Morgunblaðið - 30.03.1996, Side 8

Morgunblaðið - 30.03.1996, Side 8
8 LAUGARDAGUR 30. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR AUMINGJA Tóti hann heldur að hann fái okkur á diskinn sinn. Suðan verður ekki einu sinni komin upp þegar Dabbi kemur og segir: „Svona gera menn ekki“ . . . Rýmra leyfi til skemmtanahalds á föstudaginn langa og páskadag Opið frá miðnætti til fjögur SKEMMTISTAÐIR með tilskilin leyf! mega nú hafa opið eftir mið- nætti á föstudaginn langa og páska- dag að sögn Signýjar Sen lögfræð- ings hjá embætti lögreglustjóra í Reykjavík. „Þeir sem eru með vín- veitinga- og skemmtanaleyfi þurfa ekki að sækja sérstaklega um leyfi fyrir þessa daga,“ segir Signý. Erna Hauksdóttir framkvæmda- stjóri Sambands veitinga- og gisti- húsa segir að dansleikir hafi lengi verið leyfðir úti á landi eftir mið- nætti á hátíðisdögum og hafi um- boðsmaður Alþingis mælst til þess í kjölfar kæru frá veitingastað á Akureyri að dómsmálaráðuneytið samræmdi framkvæmd veitinga- og skemmtanahalds um stórhátíðir. Opið til 3 annan í páskum „Dómsmálaráðuneytið gaf síðan leyfi til þess að hafa opið frá mið- nætti til fjögur þessa daga. Auk þess voru gerðar breytingar á opn- unartíma annan páskadag og nú má hafa opið til þijú í stað eitt eft- ir miðnætti," segir Erna. Hún bendir jafnframt á að ef nýtt frumvarp um helgidagafrið verður að lögum gildi sömu reglur um laugardag fyrir _ páskadag og aðra laugardaga. „í staðinn má ekki hafa opið eftir miðnætti föstu- daginn langa. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að helgidagafriður ríki þá og á jóladag til klukkan sex næsta morgun,“ segir Erna. Nú má veita áfengi til 23.30 þennan laugardag sem fyrr. Starfsemi matsölustaða á stórhá- tíðum er með þeim hætti að Ernu sögn að heimilt er að hafa opið og veita áfengi á matmálstímum, það er 12-13.30 og 19-21. Morgunblaðið/Þorkell STARFSEMI er hafin í nýjum leikskóla, Laufskálum. Dómstóll ÍH Keppnisbann Atla ómerkt ÍÞRÓTTADÓMSTÓLL Íþrótta- bandalags Hafnarfjarðar hefur úr- skurðað að ómerkja beri úrskurð aganefndar Hestaíþróttasambands íslands um eins árs keppnisbann Atla Guðmundssonar hestaíþrótta- manns sem kveðinn var upp siðastlið- ið haust. Segir í úrskurðinum að mál þetta hafi átt að kæra til dómstóls. Atli kærði úrskurð aganefndar- innar til dómstólsins á þeirri for- sendu að um ranga málsmeðferð hafi verið að ræða og að málið heyrði ekki undir aganefnd. Tildrög máls- ins voru þau að liðsstjórar íslenska Iandsliðsins á H.M. í Sviss sl. sumar sendu kæru til aganefndar H.Í.S. þar sem Atli var sakaður um að hafa brotið reglur sem farastjórn hafi sett íslensku keppendunum fyr- ir m'ótið. Hestaíþróttasambandið getur áfrýjað þessum úrskurði til dómstóls H.I.S. innan_ tveggja vikna frá því úrskurður íþróttadómstóls Í.B.H. hefur verið birtur málsaðilum. Úr- skurðurinn hefur ekki verið birtur Hestaíþróttasambandinu og sagði formaður þess, Jón Albert Sigur- björnsson, að í ljós kæmi hvað gert yrði þegar málið hefði verið tekið fyrir hjá sambandinu. Ef ekki verður áfrýjað mun keppnisbann Atla falla úr gildi. Laufskálar - BORGARSTJÓRINN í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, tók í notkun fjögurra deilda leikskóla við Laufrima 9 síðastliðinn fimmtudag. Leikskólinn rúmar 80 börn og kallast Laufskálar. Húsið er byggt upp af fjórum aðskildum húsum sem hvert hafa sitt hlutverk en eru tengd með glerhúsi á sperrum. Aðeins einn inngangur er fyrir böm af götu og einn frá útileiksvæði sem léttir þrif því skór og útiföt koma aldrei nema í annan enda hússins. nýr leikskóli Leikskólinn er byggður á verð- iaunatillögu aiútboðs sem efnt var til af Reykjavíkurborg árið 1989. Undirbúningur að bygg- ingu hússins hófst 1994. Fullnað- arfrágang hússins annaðist fyrir- tækið Húsanes hf. Áætlaður byggingarkostnaðar er 91 millj- ón króna fyrir fullfrágengið hús með lausum innréttingum og búnaði ásamt fullfrágenginni lóð. Rekstur leikskólans hefst í mars og leikskólastjóri er Lilja B. ÓI- afsdóttir. Bjartsýnn á að komast til Atlanta * Ihugar að hætta eftir OL í sumar VERNHARÐ hefur staðið sig mjög vel undanfarið og er í sjöunda sæti Evrópulist- ans í 95 kg flokki, eftir að hafa unnið bronsverð- laun á tveimur mótum í röð. Níu efstu í hveijum þyngdarflokki komast á Ólympíuleikana og er Akureyringurinn bjart- sýnn á að hann verði meðal keppenda í Atl- anta. Hið næst síðasta svokallaðra A-móta, þar sem menn safna stigum, er um aðra helgi í Hol- landi og eftir það kemur í ljós hverjir komast á Evrópumótið. Þangað fer aðeins einn keppandi frá hverju landi í hverjum þyngdarflokki, Vernharð og Bjarni Friðriksson eru að bítast um eina sæti Islands í sínum flokki, og svo virð- ist sem Vernharð ætli að hafa betur í þeirri baráttu og þeir sem ekki komast á EM eigi ekki von um sæti á ÓL. „Ég er í góðri stöðu, en er ekki einungis ánægður með það, heldur hverja ég hef verið að sigra upp á síðkastið. Mér gekk til dæmis mjög illa á Evrópumótinu síðustu tvö árin, fannst mótið of stórt fyrir mig - var með hálfgerða minnimáttarkennd - en nú er það úr sögunni. Þeir sem ég hef verið að sigra upp á síðkastið eru menn sem hafa verið að vinna til verð- launa á Evrópumeistaramótum og fleiri sterkum mótum og það hefur verið gífurlegt spark í rassinn fyr- ir mig upp á sjálfsálitið." Og andlega hliðin skiptir eflaust gífurlegu máli fyrir þig, ekki satt? „Jú. Það er mjög mikilvægt að ég skuli vera laus við minnimátt- arkenndina og kannski meira að segja farinn að öðlast vissa virð- ingu. Jafnvel að keppinautarnir séu famir að hræðast mig eitthvað. Áður var ég oft að fá á rnig víta- stig og tapa með litlum mun en ég var nánast að taka þessa karla í bakaríið núna. Mitt aðal fram að þessu hefur verið hve duglegur ég hef verið að veijast; það hefur verið erfitt að kasta mér og skora á mig stig. í staðinn hef ég ekki sótt mikið og einmitt fengið á mig víti fyrir það. Nú er ég hins vegar farinn að gera þetta taktískara; er farinn að hafa meiri trú á að ég geti kastað mótheijunum og er farinn að gera mikið af því.“ Þú ert jafnvel orðinn allt annar mótheiji í þeirra augum en áður? „Tvímælalaust. Fram að þessu held ég að þeir hafi talið mig létt- an mótheija en ekki lengur. I glím- unni um bronsið í Róm um síðustu helgi fannst mér eins og mótheij- inn sætti sig alveg við að tapa fyrir mér; ég hafði verið að glima mjög vel á mótinu og hann veitti litla mótspyrnu. Þetta var eiginlega létt- asta glíman á mótinu og mér fannst hann alls ekki svekktur yfir því að tapa.“ Eins og staðan er í dag eru allar líkur á aðþú komist á Olymp- íuleikana, er ekki svo? „Það bendir allt sterklega til þess, jú. En ég má samt ekki vera of öruggur, margir hafa brennt sig á því. Maður verður að vona það besta en búast við því versta. En vonandi kemst ég á Ólympíu- leikana og get endað ferilinn með stæl þar.“ Hvað meinarðu með því - ætl- arðu að hætta 23 ára gamall? „Þetta hefur verið svo mikið Vernhard Þorleifsson ► Vernharð Þorleifsson er fæddur 1. ágúst 1973 og verður því 23 ára í sumar. Hann fædd- ist á Akureyri, bjó í Noregi um tíma en er nú aftur búsettur á Akureyri og keppir fyrir KA. Vernharð, sem hóf að æfa júdó 10 ára, hefur reyndar dvalið í Reykjavík í vetur við æfingar vegna þess að hann hafði ekki nógu stóra æfingafélaga fyrir norðan. Hann hefur alfarið helg- að sig júdóíþróttinni í rúm tvö ár, hefur gripið í hefðbundna vinnu annað veifið en segir skólagöngu bíða betri tíma. Vemharð stendur vel að vígi í baráttunni um sæti á Ólympíu- leikunum í Atlanta í sumar. stapp í vetur að allt bendir til þess, já. Ég fékk stpðning frá Ólympíunefnd og fyrirtækjum á Akureyri, sem hefur haldið mér á floti í vetur - þeir borga ferðir og uppihald úti og ég fæ smá kaup þannig að ég þurfi ekki að vinna fyrir mér líka - en ég get ekki hugsað mér að lifa af þessu næstu árin. Ég vil reyndar taka fram að styrkurinn hefur skipt sköpum og ég er mjög þakklátur fyrir hann; hefði ég ekki fengið styrkinn hefði ég hætt í haust." Hvers vegna hefurðu æft í Reykjavík í vetur? „Allir stóru strákarnir sem ég æfði með fyrir norðan fóru suður í háskólann þannig að ég varð að fylgja á eftir. Þetta hafa verið góðar æfingar og það hefur verið gott að hafa Bjarna til að glíma við - við reynum að nýta hvor annan." Þú verður 23 ára meðan á Ólympíuleikunum stendur. „Já, og get vonandi gefið mér bestu afmælisgjöfina sem hægt er að fá. Bjarni sýndi mér ein- hvern tíma um daginn ólympíubronsverð- launin sín og auðvitað er það metnaður hjá mér að gera enn bet- ur. íslendingar hafa fengið silfur og brons á Ólympíu- leikum þannig að gullið vantar. Það eru gífurlega sterkir menn innan um í flokknum mínum en á góðum degi getur allt gerst. Bjarni vann til dæmis ólympíumeistarann frá því í Barcelona á mótinu í Róm um síðustu helgi. Reglurnar eru orðnar þannig nú að það er gífur- lega erfitt að komast á Ólympíu- leikana - hefur aldrei verið erfið- ara - og þeir sem komast eiga það sannarlega skilið. Allir sem komast eiga að vera það góðir að geta unnið til verðlauna, og eitt er víst; ef ég fer á Ólympíuleikana verður það til að standa mig.“ Bjarni búinn að sýna mér bronsið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.