Morgunblaðið - 30.03.1996, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 30.03.1996, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MARZ 1996 19 Hætta á fleiri tilræðum * íIsrael KÁRMI Gillon, fyrrverandi yfirmaður Shin Bet, ísraelsku leyniþjónusturinar, hefur var- að við því, að í ísrael sé enn að finna ofstækismenn, sem séu reiðubúnir að fremja póli- tísk hryðjuverk. Lýsti hann þessu fólki sem ofur venjuleg- um borgurum að því er virtist en sem væri samt reiðubúið að ráða af dögum forsætisráð- herra eða aðra frammámenn. Út er komin skýrsla rannsókn- arnefndar um morðið á Yitz- hak Rabin forsætisráðherra. Þar kemur fram, að yfirmönn- um Shin Bet hefðu orðið á alvarleg mistök þegar þeir brugðust ekki sérstaklega við upplýsingum um, að ísraelskur ofsatrúarmaður hygðist myrða Yitzhak Rabin. í ævifangelsi áKýpur ÞRÍR breskir hermenn voru dæmdir í lífstíðarfangelsi á Kýpur í gær fyrir að ræna, nauðga og myrða 23 ára danska stúlku, Louise Jensen, sem starfaði sem fararstjóri á Kýpur. Atvikið átti sér stað í setpember 1994. Samkvæmt lögum verða þeir að sitja inni til dauðadags en gætu sloppið áður ef endurskoðun, sem nú stendur yfir á kýpverskum lög- um, ieiðir til þess að lífstíðar- refsingu verði breytt í 20-25 ára fangelsi. Refsivert að dreifa klámi ÞÝSKA dómsmálaráðuneytið undirbýr nú frumvarp til nýrra laga sem myndu heimila yfir- völdum að refsa fyrirtækjum, sem veita aðgang að alnetinu (Internet) komi í ljós að hægt sé að nálgast klám í gegnum þjónustu þeirra. Vonast er til að frumvarp verði lagt fram fyrir sumarhlé. Samkvæmt því yrði þjónustufyrirtækjunum refsað ef sýnt þætti að þau gætu komið í veg fyrir að klámi sé dreift en hefðu þó ekkert aðhafst. Sótt að Rauð- um khmerum HER Kambódíustjórnar sækir nú hart fram gegn fornu must- eri á ijallstindi við landamæri Tælands þar sem talið er að allt að 200 uppreisnarmenn Rauðra khmera hafist við. Hofið er 800 ára gamalt og sagði talsmaður hersins að þess væri sérstaklega gætt að vinna ekki tjón á því. Segir af sér á Indlandi RAM Singh, aðstoðarráðherra í stjórn P.V. Narasimha Rao á Indlandi, gekk í gær til liðs við stjórnarandstöðuna í mót- mælaskyni við gegndarlausa spillingu í stjórnarflokknum. Er brottför hans talin mikið áfall fyrir stjórn Raos en þing- kosningar fara fram á Indlandi 27. apríl nk. ERLENT Tugir manns eldi að bráð REYKJARBÓLSTRAR stíga upp af verslunarhúsi í bænum Bognor í Indónesíu í gær. Talið var að a.m.k. 77 manns hefðu beðið bana í eldsvoðanum og óttast að talan ætti eftir að hækka. Um 17 stundir tók að ráða niðurlögum eldsins. Um 2.000 verslanir eyðilögðust. Jeltsín sækir í sig veðrið í kosningabaráttunni Segir kommúnista „menn gærdagsins“ Moskvu. Reuter. HARKA færðist í kosningabarátt- una í Rússlandi í gær og Borís Jeltsín forseti lýsti kommúnískum andstæðingum sem „mönnum gærdagsins". Gennadíj Zjúganov, leiðtogi Kommúnistaflokksins og frambjóðandi í kosningunum, gaf hins vegar til kynna að bandamenn Jeltsíns kynnu að beita „lúalegum brögðum" til að hagræða úrslitun- um. „Andstæðingar okkar skilja að tíminn vinnur gegn þeim,“ sagði Jeltsín á fundi með byggingar- verkamönnum í gær. „Eftir nokkur ár verða „menn gærdagsins" loks- ins horfnir úr rússneskum stjórn- málum.“ Jeltsín undirritaði einnig samn- ing um aukinn samruna Rúss- lands, Hvíta-Rússlands, Kasakst- ans og Kírgístans, sem er talinn styrkja stöðu hans í kosningabar- áttunni. Samningurinn er svar Jeltsíns við samþykkt meirihluta kommúnista og þjóðernissinna í dúmunni, neðri deild þingsins, um Zjúganov varar vid „lúalegum brögðum“ til að hagræða úrslitum að ógilda bæri samninga um upp- lausn Sovétríkjanna. Zjúganov kvaðst styðja samn-. inginn um samruna ríkjanna fjög- urra, en hann hefur sakað Jeltsín um að „stela" stefnu kommúnista í ýmsum málum til að auka vin- sældir sínar fyrir kosningarnar. Gervihnöttum beitt til að hagræða úrslitunum? Jeltsín boðaði ennfremur lang- tímaáætlun sem tryggja ætti rúss- neskum launþegum íbúðarhús á viðráðanlegu verði. Hann sagði að Rússum yrði boðið upp á 10-25 ára lán til húsbygginga. Zjúganov ræddi í gær við full- trúa kolanámamanna og gaf í skyn að stuðningsmenn Jeltsíns kynnu að beita „lúalegum brögðum" til að tryggja endurkjör forsetans. Hann nefndi ekki Jeltsín á nafn en sagði að erlendum gervihnött- um kynni að verða beitt til að brjót- ast inn í tölvukerfið, sem nota á við talninguna, til að breyta kosn- ingatölum og hagræða þannig úr- slitunum. Zjúganov krafðist þess að hand- talningu yrði beitt undir ströngu eftirliti fulltrúa allra flokka og al- þjóðlegra eftirlitsmanna. Hann vísaði ennfremur á bug fréttum í rússneskum fjölmiðlum um klofning á meðal kommúnista og þjóðernissinna. Hann bætti við að fylkingin, sem stendur á bak við framboð hans, myndi stækka í næstu viku og hann kvaðst ætla að halda áfram viðræðum við aðra mótframbjóðendur Jeltsíns. „Ef andstæðingunum tekst ekki að kljúfa kjósendur okkar eru sigur- líkur okkar mjög miklar.“ Ekkja Schindlers segir hann ekki hafa verið helju Buenos Aires. Reuter. OSKAR Schindl- er kann að vera hetja í augum heimsins fyrir að bjarga rúmlega þúsund gyðing- um frá dauða í útrýmingarbúð- um nasista í seinna stríðinu. Nú hefur ekkja hans hins vegar ritað endurminning- ar sínar þar sem hún lýsir honum sem eigingjörnum og harðbrjósta manni. Emilie Schindler, sem er 88 ára, kynnti bók sína í gær. Við það tæki- færi sagði hún að óskarsverðlauna- kvikmynd Stevens Spielbergs um mann sinn, Listi Schindlers, væri „lygaþvæla frá upphafi til enda.“ „í mynd Spielbergs er Oskar lýst sem hetju aldarinnar. Það er ekki sannleikanum samkvæmt. Hvorugt okkar getur talist hetja, við gerðum bara það sem okkur var kleift. í stríði erum við öll sálir án hlutskiptis," sagði hún. I bókinni, „Emilie Schindler - Minningar", lýsir ekkjan Schindler sem fégráðugum manni sem hafi einungis haft áhuga á að bjarga pólskum gyðingum úr útrýmingar- búðum nasista til þess að geta orðið sér úti um ódýrt vinnuafl til þrælkun- ar í postulínsverksmiðju sinni. Hún rifjar upp kvöld eitt árið 1944 þegar Schindler kom heim seint að kvöldi í miklu uppnámi og sagði henni frá því að Þjóðveijarnir hefðu ákveðið að flytja alla gyðinga í Plaszow-þrælkunarbúðunum í Krakow, þar á meðal starfsmenn postulínsverksmiðjunnar, til Ausc- hwitz til útrýmingar. Hefði hann brotið heilann ákaft um það hvemig hann gæti talið nasista á um að leyfa honum að halda starfsfólki sínu eft- ir. Tækist það ekki hefði hann sjálf- ur verið sendur fram á vígvöllinn til bardaga. Á endanum fékk hann talið nasista á að sleppa um 1.300 manns við út- rýmingu en nöfn þeirra voru á hinum fræga lista Schindlers, sem svo er nefndur. Eftir stríð fluttu Schindler- hjónin til Argentínu. Um síðir fluttist Oskar Schindler aftur til Þýskalands og lést þar árið 1974 en Emilie ákvað að vera um kyrrt í Buenos Aires. Á blaðamannafundi í gær sagðist hún ekki sakna eiginmanns síns. „Ég helg- aði líf mitt honum, hann gaf ekkert af sér í staðinn," sagði hún og bætti við að hann hefði komið ómanneskju- lega fram við sig og sambúðin við hann hefði ekki verið mannbætandi. Rúmenar fagna „Litla Picasso“ Búkaresl. Reuter. HÚN heitir Alexandra Nechita, 10 ára gömul bandarísk stúlka af rúmenskum ættum, en stund- um er hún aðeins kölluð „Litli Picasso“. Það er vegna þess, að hún er þegar búin að hasla sér völl í málaralistinni og þykja myndirnar hennar minna um margt á verk meistarans. Nú er Nechita í heimsókn í Rúmeníu, sem foreldrar hennar flýðu á svartnættistímum kommúnis- mans, og vonast yfirvöld þar til, að hún geti orðið einn af fulltrú- um landsins út á við og gefið af því dálítið aðra mynd en algeng- ust er í fjölmiðlum. Faðir Nechitu flýði ógnarstjórn Nicolae Ceausescus 1985 en kona hans, sem þá var ófrísk að Nechitu, varð eftir. Þær mæð- gurnar komust síðan vestur tveimur árum síðar og nú býr fjöl- skyldan í Los Angeles. 2,5 millj. kr. fyrir mynd Nechita átti ekki mörg ár að baki þegar hún fór að sýna áhuga á málverkinu og hún var ekki nema átta ára gömul þegar hún hélt sína fyrstu einkasýningu. Segja foreldrar hennar, að hún hafi selt meira en 250 málverk og sum fyrir allt að 2,5 millj. ísl. kr. Rúmenar vissu ekkert um þeirra í Los Angeles sá hana koma fram í sjónvarpsþætti en þá tók líka rúmenska utanríkis- ráðuneytið vel við sér og skipu- lagði fyrir hana ferð til gamla landsins og fleiri Evrópulanda. Ástandið í Rúmeníu eftir áratuga ógnarstjórn kommúnista er hörmulegt á flestum sviðum og sú mynd, sem dregin er upp af landinu í erlendum fjölmiðlum, er oft af betlurum, yfirfullum munaðarleysingjahælum og börn- um með alnæmi. Stjórnvöld vilja að sjálfsögðu sýna aðrar og betri hliðar á landinu og vona, að Nechita geti hjálpað þeim við það. „Rúmenía er ættland mitt og þvi mun ég aldrei gleyma. Þar bragðaði ég fyrst á rauðvíni og borðaði kökurnar hennar ömmu,“ sagði Nechita á blaðamannafundi í „Höll barnanna", sem reist var á tímum kommúnista. Breiðir pensildrættir, óhlutlæg form og mikil litagleði einkenna málverkin hennar Nechitu og þess vegna hefur henni verið líkt við Picasso. „Ég tek þessa samlíkingu ekki hátíðlega vegna þess, að ég er ekki Picasso, ég er bara ég sjálf,“ segir Nechita en Stefan Gafíta, fulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir, að enginn annar rúmenskur listamaður eigi meiri velgengni að fagna nú á dögum. Enginn annar selji sín verk fyrir hundruð þúsunda króna. „Ég finn engin tengsl með málverkum Nechitu og Picassos," sagði listaprófessorinn Dan Grigorescu, „en í verkum hennar endurspeglast sömu andstæðurn- ar og sama litaskynið og einkenn- andi er fyrir rúmenska listhefð.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.