við endurskipulagningu fjárhags fé- lagsins. Síðan bætti bærinn við 25 milljónum kr. Sturiaugur segir að til mikils hafi verið að vinna, til að bjarga helsta atvinnufyrirtæki bæjarins frá gjaldþroti. Hann segir að bærinn hafi fengið hluta af tapi sínu til baka með arðgreiðslum og hækkun markaðsverðs þess hlut- afjár sem eftir er og stefnt sé að ná meiru til baka með því að kaupa og selja hlut bæjarins í aukning- unni nú. Rökstyður hann það með því að benda á að söluverð bréfa í Borey á Opna tilboðsmarkaðnum sé hærra en kaupgengið í útboðinu. Sturlaugur tekur það fram að stefna bæjarstjórnar sé að selja hlutabréfin í Borgey þegar rétti tíminn rennur upp. Bendir hann á að í þriggja ára fjárhagsáætlun bæjarins sé gert ráð fyrir sölu bréf- anna en salan ekki nánar tímasett. íslensk sýndarveru- leikaverslun á alnetinu KERFISGERÐIN hefur hannað verslunarmiðstöð í sýndarveru- leika á alnetinu, þá fyrstu sinnar tegundar, að sögn Eyjólfs Kol- beins Eyjólfssonar, eiganda fyr- irtækisins. Hann segir að þegar séu komnar tvær úgáfur af versl- unarmiðstöðinni sé sú þriðja í vinnslu og sé hún væntanleg á næstunni. Að sögn Eyjólfs hefur fjöldi fólks heimsótt verslunarmiðstöð- ina þrátt fyrir að hún liafi ekki verið opnuð fyrr en 1. mars sl. Samkvæmt mælingum séu heim- sóknir nú komnar yfir 7.000 og fari þeim ört fjölgandi. Þá séu daglegar heimsóknir nú komnar yfir 700. Eyjólfur segir þessa talningu gefa nokkuð góða mynd af fjölda þeirra sem skoði versl- unina því hver notandi sé einung- is talinn einu sinni, er hann kem- ur fyrst inn. Hann segir að í annarri útgáfu sé talsverð hreyfing í umhverf- inu en enn sé hins vegar ekkert hljóð. Það sé hins vegar ætlunin að koma því á og stefnan sé að fólk geti jafnvel hist í verslun- inni. Tækniþekkingin sem til þurfi sé til staðar. I dag eru aðeins vörur Álafoss á boðstólum í versluninni en Eyj- ólfur segir að viðræður standi hins vegar yfir við innlend og erlend fyrirtæki um vistun á verslunum þeirra á netinu. Þess má geta að Kerfisgerðin hlaut á síðasta ári lof tímaritsins .net fyrir heimasíðu Álafoss, sem fyr- irtækið hannaði og kom fyrir á netinu. Tímaritið sérhæfir sig í umfjöllun um alnetið og er gefið út í 27 milljónum eintaka. Slóðin á verslunarmiðstöðina er http://www.isttiennt.is/fyr— stofn/kerfisg. All Leisure með flug til Kaupmannahafnar BRESKA flugfélagið All Leisure, dótturfélag Translift Airways á Ir- Iandi, hefur ákveðið að hefja flug tvisvar í viku milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar næsta sumar. Félagið rekur 6 Airbus A320 flugvél- ar sem eru 1-3 ára gamlar og taka þær 180 farþega í sæti. Fyrsta flug- ið verður 15. maí og verður flogið til loka október á miðvikudögum og laugardögum. Almennt fargjald aðra leiðina verður 11.900 krónur með flugvall- arskatti eða 23.800 fram og til baka. Ákveðinn sætaflöldi verður seldur á sérstöku tilboðsverði, 9.900 krónur aðra leiðina. Engar hömlur verða á dvalar- eða bókunartíma og áhersla rmrnmmmm. [ —i FYRIR WINDOWS 95 H KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 lögð á að hafa sölúkerfið sem ein- faldast. Að sögn Hilmars A. Kristjánsson- ar, framkvæmdastjóra Bingo ehf. umboðsaðila flugfélagsins, mun ferðaskrifstofan Wihlborg Rejser í Kaupmannahöfn annast farmiða- sölu. Þangað geta íslendingar hringt til að bóka sæti í sumar og greiða fyrir farseðla. Hann sagði að unnið j væri að því að ná samningum við íslenskar ferðaskrifstofur um að annast sölu farseðla. All Leisure er ellefta flugfélagið sem tilkynnir um reglubundið flug milli Islands og annarra landa í sum- ar, að því er segir í fréttatilkynningu Bingo.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.