Morgunblaðið - 29.03.1996, Síða 38
38 FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREIIMAR
„Allir geta lært og lært mikið,
ef þeim er kennt vel“
ÞETTA fullyrti Rósa rafvirki í
samnefndri kvikmynd sem fjallaði
um vinnuframlag kvenna í Banda-
ríkjunum á þeim tíma sem vopnfær-
ir karlar stríddu á vígvöllum seinni
heimsstyijaldarinnar. Nú eins og þá
krefjast breyttir þjóðfélagshættir
nýrrar leikni og annarrar þekkingar
en þeirrar sem áður nægði fólki til
að sinna daglegum störfum. Til þess
þarf fólk að geta sótt sér menntun
allt lífið, en ekki einungis á fyrsta
þriðjungi þess.
Fyrir nokkru gafst almenningi
kostur á að heimsækja marga skóla
og kynnast. starfinu sem þar fer
fram. Eins og vænta má og eðlilegt
kann að vera, er úrvalið aðallega í
Reykjavík. Það vekur hins vegar upp
þá spurningu, hvort og hversu vel
því Iandsbyggðarfólki sem aldrei fór
suður eins og Bubbi kvað, eða er
ófarið enn, nýtast þessi tilboð?
Af þeim rúmlega 65% landsmanna
sem eru á aldrinum 20 til 79 ára,
teljast tæplega 70 þúsund eða nær
40% búa utan höfuðborgarsvæðisins
(I). Samkvæmt úrtakskönnun í nóv-
ember 1994 (II) var áætlað að tæp-
lega 60 þúsund landsbyggðarmanna
á aldrinum 16 til 74 ára væru á
vinnumarkaði. „Bara húsmæður“
flokkast ekki þarna með. Ef ályktað
er af úrtakinu, skiptust þeir sem
höfðu grunnmenntun nokkuð jafnt
milli Iandsbyggðar og Reykjavíkur-
þéttbýlisins. Hér fengist þó væntan-
lega önnur mynd ef yngsta fólkið
væri undanskilið skoðun. Um fimmt-
ungur þeirra sem höfðu háskólapróf
bjó utan Reykjavíkur og nágrennis,
og rúmlega 36% af þeim sem höfðu
starfsmenntun eða framhaldsskóla-
próf.
Einn er sá skóli sem starfað hefur
í 55 ár þar sem ekki er krafist inn-
tökuskilyrða. Hann hef-
ur auk þess þá sérstöðu
að hafa alla tíð einvörð-
ungu verið fjarkennslu-
skóli. Þetta er Bréfa-
skólinn. í upphafi árs
1996 voru um 500 nem-
endur skráðir þar í
námi, sem er svipaður
flöldi og skráður er til
náms í „litlu“ fram-
haldsskólunum á höfuð-
borgarsvæðinu. Um
80% nemenda Bréfa-
skólans búa utan höfuð-
borgarsvæðisins. Með-
alaldur þeirra er 40 ár
og eru konur í meiri-
hluta. Nemendur geta
sent úrlausnir sínar með pósti, bréf-
síma, hljóðsnældum eða tölvupósti.
En ef litið er á könnun ÍM Gall-
ups (III), notar tæpur helmingur
landsmanna á aldrinum 15 til 74 ára
ekki tölvur. Sama könnun sýnir að
tölvunotkun er nokkru meiri á höfuð-
borgarsvæðinu en á landsbyggðinni.
Hún sýnir einnig að heimilistölvan
er mest notuð af fólki sem er á aldr-
inum 15 til 24 ára, þ.e. af þeim sem
eru á fyrsta þriðjungi ævinnar. Að
öllum líkindum munu margir þeirra
sem eldri eru aldrei nota tölvu. Flest-
ir hljóta að vera sammála um að
tölvunotkun þarf ekki og má ekki
verða skiiyrði þess að fólk geti notið
formlegrar menntunar á fullorðinsá-
rum. Það sama á við um búsetu.
Nú er það hvoru tveggja almenn
reynsla og vísindaleg þekking að
byijendur í námi þurfa nánari leið-
sögn en hinir sem eru vanir náms-
menn. Byijendur geta verið á öllum
aldri, átt heima hvar sem er og haft
hug á ýmsum greinum, s.s. réttritun
og reikningi. Ekki er ósennilegt að
þeir sem komnir eru á
miðjan aldur þurfi ítar-
lega leiðsögn um það
hvernig best er að bera
sig að við námið. Leið-
sögn og stuðningur
þurfa einnig að haldast
í hendur við tímann
sem liðinn er frá því
að einstaklingurinn var
í skóla, hversu lengi
hann var þar og hvern-
ig honum gekk. Það er
hins vegar ekki víst að
fullorðnum byijendum
henti það alltaf vel að
setjast á skólabekk
hveijir með öðrum,
hvað þá með ungling-
um eða öðru skólavönu fólki. A hinn
bóginn bendir ýmislegt til að fjar-
kennsla með bréfaskiptum henti
mörgum þeirra mjög vel.
Fjarkennsla getur haft marga
kosti er lúta að vinnutilhögun nem-
enda og kennara. Af þeim má nefna
að nemandinn hefur námið þegar
hann vill, er út af fýrir sig og vinn-
ur á þeim hraða sem honum einum
hentar. Starf kennarans breytist úr
því að hlýða nemendum yfir og lesa
þeim fyrir, í að verkstýra sívirkum
einstaklingi. Góð tæki geta sannar-
lega auðveldað nýtt og betra verk-
lag, en þau tryggja það ekki. Aukinn
fróðleikur, fjölbreytni og sú góða
skemmtun sem hafa má af samspili
mynda, texta og tækja, svokölluð
margmiðlun, nægir ekki ein og sér
til að nemandinn læri fljótt og vel.
Svo það megi verða, þarf hann m.a.
að vera gerandi í glímunni við náms-
efnið, nokkuð sem augljóst er í
íþróttum, list- og verkmenntagrein-
um. Hvert nýtt verkefni þarf að
byggjast á því sem nemandinn er
Fjarkennsla getur haft
marga kosti, segir
Guðríður Adda Ragn-
arsdóttir, er lúta að
vinnutilhögun nemenda
og kennara.
þegar fær um að gera. Vel samið
fjarkennsluefni er ekki ólíkt góðri
einkakennslu.
Námsefni sem matreitt er þannig
að framvinda þess ræðst af athöfn-
um nemandans, auðveldar allar
mælingar á vinnusemi og væntan-
legum framförum hans. Mælingarn-
ar staðfesta árangur jafnt og þétt
og þær hjálpa nemanda og kennara
til að fýlgjast með námsferlinu og
grípa inn í áður en í óefni er komið.
Þegar ferðin yfir námsefnið stýrist
af vinnuhraða nemandans, getur
hann tekið upp þráðinn þar sem frá
var horfið hvar sem er í námsefn-
inu, svo fremi að hann viti alltaf
nákvæmlega hvað það er sem-hann
á að gera og hvernig. Góð fyrir-
mæli auka líkur á að vel takist til.
Ekki er síður mikilvægt að nemand-
inn viti síðan jafnóðum hvernig til
tókst, og að umbun fylgi vel unnu
verki. Umbunin eykur líkur á því
að nemandinn haldi áfram að vinna.
Tíminn sem líður frá athöfn að umb-
un, er eitt áhrifaríkasta stjórntækið
sem kennarinn hefur til að viðhalda
vinnusemi nemanda. Vinnu byijand-
ans verður að umbuna oft og um-
svifalaust.
Áhersla í almennri umræðu um
fjarkennslu á undanförnum árum
hefur snúist um tölvur og önnur
Guðríður Adda
Ragnarsdóttir
Slys á börnum
í umferðinni
SLYS á bömum í
umferðinni em alvar-
íegust bamaslysa. Fleiri
böm þurfa að leggjast
inn eftir umferðarslys
en önnur slys. Umferð-
arslysum barna má
skipta í þijá hópa, þ.e.
böm sem em gangandi
og verða fyrir bifreið,
böm sem eru á hjóli og
detta eða verða fyrir
bifreið og böm sem em
farþegar í bifreiðum
sem lenda í árekstri.
Gangandi og hjólandi
böm sem verða fyrir bíl
slasast yfirleitt mest þar
sem þau era mjög illa
varin.
Gangandi börn
Um þriðjungur allra gangandi
vegfarenda sem verða fyrir bifreið
em böm. Flest þeirra era á aldrinum
5-9 ára en næstflest em 10-14 ára.
Bömin verða aðallega fyrir bifreið á
götum í íbúðarhverfum. Flest slysin
verða á daginn. Bömin verða mjög
oft fyrir bíl á haustin í upphafi skóla.
Hjá gangandi á aldrinum 15-30
ára verða flest slys á kvöldin í
Reykjavík niðri í miðbæ. Um eitt af
hverjum tíu bömum þarfnast inn-
lagnar á sjúkrahús. Slysin geta orðið
mjög alvarleg vegna þess að börnin
era illa varin. Algengustu áverkar
era beinbrot og höfuðáverkar. For-
varnarstarfí þarf að beina að börn-
um, foreldrum og skólayfírvöldum.
Reiðhjólaslys
Um þtjú hundruð slasaðir úr reið-
hjólaslysum koma á
Slysadeild á hveiju ári.
Um 60% þeirra sem
slasast í reiðhjólaslys-
um era böm. Flest era
þau á aldrinum 10-14
ára. Um eitt af hveijum
tiu bömum sem slasast
á reiðhjóli verða fyrir
bíl. Flest slysanna hjá
börnum verða á götum
í íbúðarhverfum á vorin
og sumrin. Tæplega eitt
af hveijum tíu börnum
sem slasast á reiðhjóli
þarf að leggja inn. Al-
gengustu innlagnará-
stæður era beinbrot og
höfuðáverkar. Hjálma-
notkun er óalgeng og
hjálm notuðu aðeins um 16% allra
sem leituðu á Slysadeild árið 1994
vegna afleiðinga reiðhjólaslysa en í
aldurshópnum 0-9 ára er hjálma-
notkun þó 40%. Eftir 15 ára aldur
er hjálmanotkun óalgeng og nánast
undantekning (sjá mynd). Rannsókn
á slösuðum úr reiðhjólaslysum sem
komu á Slysadeild leiddi í ljós að
enginn þeirra sem notaði hjálm hlaut
alvarlegan höfuðáverka (sjá töflu).
Alvarlegir höfuðáverkar geta leitt til
ævarandi örkumlunar. Til þess að
hjálmurinn hindri alvarlegan höfuðá-
verka verður ytra byrðið að vera úr
harðri plastskel og að auki verður
hann að sitja rétt. Frauðplasthjálmar
gera lítið ef nokkurt gagn. Það væri
verðugt verkefni fyrir Neytendasam-
tökin og Umferðarráð að fylgjast
með því að aðeins séu á markaði
viðurkenndir hjálmar með hörðu ytra
byrði.
Bryryólfur
Mogensen
Hjálmanotkun Reykvíkinga sem slösuðust 6 reiðhjóli árið 1994
§
;o
0T
■ óvarinn
□ Með hjálm
Aidur
Bifreiðaslys
Börn sem era í bifreiðum og lenda
I umferðarslysi sleppa yfirleitt mjög
vel ef þau eru í góðum vel festum
barnastól og með öryggisbeltin
spennt. Því miður er ennþá alltof
algengt að öryggi barnanna er ekki
tryggt með öryggisbeltum. Barn án
beltis í bifreið sem lendir í árekstri
eða veltur hendist til og getur flogið
út um gluggann. Það getur hlotið
mjög alvarlega áverka sem Ieiða til
dauða eða mikils örkumls. Stundar-
kæraleysi getur haft skelfilegar af-
leiðingar í för með sér, Af öllum
tæknibúnaði eru öryggisbeltin al-
besta vömin gegn slysum í umferð-
inni. Það er því mjög mikilvægt fyr-
ir foreldra að nota góða viðurkennda
barnastóla, festa stólana vel og
spenna alltaf öryggisbeltin. Ætti
enginn að leggja af stað í ökuferð
nema allir í bifreiðinni, þar með talin
börnin, séu búnir að spenna beltin.
Forvarnarstarf
Það er íhugunarefni að slys á börn-
um skuli vera algengari á Islandi en
í Noregi og Svíþjóð. Mikið hefur
áunnist en við verðum að gera bet-
Til þess að hjálmurinn
hindri alvarlegan höf-
uðáverka verður ytra
byrðið að vera úr harðri
plastskel og að auki
verður hann að sitja
rétt, segir Brynjólfur
Mogensen. Frauðplast-
hjálmar gera lítið ef
nokkurt gagn.
ur. Við hin eldri erum fordæmi fyrir
börnin. Við verðum að kenna börnun-
um að varast götumar eftir því sem
tök eru á og ekki leika sér úti á
götu. Leggja meiri tíma og fjármuni
í umferðarfræðsiu. Alþingi þarf að
setja lög um notkun reiðhjólahjálma.
Fuilorðnir á hjóli eiga að nota hjálma
og sýna gott fordæmi. Heildarþróun-
in er þó jákvæð og börnunum til
sóma. Innflytjendur ættu að sjá sóma
tæki þeim tengd. Góð kennsluforrit
eru hins vegar forsenda þess að tölv-
ur nýtist vel sem kennsluvélar (sjá
nánar IV), hvort sem hugbúnaðurinn
er notaður í staðkennslu eða fjarná-
mi. Kennsluforrit sem markvisst
stýrir frammistöðu nemandans í átt
að fyrirfram skilgreindum árangri,
lýtur í grundvallaratriðum hliðstæð-
um reglum um fyrirmæli og umbun
og bréfanámsefni gerir, sem hannað
er með sömu markmið í huga. Með
öðrum orðum, meginreglur í
kennslutækni og hönnun námsefnis
geta verið þær sömu, þótt miðlarnir
séu margvíslegir.
Ef símenntun er hluti af opinberri
stefnu, býður okkar mikil vinna í
námsefnisgerð fyrir fullorðna. Þar
er, á meðal annarra, að finna þá sem
ekki nutu skólagöngu á fyrri hluta
ævinnar, og einnig hina sem nú eru
að hverfa frá skóla og fá ekki vinnu.
Þorra námsefnisins verður að ætla
til fjarkennslu, og hanna með það
fyrir augum að nemendurnir sjái sem
allra fyrst árangur af náminu og
geti notað áunna leikni sér að gagni
í nýju starfi, sem í gömlu við breytt-
ar aðstæður.
í stuttu máli sagt, þá vantar í dag
íjarkennsluefni fyrir þá Iandsmenn
sem eru á öðru og þriðja æviskeiði,
hafa takmarkaða skólagöngu, eru
búsettir á landsbyggðinni og vinna
ekki á tölvu. Fjarkennsluefni fyrir
konurnar og karlana sem hvað brýn-
ast er að njóti símenntunarársins
1996.
Heimildir:
I Mannfjöldi 1. desember 1995 eftir
kyni og fæðingarári, sveitarfélögum og
byggðarstigi. Bráðabirgðatölur. Hag-
stofa íslands. Óbirt handrit.
II Menntun atvinnuþátttakenda eftir
búsetu. Óbirt handrit. Byggt á vinnu-
markaðskönnun 1994. Hagstofa ís-
lands. Hagskýrslur íslands III, 26.
III Heimilið er helsta vígi tölvupnar.
Styrmir Guðlaugsson tók saman. Tölvu-
heimur 1996 (janúar) bls. 16-17.
IV Guðríður Adda Ragnarsdóttir, 1993.
Fjarkennsla með tölvusamskiptum. Les-
bók Morgunblaðsins 19.júní, bls.10.
Höfundur er kennnri og
atferlisfræðingur.
sinn í því að flytja aðeins inn viður-
kennda hjálma með hörðu ytra byrði.
Neytendasamtökin og Umferðarráð
þyrftu að beita sér fyrir því að að-
eins séu fluttir inn góðir hjálmar.
Allir sem kaupa hjálm þyrftu að fá
upplýsingar um notkun og nauðsyn-
legt er að hjálmurinn sé mátaður á
bamið. Hjálmurinn þarf að sitja þétt
án of mikilla lausra púða. Lögreglan
og Umferðarráð þarf að vera með
kröftuga fræðslu á vorin þegar börn-
in byija að taka út hjólin sín. Nauð-
synlegt er að leggja áherslu á meiri
umferðarfræðslu, rétta hjálmanotk-
un og meðferð hjóla. Á haustin þarf
að gera aðra herferð til að hindra
umferðarslys á gangandi börnum.
Algengustu og alvarlegustu umferð-
arslys barna eru í íbúðarhverfum á
götum þar sem umferð ætti að vera
með minnsta móti. Borgaryfirvöld
verða að loka meira hverfunum en
gert er en til eru mjög slæm dæmi
um umferðarómenningu. Borgaryfir-
völd verða að grípa í taumana. Slys-
um á bömum í umferðinni má fækka
verulega ef beitt er markvissum for-
varnaraðgerðum. Þar þurfa að koma
til foreldrar, hverfasamtök, skólar,
lögregla, Umferðarráð, Slysavarna-
ráð og ekki síst borgar- og sveitarfé-
lög. Ef við sýnum áhuga og vinnum
saman fækkum við slysum á börnum
í umferðinni. Það er óþarfi að bíða
eftir slysunum heldur er skynsamleg-
ast að byrgja brunninn áður en barn-
ið dettur ofan í.
Höfuðáverkar með
og án hjálma
Áverki Með Án
hjálm hjálms
Lítill 12 59
Nokkur 7 35
Alvarlegur 0 5
Mjög alvarl. 0 4
Lífshættul. 0 1
Pjöldi 19 104
Höfundur er yfirlæknir.