Morgunblaðið - 30.03.1996, Síða 27

Morgunblaðið - 30.03.1996, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MARZ 1996 27 AÐSENDAR GREINAR Mikilvægi kvikmyndaiðnaðar I MORGUNBLAÐINU hinn 28. mars birtist grein eftir Björn Inga Harfnsson, blaðamann og sagn- fræðinema, sem heitir „Vafasöm hagfræði". í henni leitast höfundur við að færa rök fyrir því, meðal annars með því að taka glefsur úr viðtali Þorfinns Ómarssonar við mig, sem eru hluti af greinum hans í blaðið Screen um íslenska kvik- myndagerð, að íslensk stjórnvöld hafi ekki áhuga á kvikmyndagerð eða fjárhagslegum stuðningi við hana. Einnig lætur hann í það skína, að ég sé andvígur því, að erlendir kvikmyndagerðarmenn komi hingað til listsköpunar, af því að ég lít ekki á það sem hlutverk ríkisstjórnarinn- ar að standa fyrir því. Þegar ég las útleggingarnar á orðum mínum í þessu greinarkorni, datt mér í hug, að höfundur hefði frekar átt að nota heitið „Vafasöm sagnfræði". Fjöldi unffs fólks hefur stundað nám í kvik- myndagerð, segir Björn Bjarnason. Margt af þessu fólki hefur þegar sannað hæfileika sína og brýnt er að því verði skapað viðunandi það í Evrópusamband- inu hvort líta beri á kvikmyndagerð sem iðnað eða þjóðlega list- sköpun og viðleitni til að viðhalda og efla menningu einstakra þjóða. Þessar deilur hafa iðulega tengst umræðum um styrki. Ef tekið er mið af fram- kvæmd styrkjastefnu ESB er þar líklega fremur litið á kvik- myndagerð sem iðnað en menningarstarf. Ein rökin fyrir styrkjum til kvikmyndagerðar eru Björn Bjarnason þau störf sem hún skap- ar. Áætlað er að útsend- um klukkustundum í sjónvarpi í Evrópu ijölgi úr 1 miíljón í 3,5 milljón klukkustundir fram að aldamótum. Talið er að sjái Evrópubúar um að framleiða allt það efni þýði það um 1,8 milljón ný störf. Engin ástæða er til að ætla að við ís- lendingar getum ekki átt o.kkar skerf í vænt- anlegri framleiðslu- aukningu. Tii þess að svo megi verða þarf að skjóta traustari stoðum undir atvinnugi'einina. Það er til dæmis unnt með því að lánakerfí iðnaðarins taki í auknum mæli mið af kvikmyndagerð sem arðvænlegri framleiðslu. Því miður er það svo, að á stjórn- mála- og ljármálavettvangi líta enn of margir þannig á, að lista- og menningarstarf byggist á samskot- um, af því að þeir, sem að því starfa geti ekki staðið á eigin fótum. Þetta er mikill misskilningur. Hér er að mínu mati um fjárfestingu að ræða og nauðsynlegt að hvetja fjárfesta til að taka áhættu. Frábær árangur Sinfóníuhljómsveitar íslands í New York á dögunum sýnir, að hér er ekki síður en annars staðar unnt að fjárfesta í gæðum á þessu sviði. Víða erlendis er það stolt fyrir- tækja, að nöfn þeirra séu tengd slík- um sveitum." Af þessum orðum mínum verður alls ekki ráðið, að ég sé andvígur íslenskri' kvikmyndagerð. Á hinn bóginn efast ég um, að rétta leiðin' til að efla opinberan stuðning við hana sé að núa stjórnmálamönnum sífellt um nasir, að þeir hafi engan skilning á þessari atvinnugrein, hvorki listrænan né fjárhagslegan. Einnig er ólíklegt, að Kvikmynda- sjóður verði nokkurn tíma svo öflug- ur, að hann geti svarað væntingum dugmikilla kvikmyndagerð- armanna. Þess vegna verða menn að velta fyrir sér nýjum úrræðum, fá nýjar hugmyndir í þessu efni. Höfundur er menntamálaráðherra. starfsumhverfi. Fyrir skömmu flutti ég ræðu á Iðnþingi og sagði þá meðal annars: „Menningariðnaðinn má einnig líta á sem atvinnugrein. Á mörgum sviðum er hann blómlegur og má í því sambandi nefna að tónlistariðn- aðurinn skapar 750-1.000 ársverk þegar allt er talið. í fáum eða nokkr- um samfélögum á stærð við okkar er listastarfsemi jafnöflug og hér. Hins vegar hefur okkur ekki enn tekist að lyfta henni á sama atvinnu- stig og gerst hefur hjá fjölmennari þjóðum. Minnumst þess að útflutn- ingur á kvikmyndum er þungamiðj- an í alþjóðaviðskiptum Bandaríkj- anna. íslensk kvikmyndagerð er vaxt- arbroddur. Kvikmyndaiðnaðurinn hefur verulega sótt í sig veðrið og standast margar islenskar kvik- myndir fyllilega þá hörðu sam- keppni sem ríkir á alþjóðlegum vett- vangi. Mikill fjöldi ungs fólks hefur stundað nám í kvikmyndagerð eða henni tengdri. Margt af þessu fólki hefur þegar sannað hæfileika sína og brýnt er að því verði sköpuð við- unandi starfsumhverfi og tækifæri hér á landi. Deilt hefur verið um hvernig á að skilgreina þessa atvinnugrein og til dæmis hefur verið ágreiningur um NR. 1 VIÐ LAUGAVEGINN OPNUM í DAG ÆVINTÝRALEGA VERSLUN VELKOMIN UM BORÐ GLÆSILEG HÖNNUN OG GÆÐI UNDIR STERKUM ÁHRIFUM FRÁ STRÖNDINNI, HAFINU OG SIGLINGUM. AÐ HEIMSÆKJA RED//GREEN FLAGGSKIP, ER EINS OG AÐ STÍGA UM BORÐ í SKÚTU Á FÖGRUM SUMARDEGI. KULUTJALD IGLO Tveir fíberbogar, silfrað á lit með vatnsheldum botni 3-4 manna Þyngd: 4.5 kg. TILBOÐ 6.900 SEGLAGERÐIN ÆGIR Eyjaslóð 7 Reykjavík S. 51 I 2200

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.