Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996 41
MINNINGAR
ömmu og fleirum, enda var hún
myndarhúsmóðir. Eg man jólatréð,
gjósandi ljósin og pakkana. Þessi
aðfangadagskvöld voru augnablik
á himnum, augnablik sem tengdust
ömmu og í dag finnst mér að jólum
beri að vera eins og þau voru hjá
ömmu í þá tíð. Þá eru ótalin gaml-
árskvöld, jólaböll, leikir með frænd-
systkinum og fleiri góðar minning-
ar sem seint líða mér úr minni.
Amma átti lengi við erfiðan sjúk-
dóm að stríða sem óhjákvæmilega
breytti lífi hennar mikið. Sjaldan
hef ég.þó þekkt eins sterkan vilja
og þann, sem amma geymdi í fórum
sínum og notaði óspart_ í einvíginu
við Parkinson veikina. Án efa hafa
þessir erfiðleikar styrkt hana sem
persónu á margan hátt og ég er
fyllilega sannfærður um að þann
ávinning getur hún notað sér þó
síðar verði. Vissulega var öllum
ljóst að amma væri ekki ódauðleg
frekar en aðrar mannverur, en
samt kom það mér skringilega á
óvart þegar mér var sagt að amma
væri haldin á vit nýrra ævintýra í
öðrum heimum. Ég efast ekki um
að hún hafi fagnað lausn frá þeim
hlekkjum er bundu hana hér, en
eigingirni mín hefði gjarnan viljað
halda í hana örlítið lengur. Sem
betur fer ræður sú eigingirni ekki
ferðinni; lífið hefur sína framrás.
Því vil ég að lokum kveðja þig
kæra amma og lifðu heil uns fund-
um ber saman á ný.
Ingimar Guðni Haraldsson.
Með þessum fáu orðum langar
mig að minnast elskulegrar ömmu
minnar, sem lést 21. mars sl. Ég
hefði viljað kynnast henni betur en
ég gerði. En þar sem við bjuggum
á Akureyri þegar ég var yngri og
síðar í Miami, Flórída, þá hitti ég
hana ekki eins oft og vilji var til.
Ferðirnar sem við fjölskyldan fór-
um til Reykjavíkur eru samt
ógleymanlegar. Þá eru jólin í
„gamla daga“ efst í huga mér. Þau
voru engu lík. Það var eitthvað svo
notalegt þegar öll heila fjölskyldan
í Reykjavík var saman komin hjá
ömmu og afa í Fýlshólunum. Þetta
er algjörlega ólýsanleg tilfinning
sem er gott að eiga í minningunni.
Amma var fyrirmyndarhúsmóðir
og allt var glæsilegt sem hún gerði.
Hún var algjör listakona hvað varð-
ar saumaskap og föndur, og matur-
inn hennar var algjört lostæti.
Kvöldin eru líka ógleymanleg þegar
við frændsystkinin sátum með
ömmu í sjónvarpsherberginu og
borðuðum mandarínur og drukkum
gos saman.
Það var alltaf allt einstaklega
fallegt í kringum ömmu Siggu,
hvort heldur það var klæðnaðurinn,
húsið eða garðurinn. Garðurinn hjá
henni var alveg einstaklega glæsi-
legur. Ég man til dæmis eftir því
að sumarið 1994 var hún á fullu í
garðinum þrátt fyrir heilsuleysi.
Hún amma var hörkudugleg
kona. Jólin 1988 kom hún til dæm-
is í heimsókn til okkar í Miami,
alein í hjólastólnum! Hún ferðaðist
með okkur um alla Miami, fór með
okkur á ströndina og í öll helstu
söfn og garða. Ég man sérstaklega
eftir því hvað henni fannst gaman
í páfagaukagarðinum, enda hænd-
ust fuglarnir að henni. Alveg frá
því að ég man eftir mér hefur
amma verið haldin Parkinson sjúk-
dómnum. Hún kvartaði aldrei og
bar sig ótrúlega vel. Þegar ég
hugsa til baka get ég ekki annað
en dáðst að henni fyrir það hvernig
hún tók þessum hræðilega sjúk-
dómi.
Ég þakka ömmu fyrir allt sem
hún hefur gert fyrir mig. Ég kveð
hana með söknuði en gleðst yfir
því að nú sé hún frísk og komin
til afa Inga.
Kristbjörg T. Haraldsdóttir.
Elsku amma Sigga, mig langar
að þakka þér fyrir allar góðu sam-
verustundirnar sem við'áttum sam-
an og óska þér all hins besta á
nýjum slóðum.
Elskulega amma, njóttu
eilíflega Guði hjá,
umbunar þess, er við hlutum,
ávallt þinni hendi frá;
þú varst okkar ungu hjörtum,
eins og þegar sólin hlý
vorblómin með vorsins geislum
vefur sumarfegurð í.
Hjartkær amma, far í friði,
föðurlandið himneskt á,
þúsundfaldar þakkir hljóttu
þínum litlum vinum frá.
Verþi sæl um allar aldir,
alvaldshendi falin ver,
inn á landið unaðsbjarta,
englar Drottins fylgi þér.
(Höf. ókunnur.)
Ég kveð þig með söknuði.
Þitt barnabarn,
Sigríður Jóhanna Haraldsdóttir.
Fallegir fermingarskartgripir á frábæru verði
<§ull&g>tlfur
Laugavegi 35
inmriiiáitir
1)1 II) 1
SMTOund hátaiarar
Þeir sem kaupa Trusl Pentium
1OO MHz margmiðlunartölvu
fyrir páska fá í kaupbæti
300 W 3D Surround
hátalara aö verómæti kr. 13.900
í staö 15W hátalara.
canan lpo-460 laserpreoiarl
M
goo npi - q ms. Din
15 W hátalarar
Megapak 3 (12 CD meö leikjum)
Heiiptu tðluo og Dú gastlr lengíS
u
■j
j
4 r
n |j i
M
Hrlr llðra i haupisti I
TÖIMIKJÖR
FflKAfEm 5 SÍMI533 2323
FAK 533 2329 lOlUUHÍOP@Íln.ÍS
- á réttu uerði lurir DiQ!
Þeir uiOshipiauinir ohkar sem haupa töluu lurir i. maí næsthomandi
lá nain sin í luhhupott. Þann t. mai ueröur dregiö út nain elns
uiöshiptauinar oo hlylur tiann að launum uihulerö tyrir lióra til
Maiiorca með PIÚSfBrffUID að uerðmæti ur. 169.200.
Þú íærff líha
iiiulÍlilJ
frá Mónu í hauphæti!
Já.
Dragðgolt páshaegg trá mónu í haupuætj.
sumlr uerða heppnarl en aörir og lá