Morgunblaðið - 29.03.1996, Side 57

Morgunblaðið - 29.03.1996, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996 57 BRÉF TIL BLAÐSINS Opið bréf til Jóns Stefánssonar organista Þvottur á snúru - helvíti á jörð Frá Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur: KÆRI JÓN! Mig langar til að senda þér nokkrar línur ef það gæti orðið þér stuðningur í þeim miklu hremm- ingum _sem þú hefur lent í undan- farið. Ég hef haft þá skoðun um nokkurn tíma (þó mest fyrir sjálfa mig) að kirkjan sé á villigötum og prestar séu smám saman að loka kirkjum landsins fyrir fólkinu. Þó finnst mér ekkert hátíðlegra eða auðga andann meir en góð helgi- stund með innihaldsríkri ræðu þar sem orðið er upphafið með fallegri kirkjutónlist. Slík helgistund er mannbætandi í alla staði. Það má öllum vera ljóst að þú hefur verið einn af þeim mönnum sem hvað mestan þátt hafa átt í að kynna almenningi fegurð kirkjutónlistar. Verk þín hafa talað og löngu gert þig landskunnan. Það vita allir sem nálægt tónlist koma að slíkt starf er ekki launþegavinna heldur hug- sjón. Það er engin nýjung að kirkjan sé afturhaldssöm. í gegn um ald- irnar stóð hún framþróun þjóða jafnvel fyrir þrifum. En þá var almenningur bæði illa upplýstur og illa menntaður og andans menn hafnir yfir hann. En nú er öldin önnur. Boðskapur og siðfræði kris- tinnar trúar á fullt erindi við okkur í dag. En það er alls staðar hægt að rækta og boða kristna trú. Til þess þarf í raun hvorki kirkju né prest. Ég var að glugga að gamni mínu í bókina Handan góðs og ills eftir þýska heimspekinginn Fried- rich Nietzsche á dögunum. Hann var uppi á síðustu öld og velti trú- málum mikið fyrir sér. Þar segir meðal annars: „...Hafa endaskipti á gildismati — það urðu þeir að gera. Og brjóta hina sterku á bak aftur, draga mátt úr glæstum vonum, kasta rýrð á hamingjuna í fegurðinni, niðurlægja alla reisn, karl- mennsku, sigurgleði, drottnunar- vilja, allar eðlishvatir sem búa í þessari æðstu og glæsilegustu gerð „mannsins", og hrinda henni út í óvissu, samviskuneyð og sjálfstor- tímingu og umturna allri ást á því sem jarðneskt er og drottnun yfir jörðinni í hatur á jörðinni og öllu því sem jarðneskt er — þetta gerði kirkjan að markmiði sínu og varð að gera þangað til „heimsfirring", „hlutfirring" og „hinn æðri maður“ runnu í hennar augum saman í eina tilfinningu..." Þessi texti flaug í gegn un\huga mér þegar ég sá glefsur úr sunnu- dagsmessu í Langholtskirkju í fréttatíma sjónvarps, þar sem búið var að dreifa kirkjukórnum um kirkjuna og draga úr honum allan mátt. Það er sem betur fer ekki oft sem svo víðtæk andleg kúgun sést í verki. Þessu bréfi fer senn að ljúka en það er von mín að þú fáir styrk og kraft tii að halda áfram að standa upp úr meðalmennskunni. ÓLÖFGUÐNÝ VALDIMARSDÓTTIR, arkitekt og áhugamanneskja um mannrækt. Frá Þuríði Guðmundsdóttur: EITT sinn sagði við mig kona, sem hafði kynnt sér árangur af vinnu sjálfshjálparhópa Stígmóta: „Þegar ég byijaði að kynna mér þessi mál fannst mér eins og það opnuðust dyr og ég sæi inn í helvíti". Þessi orð hennar komu mér í hug þegar ég skoðaði sýningu Stíga- móta „Þvottur á snúru“. Skilaboð barna og unglinga, þol- enda kynferðislegs ofbeldis, sem skrifuð eru á boli og barnanærföt, eru átakanleg. Dagblaðaúrklippur sýna einkenniiega væga fangelsis- dóma fyrir að eyðileggja mannslíf. Ljóðin á sýningunni lýsa vel sál- arlífi þeirra sem eru að reyna að vinna sig út úr sortanum, reyna að vinna sig út úr helvíti á jörð. Þegar ég kom út af sýningunni fannst mér eins og ég hefði verið stödd á vígvelli þar sem hið fagra og góða hafði verið myrt, þ.e.a.s. trúnaðar- traust barnssálarinnar. Þetta er sterk sýning. Ég hvet þá sem tök hafa á að sjá hana og velta fyrir sér þessari spurningu: Hvort er refsiverðari glæpur að stela nokkrum milljónum úr banka eða að eyðileggja mannslíf á þennan hátt? Þeir sem unnu að því að setja upp þessa sýningu eiga þakkir og virðingu skilið fyrir að vekja at- hygli á þessari þjóðarsmán. Sýningin er í Gallerí Geysi, 8.-24. mars. ÞURÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Ásvallagötu 40, Rvík. HUGBÚNAÐUR FYRIR WINDOWS BYLTINGARKENND NÝJUNG gl KERFISÞRÓUN HF. 1 Fákaleni 11 - Sími 568 8055 A TVINNUAUGL ÝSINGAR Lausar stöður Sinfóníuhljómsveit íslands auglýsir lausar eftirfarandi stöður frá 1. september 1996: - Staða uppfærslumanns í víóludeild til eins árs. - Almenn staða í sellódeild til eins árs. - Almenn staða í víóludeild. - Almenn staða í 1. fiðludeild. - Almenn staða í 2. fiðludeild. - Almenn staða trompetleikara. Hæfnispróf verða haldin í lok maí nk. Umsóknarfrestur er til 15. apríl. Nánari upplýsingar eru veittar af starfs- mannastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar í Háskólabíói og í síma 562 2255. Sinfóníuhljómsveit Islands. Staða héraðsdýralæknis Laus er til umsóknar staða héraðsdýralækn- is í Þingeyjarþingsumdæmi vestra. Sett verð- ur í stöðuna til tveggja ára, frá 1. maí 1996. Laun eru samkvæmt kjarasamningi opin- berra starfsmanna. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist landbúnaðarráðuneyt- inu, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík, fyrir 20. apríl nk. Landbúnaðarráðuneytið, 27. mars 1996. FUNDIR - MANNFAGNAÐUR BÍSN Aðalfundur Bandalags íslenskra sérskóla- nema verður haldinn í húsi Sjómannaskólans við Skipholt laugardaginn 30. mars nk. kl. 16.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf, samkvæmt 14. gr. laga BÍSN. Allir BÍSN-félagar velkomnir. Matreiðslumenn Aðalfundur Félags matreiðslumanna verður haldinn í Þarabakka 3 miðvikudaginn 10. apríl 1996 kl. 14.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. Sameining lífeyrissjóða. Félagar fjölmennið. ____________________________Stjórnin. HÚSNÆÐIÓSKAST Lítið einbýlishús íVesturbætil leigu Til leigu er ca 70 fm nýuppgert einbýlishús í Vesturbænum. Upplýsingar í síma 557 4856. NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Jörðin Þjórsárholt, Gnúp., þingl. eig. Helga Óskarsdóttir og Árni ísleifsson, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki íslands og Landsbanki islands, 0152, þriðjudaginn 2. apríl 1996 kl. 11.00. Sýslumaöurinn á Selfossi, 28. mars 1996. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Heiðarvegi 15, Vestmannaeyjum, fimmtudaginn 11. aprfl 1996 kl. 09.30 á eftirfar- andi eign: Heiðarvegur 22 (50%), Vestmannaeyjum, þingl. eig. Jóna Þorbjörns- dóttir, geröarbeiðendur Glóbus hf. og Landsbanki íslands, Langholt. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, 28. mars 1996. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á skrifstofu embættisins, Hafnarstræti 1, ísafirði, sem hér segir: Eyjalín sknr. 6753, þingi. eig. Djúpferðir hf. c/o Jón Sigfús Sigurjóns- son hdl., gerðarbeiðendur Byggðastofnun og íslandsbanki hf., Isafirði, mánudaginn 1. apríl 1996 kl. 10.30. Lúna ÍS, eignarhl. Jóns Ólafs Þórðars. 22,5%, sknr. 1539, þingl. eig. Jón Ólafur Þórðarson, Sigurður Ásgeirsson, Sverrir Örn Sigur- jónsson, Tómas G. Ingólfsson og Þóröur Júlíusson, gerðarbeiðendur sýslumaðurinn í Hafnarfiröi og tollstjórinn í Reykjavík, mánudaginn 1. apríl 1996 kl. 10.00. Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri sem hér seqir: Túngata 9, Suðureyri, þingl. eig. Suðureyrarhreppur, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, mánudaginn 1. apríl 1996 kl. 13.30. Sýslumaðurinn á ísafirði, 28. mars 1996. YMISLEGT idagsbroni Verkamannafélagið DAGSBRUN Allsherjar- atkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjarat- kvæðagreiðslu um kjör fulltrúa félagsins á 38. þing Alþýðusambands íslands 20.-24. maí nk. Tillögum með nöfnum 29 aðalfulltrúa og 29 varafulltrúa ber að skila á skrifstofu Dags- brúnar, Lindargötu 9, fyrir kl. 12.00 þriðju- daginn 2. apríl 1996. Tillögum ber að fylgja meðmæli minnst 75 félagsmanna og mest 100 félagsmanna. Kjörstjórn Dagsbrúnar. auglýsirigar FERÐAFÉLAG % ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Dagsferðir Ferðafélagsins sunnudaginn 31. mars: Kl. 10.30 Bláfjöll - Kleifarvatn, skíðaganga. Kl. 13.00 Sveifluháls - Krýsuvik (Seltún), gönguferð. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin og Mörkinni 6. Ath.: Sjálfboðavinna fyrir lag- tækt fólk laugardaginn 30. mars á Stórhöfða 18. Ferðafélag íslands. Frá Guðspeki- félaginu l.ngólfsstræti 22 Askriftarsími Ganglera er 896-2070 I kvöld kl. 21 flytur Páll J. Einars- son erindi „Tengsl skammta- fræðinnar, vitundarinnar og dul- spekinnar" ( húsi félagsins, Ing- ólfsstræti 22. Á laugardag er opið hús frá kl. 15-17 með fræðslu og um- ræðum í umsjón Páls J. Einars- sonar. Á sunnudögum kl. 17 er hug- leiðslustund. Starf Guðspekifélagsins er ókeypis og allir velkomnir. I.O.O.F. 12 = 1773298V? = SP I.O.O.F. 1 = 1773298'h = TM-hug- leiðsla Er TM-hugleiðsla áhrifaríkasta heilsuvernd sem þú átt völ á? Nýjar rannsóknir, sem eru viðbót við um 350 birtar rannsóknir, sýna m.a. að iðkun TM-hug- leiðslu skilaði sjö sinnum meiri árangri við lækkun blóðþrýstings en hópur, sem stundaði líkam- lega hreyfingu og „hollara" mat- aræði og tvisvar sinnum meiri árangri en slökun. Kynningarfyrirlestrar verða á eft- irtöldum stöðum: Risinu, Hverfisgötu 105, laug- ard. 30. mars kl. 13. Grindavik: Sjómannastofan Vör, sunnud. 31. mars kl. 14.00. Keflavík: Flug Hótel (minni salur) sunnud. 31. mars kl. 16.30. TM-kennslumiðstöðin - (slenska íhugunarfélagið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.