Morgunblaðið - 30.03.1996, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 30.03.1996, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MARZ 1996 3 CTSDOTTIR i i LISLÆKIMIR, LEKTOR VIB / fADElLD HÁSKÓLA ÍSLAIVlþS; LAUFEY STEIIMGRÍMSD NÆRIINGARFRÆÐIIVGUR, FORSTÖÐUrVTAÐUR MAIVIVELDISRÁÐS ÍSLAIMDS Það er engin einhlít uppskrift til að heilsusamlegu matarœði. Fœðuval er bundið staðháttum og menningu ólíkra þjóða og þörfum hvers og eins. í fœði flestra íslendinga gegna rnjólk og mjólkurvörur mikilvægu hlutverki. Þœr eru þó aðeins hluti af stœrri heild, því engin fœðutegund er í rauninni holl sé hennar neytt eingöngu eða íóhófu Leiðin til heilsusamlegs matarœðis er alla jafna fólgin í fjölbreytni ogjafnvœgi ífœðuvali fremur en ofuráherslu á einstakar fœðutegundir eða flokka þeirra. íslensk manneldismarkmið Prótein fæst m.a. úr fiski, kjöti, eggjum og mjólkurvörum en einnig baunum, ertum og kornvörum. í ávöxtum, grænmeti, kornvörum, grjónum og baunum er mikið af kolvetnum en lítið af fitu. Fínunninn sykur telst til kolvetna en er snauður af bætiefnum og slæmur fyrir tennurnar og ætti ekki að veita nema í mesta lagi 10% orkunnar. Hæfileg fita fæst með því að nota fituskertar mjólkurvörur og stilla notkun viðbits, feitrar kjötvöru og fitu við matargerð nokkuð í hóf. Hörð fita hækkar kólesteról og eykur þar með hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum. Því er ekki æskilegt að meira en 15% daglegrar orkuþarfar sé fullnægt með orku úr harðri fitu. Ftezt spemlýr þurfa C-vítiunín Vítamín eru lífrœn efni sem eru nauðsynleg dýrum í litlum mœli en myndast ekki í líkama þeirra. Þess vegna verða vítamínin að koma úr fœðunni. Vítamínskortur veldur hörgulsjúkdómum og eru sumir þeirra mjög álvarlegir. Flestir munu kannast við C-vítamín en skortur á því veldur skyrbjúg og öðrum kvillum. Fœrri vita að maðurinn er einn örfárra lífvera sem þurfa C-vítamín úrfœðunni. Aföðrum spendýrum þurfa aðeins apar og naggrísir C-vítamín og einungis er vitað um örfáar tegundir vatriafiska og skordýra sem ekki framleiða sitt eigið C-vítamín. Aðrar lífverur þarfa einfaldlega ekki C-vítamín úrfœðunni. Afþessum sökum er mun meira C-vítamín í móðurmjólk en kúamjólk! „...HVETJUM FULLORÐNA TIL AÐ VELJA FITULITLAR MJÓLKURVÖRUR" Manneldismarkmið eru sett af Manneldisráði Islands sem er opinber stofnun á vegum heilbrigðisráðuneytisins. Þau eru ábendingar um heilsusamlegt mataræði þar sem tekið er mið af nýjustu rannsóknum í næringarfræði, heilsufari þjóðarinnar og innlendum framleiðsluháttum. Markmiðin eru sett í þeim tilgangi að efla heilbrigði almennings og miðast við venjulegar þarfir heilbrigðra einstaklinga frá tveggja ára aldri. Orkuþörf Orkuþörf einstaklinga er mismikil og ræðst m.a. af aldri, kyni, líkamsþyngd og líkamshreyfingu. Með þessum fyrirvara má áætla að meðalorkuþörf 5 ára barns sé um 1700 hitaeiningar (Kkal) á dag, stúlkur og konur á aldrinum 11 -60 ára þurfa nálega 2000, en drengir og karlar á sama aldri þurfa 2300-2800 hitaeiningar á dag. Mikilvægt er að heildarneysla einstaklingsins sé í samræmi við orkuþörf hans, því annars er hætta á offitu og tilheyrandi heilsufarsvandamálum. Trefjar og salt Æskilegt er að neysla fæðutrefja sé að minnsta kosti 25 grömm á dag miðað við 2500 hitaeininga fæði. Trefjar fást einkum úr kornvörum, grænmeti og ávöxtum. (slendingar borða talsvert minna en æskilegt getur talist af grænmeti og ávöxtum. Neysla á matarsalti ætti ekki að vera yfir 8 grömmum á dag fyrir fullorðna. Mikil saltneysla getur átt þátt í að hækka blóðþrýsting, því ætti að stilla neyslu á saltmeti í hóf og takmarka notkun salts við matreiðslu og borðhald. Fjölbreytni Engin ein fæðutegund, hversu holl sem hún er talin, inniheldur öll nauðsynleg næringarefni i hæfilegum hlutföllum. Fjölbreytni í fæðuvali og ferskt og gott hráefni minnka líkurnar á því að einhver fæðuefni skorti í daglegt mataræði okkar. Konur og kalkneysla Kannanir hafa sýnt að margar unglingsstúlkur og konur drekka litla mjólk. Þannig fær fjórða hver unglingsstúlka minna en ráðlagðan dagskammt af kalki daglega og ástandið er lítið betra hjá þeim konum sem náð hafa fullorðinsaldri. Konum um og eftir tiðahvörf er þó sérlega mikilvægt að auka kalkneyslu sína, þar sem minnkuð framleiðsla estrógens dregur úr nýtingu kalksins í fæðunni. Á þessu æviskeiði hefst beinþynning sem getur valdið verulegum heilsufarsvanda síðar á ævinni. Hér ráða áhyggjur af aukakílóum líklega miklu. Því er rótt að minna á að fitulitlar mjólkurvörur innihalda sama magn af kalki og aðrar mjólkurvörur. Með því að velja fitulitlar mjólkurvörur er því hægur vandi að fá ráðlagðan dagskammt af kalki án óþarfrar þyngdaraukningar. Æskilegt fæði á hverjum degi: Samsetning fœðunnar Orkan sem við þurfum kemur úr kolvetni, próteini og fitu. Hæfilegt er talið að samsetning fæðunnar sé þannig að prótein veiti a.m.k. 10% af heildar- orku dagsins, kolvetni 50-60% og fita 25-35%. HLUTFÖLL ORKUEFNA IsLENSKT F/Y.Hl MANNELIHSNIARKMII) tNtbursliibur raimsökna 19901 Til almennrar viðmiðunar má segja að nægileg járnupptaka verði varla tryggð nema kjöt, fiskur eða önnur járnrík matvæli séu hluti af daglegri fæðu. Illmögulegt er að fá æskilegt magn trefja án þess að borða grænmeti, ávexti og gróft ^.(isKUBoobrauð á hverjum degi, auk \ kartaflna. Og erfitt mun \ reynast að fá ráð- \ lagðan dagskammt | af kalki úr fæðunni s án þess að drekka | tvö til þrjú glös af " mjólk á dag eða sambærilegt magn mjólkurmatar. • Tvö til þrjú glös af mjólk eða sambærilegt magn mjólkurmatar. • A.m.k. 100 g af grænmeti auk kartaflna. • Einn til tveir ávextir. • Fiskur, kjöt, egg eða baunir. • Gróf brauð eða annar kornmatur. Helstu heimildir: Lauíey Steinarímsdóttir o.fl.: Könnun á mataræði íslendinga 1990 (Manneldisráð íslands, 1991-'92); Hvað borðar íslensk æska? (Manneldisráð íslands, 1993). Manneldisráð íslands: Manneldismarkmið, 1994. TVö\ | ÁDAG I- - - L / - alla œvi! • mt MJÓLK ER GÓÐ ÍSLENSKUR MJÖLKURIÐNAÐUR HVÍTA HÖSIÐ / SÍA GSP ALMANNATENGSL LJÓSM.: LÁRUS KARL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.